Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 13
(SIENSKA AUClfSINCASIOFAN HF. Héðinn Valdemarsson Tilvistarvandi Al- þýðubandalagsins á 7unda áratugnum Á tímum viðreisnarstjómar Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuílokks 1959- 1971 voru miklar deilur í Alþýðu- bandalaginu. Undirrótin er einföld að mati mínu. Stærsti hluti Alþýðubanda- lagsins, Sósíalistaflokkurinn, sá stóran hluta tilverugrundvallar síns hrynja: Ástandið í Austur-Evrópu reyndist vera martröð en ekki fýrirheitna land- ið. Mjög skiptar skoðanir vom á því hvemig bregðast átti við þessum að- stæðum og „lausnin" fólst lengi vel í því að bíða með alla umræðu um „ástandið" austantjalds og snúa sér í staðinn einhliða að nærtækum við- fangsefnum og þá einkum atvinnu- og kjaramálum. Gallinn við þessa aðferð var að framtiðarsýnin og þar með hug- sjónagrundvöllurinn varð mjög óljós. Það var ekki fyrr en við innrás ríkja Varsjárbandalagsins í Tékkó- slóvakíu 1968 að Alþýðubandalagið sem flokkur fordæmdi stjómarfar í Gylfi Þ Glslason Austur- Evrópu. Þeirri fordæmingu fýlgdi hins vegar fremur rýr stjóm- málagreining með hliðsjón af hug- myndabaráttu í framtíðinni. Innrásin var í fýrsta lagi fordæmd á hreinrækt- uðum þjóðemisgmndvelli („stórþjóð ræðst á smáþjóð") og í öðm lagi með því að benda réttilega á að sósíalismi gæti ekki þrifist án ffelsis. En tækifær- ið 1968 var ekki notað til að skilgreina á nýjan leik hugtökin frelsi og sósíal- ismi og á hvem hátt þau yrðu að tengj- ast. Það liggur í augum uppi að ósam- stæður flokkur með óljósar hugsjónir hafði ekki krafta í sér til að halda sam- an þeim sundurleitu öflum sem mynd- uðu Alþýðubandalagið, en afgangur Þjóðvamarflokksins hafði gengið til liðs við bandalagið árið 1963. Það var hápunkturinn á samfýlkingarstefhu „hægrikommanna" en nú höfðu þeir ekki lengur burði til að halda slíkri samfýlkingu gangandi. Klofningur er á margan hátt eðli- leg afleiðing slíks vanmáttar. Fólk verður einfaldlega þreytt hvert á öðm og vill að leiðir skiljist, sérstaklega Hannibal Valdimarsson þegar ekki er lengur hægt að ræða málin af sanngimi og heiðarleika. I staðinn er afli beitt í samskiptunum, t.d. með atkvæðasmölun. Þá fer meira máli að skipta að sigra andstæðinga innan flokks en hvaða hugmyndir fá að ráða. Alþýðubandalagið klofnaði sem sagt á árunum 1967-1969. Meirihluti „hannibalista“, en þó engan veginn allir, mynduðu meginstofninn í Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna árið 1969. Meirihluti Sósíalistafélags Reykjavíkur myndaði Samband ís- Ienskra sósíalista en þau samtök vom skammlíf. Segja má að stjómmálaflokkurinn Alþýðubandalagið, sem stofnaður var árið 1968, hafi á vinstri kvarðan- um staðið mitt á milli tveggja fýrr- nefndu klofningshópanna. Athyglis- vert er að þetta Alþýðubandalag fékk jafn mikið fýlgi í kosningunum 1971 og óklofið Alþýðubandalag hafði fengið árið 1967. Samtímis fengu Samtök fijálslyndra og vinstri manna fimm þingmenn kjöma árið 1971. í kjölfar þessa sameiginlega sigurs kom vinstri stjómin 1971- 1974. Alþýðuflokkurinn og átökin á vinstri vængnum Ekki var annað að sjá en Alþýðu- flokkurinn væri mjög ánægður í við- reisnarstjóminni 1959-1971. Ánægjan var slík að flokkurinn var ekki fús til að taka við neinum stjómarandstæð- ing í raðir sínar. Samtök fijálslyndra og vinstri manna vom því stofnuð sem nokkurs konar neyðarúrræði krata í stjómarandstöðu enda skilgreindu þau hlutverk sitt þannig að markmiðið væri að sameina alla íslenska jafnað- armenn í einn flokk, fýrr eða síðar. Það var síðan harmsaga Samtaka fijálslyndra að þau gátu ekki sem heild gengið til slíkrar sameiningar heldur fóru einstakir félagsmenn þeirra að vinna að slíkri „sameiningu“ upp á eigin spýtur með því að ganga í aðra flokka jafhaðarmanna, Alþýðu- bandalag eða Alþýðuflokk, oftast þó síðamefhda flokkinn. Eflir stóð samt tómarúm óánægðra á vinstri vængn- um sem er enn þá til staðar og sem hefúr auðveldað nýjum stjómmála- hreyfmgum á vinstri vængnum að hasla sér völl sl. áratug. Er saga Samtaka frjálslyndra og vinstri manna að endurtaka sig í stjómmálafélaginu Birtingu núna? Alþýðuflokkurinn hefúr verið að koma einstökum félagsmönnum Birt- ingar fýrir í röðum sínum, þó ávallt í hæfilegum skömmtum svo að engin hætta verði á því að flokknum svelgist á eða að hann þurfi að breytast að ein- hveiju ráði. Niöurstööur Það er út í hött að kenna annað hvort krötum eða kommum um klofn- inga fýrr á tímum, allra síst út frá stjómmálaástandinu í dag. Báðir hafa klofið og báðir hafa sameinað, komm- ar þó öllu meira af því síðamefnda fýrr á tímum. Klofningurinn er djúpstæður og sameining jafhaðarmanna, jafn æski- leg og hún er, getur aðeins gerst í kjöl- far náinnar stjómarsamvinnu á löng- um tíma, því að fortíðin hefúr skilið eftir mikla tortryggni einstakra félaga í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki f garð hvors annars. Auk þess em fýrir löngu komin ný skil milli þessarra flokka í staðinn fýrir gömlu skilin í „byltingaflokk" og „umbótaflokk" (á 4. áratugnum) eða „Moskvuflokk" og „lýðræðisflokk" (á 5. og 6. áratugun- um). Hér skipta mestu máli mismun- andi viðhorf í utanríkismálum og byggðamálum. Alþýðubandalagið leggur einnig meiri áherslu á mála- flokka umhveriis og jafnréttis en Al- þýðuflokkurinn. Mismunandi áherslu- atriði flokkanna tveggja gera það að verkum að þeir skírskota nokkuð til ólíkra skoðanahópa sem ekki geta eins og málum háttar í dag auðveldlega sameinast í stuðningi við einn samein- aðan jafnaðarflokk. Þetta getur vel breyst þegar tímar líða fram. Starfsaðferðimar eru einnig ólík- ar. Þannig er sterk hefð fýrir fræðilegri stjómmálaumræðu í Alþýðubandalag- inu en slík hefð fýrirfmnst varla í Al- þýðuflokknum. Með hliðsjón af þessum skilum væri það slæmt fýrir framtíðarsam- vinnu flokkanna ef annar flokkurinn veiktist mikið í samanburði við hinn í kosningunum 20. april n.k. Milli flokkanna verður að rikja nokkuð jafnræði. Báðir flokkamir þurfa að vanda vel vinnubrögð sín. Gott upphaf gæti verið að gera ekki hvom annan að höf- uðandstæðing í yfirstandandi kosn- ingabaráttu. Gísli Gunnarsson er dósent i sagnfræði við Hiskóla íslands. Hann á sæti á lista Alþýðu- bandalagsins i Rcykjavik f komandi alþingiskosningum. I ogméðaapiSl andsbankifelands iðbcae Keflavíkur. í £ramhaldi af kaupum Landsbankans á Siunvinnu- bankanum liefuifötiý^am^tonub;uikaJfeyenöt- ' j breytt í Landsbankaútibú sem opnar formlega þann 8. apríl. Landsbankinn býður viðskiptavini velkomna í hið nýja útibú og óskar starfcfólki virka daga frá kl. 9:15 Landsbanki islands f Banki allra landsmanna opnar LancLsbanki Islands útibú í miðbæ Keflavíkur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.