Þjóðviljinn - 25.04.1991, Síða 8

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Síða 8
Ofantöku ísafjarð- arkirkju frestað Fyrirhugaðri ofantöku ísa- fjarðarkirkju, sem fram- kvæma átti í byrjun vik- unnar hefur verið frestað fram í byrjun næsta mán- aðar. Þangað tii verður tíminn notaður til að reyna á að ná ásættanlegri lausn í málinu með Húsfriðunarnefnd, auk þess sem sóknarnefnd mun fara fram á það við nefndina að hún til- nefni eftiriitsmenn með ofantök- unni. Gunnlaugur Jónasson sóknar- nefndarmaður segir að það skipti ekki sköpum þó að ofantöku kirkj- unnar sé frestað um nokkra daga á meðan reynt verði að koma í veg fyrir óþarfa ágreining um fram- kvæmdina. Hinsvegar viðurkenni sóknamefndin ekki lögsögu Hús- friðunamefndar í málinu, sem starfar eftir nýjum lögum frá því í fyrra. Gunnlaugur segir að sóknar- nefhdin þurfi ekki að sækja um leyfi til Húsffiðunamefhdar til að taka kirkjuna niður því ákvörðun um það hafi verið tekin áður en nýju lögin um starfsemi Húsffið- unamefndar tóku gildi. Aftur á móti vilji sóknamefndin ræða of- antökuna við Húsffiðunamefnd og njóta sérfræðiþekkingar hennar, enda sé ábyrgð sóknamefndar mik- il í þessu máli og því nauðsynlegt að staðið verði fagmannlega að því verki sem framundan er. Eins og fram hefur komið er ofantaka kirkjunnar afar viðkvæmt mál innan Isafjarðarsafnaðar og kemur við kvikuna í mörgum. Framtíð ísafjarðarkirkju, staðsetn- ing og bygging nýrrTar kirkju er búin að vefjast fyrir Isfirðingum í þijú og hálft ár, eða frá því kirkjan skemmdist mikið í eldsvoða. -grh Ef Pétur Guömundsson er oröinn nægilega góöur af meiöslum sínum mun hann án efa verða íslenska landsliöinu mikill styrkur i þeirri keppni sem fram- undan er. Hann er 218 sentimetrar á hæö en meöalhæö íslenska leikmanna- hópsins er aðeins 191 sentimeter sem er sú lægsta af þeim liðum sem hingaö em væntanleg. Hæstu meöalhæöina hefur hinsvegar danska landsliöið eöa 197,5 sentimetra. Körfubolta veisla í Höllinni Dagana 1.-5. maí næstkomandi verður keppt í öðrum riðli forkeppni 28. Evrópu- meistaramótsins í körfuknattleik í Laug- ardalshöllinni. Þar munu keppa auk heimamanna, landslið Dana, Norðmanna, Portúgala og Finna. í hinum riðlinum keppa sjö lið og fer sú keppni ffam í Sviss dag- ana 6. - 12. maí næstkomandi. Tvö lið úr hvorum riðli komast síðan í aðalkeppnina en sextán lið komast beint í aðalkeppnina án forkcppni. Það verða því 20 lið sem keppa um sjálfan Evrópumeistaratitilinn og verður þá leikið í fjórum riðlum, heima og heiman. Nái íslenska lið- ið að verða í einu af tveimur efstu sætunum I sínum riðli, mega körfuboltaáhugamenn eiga von á þvi að hingað til lands komi til keppni einhver af sterkustu lands- liðum í Evrópu. íslenska landsliðið verður til- kynnt annað kvöld, föstudag og verða þá valdir tólf leikmenn af þeim sautján sem verið hafa I landsliðshópnum, sem að undan- fömu hefur verið að spila æfinga- leiki við Austurríkismenn og Skota með góðum árangri. Af þeim sem eru í hópnum er Valur Ingimund- arsson leikjahæstur með 107 lands- leiki að baki en hinsvegar hefur þjálfari liðsins, Torfi Magnússon leikið fiesta landsleikina eða 131. Þá hefur Pétur Guðmundsson til- kynnt forráðamönnum Körfuknatt- lciksambandsins að hann sé tilbú- inn í slaginn, en það mun svo ráð- ast eftir fyrstu æfingamar hvort hann sé orðinn nægilega góður af þeim meiðslum sem hann hefur átt við að stríða að undanfömu. Er ekki að efa að hann yrði liðinu mikill styrkur sökum hæðar sinnar. Fyrsti leikur lslendinga verður við lið Danmerkur, á alþjóðlegum degi verkalýðsins 1. maí, en þessi Iið hafa att kappi sín í milli í 31 skipti. íslendingar hafa unnið 19 sinnum en það danska 12 sinnum. Því næsl verður keppt við Portú- gala en á móti þeim hefur Iandinn keppt 11 sinnum. Þar af hafa ís- lendingar unnið sex leiki en Portú- galar þá fimm síðustu. Á móti Norðmönnum hafa Islendingar unnið 14 af 25 leikjum þjóðanna, þar af tíu af ellefu fyrstu leikjunum en aðeins tvo af síðustu tíu. Áflur á móti hefúr íslenska liðið ekki riðið feitum hesti gegn Finnum en þá hefur landinn aðeins unnið cinu sinni af átján leikjum. -grh ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. apríl 1991 FlÉTTIE Deildar meiningar eru innan Isafjaröarsafnaðar um þá ákvörðun sóknarnefndar aö taka kirkiuna niður og koma henni fyr- ir I skemmu til geymslu. Ætlunin er síöan aö byggja nýja og stærri kirkju á lóð þeirrar gömíu sem hefur þjónaö Isfiröing- um 1130 ár. Líffræðinemar mótmæla flutningi Mímis RE Mikill meirihluti nenienda við Líffræðiskor Háskóla íslands hafa sent sjávarútvegsráðherra undirskriftarlista þar sem þeirri ákvörðun er harðlega mótmælt að flytja heimahöfn rannsóknar- skipsins Mímis RE frá Reykja- vík til Akureyrar. Jafnframt skora nemendurnir á ráðherra að falla frá þessari ákvörðun sinni og að fundin verði önnur og raunhæfari lausn á þessu máli. Líffræðinemamir draga það þó ekki í efa að not séu fyrir rann- sóknarskipið norðan heiða en telja engu að síður að það hafi sýnt sig og sannað að brýn nauðsyn sé á að hafa skipið áfram í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings benda nem- endumir á að þrjár stofnanir, það er Hafrannsóknastofnun, Líffræði- stofnun og Líffræðiskor Háskóla Islands nota skipið að staðaldri all- an ársins hring. Meðal annars hef- ur skipið verið notað til sýnatöku og sem kennslutæki í mörgum námskeiðum. Að mati nemend- anna er ljóst að flutningur Mímis RE til Akureyrar mun hafa vem- lega röskun og óþægindi í för með sér fyrir þeirra nám, til viðbótar við það sem er nú þegar vegna launadeilu stundakennara við ríkið. I mótmælaorðsendingu sinni til sjávarútvegsráðherra fullyrða nem- endumir að njóti skipsins ekki við mun mikið vanta á að kennsla í sýnatökum, vinnubrögðum og öðr- um þáttum námsins verði ekki sem skyldi. Þeir telja að svo geti farið að verðandi líffræðingar öðlist ekki þá reynslu sem þeim er nauðsynleg og verði jafnvel vanhæfir í sínu starfi. -grh Skógræktarfélagið hlýtur norrænu umhverfisverðlaunin Aðalnefnd Norræns umhverfisárs hefur ákveðið að _ Skóg- ræktarfélag íslands hljóti norrænu um- hverfisverðlaunin sem veitt eru nú í fyrsta sinn. Hvert Norðurlandanna tilnefndi umhverfisverkefni til að keppa til verðlauna. í fréttatilkynningu frá nefnd- inni segir að Skógræktarfélagið sé óháð félag sem hafi starfað frá 1930 og lagt áherslu á plöntun tijáa og friðun birkiskóga til að vinna gegn jarðvegseyðingu. Bent er á að 7.000 manns séu í 45 félög- um sem séu í Skógræktarfélaginu. Félaginu er talið til tekna að hafa í fyrra plantað 1,3 miljón trjáa og virkjað til þess 8.000 manns en átakið verður endurtekið í ár. Bent er á að starfsemi félagsins ýti undir skilning á jarðvegseyðingu. Ekki veitir af þar sem tveir þriðju af gróðurþekju landsins hefur tapast. Nefndin telur að jarðvegseyðing sé tvímælalaust stærsta umhverfis- vandamál Islendinga. Óblíð veðr- átta, eldvirkni og ofnýting lands hafa hjálpast að í eyðingunni. Danir tilnefndu „Grænar fjöl- skyldur í Danmörku“ til verðlauna. Framlag Svía var „Skrefi á undan“ Barnabætumar beint inn á reikninga fólks Um 22 þúsund mót- takendur barnabóta munu fá bæturnar lagðar beint inn á launareikninga sína í bönkunum nú í byrjun maí. Til að byrja með eru það starfsmenn ríkisins og Reykjavíkurborgar, bankamenn og bótaþegar Tryggingastofnun- ar sem munu fá barnabæturnar greiddar á þennan hátt. Stefnt er að því í framtíðinni að sem fiestir móttakendur bamabóta og húsnæðisbóta úr ríkissjóði fái greitt inn á reikning í stað þess að fá ávísanir I pósti, segir í fréttatil- kynningu frá fjármálaráðuneytinu. Aðrir en þeir ofannefndu geta fengið bætumar greiddar inn á reikning hjá sér með því að fylla út til þess gert eyðublað sem liggur frammi í bönkum og sparisjóðum. Bamabætur eru áætlaðar í ár tæpir fimm miljarðar króna og eru greiddar út fjómm sinnum á ári en vaxta- og húsnæðisbætur eru áætl- aðar 2,8 miljarðar króna og eru þær greiddar út einu sinni á ári í ágúst. I fyrra voru sendar út 310.006 ávísanir vegna þessa. Með þessari breytingu sparast mikið fé þar sem kostnaður við tölvufærslu inn á bankareikninga er hverfandi miðað við tékkaút- skrift, eftirlit og annað umstang. Þá verður þjónustan með þessu móti betri og allt öryggi eykst verulega en nokkuð hefur verið um það á undanfömum árum að ávísanir hafi misfarist, segir í tilkynningunni. -gpm sem kynnti síðustu uppmnalegu skógana í Norður-Svíþjóð. Finnar tilnefndu „Endurvinnsluhreyfing- una“ sem vann gegn sóunarhugar- fari og Norðmenn tilnefndu „Sam- tök Odda og nágrcnnis" vegna starfs að vemdun staðbundins um- hverfis í iðnaðarsamfélaginu Odda en þar hefur komið til árekstra milli umhverfisviðhorfa og vilja til að halda í atvinnutækifæri. Verðlaunin verða veitt í Reykjavík 14. júní í sambandi við umhverfismálaráðstefnuna Miljö 91. -gpm —r 1 ■ -------- Avöxtunarkrafa Sonpubréfa hækka Fyrr í þessum mánuði hækk- aði ávöxtunarkrafa á skulda- bréfum Sorpeyðingar höfuð- borgarsvæðisins bs úr 7,7 pró- sentum í 8,1 prósent. Bréfín eru til tíu ára og bera 7,5 prósent nafnvexti. Bréfín höfða ekki mjög til einstaklinga þar sem þau eru gefín út í háum verðgild- um, en þau keppa við önnur bréf um hylli til dæmis lífeyrissjóð- anna. Ama Harðardóttir hjá Lands- bréfúm hf. sagði að ástæða hækk- unarinnar á þessum bréfúm væri að vextir heföu hækkað frá áramótum um hálft til eitt prósent. Hún sagði að það væri ekkert óeðlilegt við það að skuldabréf sveitarfélaga bæru hærri vexti en ríkisbréf. Gegnumgangandi er að ávöxtunar- krafa slíkra bréfa er hærri. -gpm Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.