Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 10
Evrópuríkið þarf orku frá íslandi
íslendingar eru vel settir
með óbeislaðar orkulindir.
Orka verður auðseljanleg á
komandi árum og þá er gott
að hafa ekki bundið sig á Atl-
antal-klafann.
Orkumálastjóri, Jakob
Bjömsson, hefur látið svo um
mælt að orkulindir megi ekki
kalla auðlindir, fyrr en þær hafa
verið beislaðar. Einnig hefur
hann hvatt til aukinnar ál-
bræðslu á Islandi. Hann telur að
með því móti geti Islendingar
lagt sitt af mörkum við að draga
úr gróðurhús-áhrifunum í ver-
öldinni, jafnvel þótt við þurfum
sjálf að taka á okkur meiri
mengun. Þetta væri hnattræn
hugsun í anda Brundtland
skýrslunnar, segir Jakob, og
okkur til sóma að bræða sem
mest af áloxíði hér uppi á Norð-
urhjaranum. Þessari grein svar-
aði Einar Már Guðvarðarson
skólastjóri í Hrísey ágætlega á
dögunum og hef ég litlu við það
að bæta. Venezuela og Kanada
er velkomið að nota sína gríðar-
legu vatnsorku til álbræðslu án
þess að Islendingar séu að bjóða
niður verðið fyrir þeim. 1 orku-
skorti nútímans er hvergi verið
að reisa álbræðslu, sem fær orku
úr kolaveri. Það er fáránlegt að
nota svona rök. Japanar létu sig
ekki muna um að loka öllum ál-
verum sínum á einu bretti, þegar
þeim fannst orkuverðið vera
orðið of hátt. Framleiddu þeir
þó 1.000.000 tonn á ári. Slíkan
munað gætum við ekki leyft
okkur hér.
■ ■■
A öðrum vettvangi lét Jakob
svo um mælt að Island yrði að
Homströndum Evrópu, algjör-
um eyðibyggðum, ef við fengj-
um ekki nokkrar álbræðslur
fram til aldamóta til að viðhalda
hér sæmilegum lífsgæðum.
Þetta minnir satt að segja ó-
þyrmilega á helstu rök Sjálf-
stæðismanna á sjöunda áratugn-
um, þegar Straumsvíkursamn-
ingurinn var gerður:
„Eins gott að koma þessari
orku í verð, því raforkufram-
leiðsla í kjamorkuvemm er að
verða svo ódýr og ömgg að við
munum ekki standast þeim
snúning að nokkmm ámm liðn-
um!“ Þetta þurftu menn nú að
hlusta á þá, þótt margir bentu á
takmarkanir kjamorkuveranna.
Allt hefur það komið á daginn.
Lærdómsríkt er að lesa um
vandamál Frakka í raforkumál-
um. Þar em 75% raforkunnar
framleidd í 54 kjamorkuverum
víðs vegar um landið, sem
byggð vom á ámnum 1960 til
1987. Til skamms tíma öfúnd-
uðu Bretar og Bandaríkjamenn
(sem framleiða 19% raforkunn-
ar með kjamakljúfum) franska
ríkisfýrirtækið EDF (Electricité
de France) og verktaka þeirra,
Framatome, mjög af fram-
kvæmdahraðanum. Þeir virtust
líka geta unnið í friði fyrir
kjamorkuandstæðingum, ólíkt
því sem víða þekktist. Agæti
kerfisins átti meðal annars að
sjást á því að 10% orkunnar frá
EDF var flutt til nágrannalanda
sem afgangsorka.
En nú stendur forstjóri EDF,
Jean Bergougnoux, frammi fýrir
alvöru lífins! Hinn duldi um-
hverfiskostnaður, sem fylgir
kjamorkuúrganginum er nú
miskunnarlaust dreginn fram í
dagsljósið af eftirlitsmönnum
Evrópuríkisins (ER). Áður hafði
franska tækniveldinu tekist
bærilega að sópa vandamálun-
um undir teppið og það fór ekki
hátt að EDF var að tapa stómm
fúlgum á rekstri kjamakljúf-
anna.
Orkusölufyrirtæki ER krefj-
ast þess nú að allir séu látnir
sitja við sama borð. Kjamorku-
verin em líka mörg komin til ára
sinna og bilanatíðni innan
veggja þeirra eykst. Hættan á
kjamorkuslysum verður sífellt
meiri og allur almenningur er
orðinn meðvitaður um það.
Rekstri elsta kjamakljúfsins
hefur nú verið hætt og er nú
orkuverið keyrt á jarðgasi.
Þeirri stefhu verður sennilega
fram haldið til að minnka áhætt-
una í raforkuframleiðslunni.
Því hefúr líka verið hreyft í
Frakklandi að selja orkuverin
einkaaðilum til að auðvelda
fjármögnun nauðsynlegra end-
urbóta. Þessu hafnaði franska
ríkisstjómin strax og taldi ein-
sýnt að orkuverð til almennings
ryki upp við það. Raforka er
mikið notuð til húsahitunar og
er því mikilvægur þáttur
franskra efnahagsmála.
Samkeppnisaðilar Frakka á
Bretlandseyjum og á Ítalíu hafa
lengi haft hom í síðu þeirra fýr-
ir útflutning niðurgreiddrar raf-
orku í skjóli lélegra umhverf-
iskrafna. En Evrópuríkið hefúr
sérstakan samkeppni-eftirlits-
mann til að gæta fýllsta réttlætis
og nú hótar Sir Leon Brittan að
kæra tíu af tólf aðildaþjóðum
ER fýrir óheiðarlega samkeppni
í orkugeiranum!
Með því að tengja saman
orkunet Evrópu vonast forkólfar
ER til að ná fram aukinni hag-
kvæmni og lægra orkuverði fýr-
ir notendur. Þeir vona líka að ná
megi fram orkuspamaði, þegar
til lengdar lætur með þessu
kerfí. Sótsvört, mengandi kola-
orkuver eða geislavirkni í um-
hverfmu er ekki framtíðarsýn
ER.
Óneitanlega skýtur það samt
skökku við þegar fréttist af á-
formum ENEL, ítalska raforku-
risans, í Sovétríkjunum. Þeir
hafa í huga að reisa þar 13.000
MW raforkuver, þar sem brennt
væri jarðgasi. Fjórðungur raf-
orkunnar væri síðan leiddur um
Austur-Evrópu alla leið til ítal-
íu. Dálaglegur strengur það!
Frakkamir hafa ekki heldur
setið auðum höndum síðan lok-
að var á kjamorkuuppbygging-
una heima fýrir 1989. EDF og
Framatome byggja nú 900 MW
kjamorkuver í Ungverjalandi
fýrir þýskt og ítalskt lánsfjár-
magn. Lánin á síðan að endur-
greiða með raforkusölu ein-
göngu. Þetta hefði nú einhvem
tíma verið kallað að leika tveim-
ur skjöldum.
Af þessum fféttum má ráða
að ömggur markaður bíður Is-
lendinga hjá ER, þegar fram
líða stundir.
Strengur yfir hafið verður þá
vænlegur kostur, ef allri raforku
okkar hefúr ekki þegar verið
ráðstafað hér í þungaiðnað.
Ál-Jónamir og orkumála-
stjóri halda samt áfram Hom-
stranda-og heimsósómatali sínu
áfram á hveijum fundinum á
fætur öðmm.
Af því að stutt er frá páskum
er best að svara svona mgli með
einfoldum málshætti: Enginn
veit hvað átt hefúr, fýrr en misst
hefur!
Þorskará
þurru landi
Eitt af því fáa, sem menn
deila ekki um á íslandi, er að
þjóðin byggir tilveru sína að
langmestu leyti á fiskveiðum og
fiskvinnslu.
Fiskimiðin við ísland em
langstærsta auðlind okkar. Það er
ótrúlega stutt síðan Islendingar
áttuðu sig á því að auðlindir geta
gengið til þurrðar, ef ekki er rétt á
málum haldið. I þorskastríðunum
beittum við meðal annars þessum
rökum. Margra ára starf Hafrann-
sóknarstofnunar og bláköld
reynsla okkar af hmni fiskistofna
gerði þennan málflutning trúverð-
ugan á alþjóðavettvangi og höfð-
um við að lokum sigur.
Þótt ýmsir gæli nú við inn-
göngu í Evrópuríkið er opnun ís-
lensku fiskimiðanna of stórt bein í
háls flestra landsmanna að
kyngja, þegar landhelgisbarátt-
unnar er minnst. Kvótakerfi er nú
við lýði og deila menn endalaust
um ágæti þess. Grundvallarhugs-
unin er að sjálfsögðu rétt, þ.e.a.s.
takmörkun veiða á hveijum fisk-
stofni í samræmi við tillögur og
mælingar fiskifræðinga og ann-
arra fagmanna. Úthlutun kvóta
hefur hins vegar orðið meira
deilumál manna á meðal. Með
núverandi kerfi var upphafiega
stefnt að hámarks hagkvæmni við
veiðamar og tekið tillit til
byggðasjónarmiða. Markaðurinn
hefur nú haft töluverð áhrif á
kvótaskiptinguna, miðað við
fyrstu forsendur.
Hvort það hefur stuðlað að
aukinni hagkvæmni við veiðam-
ar, ætla ég mér ekki að dæma.
Ekki heldur að kveða uppúr um á-
sakanir um að smáfiskadráp sé
fýlgifiskur kerfisins, -allt að
100.000 lestir fara aftur dauðar í
hafið -segja sumir. Þama verða
sjómenn að eiga við eigin sam-
visku og lífssýn. Nýliðun í þorsk-
stofninum er hins vegar meira á-
hyggjuefni. Nú hefur verið stað-
fest, að þorskklakið virðist hafa
misfarist fimmta árið í röð.
Treysta þarf orðið á Grænlands-
göngu til að ná í land sama afia og
áður. Endalaust má velta vöngum
yfir ástæðum þessa:
Höfum við veitt of mikið af
loðnu undanfarin ár? Vantar
þorskinn æti? Er ástand sjávar við
ísland eitthvað að breytast? Er
þynning ósonlags yfir Norður-
hveli farin að hafa áhrif á sjávar-
svif? Er mengun að aukast í sjón-
um? Hefur þetta kannski alltaf
verið svona sveiflukennt?
Eins og áður sagði deila menn
ekki um nauðsyn þess að Islend-
ingar þurfi að eignast fleiri góða
þorskárganga og skilja betur vist-
kerfi hafsins til að komist verði
hjá þessum kollsteypum, sem ein-
I UM AÐSKILJANLEGAR NÁTTÚRUR
kennt hafa íslenskt efnahags-og
atvinnulíf síðastliðna áratugi.
Hvemig verður þessu takmarki
best náð?
Fyrsta skrefið er vafalaust
fólgið í áðumefndum rannsókn-
um og þeirri breytingu hugarfars-
ins að líta á sjávarútveginn út frá
sjónarmiðum búskapar. Hafið er
aldingarður íslendinga en ekki
vígvöllur sjómanna. Fiskurinn í
sjónum er sannarlega sameign
allra landsmanna. Þess vegna á
hluti arðsins af veiðunum að
leggjast aftur til ávöxtunar í sjón-
um.
Ég get ekki verið sá eini, sem
velti því íýrir mér hvort eldi á
þorskseiðum til hafbeitar sé ekki
raunhæfur kostur til eflingar ís-
lenska þorskstofninum og jafn-
framt til styrktar íslenskum seiða-
eldisstöðvum. Fjármögnun þessa
fýrirtækis yrði gerð með hluta af
afrakstri aflagjalds þess sem þeir
Jóhann Antonsson og Guðjón Á.
Kristinsson lýstu fýrir skömmu í
blöðum.
Svona seiðaeldi hefur þegar
verið tekið upp i nokkrum ná-
grannalanda okkar og því fúll á-
slæða fýrir íslendinga að huga að
þessu strax og sitja ekki eftir eins
og þorskar á þurrn landi eins og
gerðist í laxeldinu.
EinarValur
Ingimundarson
10 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991