Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 05.04.1991, Qupperneq 16
HELGARMENNING Skólaleikhúsin Ijóma af list Jónas Ámason: Húsvíkingar sýna Dandalaveður, Sviar Skjaldhamra. Leikfélag Húsavíkur, eitt öflugasta áhugaleikfélag þjóð- arinnar, frumsýndi fyrir páska leikrit Jónasar Arna- sonar, Dandalaveður, í leik- stjórn Sigurðar Hallmarsson- ar. Þetta er frumsýning verks- ins, sem var þó leiklesið í Borgarleikhúsinu í vetur. - Dandalaveður gerist á þriðja áratugnum, segir Sigurð- ur leikstjóri, það fjallar um líf manna á lítilli eyju í Atlantshafi, þetta er ótiltekið, smátt samfé- lag, þar sem allir þekkja alla. Heiðursborgarinn nýtur þar ákveðinna forréttinda. Og þama kemur til sögunnar ákveðið fyr- irbæri, ef til vill tundurdufl og þá tekur kvenfólkið til sinna ráða og vill losa eyjuna við ófognuð. - Táknrænt verk, sem sé? Hugleikur Kvikmyndaverksmiöjunni, Braut- arholti 8 Sagan um Svein sáluga Sveinsson í Spjör og samsveitunga hans Höfundar: Anna Kristín Kristjáns- dóttir og Unnur Guttormsdóttir Tónlist og söngtextar: Árni Hjart- arson Lcikstjórn: Bjarni Ingvarsson Lýsing: Árni Baldvinsson Hljóðmynd: Guörún Jarþrúður Baldvinsdóttir Leikmynd: Leikhópurinn Áhugaleikfélagið Hugleikur hefur nú flutt sviðið um set, í ágætan sal í Brautarholti 8, af Galdraloftinu í Hafnarstræti, þar sem þakklátir en ofl dulítið ringl- aðir áhorfendur hafa undanfarin ár staulast út eftir gandreið ómengaðrar leiklistardýrkunar á fjölmörgum frábæmm sýningum félagsins. Þama fer saman ramm- — Já, að sjálfsögðu, öðrum þræði, en líka nostalgía. I þessu leika um 15 manns, dálítið af nýju fólki... - Em gamlir jaxlar einsog fyrrverandi bankastjóri og for- maður Bandalags íslenskra leik- félaga, Einar Njálsson, með? — Nei, það er erfltt að nota bæjarstjóra í Ieikritum, þótt góð- ir séu, þeir þurfa að komast fyr- irvaralaust á fundi og svoleiðis. - Á efhið ekki eitthvað skylt við „Drottins dýrðar koppa- logn?“ - Þetta er alveg nýtt verk, segir Jónas Ámason á Kópa- reykjum, eina sameiginlega ein- kennið er ögn af tundurdufli. Það verður svo að leggja áherslu á í blaðinu, að konur hafa alger- lega frumkvæðið í „Dandala- veðri“. íslenskt efni, rammíslenskur flutningur og alþjóðleg, bullandi leikgleði. Margir félagamir hafa nú öðlast mikla reynslu og leika hárfint á „salinn", halda áhorf- endum með næmri tilfinningu á bláþræði. Oflar en ekki endar augnablikið á gamanlosi („comic relief1), og ef til vill má flokka leikrit Hugleiks frá upphafi sem eitt samfellt gamanlos. Reyndar kallar hópurinn verk sitt að þessu sinni ekki „leikrit“, heldur „ofleik“, og er það mála sannast að sjaldan hefur ofieikur tekist betur. Má það furðu gegna að hér er um fmmsmíð sjúkra- þjálfaranna Önnu og Unnar að ræða og vonandi að þær láti hér ekki staðar numið. Textinn leiftr- ar af smellnum atriðum og hug- dettum, auk þess sem atburðarás- — Vissirðu að þú ert vinsæl- asta leikskáld Islendinga núna, Jónas? Samkvæmt tölfræði Rúnars Lund tannlæknis í Leik- listarblaðinu í október 1990 vom 63 sinnum fmmsýningar á verkum þínum á ámnum 1973- 1989 hjá leikfélögunum í land- inu. - Já, það er víst. - Er víða verið að sýna verk þín núna? - Eitthvað, já. Svíar em nú til dæmis að ráðast í að flytja Skjaldhamra i Örebro, mér fannst það nú dálítið sérstakt. Örebro stendur ekki einu sinni við sjó, heldur stöðuvatn lengst inni í landi. ÓHT Thalía, Menntaskólanum við Sund Þrettándakvöld eftir Willam Shakespeare Herranótt, Menntaskólanum { Reykjavík Hjá Mjólkurskógi eftir Dylan Thomas Leiksúpan, Fjölbrautaskólanum við Ármúla Sniðuga leikritið / Leitin að týnda Hafnarfjarðarbrandaranum eftir Valgeir Skagfjörð Nemendur framhaldsskólanna sýna á ofanverðum vetri afkvæmi stefnumóta sinna við leiklistar- gyðjuna. Fer þó samt eins og fyrr- um, að dýrmætustu ávexti þeirra ævintýra geyma ungir ástvinir Thalíu í hjarta sínu og gleyma aldrei síðan. Samfúndir ung- menna við listimar verða sjaldnar ástríðufyllri en í skírslu leiktúlk- unarinnar, hvort sem hún birtist í frosti óstuðsins eða blossa útrás- arinnar. Hvort tveggja em óijúf- anlegir þættir þeirra seiðandi fjallrekstra sviðsins sem teyma þátttakenduma inn á affétt sjálfs- ins, auk þess að kynna landnem- ann fyrir áfongum mannsandans í bókmenntum, tónum og dansi. Jafn mikilvægt er samt það hlut- verk og sú reynsla sem ungir tæknimeistarar og aðstoðarfólk kringum sviðið öðlast með fram- lagi sínu. Mér sýnist jafnvel að sú reynsla verði oftar veganesti að lífsstarfi en í dæmi leikendenna sjálfra. Sumir skólaleikhópanna ráð- ast á garðinn þar sem hann er hæstur og flytja klassísk eða víð- fræg verk, sem atvinnuleikhús eiga fullt í fangi með. Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti tókst þetta aðdáanlega með „Tveggja þjón“ Goldonis. Sýning í uppdubbuðu anddyri Menntaskólans við Sund á „Þrett- ándakvöldi“ Shakespeares var svo gullmoli í leikhúslífinu, öguð, rétt, ólgandi og fyndin. Thalía, Leikfélag Mennta- skólans við Sund, rak naglann á höfuðið með því að ráða Hávar Siguijónsson til að leikstýra Þrett- ándakvöldi (Hvað sem þér viljið), en Hávar fékk árið 1989 ásamt Leikfélagi Hafnarfjarðar verðlaun á alþjóðlegri leiklistarhátíð áhugafélaga á Indlandi fyrir upp- færsju á þessu verki. Á Herranótt Menntaskólans í Reykjavík, i verki Dylans Thom- as, „Hjá Mjólkurskógi“ teygði leikstjórinn Viðar Eggertsson hveija undursamlega setninguna, skýra og léttfljúgandi, upp úr álappalegum unglingum, sem breyttust í goðumlíka gervinga i töfrum hans. Aðrir nemendur sækjast eftir ffumsömdum, ís- lenskum verkum. Stundum er sýningin þá óhátíðlegur afrakstur leiklistarkennslu og fluttur ein- læglega og léttilega nokkrum sinnum í skólastofu, eins og í kennslu og leikstjóm Ásu Helgu Ragnarsdóttur í Ármúlaskóla, þar sem nístandi aulabrandara-skaf- hrið Valgeirs Skagfjörðs í „Leit- inni að týnda Hafnarfjarðarbrand- aranurn" breyttist í hressandi vor- regn, gutlandi, geislavirkt ung- linga-úrfelli, með þátttöku skipti- nema ffá Ghana, Danmörku og Eyjaálfu. Sífullar álfkonur í Hamrinum í Hafnafirði settu sinn svip á grínið. Annars staðar er varið fjórum miljónum króna í tilfæringamar, eins og hjá Menntaskólanum í Hamrahlíð sem tókst þó að reka móverkið „Rocky Horror“ sem gróðafyrir- tæki í Iðnó. Sums staðar fylgir sú kvöð skólavist, eins og í MR, að kaupa aðgöngumiða á „Hjá Mjólkurskógi" í Tjamarbæ, svo góð aðsókn er tryggð. Hinu er þó sorglegra ffá að segja, að í mörgum skólanna em bæði nemendur og aðrir listneyt- endur latir að láta sjá sig. Gisinn salur nokkur kvöld er viðurkenn- ing sú sem listafólkinu hlýst. Virðist sú þróun öll á niðurleið, þar sem hefð er lítil fyrir leiklist- inni. Þetta þurfa atvinnuleikhúsin að skoða gaumgæfilega. Þau taka risavaxna áhættu með því að van- rækja ræktun áhorfenda ffamtíð- arinnar. Húsráðendur verða að spyija sig þegar kynngimögnuð verk em kostuð núna: Hve heit verður ást þeirra ungmenna sem kynnast svona við Thalíu hið fyrsta sinni? ÓHT „Menn, menn, menn“ í Tjarnarbæ Stúdentaleikhúsið frumsýnir kl. 20 annað kvöld í Tjamarbæ þijú ný íslensk verk eftir þijá háskóla- stúdenta undir samheitinu „Menn, menn, menn“. Leikmynd og bún- ingar em eftir nemendur í Mynd- lista - og handíðaskólanum, nemar úr Tónlistarskóla Reykjavíkur flytja tónlistina, en Eyþór Ámalds sér um hana og leikhljóðin. Ásgeir Sigurvaldason leikstýrir. Leikverkin em „Ein, tvær, þrjár, jafhvel fjórar“ eftir Bergljótu Amalds, „Á meðan við snertumst“ eftir Melkorku Theklu Ólafsdóttur og „Hungurdansarinn" eftir Sindra Freysson. Það var missagt í ffétt hér í blaðinu sl. miðvikudag, að sýning- ar Stúdentaleikhússins væm í Lindarbæ, þær em í Tjamarbæ við Tjamargötu, gegnt ráðhússbygg- ingunni. ÓHT Ólafur H. Torfason skrifar um leikhús Sveinn í Spjör er sprellifandi in er fjömg og vel hugsuð. Mörg smáatriði fylla heildarbraginn. Og söngvar Áma Hjartarsonar em þeir axlaskúfar og einkennis- húfa sýningarinnar sem gera hana stásslega svo um munar. I hópi leikendanna em tann- læknir, lyfjafræðingur, blikk- smiður, nemar og félagsráðgjafar. Þar em ekki síst eftirminnilegir taktar Rúnars Lund í hlutverki draugsins Sveins í Spjör, með hæfilegum ýkjum, fettum og brettum, og sérstæður leikstíll Ól- afs Thorlaciusar sem Ketils bónda og uppfinningamanns. Hulda B. Hákonardóttir nær prýðilega hofmóði og ástríðu Málfríðar húsfreyju, og þær Fanney Sigurðardóttir og Sólveig Ólöf Magnúsdóttir sem ungu konumar Ulfhildur og Sæunn em dillandi og sveigjanlegar með besta hætti. Sigriður Helgadóttir small í baðstofustílinn sem skyggna ráðskonan Salvör og Benedikt Jóhannsson pottþéttur fjölkunnugur bóndi, Þormóður á Þúfu. Förukonumar mikilvægu, (Qölmiðlamir) Hildur blaðra og Föm-Manga em í höndum Unnar Guttormsdóttur og Anníar Haug- en. Affurgangan Hildur blaðra er skuggaleg á köflum og skapar mótvægi við grínið. Sævar Sigur- geirsson sem prestur (+ drykkfellt biskupsefni í konuleit) og Ólafur Reynis sem Sveinn ungi í Spjör em hjákátlegir slánar og leikstjór- inn Bjami Ingvarsson hefúr unun af því að undirstrika með þeim áherslur höfundanna á veikleika karlkynsins miðað við hið eld- klára kvenkyn. Umgjörðin er einfold en vel heppnuð. Leikritið endar líka vel (eins og öll verk Hugleiks), þrátt fyrir helling af misskilningi og mglingi framan af. Og þetta er sýning sem hentar öllum aldurs- flokkum. Þess ber að geta að sýn- ingafjöldi er takmarkaður og samkvæmt áætlun em þær síðustu laugardag 6. og mánudag 8. apríl. ÓHT 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.