Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 5
m m \ _____ Fhqt i i n a nwiíFTTní kjl JL JT Jl^JlIí JL JL JJ\ Akurevri Verölagsráðiö kistulagt Sjómenn samþykktu tilboð Útgerðarfélagsins og fyrsti togarinn farinn til veiða Sjómenn á ísfisktogurum Útgerðarfélags Akureyr- inga samþykktu í gær með miklum meirihluta atkvæða tilboð fyrirtæksins um mark- aðstengingu 15% aflans og að fast verð verði greitt fyrir 85% aflans. Fyrsti togari ÚA hélt til veiða í gærkvöldi og síðan fara þeir út hver á eftir öðrum og þeir síð- ustu á laugardag. Konráð Al- freðsson formaður Sjómannafé- lags Eyjaljarðar og Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri ÚA eru sammála um það að með þessum samningi hafí Verðlags- ráð sjávarútvegsins verið kistu- lagt fyrir norðan. í samningnum sem gildir fram á haust mun Útgerðarfélag- ið greiða fast verð fyrir 85% afl- ans. Fyrir kílóið af þorski verða greiddar 58 krónur, 37 krónur fyrir stóran karfa og 27 krónur fyrir þann minni. Fyrir kílóið af ýsu verða greiddar 75 krónur fyrir kilóið og 53 krónur fyrir kílóið af grálúðu. Fimmtán pró- sent aflans verður síðan mark- aðstengt sem mun taka mið af því verði sem greitt er hveiju sinni á innlendum fiskmörkuð- um. Talið er að með þessu sam- komulagi hækki fiskverð til sjó- manna um 5,6%. Konráð Alfreðsson formaður Sjómannafélags Eyjaljarðar sagðist í gær vera mjög ánægður með þessa niðurstöðu og þá sér- staklega að hluti aflans skuli nú í fyrsta skipti vera markaðstengd- ur. „Þetta er stór sigur fyrir sjó- mennina að ná fram þessari hug- arfarsbreytingu hjá forráða- mönnum ÚA“, sagði Konráð. Gunnar Ragnars fram- kvæmdastjóri ÚA sagðist einnig vera mjög ánægður að þessi fisk- verðsdeila skyldi hafa fengið þennan farsæla endir og að skip- in færu aftur til veiða. Hann sagðist einnig gera ráð fyrir að samningurinn myndi hafa for- dæmisgildi fyrir aðrar fisk- vinnslur. Gunnar sagði jafnftamf að samningurinn mundi ekki hafa nein áhrif á þá stefnu fyrir- tæksins að fullvinna allan afla heima í héraði. -grh Hveragerði Aftur rauður bær Kosningaskrifstofur Alþýðu- bandalags, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks í Hveragerði eru undir sama þaki og sameig- inlega nýta flokkarnir fundarsal og kaffiaðstöðu. Þannig er mjög líflegt kosningastarf á staðnum því Hvergerðingar geta þá farið á sama staðinn og slegið þrjár flug- ur í einu höggi. „Þetta er afsprengi af því góða samstarfi sem hefur verið milli þessara flokka eftir að við felldum íhaldið eftir margra ára óstjóm í bænum,“ sagði Armann Ægir Magnússon formaður Alþýðu- bandalagsins í Hveragerði. Astæða hins sameiginlega húsnæðis er að flokkamir þrír mynduðu með sér félag um lista þessara þriggja flokka, H-listann, og að loknum sveitarstjómarkosningum í fyrra keypti félagið húsnæði. „Það er miklu meira líf í þessu heldur en ef hver væri í sínu homi, það er meira gaman og meiri gálga- húmor en ella,“ sagði Armann en hann sagði að mikill munur væri að hafa kosningaskrifstofii því fyrir síðustu kosningar var starfið í heimahúsi. Um kosningastarfið sagði Ar- mann að andrúmsloftið væri mjög óvenjulegt, flestir væm mjög já- kvæðir og teldu Margréti Frí- mannsdóttur ömgga inn. Þetta sagði Ármann að væri hættulegur áróður. Hann sagði að öfugt við það sem hefði verið áður væri nú erfitt að fá fólk til starfa og ætti það við um alla flokka, hugsanlega þar sem þetta færi allt svo seint af stað. „Við emm i kosningabaráttu nú á allt öðmm forsendum en áður. Við höfúm alltaf verið flokkurinn sem hefúr verið í mikilli vöm en nú emm við í jákvæðri sókn vegna þess að við komum svo vel útúr þessari ríkisstjóm," sagði Ármann og bætti við að viðbrögð manna á Hvolsvelli til dæmis hefðu alger- lega snúist við þar sem áður hafi jafnvel verið reynt að loka á Mar- gréti en nú væri henni tekið opnum örmum. „En við getum ekki sagt að allt þetta fólk kjósi okkur,“ sagði Ár- mann sem bætti við að viðhorfið hefði breyst víðar. „Nú er Hvera- gerði að verða rauður aftur en hann var rauður listamannabær í gamla daga,“ sagði Ármann sem var bjart- sýnn á framgöngu sinna manna í kosningum eftir tvær vikur. -gpm Samgöngumálaráðherra og hluti nefndarinnar sem kynnti skýrslu slna (gær. Mynd: Jim Smart. Revki avíkurflugvöllur Æfinga- og ferjuflugi hætt Nefndarskýijsla um áhættumat vegna Reykjavíkurflugvallar kynnt Stórfelldar breytingar munu eiga sér stað, ef hugmyndir þær sem nefnd um áhættumat á Reykjavíkurflugvelli hefur lagt fram, verða samþykktar. Má þar nefna að allt æf- inga-kennslu-og einkaflug fær aðstöðu á nýjum flugvelli í nág- enni höfuðborgarinnar. Ferju- flugi og millilandaflugi einka- véla verður beint til Keflavíkur. Og hætt verður notkun á NA/SV-braut flugvailarins og henni lokað. Það var í lok árs 1988, að Steingrímur J. Sigfússon skipaði nefnd sem átti að vinna áhættu- mat vegna Reykjavíkurflugvallar. Álfheiður Ingadóttir formaður nefndarinnar sagði að helstu nið- urstöður nefndarinnar fælust í því að breyta flugvellinum þannig að hann þjóni vel innanlandssam- göngum sem og sjúkraflugi. Ann- Búvörusamnin gurínn AogDá öndverðum meiði yfir á fundinum, en afdráttarlaus afstaða þessara flokka til máls- ins hefur ekki legið fyrir til þessa. Samningurinn markar hins vegar nýjan grundvöll fyrir landbúnaðinn og einkum sauð- fjárræktina í landinu í ffamtíð- inni og hefur því grundvallar- þýðingu bæði fyrir framleiðend- ur og neytendur. -ólg. Z kosningafundi í Há- skólabíói í gær kom fram að Alþýðuflokkurinn styður ekki nýgerðan búvöru- samning, en Sjálfstæðisflokk- urinn er honum samþykkur. Það voru þeir Friðrik Zop- husson, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, og Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, sem lýstu þessu ar flugrekstur yrði um leið fluttur ffá höfúðborginni, en það kemur til með að létta á umferðarþung- anum og drægi um leið úr ónæði kringum völlinn og minnkaði slysahættu. Álfheiður sagði að tillögur nefndarinnar sem drægu úr eld- og sprengjuhættu væru á þá leið að gas- og olíugeymar við Skeijafjörð verði fjarlægðir. Elds- neytisgeymar á flugvallarsvæðinu verði flarlægðir og birgðar- geymslum komið upp fyrir utan öryggisvæði flugbrautanna. Guðjón Petersen ffamkvæmd- arstjóri almannavama ríkisins var einn nefndarmanna. Hann sagði að þegar áhættumatið var skoðað hafi verið ákveðið að miða það við slysatiðni við flugvöllinn á ár- unum 1980-1989 en tímabilið þar á undan þótti ekki viðmiðunar- hæfl vegna mikillar ffamþróunar á sviði flugsins. Miðað við þær tölur sem fengust, benda líkur til að búast megi við flugslysi á eða við flugvöllinn á tæplega tveggja ára fresti. . -sþ Blönduós Hafnar- framkvæmdir í lausu löfti „Þessar fyrirhuguðu hafn- arframkvæmdir á Blönduósi eru eins mikið í lausu lofti og hægt er og bera eins mikinn kosningasvip og mögulegt er. Hér er greinilega verið að egna fyrir kjósendur á Blönduósi án þess að hinir sömu aðilar hafl nokkra möguleika á að standa við það að svo stöddu, sagði Ragnar Arnalds um fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir á Blönduósi. Svo virðist sem fjárveitinga- nefúd Alþingis hafi bæði farið út fyrir verksvið sitt, þegar hún útdeildi fjármagni vegna loðnu- brests til hafnarframkvæmda á Blönduósi sem fyrirhugaðar eru í haust, og ennffemur fengið villandi upplýsingar um vilja þingmanna kjördæmisins til málsins. Sighvatur Björgvins- son, formaður fjárveitinga- nefúdar, segir að nefhdin hafl fengið þær upplýsingar að allir þingmenn kjördæmisins hafi verið búnir að taka ákvörðun um að ráðist yrði í þessar hafnar- ffamkvæmdir. Því mótmælir Ragnar Amalds harðlega. Ragnar segir að í tillögum samgönguráðherra til fjárveit- inganefúdar Alþingis um að veita fé til sjávarplássa vegna loðnubrestsins hafi Blönduós ekki verið þar með. Ragnar seg- ir að það sé alls ekki í verka- hring fjárveitinganefndar að skipta því fjármagni sem ákveð- ið hefúr verið að veita til sjávarplássa sem urðu illa úti vegna loðnubrestsins. Hann segir að fjárveitinganefnd geti aðeins samþykkt eða hafnað til- lögum ráðherra. Ragnar segir að fúlltrúi Alþýðubandalagsins í flárveitinganefnd, Margrét Frí- mannsdóttir, ekki verið boðuð á fúnd nefndarinnar þar sem þetta var ákveðið, heldur hafi þama verið að verki fúlltrúar Fram- sóknar, Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokks. Ragnar segist vera alveg gáttaður á þeim ummælum hafnamálastjóra í Mbl. í gær, að allir þingmenn Norðurlands vestra hafl samþykkt að fjármagna hafnar- framkvæmdimar á Blönduósi með láni sem yrði endurgreitt á sex ámm, jafnframt því sem þeir mundu beita sér fyrir tjárveit- ingum til þess ama á næstu ár- um. „Eg skil bara ekki hver hef- ur logið þessu að hafnamála- stjóra og fjárveitinganefnd," sagði Ragnar Amalds. -grh Fj árveitinganefnd Norðfirðingar mótmæla Bæjarráð: Vinnubrögð fjárveitinganefndar vegna loðnubrestsins eru algjörlega siðlaus æjarráð Neskaupstaðar kom saman til fundar í gærmorgun þar sem samþykkt var harðorð mótmælaályktun vegna þeirrar ákvörðunar fjár- veitinganefndar Alþingis að út- hluta engu fé til bæjarins, af þeim 100 miljónum króna sem Alþingi samþykkti að veittar yrðu til hafnarframkvæmda á þeim stöðum sem verst urðu úti vegna loðnubrestsins. I ályktun bæjarráðs kemur fram að Neskaupstaður hefur ver- ið um árabil ein stærsta loðnu- verstöð landsins og því hafi loðnubresturinn á vertíðinni kom- ið sér afar illa fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélagið. Bæjarráðið telur það sýna al- gjört siðleysi af hálfú fjárveit- inganefndar að úthluta hluta af þessu fjármagni til hafna eins og Blönduóss, sem aldrei hafa haft tekjur af loðnuvinnslu. Bæjarráð- ið krefst þess að ríkisstjómin end- urskoði úthlutun íjárveitinga- nefndar og sjái til þess að þeir staðir, sem raunverulega urðu fyr- ir búsifjum vegna brestsins, fái framlög af þessu fjármagni. -grh Föstudagur 5. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.