Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 12
Klofningur krata og komma í tímans rás Undanfarið hefur nokkuð verið ritað um kloíhing krata og komma í sögulegu ljósi og ber þar helst að nefna grein Jóns Baldvins Hannibals- sonar, utanríkisráðherra og formanns Alþýðuflokksins, í tilefni 75 ára af- mælis Alþýðuflokksins og grein Þor- leifs Friðrikssonar, sagnffæðings, ,,A fortíðarflótta með lygina að leiðar- ljósi“ í Þjóðviljanum 22. mars sl. Báð- ar bera greinar þessar skýr merki þess að kosningar eru í nánd. Grein Þorleifs er samt öllu málefnalegri en titill hennar gefur til kynna. Mig langar til að leggja hér einnig orð í belg enda hef ég rætt um efni þessi áður, nánar tiltekið í gagnrýni á Þorleif í tímaritinu Sögu 1988, aðal- lega fyrir að hafa ekki sýnt krötum næga sanngimi í bók sinni Gullna flugan, en hún íjallaði um sögu Al- þýðuflokksins 1916-1954. Klofningurinn 1930 í Þjóðviljagreininni 22. mars sl. skrifaði Þorleifur Friðriksson m.a.: „Frumkvæðið að þeim klofningi kom frá krötum sjálfum, sem bættu um bet- ur á kreppuárunum og klufu hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru“. Það er hárrétt að kratar klufu hvert verkalýðsfélagið á fætur öðru á kreppuárunum. Ef meðlimir annarra flokka en Alþýðuflokks vora kjömir í stjóm verkalýðsfélags var það nánast dagskipun stjómar Alþýðuflokks/Al- þýðusambands (sem þá vora í skipu- lagsmálum sömu aðilar) að nýtt verka- lýðsfélag yrði stofnað í beinni sam- keppni við hið fyrra. Þessar tiltektir veiktu verklýðshreyfinguna víða, einkum þegar leið á 4,áratuginn, og ítök kommúnista og síðar Sjálfstæðis- flokksmanna fóra að aukast i mörgum félögum. Þessari klofningsstarfsemi lauk ekki fyrr en Alþýðuflokkurinn tilneyddur hóf skynsamlegri stefnu í skipulagsmálum sínum árið 1940. Það er hins vegar talsverð einföld- un að fúllyrða óbeint að framkvæðið að klofningi komma og krata árið 1930 hafi aðeins komið frá krötum. Meginmálið er auðvitað að róttækir kommúnistar og allur þorri krata þoldu ekki lengur hvor aðra. A þessum tíma skilgreindi Kom- intern, alþjóðasamtök kommúnista, sósíaldemókrata þannig að þeir væra sósíalfasistar og þar með höfúðóvinir verkalýðsins. Að sjálfsögðu hafði þessi skilgreining áhrif hér á landi. ís- lenskir kommúnistar höföu þá ýmist stofnað sérstök félög eða lagt undir sig einstök flokksfélög Alþýðuflokksins og í þessum félögum eirði enginn nema hann væri kommúnisti. Þannig var í reynd búið að stofna allar helstu deildir væntanlegs kommúnistaflokks áður en kom að stofnun flokksins. Hins vegar vora deilur meðal kommúnista hvenær (eða jafnvel hvort) ætti að stofna kommúnista- flokk. Til vora þeir kommúnistar, og þá einkum á Norðurlandi, sem trúðu því að hægt væri að yfirtaka Alþýðu- flokkinn og þar með Alþýðusamband- ið smám saman með virku starfi. Slík stjómlist var eitur í beinum þeirra kommúnista, sem vora staðfastir í al- þjóðlegri trú á vonsku „sósíalfasist- anna“, við þá átti að berjast og við alls ekki að semja. Sérstæðu „alþjóðasinnunum“ í kommahópnum var það því nánast himnasending þegar „sósíalfasistar" í kratahópnum samþykktu árið 1930 að engir mættu trúnaðarstörfúm gegna fyrir Alþýðuflokkinn nema þeir hinir sömu hefðu svarið stefnuskrá flokks- ins nokkurs konar trúnaðareið. I slík- um svardögum fólst m.a. stuðningur við aðild flokksins að Alþjóðasam- bandi sósíalista, sem þá var miklu andkommúnískara en síðar varð eins og sjá má af þeirri staðreynd að Al- þjóðasambandið hafnaði þá aðild „hálfkommúnista" eins og kratanna í Noregi og Austurríki. Þessi „leníníska" krafa Alþýðu- flokksforystunnar stafaði af ótta við að stjómlistarkommunum tækist ætl- unarverk sitt. Stofnanavald var þann- ig sett til höfuðs virku starfi. Afleið- ing gerðarinnar var hins vegar sú að allar tegundir kommúnista áttu engan valkost annan en þann að stofna sér- stakan stjómmálaflokk. Þetta var sum- um þeirra mikið fagnaðarefni en öðr- um tilefni til hryggðar og þessar mjög svo mismunandi ástæður flokksstofn- unar urðu síðar tilefni mikilla átaka í flokknum, sem fræg eða illræmd urðu. Mikilvæg er sú staðreynd að end- anlegir sigurvegarar átakanna í Kommúnistaflokknum vora stjómlist- armennimir. Þeir lögðu drögin að ár- angursdrjúgu samfylkingarstarfi 1938-1956. ísland var eina landið í heiminum þar sem „meðvitaðir“ og prýðilega hæfir „hægrikommar" réðu ferðinni á kantinum vinstra meginn við kratana um langt árabil. Þetta skildu hvorki íslenskir né erlendir kratar því að annað eins var óþekkt i útlandinu. Klofningurinn 1938 Alþýðuflokknum tókst á ýmsan hátt vel að notfæra sér kosningasigur sinn árið 1934. Mikilvægast var að flokkurinn kom því til leiðar í sam- steypustjóm sinni og Framsóknar- flokksins (sem nefnd var „stjóm hinna vinnandi stétta") að afnema fomeskju- legu fátæktarlöggjöfina á Islandi með samþykkt laganna um almennar trygggingar árið 1935. En þetta vora krepputímar og erf- itt var að stjóma landinu og t.d. minnkaði atvinnuleysið ekkert á tíma- bili stjómar „hinna vinnandi stétta". (Til viðbótar við kreppuna kom borg- arastyrjöldin á Spáni 1936- 1939, sem lokaði helstu saltfiskmörkuðum Is- lendinga). Samtímis gagnrýndu kommúnistar ríkisstjómina ótæpt fyrir alls kyns vesaldóm og Alþýðuflokk- inn sérstaklega fyrir „undirgefni við Framsóknarflokkinn". Þessi gagnrýni fékk góðan hljóm- grunn hjá mörgum íbúum hins vax- andi þéttbýlis, ekki síst þeim atvinnu- lausu. En í gagnrýninni gættu komm- únistamir þess vel að skörp skil væru milli þeirra og annarra stjómarand- stæðinga (sem vora fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksmenn). „Allt er betra en íhaldið" varð sérstakt kjörorð kommanna, sem hrósuðu ríkisstjóm- inni fyrir „það sem vel hefði tekist þrátt fyrir allt“ og skömmuðu Sjálf- stæðisflokkinn talsvert meira en ríkis- stjóminaí kosningunum 1937 bauð Kommúnistaflokkurinn ekki fram í kjördæmum, þar sem meirihluti Al- þýðuflokks eða Framsóknarflokks stóð tæpt. Fylgismenn Kommúnista- flokksins vora hvattir til þess í nafni andfasismans að styðja ríkistjómar- flokkana tvo í þessum kjördæmum samtímis því sem stuðningsmenn rík- isstjómarinnar voru hvattir til að styðja Kommúnistaflokkinn í þeim til- tölulega fáu kjördæmum þar sem hann bauð ffam. Þessi leikflétta gekk vel upp og Kommúnistaflokkurinn fékk þijá þingmenn kjöma þrátt fyrir öll „lánsatkvæðin" til rikistjómarflokk- anna. Samtímis vora kommúnistar í fremstu röð í verkalýðsbaráttunni, þeir fengu forystu í mörgum verkalýðsfé- lögum (sem kratar síðan klufú sam- kvæmt dagskipun forystu sinnar). Það fór ekki milli mála að kommúnistar vora í stórsókn á vinstri vængnum. Sveigjanleiki þeirra og pólitísk stjóm- list var einfaldlega á hærra stigi en kratanna. Það er við þesssar aðstæður sem ýmsir Alþýðuflokksmenn undir for- ystu Héðins Valdimarssonar komust að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að samfýlkja með kommúnistum ef flokkar verkalýðshreyfingarinnar ættu að ná árangri í stjómmálunum. Þessi skoðun var að sjálfsögðu eitur í beinum margra Alþýðuflokksmanna, sem í áraraðir höföu barist gegn kommúnistum, m.a. í verklýðsfélög- unum. Hér komu einnig til útlend áhrif. Gísli Gunnarsson skrifar Alþjóðastefna krata var að kommar væru yfirleitt ekki samstarfshæfir. Moskvuréttarhöldin illræmdu 1936- 38 studdu óneitanlega þessa skoðun. íslenska vandamálið var hins vegar þetta: Þar réðu á vinstri vængnum mjög svo sveigjanlegir „hægri komm- ar“ sem biðluðu óspart til krata og voru þeim færari í allri stjórnlist. Afleiðingin var því sú að Alþýðu- flokkurinn klofnaði og hluti hans gekk til liðs við kommana í sameinuðum „alþýðuflokki", Sósíalistaflokknum, haustið 1938. Brottrekstur Héðins Valdimarssonar, dáðs formanns Dags- brúnar og alþingismanns, úr Alþýðu- flokknun snemma sama árs stuðlaði að sjálfsögðu mjög að þessari þróun mála. Þegar hatur hindrar stjórnlist Huglæg atriði eins og þau hver er stjómmálaleiðtogi og að réttir hlutir séu gerðir á réttum tíma skipta alla vega ekki minna máli 1 stjómmálum en óhlutlæg atriði eins og efnahags- og félagsmál. Þegar hefúr verið tekið fram að stjómlist kommanna var á 4. áratugnum miklu betri en stjómlist kratanna. Þetta þýðir einfaldlega að kommar höföu klókari forystu en krat- ar á þessum tíma. Það sem einkum kom í veg fyrir að leiðtogar Alþýðufiokksins sýndu góða stjómlist var nánast blint hatur Einar Olgeirsson Sigfús Sigurhjartarson þeirra á öllu sem þeir kenndu við kommúnisma sem þeir skilgreindu á mjög víðtækan hátt. Hér er heppilegt að taka dæmi af klofhingi Sósíalista- flokksins 1939. Miklar deilur voru um afstöðu hans til Sovétríkjanna eftir innrás Stal- íns í Finnland þá um haustið. Gamla kjamanum úr Kommúnistaflokknum tókst með minnsta mögulega meiri- hluta að hindra það að flokkurinn lýsti yfir andstöðu við þessa innrás. Þá gengu andstæðingar innrásarinnar, sem voru aðallega kratar undir forystu Héðins Valdimarssonar, úr Sósíalista- flokknum. Þessir Héðinssinnar höföu hins vegar enga burði til að stofna sjálfstæðan stjómmálaflokk. Hvers vegna vora þeir þá að kljúfa sig svona snemma úr Sósíalistaflokknum? Síðar heföu þeir hugsanlega getað náð þar meirihluta. En þá skorti stjómlist. í Alþýðuflokkinn voru „Héðins- sinnar" yfirleitt ekki velkomnir aftur, þaðan höföu þeir flestir verið reknir í „klofningnum 1938“. í flestum deild- um Alþýðuflokksins var reglan þessi: Sá sem einu sinni hefúr verið kommi eða starfað með kommum skal teljast vera kommi nema í sérstökum undan- tekningartilvikum. Þessi „regla“ var enn þá I fullu gildi í Alþýðuflokknum ffam á áttunda áratuginn! „Héðinssinnamir" voru hins veg- ar yfirleitt allir mjög velkomnir aftur í Sósíalistaflokkinn og margir þeirra gengu afhir í þann flokk. A fimmta áratugnum endumýjað- ist og nærðist Sósíalistaflokkurinn á blindum andkommúnisma Alþýðu- flokksins. Þetta var em ástæða þess hve vel sósíalistum vegnaði 1942- 1949, oft á kostnað kratanna. Þessar aðstæður lögðu einnig grunninn að nýjum klofningi Alþýðuflokksins... Klofningurinn 1956 Árið 1956 vora kosningasamtökin Alþýðubandalagið stofnuð og stóðu að því Sósíalistaflokkurinn og Mál- fúndarfélag jafhaðarmanna, en 1 því félagi voru fyrrverandi meðlimir Al- þýðuflokksins, sem margir höfðu ver- ið reknir úr þeim flokki. Meðal þeirra var þáverandi forseti Alþýðusam- bands íslands, Hannibal Valdimars- son. Við skulum aðeins staðnæmast við ártalið, 1956. Snemma á því ári haföi aðalritari sovéska Kommúnista- flokksins, Níkita Krúsjeff, haldið af- hjúpunarræðu sína um glæpi Stalín- tímans. Vaxandi ólgu gætti víða 1 Austur- Evrópu sem náði hápunkti í uppreisninni í Ungverjalandi um haustið. Það er við þessar aðstæður sem helstu meðmælendum sovét- skipulagsins á Islandi tókst að mynda kosningabandalag við andkommún- iska krata, sem ekki undu lengur hag sínum í Alþýðuflokknum eða höfðu verið gerðir þaðan brottrækir. Hvað var að Alþýðuflokknum? Þegar á fimmta áratugnum höföu vinstri öflin í þeim flokki skipulagt sig sem sérstakan en að vísu laustengdan hóp. Þar í forystu vora Jón Blöndal, hagfræðingur, Gylfi Þ. Gíslason, hag- fræðingur, og bræðumir Finnbogi Rútur og Hannibal Valdimarssynir. í alþingiskosningunum 1946 réði þessi hópur framboðinu í Reykjavík og þær kosningar urðu flokknum hagstæðar. En veikindi og ótímabær dauði helsta framkvöðulsins, Jóns Blöndals, dróg mjög úr mætti vinstri andstöð- unnar. Finnbogi Rútur var flæmdur úr flokknum þegar árið 1947; hann náði síðan árið 1949 kjöri á þing sem ffam- bjóðandi Sósíalistaflokksins án þess að verða þar nokkra sinni félagi. Sósíalistar höföu ráðið mestu í Alþýðusambandinu 1942-1948 en þá vár stjóm þeirra þar steypt og var hér að verki samfylking „lýðræðisflokk- anna“, Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Á þess- um áram var 1 fjölda verkalýðsfélaga háð barátta milli svonefndra lýðræðis- sinna annars vegar og svonefndra verkalýðssinna hins vegar og voru úr- slitin á tvo vegu og oft tvísýn. Samfýlking „lýðræðisflokkanna" í verkalýðshreyfingunni var í upphafi rökrétt framhald af ríkisstjómarsam- vinnu þessara þriggja flokka 1946- 1949. En árin 1950-1956 var við völd samsteypustjóm Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og þá var Alþýðu- flokkurinn í stjómarandstöðu ásamt sósíalistum. Á þessu tímabili var verkalýðsbaráhan mjög hörð, sbr. des- emberverkfallið 1952 og verkfallið vorið 1955. Verkalýðshreyfingunni fannst ríkisstjómin vera sér andsnúin en hliðholl samtökum atvinnurekenda og raunar beittu rikisstjómarflokkam- ir, og þá einkum Sjálstæðisflokkurinn, sér mjög gegn baráttu verkalýðsfélag- anna. Við þessar aðstæður hlaut að koma nokkur brestur í samstarf „lýð- ræðissinna" í verkalýðshreyfingunni. Því var að vísu bjargað fyrir hom á þingi Alþýðusambandsins síðla árs 1952 með því að ríkisstjómarflokk- amir gengu að kröfúm Alþýðuflokks- ins um aukin áhrif þess flokks á stefhu og stjóm sambandsins. Hannibal Valdimarsson var þá nýkjörinn for- maður flokksins og haföi fellt sitjandi formann, Stefán Jóhann Stefánsson, 1 hörðum kosningum. Átakasaga Alþýðuflokksins 1952- 1954 er stórbrotin og flókin og ekki era tök á að rekja þá sögu hér i smáatriðum. Hér verður þess aðeins getið að hægri armur Alþýðuflokksins undi mjög illa ósigrinum 1952 og neit- aði nær allri samvinnu við nýkjöma forystu flokksins og fann öllum verk- um hennar eitthvað til foráttu. Foryst- unni urðu einnig á ýmis mistök enda var formaðurinn nýi, Hannibal, hvorki maður þolinmæði eða biðlundar og valdi því stríð hvenær sem það var í boði, sem óneitanlega gerðist oft. Það kvamaðist því mjög úr liði hans með tímanum og honum var steypt sem formanni 1954. Það var í framhaldi af þessum at- burðum sem Hannibal ásamt nánustu samheijum sínum hóf samvinnu við sósíalista 1 verklýðshreyfmgunni og árangur samvinnunnar skilaði sér strax: Samfylking „hannibalista“ og sósíalista náði undirtökunum í Al- þýðusambandinu 1954 og var Hanni- bal kjörinn forseti þess og gegndi hann því starfi allt fram til ársins 1971 þegar hann lét af því að eigin ósk. Vegna kommasamvinnu sinnar var Hannibal rekinn úr Alþýðuflokkn- um og þar með var lagður grandvöllur að stofnun Alþýðubandalagsms árið 1956. 12 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.