Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 19
...nú eru greyin breima Vísurnar halda áfram að streyma í gegnum skráargatið. Einn lesandi blaðsins var að fylgjast með köttum sínum tveimur sem heita Jón Baldvin og Davíð í gærmorgun og þá varð til þessi visa: Ástin heita um þá fer, eðlið villþá teyma, Nonni að Davíð nuddar sér, nú eru greyin breima. Þorsteinn kaus Davíð Það varð uppi fótur og fit í Val- höll þegar langt var liðið á kosningadaginn. í Ijós kom að Þorsteinn Pálsson hafði ekki mætt á kjörstað, en einsog kunnugt er þá er Sjálfstæðis- flokkurinn eini flokkurinn sem hefur menn á kjörstað tii þess að merkja við. Ottuðust menn að Þorsteinn hefði ákveðið að hefna ófaranna frá landsfundi með því að kjósa ekki Sjálf- stæðisflokkinn í Reykjavík og þar með styðja ekki að Davíð tæki sæti á þingi. Friðrik Sop- husson var fenginn til þess að hafa samband við Þorstein og náði honum í síma á kosninga- skrifstofu á Suðuriandi. Þor- steinn gat ekki annað en hlegið. Hann hafði ákveðið að kjósa ut- an kjörstaðar til þess að geta verið á Suðurlandi á kjördag. Þar með varð Þorsteinn af því gullna tækifæri að strika Davið út þar sem þeim sem kjósa ut- ankjörstaða er ekki gefinn kost- ur á því. Þorsteinn kaus því Davíð eftir allt saman. Minningarnar brenglast Eitthvað hafa minningarnar brenglast lítillega í höfði Jóns Baldvins Hannibalssonar þegar hann lýsti því yfir að „hann ætti góðar minningar um viðreisn." A þeim árum sem gangur við- reisnar var hvað mestur var Jón Baldvin í Alþýðubandalaginu og allra manna gagnrýnastur á Viðreisnarstjórnina. Fundaglaður forseti sem hatar köngullær Hver ertu? Þórunn Yr Elíasdóttir, forseti samein- aðs Alþingis unglinga. í hvaða stjörnumerki ertu? Eg er krabbi. Hvað ertu að gera núna? Ég er í níunda bekk í Hólabrekku- skóla og að vinna hjá pabba mínum. Hata mest: Köngullær og rottur, vini sem bregðast trausti manns og landa- fræði. Elska mest: Ég elska að ferðast og fljúga. Fara i sumarfri á skólatíma, skemmta mcr með vinum mínum og keppa í ræðukcppni. Hvað er fólk flest? Rosalega misjafht. Hvað er verst/best í fari stráka? Stælar, læti og sýndarmcnnska. /Bcst í fari þcirra er þegar þeir eru þeir sjálftr, ekki mcð neina stæla og tala við mann án þess að vera með töffaraskap. En verst/best í fari stelpna? Verstar eru slúðurkerlingamar. /Best i fari þeirra cr þegar þær em opnar og mað- ur getur talað við þær. Óttastu um ástkæra, ylhýra málið? Nei, þótt fólk noti oft mikið af slett- um og gleymi íslenska orðinu yfir þær, þá er málið ekki á niðurleið. Ertu myrkfælin? Nei. Hefurðu séð draug? Nei, ckki ennþá. Værirðu ekki þú hver vildirðu vera? Fararstjóri sem er úti um allt. Hvað langar þig að gera í framtíð- inni? Ég ætla að klára gmnnskólann og fara í ffamhaldsnám, hclst í Verslunar- skólann. Ég ætla að reyna að læra sem flcst tungumál og vera fararstjóri á sumr- in cn þýðandi á vetuma. Hvað er það versta sem fyrir þig gæti komið? Lcnda á götunni. Hvað er skemmtilegasta leikrit sem þú hefur séð? Mcr fannst mjög gaman að lcikritinu Með lífið í lúkunum. Áhrifamesta bók sem þú hefur les- ið? Dýragarðsbömin. Leiðinlegasta kvikmynd sem þú hefur horft á? Kvikmyndin Glaumgosamir, hún fjallaði ekki um neitt. Attu gæludýr? Já, ég hund scm heitir Trófi (Trophy). Hann cr labrador- rctriever og citthvað settcr líka. Ertu með einhverja dellu? Já, cg safna ffímcrkjum og svo cr cg með málfundadellu. En einhverja komplexa? Nci. Kanntu að reka nagla í vegg? Já, ég get það þótt árangurinn sé mis- jafn. Hvað er kynæsandi? Strákar sem em vel vaxnir. Áttn þér uppáhaldsflík? Mér þykir mjög gott að vcra í galla- buxum. Ertu dagdreymin? Já, rosalega. Ertu feimin? Já, alveg rosalega líka. Skipta peningar máli? Já, cn samt ekki. Það er golt að ciga pcninga. Hvað skiptir mestu máli i lífinu? Góð mcnntun, að gcta unnið fyrir sér og vcra ckki upp á aðra komin. BE ÍBAG 25. apríl er fimmtudagur. Sumardagurinn fyrsti. Gangdagurinn eini. 115. dagur ársins. 1. vika sumars byrjar. Harpa byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 5.22 - sólarlag kl. 21.31. Viðburðir Eldgos við Hrafnabjörg 1913. Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi fæddur 1922. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Ekkert blað þar sem frí var daginn áður vegna sumar- dagsins fyrsta. fyrir 25 árum Aðfaranótt laugardagsins kemur hingað til lands banda- ríski trompettleikarinn Joe Newman ásamt kvartett og söngkonunni Sandie Brown. Verða þau fyrstu skemmti- kraftar Hótel Loftleiöa, sem opnað verður með mikilli við- höfn á sunnudaginn. Sá spaki Best er að vera bráður í raun og býta illt við marga, véla af öðrum verkalaun og voluðum lítið bjarga. (Úr Öfugmælakvæði, ef til vill eftir Bjarna Borgfiröinga- skáid, uppi á 16. og 17. öld) c g se Q CO iTi <c li O CQ m o C3 O 2E Ég er æviráðinn formaður , félagsins Komum stelpu- skjátum fyrir kattarnef. Mannorð mitt! Heiður minn! Lífsgildi mín. Við verðum að stöðva hann! Æ, nei. Hann er ekki hér. Hann er á leiöinni til Hún er örugg lega rétt í þessu að kyssa hann rembings koss. Fleiri brandarar! Ef þú kemur aftur lem ég þig í klessu, Kalli. Síða 19 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.