Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 3
AÐ GEFNU TTT.EFNT Tækifæri sem ekki má glatast Morgunblaðið er í eftirtekt- arverðum ham eftir kosn- ingarnar. Sérstaklega er blaðið í fyrradag áhuga- vert, en pá komst það í náttúrahamfarahaminn og tilkynnti þjóðinni með fimm dálka fyrirsögn á forsíðu að viðræður væru hafnar um nýja Viðreisn. Eftir því sem leið á daginn kom betur í ljós að „frétt“ blaðsins hafði ekki við merkilegri rök að styðjast en þau að stjórnmálaforingj- ar voru almennt að ræða málin, þar með taidir Jón Baldvin og Davíð. Fór enda svo að forseti fékk engum manni umboð til stjórnarmyndunar en gaf frest fram á föstudag til að halda áfram óformlegum umræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Eg setti gæsalapp- ir utan um orðið frétt og það ekki að ástæðulausu. „Fréttin“ er dæmi um af- ar háþróuð Morgunblaðsvinnubrögð sem gripið er til þegar mikið er talið áframhaldandi samstarfi frá miðju til vinstri eru til athugunar í fullri alvöru. Merkilegasta útspilið síðustu daga er sú ákvörðun Kvennalistans að lýsa sig .. frétt Morgunblaðs- ins var svo ríkulega blönduð óskhyggju að sannleiksgildi hennar varð að engu þegar veruleikinn kom í ljós. reiðubúinn til viðræðna við núverandi stjórnarflokka um stjómarmyndun. Um leið tóku konumar ffam að afstaða þeirra til álvers á Keilisnesi og samninga um hefur hann bent á þá byggðaröskun sem fylgi því að reisa álverið á Keilisnesi. Þá hefur hann varað mjög við aðild okkar að Evrópsku efnahagssvæði. Þrátt fyrir þessa afstöðu Hjörleifs em engin skilyrði til að álykta sem svo að Alþyðubandalagið sé ekki samtalsfært um stjómarmyndun. Ef skoðanamunur er innan flokksins um til- tekin mál er það innanhúss viðfangsefni flokksins að leysa slíkan ágreining, fyrir nú utan það að ekki er fullreynt um niður- stöður í samningum um þau tvö mál sem hér hafa verið nefnd. Vinstri hreyfingunni gefst nú sjaldgæft tækifæri, sem hörmulegt væri að láta ganga henni úr greipum. Ríkisstjómin hélt velli í kosningunum, og svo maður nefni það nú einu sinni enn, rikisstjóm sem hef- ur náð einstæðum árangri. Flokkarnir gengu vissulega til kosninganna óbundnir af loforðum um áframhaldandi stjómar- samstarf að þeim loknum. Alþýðubanda- nýliðnum kosningum með samstöðu stjórnarflokkanna á annan kantinn en Sjálfstæðisflokkinn á hinn kantinn. Ef marka hefði mátt skoðanakannanir í byij- un kosningabaráttunnar hefðu niðurstöður kosninga staðfest þetta rækilega, með meirihluta Sjálfstæðisflokksins á þingi. Kvennalistinn var i stjómarandstöðu á kjörtímabilinu, en eigi að síður hefur allan timann verið ljóst að hann á i fjölmörgum málaflokkum samleið með flokkum frá miðju til vinstri. Atvikin höguðu þvi svo fyrir kosningar að Kvennalistmn var ekki í vinstri fylkingunni en hefur hins vegar skipað ser þar nú. Þar með em komin upp ný skilyrði í íslenskum stjórnmálum. Hægra megin sameinar Sjálfstæðisflokk- urinn undir einni regnhlíf allskonar fólk og hópa af hægri vængnum sem í öðrum löndum era yfirleitt í fleiri flokkum. Hin- um megin er fylking mið- og vinstri flokka með Alþýðubandlagið sem ysta mótvægið við Sjálfstæðisflokkinn. Alþingi æskunnar að störfuraLjósmynd: Kristinn liggja við og nú er sannarlega mikið í hufí fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þó sér- staklega Davíð Oddsson, nýkjörinn for- mann. „Fréttin" er með öðram orðum flutt til að hafa áhrif á atburðarásina, hún er dæmigerð oftúlkun og blaðið er greinilega Sjakað af gríðarlegri þörf Sjálfstæðis- okksins fyrir að komast í ríkisstjóm. Og svo sannarlega hafði fféttin áhrif en áreið- anlega allt önpur en Morgunblaðsmenn höfðu vonað. I ljós kom að fjölmargir kjósendur Alþýðuflokksins um allt land voru afar óánægðir með að flokkurinn tæki þátt í myndun Viðreisnar og létu óspart í sér heyra í þeim fiölmiðlum sem opnir vora til slíks í fyrradag. Og eins og áður segir kom í ljós þegar leið á daginn að frétt Morgunblaðsins var svo ríkutega blönduð óskhyggju að sannleiksgildi hennar varð að engu þegar veruleikinn konj í ljós. I gær hélt svo blaðið áffam með lærð- um leiðaraskrifum þar sem rakið er hve einfalt það muni vera að koma saman nýrri Viðreisn. Tekið er fyrir hvert málið eftir annað og gerð grein fyrir þeim litla mun sem höfundur,telur vera á stefnu við- reisnarflokkanna. A baksíðu segir svo frá því að Jón Baldvin og Davíð hafi „Rætt um samstarfsgrundvöll flokkanna", eins og segir í fyrirsögn, kvöldið áður. Þegar fféttin er svo lesin kemur i ljós að í henni er nákvæmlega ekki neitt sem bendir til þess að viðræður Jóns og Davíðs hafi stað- íð um annað en samtöl dagsins yfirleitt, þar sem foringjamir fóra ynr málin. Eftir stendur að sú Viðreisn sem Sjálfstæðis- flokkurinn þráir svo heitt er langt frá því að vera í burðarliðnum og möguleikar á Evrópskt efhahagssvæði myndi ekki verða í vegi fyrir þátttöku Kvennalistans í ríkis- stjóm, þó með eðlilegum fýrirvöram um árangur í báðum samningunum. Enda þótt Merkilegasta útspilið síðustu daga er sú ákvörðun Kvennalist- ans að lýsa sig reiðu- búinn til viðræðna við núverandi stjórnar- flokka um stjórnar- myndun. stjómarflokkamir hafi meirihluta á þingi og þyrftu strangt til tekið ekki á Kvenna- listanum að halda, er enginn vafi á að yfir- lýsingin hafði mikil ánrif þar sem hún þýddi að í hugsanlegum meirihluta gætu orðið 37 þingmenn og þyrffi því ekki at- beina allra þipgmanna til að tryggja fram- gang mála. Otti Alþýðuflokksms um að Hjörleifur Guttormsson hefði einskonar neitunarvald i stjómarsamstarfi var því ástæðulaus. Afstaða Hjörleifs, eða kannski afstaða annarra til meintrar afstöðu Hjör- leifs, er svo kapituli út af fyrir sig. Hjör- leifur hefur ekki lýst skilyrðislausri and- stöðu við orkufrekan iðnað, hvorki ál- bræðslu eða annarskonar verksmiðjur, eins og látið hefur verið í veðri vaka. Hann hefur á hinn bóginn gagnrýnt málsmeðferð og talið að samningsdrög um álbræðslu sem fyrir liggja væry langt frá því að vera fullnægjandi fyrir Islendinga. Auk þess lagið og Framsóknarflokkurinn drógu þó ekki dul á að flokkamir teldu eðlilegt að stjómarsamstarfmu yrði haldið áfram ef til þeps fengist þingstyrkur. Stjómmálahefðir a Islandi eru þanmg að menn geta enda- laust rifist um það hvað kosið var um. Hér tíðkast ekki tveggja fylkinga kerfi eins og til að mynda á norðurlöndum þar sem skil- in á milli hægri blokkarinnar annars vegar og vinstri hins vegar era inngróin í stjóm- málakerfi landanna. Þar era jafhaðarmenn og ýmsar gerðir af vinstri og miðvinstri flokkum í annarri, en íhaldsflokkamir og nokkrar aðrar útgáfur af hægri og mið- hægri flokkum í hinni. Kjósendur vita næstum undantekningarlaust að þeir eru að velja aðra hvora fylkinguna, svo skýrt afmarkaða stöðu hafa flokkamir í hvorri fylkingunni fyrir sig. Aldrei þessu vant komu fram greini- legar vísbendingar um fylkingamyndun í ..að vinstri fylkingin næði að festa sam- starfsvenjur sínar svo í sessi að vinstri sinn- ar og félagshyggjufólk væri í raun sameinað þótt það skipaði sér í þrjá eða fjóra ólíka flokka. Sjálfstæðisflokkurinn er nú reiðubúinn til að kaupa aðild sína að ríkisstjóm afar dýra verði. Þannig mun liggja fyrir að Al- þýðuflokkurinn fengi jafn marga ráðherra ef hann fengist inn 1 Viðreisn og vafalaust myndi þetta líka eiga við um aðra flokka ef samstarf við þá væri til athugunar. Skýr- ingarinnar á ákafa flokksins í að komast í ríkisstjóm nú er ekki bara að leita í metn- aði formannsins, sem er að vinna sér það til pólitísks lífs að verða forsætisráðherra. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins sjá auðvitað að með myndun ríkisstjómar allra hinna flokkanna væri komin á nýskipan í stjóm- málalífinu sem hæglega gæti staðið um árabil. Flokkurinn gæti átt það á hættu að vinstri fylkingin næði að festa samstarfs- venjur sínar svo í sessi að vinstri sinnar og félagshyggjufólk væri í raun sameinað þótt það skipaði sér í þrjá eða fjóra ólíka flokka. Margur stjómmalaforinginn hefur átt sér þann draum að ná öllu félags- hyggjufolki saman í einn flokk, en litlum árangri náð. Enda þótt ný vinstri stjóm feli ekki i sér nein fyrirheit um sameiningu vinstrisinna og felagshyggjufólks i einn flokk, skapar hún skilyrði til að gera merka tilraun. Mið- og vinstriflokkar nafa allar götur frá þvi núverandi flokkakerfi var komið á hafl meirihluta þjóðarinnar á bak við sig. Einhver þeirra, oft tveir sam- tímis, hefur hinsvegar verið með Sjálf- stæðisflokknum í ríkisstjóm i lengri eða skemmri tíma. Eftir allar fyrri vinstri stjómir hafa Alþýðuflokkurinn og Fram- sokn skipst á að ganga til liðs við Sjálf- stæðisflokkinn um myndun nýrrar stjómar. Nú gefst hins vegar tækifæri sem vinstri fylkmgin má ekki láta ganga sér úr greip- um. hágé. Slða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.