Þjóðviljinn - 05.04.1991, Side 9
Eina mótvægið er
Alþýðubandalagið
Viðreisnarmynstur og Evr-
ópufýsn lofa engu góðu um
jöfnuð í landinu. Hörð mark-
aðshyggja getur verið væn-
leg til afkasta, en hún er líka
feiknalega afkastamikil við
að framleiða óréttlæti sé
ekki galvösk félagshyggja
nálæg til að taka hana í
karphúsið.
- Hvað hefur illa tekist íþess-
ari ríkistjóm Svavar?
- Mér kemur tvennt fyrst í
huga sem verður að bíða næstu
lotu. Annað eru húsnæðismál,
sem eru í miklu uppnámi. Hitt eru
vaxtamál. Vextir hafa að sönnu
lækkað en þeir eru enn alltof háir
og leika grátt margan manninn,
svo mjög að flokkur eins og Al-
þýðubandalagið getur ekki unað
því. Að því er húsnæðismál varð-
ar, þá tel ég einna brýnast að hér
verði byggðar miklu fleiri leigu-
íbúðir að skapaðar verði aðstæður
til að hér verði til virkur leigu-
markaður. Eitt sem til þess hjálp-
ar væru húsaleigubætur sem við í
Alþýðubandalaginu höfum sett
ofarlega á blað í þessum kosning-
aslag.
Þetta er
nokkuð gott
- En hvað tókst vel í ríki-
stjórnarsamstarfmu að þínu
mati?
— Sú virka byggðastefnu sem
samgönguráðherra hefur staðið
að með jarðgöngum og öðrum
ágætum tilþrifúm. Búvörusamn-
ingurinn nýji, sem þýðir tvo mil-
jarði í spamað á ári þegar hann
kemur til ffamkvæmda, og er með
þeim fjármunum opnað fyrir fé-
lagsleg verkefni af ýmsu tagi. Þá
hefur ríkissjóði verið betur beitt
sem jöfnunarsjóði allra lands-
manna en oft áður. Sem sést til
dæmis á því að búvömverð hefur
verið óbreytt í heilt ár og er það
einsdæmi. Rösklegri innheimta á
tekjum til rikissjóðs hefur og skil-
að sínu - heilum miljarði í fyrra.
Svo er ég takk fyrir bara
ánægður með menntamálaráðu-
neytið. Þótt ég segi sjálfur frá
(segir ekki í helgri bók: ef ég ekki
lofa mig sjálfúr, hver mun gera
það?). Ég nefni niðurfellingu
virðisaukaskatts af íslenskri
menningarstarfsemi, sem hefði
numið tveimur miljörðum króna
ef innheimtur væri. Heildarffam-
lög til menningarmála þar fyrir
utan hafa hækkað í 1,8 miljarð.
En sú upphæð minnir á það, að
hér áður tók ríkið meira inn af
menningunni (í söluskatti og
vaski) en það lagði ffam. í fyrsta
skipti er ríkið farið að borga eitt-
hvað sem heitir til menningar. Og
þetta er vitanlega annað og meira
en peningar, þetta eru okkar sjálf-
stæðismál.
Erum við ööruvísi?
Það hefur mikið verið um að
vera í skólamálum á öllum skóla-
stigum frá leikskólum til fullorð-
insfræðslu og endurmenntunar.
Reyndar hafa í okkar tíð orðið til
ný lög um öll skólastig nema fúll-
orðinsfræðsluna. Framlög til
skóla hafa aukist í mörgum grein-
um og framlög til rannsókna og
vísinda um 24% á þessu ári að
raungildi.
- Finnst þér að Alþýðu-
bandalagið hafi komið fram sin-
um skilaboðum i þessu sam-
starfi?
- Það fmnst mér. Afgerandi
línur í vinnubrögðum og ffamlagi
Alþýðubandalagsins á þessu kjör-
tímabili hafa verið jöfnuður, vald-
dreifing og byggðastefna. Um
leið var hér um hluti að ræða sem
aðrir hefðu ekki haft frumkvæði
um. Ef ég vík til dæmis að mínum
málaflokkum, þá er ég sannfærð-
ur um að Alþýðuflokkurinn og
Framsóknarflokkurinn hefðu ekki
haldið með sama hætti á skóla- og
menningarmálum. Ekki gengist í
því að fella niður virðisaukaskatt
af menningarstarfsemi, svo að-
eins tvö dæmi séu nefnd. Svo
ekki sé talað um Sjálfstæðisflokk-
inn.
Jöfrtuður og
samneysla
- Þú minntist á jöfnuð: þá
hugsa jlestir um sín kjaradœmi
og spyrja: hvað hefur unnist? Fer
ekki kjaramunur vaxandi?
- Gáum að því, sagði Svavar,
að það hafði ekki verið hægt að
ráða við neinar efnahagsstærðir á
Islandi í tuttugu ár. Allar hreyf-
ingar á verðlagi og kaupi voru svo
örar að það var ekki nokkur vegur
fyrir menn að átta sig á því hvað
var að gerast. Þess vegna var það
óhjákvæmilegt að taka verðbólg-
una niður á það stig sem gerist í
siðuðum þjóðfélögum.. Og í það
gekk ríkisstjómin. Með þetta lágu
verðbólgustigi þá verður þjóðfé-
lagið gagnsærra, og nú þegar ekki
er sífellt verið að blekkja fólk
með verðbólgukrónum, skapast
viðspyma til að leggja út í nýja og
innihaldsmeiri baráttu fyrir jafn-
ari kjömm í samfélaginu.
- En þá spyr fólk: með hvaða
ráðum? Bæði hér og í nálœgum
löndum sjá menn fram á að verk-
lýðsfélög semja um lágmarkslaun
ein, en í gangi eru allskonar
sundurvirkir sérsamningar ogyf-
irborganir i vissum geirum, sem
enginn þykist ráða við.
- Það em, sagði Svavar, tveir
pólar í hagstjóm. Annarsvegar al-
gjör fijálshyggja. Hinsvegar al-
gjör miðstýring. Hvomgt viljum
við. Vilji menn svo finna leið til
að draga úr kjaramismun, þá þarf
það í fyrsta lagi að vera forgangs-
verkefúi verklýðshreyfingarinnar
að samningar um kaup fólks séu í
raun á hennar hendi. 1 öðm lagi
þarf blátt áfram meiri samneyslu,
til að vinna gegn þeim sundur-
virku áhrifum markaðskerfísins,
sem vinna jafnt og þétt gegn því
sem verklýðshreyfingin hefúr
reynt að gera í þessum efnum.
Ég skal nefna dæmi. Ef við
komum á tekjutengdum húsa-
leigubótum, sem nema segjum
400-500 miljónum á ári þá geta
þær þýtt um 10% aukningu á ráð-
stöfunarfé láglaunamanns. Og ef
húsaleigubæturnar em fjármagn-
aðar með hátekjuskatti, þá þýða
þær ekki aukna verðbólgu, hér er
um hreina og beina jöfnunarað-
gerð að ræða.
Annað dæmi: Leikskóli fyrir
öll böm kostar 1,5 miljarð á ári í
viðbót við það sem nú er varið til
dagvistarmála. Leikskóli þýðir
betri uppeldisaðstæður fyrir flest
böm, hann sparar foreldmm og þá
helst þeim sem minnst hafa handa
í milli, snúninga, tíma og pen-
inga. Og þessa kjarabót má fjár-
magna með skatti af fjármagns-
tekjum.
Ég á með öðmm orðum við
það að lýðræðislegt vald almenn-
ings verði notað til þess að tmfla
þau áhrif markaðarins sem auka
tekjubilið. En þau áhrif em ekki
smá: það sést best af því að við-
skiptamenn Félagsmálastofnunar
Reykjavíkurborgar em nú fimm
þúsund, eða ekki miklu færri en
allir kjósendur á Vcstfjörðum.
— Og hversu langt komast
menn i slikri viðleitni?
- Það veit enginn fyrirfram.
En staðreynd er það, að mögu-
leikar til að jafna kjör með auk-
inni samneyslu em í réttu hlutfalli
við pólitískan styrk þess flokks
sem hefur stefnu og kjark til að
beita lýðræðislegu valdi almenn-
ings með þessum hætti, setur það
á oddinn.
ísland og EB
- Hvað finnst þér stærst í
kosningaslagnum nú?
- Það er tekist á um tvennt.
Annað er aukinn en ekki minni
jöfnuður lífskjara. Hitt em sjálf-
stæðismál þjóðarinnar í víðri
merkingu þess orðs.
Bytjum á þeim. Á næstsíðasta
landsfundi Sjálfstæðisflokksins
var lögð fram skýrsla aldamóta-
nefndar, sem Davíð Oddsson var
formaður fyrir. Þar er gert ráð fyr-
ir aðild íslands að Evrópubanda-
laginu árið 2000. Sjálfstæðis-
flokkurinn slær að vísu úr og í um
þetta stórmál núna, en þyngdar-
lögmálið dregur hann jafht og
þétt í þá átt sem Aldamótanefnd
hans stýrði á. Aðild að EB þýðir
að landhelgin minnkar úr 200
mílum i 12. Hún þýðir að hver
sem er getur keypt hér land og
jarðir. Hún þýðir að við ráðum
ekki okkar stefnu í gengismálum,
atvinnumálum, skattamálum. Það
er t.d. óheimilt samkvæmt reglum
EB að fella niður viðisaukaskatt
af íslenskri menningarstarfsemi.
Auk þess vita allir að Alþýðu-
flokkurinn hefur alla tilburði til
að nálgast Evrópubandalagið á
aðildamótum. Á þann veg eru
hans áherslur. Sú hætta er raun-
veruleg, að Alþýðuflokkurinn
hlaupist undan merkjum þessarar
ríkisstjórnar og gangi til liðs við
Ihaldið. I því samkrulli er Evr-
ópufýsnin orðin ískyggilega sterk
með allri hennar margyfirlýstri
fyrirlitningu á „afdalamennsku“
okkar sem ekki vilum senda full-
veldið í stykkjum til Brussel. Og
það er einna brýnast nú að kjós-
endur skrifi ekki upp á slíkar
hneigðir.
Hvaö hefur
forgang?
Það viðreisnarmynstur sem
ýmsir forystumenn Alþýðuflokks
og Sjálfstæðisflokks sjá fyrir sér
lofar heldur engu góðu um jöfnuð
í landinu. Því harðari markaðs-
hyggja, þeim mun minna svigrúm
er fyrir þær sérstöku aðgerðir sem
rétta hlut þeirra sem við rýrust
kjör búa. Markaðsbúskapur er
vænlegur til afkasta, en hann er
líka feiknalega afkastamikill við
að ffamleiða óréttlæti, sé ekki
galvösk félagshyggja nálæg til að
taka hann í karphúsið.
Svo er annað: á hvað leggja
menn áherslu? Sjálfstæðisflokk-
urinn fjasar mikið um það í kosn-
ingabaráttunni að hann vilji
lækka skatta. Þorsteinn Pálsson
nefndi þrettán miljarða fyrir
landsfúnd. Það er sama upphæð
og kostar að reka allt skólakerfið.
annað dæmi: formaður Sjálfstæð-
isflokksins byggir hér í Reykjavík
tvö hús sem kosta 4000 miljarða
króna. Fyrir það fé mætti byggja
leikskóla fyrir 4000 böm, eða tíu
grunnskóla vel búna eða 650
íbúðir fyrir aldraða. Þetta er for-
gangsröð sem við viljum ekki.
Reynslan sýnir að bæði Al-
þýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur em tilbúnir til að fara í
stjóm undir merkjum Sjálfstæðis-
flokksins. Framsóknarflokkurinn
fellur alltaf fyrir sterkum Sjálf-
stæðisflokki - og hann er reyndar
ótrúlega ístöðulaus. Hann sam-
þykkti t.d. „frjálsu“ vextina 1984.
Eina mótvægið gegn slíkum
freistingum er Alþýðubandalagið
og stefna þess. Við gerum okkar
axarsköft, maður lifandi og það
fleiri en hollt er, en þetta er okkar
staða og úr henni þurfa vinstri-
sinnar og íhaldsandstæðingar að
vinna.
Pólitísk skilaboð
á f jölmiölaöld
- Nú er mikið um það talað
að pólitísk umræða sé dauf og
málefni gufi upp í fjölmiðlahasar
kringum persónur. Hvað finnst
þér um þetta?
- Vissulega er vandi að koma
áleiðis pólitískum skilaboðum á
okkar tímum. Ég nefni til dæmis,
að fyrir nokkmm ámm hefði það
verið margra forsíðna mál að sett
em ný grunnskólalög eða ný lög
um listamannalaun. Nú sjá menn
ekki pólitískt samhengi á bak við
slík verk. Gera sér t.d. ekki grein
fyrir þvi, að það er vissulega pól-
itík í þeim áherslum sem við höf-
um unnið eflir, hvort sem væri í
skólamálum eða við endurreisn
Þjóðleikhúss. Pólitík er svo oft
framsett eins og Júróvísjón, eitt-
hvað sem er spennandi eina nótt.
Gott dæmi er formannaslagurinn
á landsfúndi Sjálfstæðisflokksins
sem stútfyllti fjölmiðla. Án þess
að nokkuð efnislegt kæmi frá
þeim fundi annað en að það ætti
að selja Rás tvö og að það „þarf
að móta nýja stefnu í sjávarút-
vegi“
Þessi persónugerving stjóm-
mála lokar hæglega á það sem
máli skiptir - rétt eins og í forseta-
kosningum í Bandaríkjunum.
Menn taka hvorki eflir verkum
sem unnin eru, né heldur því hvað
menn ætla sér. _ Allt hverfur í
ímyndarsköpun. lmyndin er boð-
skapurinn. Þetta er illt og bölvað,
en við verðum að standa sem best
í okkar austri og treysta á þá
skynsemi almennings, sem vill að
kosningar snúist um málefúi, um
það hvemig landinu verði stjóm-
að, um það á hvaða leið íslenskt
samfélag er.
Svavar Gestsson: Við viljum treysta á skynsemi almennings sem vill að kosningar snúist um málefni, um það
á hvaða leið íslenskt samfélag er.
Árni Bergmann ræðir við Svavar Gestsson menntamálaráðherra
Föstudagur 5. apríl 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 9