Þjóðviljinn - 28.03.1991, Blaðsíða 21
HELGARMENNINGIN
Ólafur H. Torfason skrifar
Leynist Grímur
Thomsen í Pétri Gaut?
Tengdamóðir Henriks Ibsen
var einnig barnsmóðir og æskuást
Gríms Thomsen, skáldkonan
Anna Magdalena Thoresen, sem
dáði ákafa Grims og gáfur alla
ævi. Hún hafði um leið mikil áhrif
á Ibsen, Ole Buil, Björnstjerne
Björnson og fleiri rithöfunda.
Þótt Henrik Ibsen hafi sjálfur
skýrt frá því að hann hafi sótt fyrir-
myndina að Pétri Gaut (Peer Gynt) í
þjóðsögur úr Guðbrandsdal, er aug-
ljóst að þær duga ekki til að lýsa eig-
ingjömum, kaldlyndum heims-
manninum og að hann hefur haft
hliðsjón af mörgum þáttum, enda
sagðist hann hafa farið ftjálslega
með efnivið.
Hann var mjög forvitinn að
heyra hvað tengdamóðir sín, Mag-
dalena Thoresen, segði um verkið
og skrifar henni strax 15. okt 1867
frá Sorrento á ítaliu:
„Jeg har fuldfört et nyt dramat-
isk Digt, som udkommer til Jul; det
skal höjlig interessere mig at vide
hva du synes derom. Digtet hedder
Peer Gynt...“
Tengdamóðir hans Magdalena
þekkti ævisögu, ástríður og lundemi
Gríms Thomsens, kosti hans og
galla, og hefur eflalítið sagt Ibsen
ffá slíkum persónuleika. Grímur
Thomsen og Pétur Gautur eiga það
t.d. sameiginlegt að vera ákafir og
eigingjamir persónuleikar, sem hefj-
ast úr einangrun sveita, eignast laun-
böm, yfirgefa æskuástina sína,
lenda í ævintýralegum kringum-
stæðum, hefjast til metorða og láta
svo undan síga. Grímur var „illur og
harður" eins og móðir hans lýsir
honum á unga aldri, gat verið ófyrir-
leitinn, en komst langt sökum eðlis-
kosta sinna.
A gamalsaldri sór Magdalena
sjálf fyrir að hafa notað Grím sem
fyrirmynd í sögukomi af kaldrifjuð-
um og tvísýnum manni, en sá orð-
rómur hafði lengi gengið meðal ís-
lendinga.
Ástir og
bókmenntir
Magdalena og Grímur kynntust
þegar herbergi þeirra lágu saman á
námsámnum í Kaupmannahöfn og
með þeim tókust ákafar ástir tveggja
sterkra persónuleika, sem vom upp-
tendraðir af skáldskap. Þau eignuð-
ust sveinbam, en því var haldið
leyndu og hún flutti til Noregs.
Grímur Thomsen eignaðist ekki
önnur böm. Sonur þeirra var nefnd-
ur Axel Peter Jensen, ólst upp á
bamahæli fyrstu árin, en síðan tók
Grímur hann að sér og kallaði fóst-
urson sinn. í bréfum Magdalendu til
Gríms má sjá að þau hugleiddu um
hríð að senda hann til fósturs á
Bessastöðum.
Magdalena giftist hins vegar
bráðlega norska prestinum sr. H.C.
Thoresen, flutti með honum til
Bergen 1844 og bjó þar í 17 ár.
Heimili þeirra varð miðstöð andans
manna og þangað komu rithöfundar
og menntamenn eins og Bjöm-
stjeme Bjömsson, Ole Bull og síðar
Henrik Ibsen, en Bull stjómaði
þama fyrsta þjóðlega leikhúsi Norð-
manna. Margar lýsingar em til á
andríki og fjöri Magdalenu, sem
þama var hrókur fagnaðar. 1856 trú-
lofuðust svo Henrik Ibsen og Suz-
annah Daae Thoresen, dóttir prests-
ins af fyrra hjónabandi, og varð hún
honum traust eiginkona og dyggast-
ur bakhjarl um ævina.
Eftir lát Gríms ftmdust á Bessa-
stöðum mörg bréf til hans frá æsku-
vinkonunni, og flutti Jón Þorkelsson
þjóðskjalavörður þau fyrir ekkju
Gríms, Jakobínu Jónsdóttur, til
Magdalenu. Eftir urðu tvö bréf sem
nú em geymd á Landsbókasafni.
Magdalena, sem komin var á áttræð-
isaldur, þakkaði fyrir sendinguna i
bréfi 1898 og sagði m.a.: Dr. Grím-
ur Thomsen var en isandhed höjt
begavet Aand, og dertil var han i
lige Maade ejendommelig. Min
Ungdomsbegejstring for ham var
stor, kjære Fme! Og jeg havde den
lykke, at da min udmærkede Mand
gjorde hans Bekjendtskab, delte han
ganske min beundring“.
Leiklistin
Til er skýr játning um áhrif
Gríms á Magdalenu, og það í sendi-
bréfi til hinnar frægu, dönsku leik-
konu og leikstjóra Johanne Louise
Heiberg (1812-1890), sem opnaði
leikritum Henriks Ibsen og Bjömst-
eme Bjömsson leið á danskt leik-
svið. Johanne Louise var leikstjóm-
andi við Konunglega leikhúsið
1867-1874.
Eiginmaður Johanne Louise var
Johan Ludvig Heiberg,
(1791-1860), leikhússtjóri Konung-
lega leikhússins í Kaupmannahöfn
1849-1856. Hann var áhrifamestur
manna á menningarsviði Danmerk-
ur um sína tíð og heimili þeirra, líkt
og heimili Magdalenu í Bergen,
miðstöð og hljómbotn borgarlífsins.
Bréfið er dagsett 28. apríl 1867,
(árið sem Pétur Gautur kom út og
Grimur Thomsen flutti heim til Is-
lands eftir 20 ára útivist) og þar seg-
ir m.a.:
„Under min læsning i Köben-
havn traf jeg en ung Mand, en vild,
ejendommelig skikkelse, en Natur-
kraft. Han læste med mig, og for
hans uhyre dæmoniske Villie maatte
jeg böje mig i stövet. Han kunde ta-
get mig over i et stærkt afsluttet
Kærlighedsliv - det troer jeg endnu
paa. Han slap mig ud af sin Haand,
han ærgrede sig maaske senere over
det,...Mena jeg har, som sagt, altid
vidst, að den Kærlighed, som mit
Væsen rummede, den kunde han ha-
ve löftet op til blomstring og Frugt.
Saa har jeg gaaet omkring med
Længselen og Savnet, grebet snart
höjt, snart lavt, grebet en Skygge
bestandig. Og Ævnen til Kærlighed
svand ikke med Aarene, voxede me-
get mere“.
Það er ffóðlegt að sjá, að i öðru
þeirra bréfa sem geymd eru á Lands-
bókasafni (frá Königsbrunnen 2. júlí
1853), þá kemur í ljós sameiginleg-
ur áhugi þeirra á leikhúsmálum, því
Magdalena biður Grím þar að út-
vega sér „umrædda 2 söguþræði úr
leikritum" (disse 2 omtalte Syjets til
Drama), og biður hann einnig að
segja sér sitt álit á þeim. Að öðru
leyti er hún með heitar ábendingar í
bréfmu, eins og að neðan greinir.
Um Magdalenu Thoresen eru
margar heimildir. Þess má geta að
það var sjálfur Georg Brandes sem
ritaði æviágrip hennar í virtasta blað
Kaupmannahafnar 1866. Auk 25 rit-
verka kom út bréfasafn hennar, og
um hana er heill kafli í nýlegu fræði-
riti, „Norsk kvinnelittaraturhist-
orie“, (Bind I 1600-1900, Pax For-
lag AS, Oslo 1988), og þar er meðal
annars vitnað í ofangreint bréf henn-
ar til Gríms Thomsen 1853 (ritað
sama ár og fyrsta leikrit Ibsens,
Jónsmessunótt, er flutt í Björgvin).
Þar kemur ffam ástríðuhiti hennar:
„Der er en Længsel hos mig,
som maa tilffedsstilles. Det kunde
hænde, min Ven, at en anden gav
denne fölelse af Savn et andet Navn
og sögt Tilfredsstillelse. Det er ma-
aske den inderligste Fölelse af Qu-
indelighed som driver mig til at skri-
ve“.
Ekki ögn
um „ipsen“
En hvað vissi Grímur um Ibsen?
í bréfi dags. 9. des. 1847 til
Gríms Thomsen segir einn besti vin-
urhans, BrynjólfurPétursson: „Ekki
hef eg eina ögn ffétt til þess manns,
sem þú minnist á við mig í seinasta
bréfinu þínu og Ipsen heitir. Ekki
hef eg heldur heyrt neitt til efningar
á því loforði þínu, sem þú gafst mér
í öðru bréfi nokkru áður, að þú
skyldir segja mér nokkuð það, „sem
fengi mig til að roðna, og þó ekki af
blygðun", nema eg hafi öldungis
misskilið þig“.
I skýnngum við bréfið segir
Finnur Sigmundsson um þennan
„Ipsen“ sem Grimur er að forvitnast
um: „Líklega norska skáldið Henrik
Ibsen. Fyrsta leikrit hans kom út
1850“.
Þetta þyrfti þó ffekari skýringar
við, 1847 er Jbsen 21 árs að aldri,
býr enn I Grimstad í sunnanverðum
Noregi, og hefur getið þjónustu-
stúlku apótekarans, vinnuveitanda
síns, stúlkubam. Ibsen hélt því at-
viki leyndu í fjórtán ár, og var því í
svipaðri stöðu og Grímur og Mag-
dalena, sem leyndu því að þau höfðu
eignast bam. En skuggi þess fylgdi
þeim alla ævi, eins og bamið ljóta úr
Dofrafjalli fylgir Pétri Gaut. Og þótt
ólíkur sé efnisþráður, þá má minna á
að lengsta ljóð Gríms Thomsen erúr
Doffafjalli, Rímur af Búa Andríðs-
syni og Fríði Doffadóttur, 260 vísur
að lengd.
Persónur og Ieikendur
UNNUSTINN
Grímur Thomsen
15. mal 1820 (að sögn
móður hans, kirkjubækur segja
22. aprll)- 27. nóv. 1896
Grímur Thomsen á stúd-
entsárunum. Svipaö þessu hef-
ur hann litið út, þegar kennara-
neminn Magdalena Thoresen
bjó I næsta herbergi við hann,
varð unnusta hans og slðan
bamsmóðir.
Henrík Ibsen
20. mars 1828 - 23.
maí 1906
Svona leit Ibsen
út þegar hugmynd
hans að Pétri Gaut
var að fæðast, laust
eftir 1860. Hann ferö-
aöist þá um Guð-
brandsdalinn og
Vestur- Noreg á há-
skóiastyrk (1862) og
safnaði þjóðlegum
fróðleik. 1851-1857
bjó hann I Bergen,
varð heimllsvinur og
tengdasonur Magdal-
Johanne Luise Heiberg
1812-1890
Leikkonan og leikstjór-
inn sem fyrst stýrðl verkum
Henriks Ibsen og Bjöm-
stjerne Björnsson á sviði I
Danmörku, ein besta vin-
kona Magdalenu Thore-
sen, og sú sem Magdal-
ena trúöi fyrir ofurást sinni
á og viröingu fyrir Grlml
Thomsen. Eiginmaður
hennar var leikstjóri Kon-
unglega leikhússins um
tlma og þau hjón mjög
áhrifamikil I dönsku menn-
ingarilfi.
SONURINN
Axel Peter Jensen
16. júnl 1843-?
Sonur Magdalenu Thoresen
oa Gríms Thomsen. Grlmur
sa um uppeldi hans sem
.fóstursonar", en af bréfum
foreldranna og heimildum
má lesa sannleikann um ætt-
emlö. Kom til Islands og
heimsótti föðursystur slna I
Odda. Sjóliðsforingjaefni
1857, sjóliðsforingi 1864,
leystur frá störfum 1866. Fór
I verslunarieiðangra og lést I
Klna.
Fimmtudagur 28. MARS 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 21