Þjóðviljinn - 05.04.1991, Page 3

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Page 3
Framboðs- vandinn leystur Undanfarnar vikur og mán- uði hafa stjórnmálaflokkar og samtök hér á landi gengið í gegnum þann erfiða hreinsun- areld að velja sér fulltrúa á framboðslista til kosninga. Hef- ur þetta fulltrúaval iðulega leitt til kiofnings sem kunnugt er, og munaði reyndar litlu að svo færi hjá Framsóknarflokknum nú. Ekki hafa menn alltaf verið að víla fyrir sér þennan vanda, og má segja að Siglfirðingar hafi fúndið á honum snilldarlega lausn árið 1919, þegar fyrst var kosið þar til bæjarstjómar eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. í bók sinni Brauðstrit og barátta, fyrra bindi, segir Benedikt Sigurðsason ífá því að hefð hafi verið fyrir því á Siglufirði að kaupmennimir í plássinu skipuðu hreppsnefndina ásamt með héraðslækninum og sóknarprestinum. En þegar kosið var í bæjarstjóm í fyrsta skipti vom tveir listar í framboði, listi Kaupmannafélagsins og listi Verkamannafélagsins. Var það í fyrsta skipti sem stéttaandstæð- umar í bænum tókust á um mál- efni bæjarins með svo formlegum hætti. Einn var þó sá maður á Siglu- Séra Bjarni Þorsteinsson frambjóðandi Verka- Séra Bjami Þorsteinsson frambjóðandi Kaupmanna- mannafélagsins félagsins firði sem var svo hafinn yfir öll slík stéttasjónarmið, að það þótti ekki nema sjálfsagt að hafa hann á báðum listum. Það var sóknar- presturinn, séra Bjami Þorsteins- son, sem þekktastur er fyrir það affek að hafa safnað íslenskum þjóðlögum og bjargað þannig dijúgum þætti af þjóðmenningu okkar frá glötun. Það mun vera einsdæmi í stjómmálasögu Is- lands að sami maðurinn hafi skip- að sæti á listum höfúðandstæð- inganna i kosningum, en undan- tekningin sannar kannski þá reglu sem séra Bjami hefúr greinilega skilið, að andstæðumar em tvær hliðar á sama peningnum, hvort sem er í pólitíkinni, hjónabandinu eða kraftaffæði Newtons. -ólg. i Auglýsing um styrki og lán til þýðinga á erlendum bókmenntum Samkvæmt lögum nr. 35/1981 og reglugerð nr. 638/1982 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðsins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgefendur nota til þýðingarlauna. Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi: 1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur. 2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök. 3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum gæðakröfum. 4. Eðlileg dreifing sé tryggð. 5. Útgáfudagur sé ákveðinn. Fjárveiting til þýðingarsjóðs i fjárlögum 1991 nemur 6.060.000 krónum. Eyðublöð undir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í af- greiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir 25. apríl n.k. Reykjavík, 3. apríl 1991 Menntamálaráðuneytið Verkamannafélagið Dagsbrún Orlofshús Tekið verður á móti umsóknum um dvöl í orlofshúsum í sumar frá og með mánudeginum 8. apríl á skrifstofu fé- lagsins að Lindargötu 9. Þeir sem ekki hafa áður dvaiið í húsunum ganga fyrir með úthlutun til og með 12. apríl. Húsin eru: 2 hús í Svignaskarði 1 hús í Vatnfirði 1 hús að Vatni í Skagafirði 2 íbúðir á Akureyri 1 hús á lllugastöðum 2 hús á Einarsstöðum 1 hús í Yík í Mýrdal 5 hús í Ölfusborgum Vikuleigan er krónur 7.000,00 nema að Vatni krónur 10.000,- og greiðist við pöntun. Verkamannafélagið Dagsbrún I * 3 < meiri háttar osm TILB0Ð stendur til 19. aprfl á 1 kg stykkjum af brauðostinum góða. Verð áður: kr. 794/kílóið Tilboðsverð: kr.594/ kílóið 200 kr. afsláttur pr. kg. i 111

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.