Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.04.1991, Blaðsíða 10
Söngnámskeið Ágústa Ágústsdóttir sópran- söngkona heldur söngnámskeið i Reykjavík dagana 28. til 30. apríl. Undirleikari á píanó verður Elfrún Gabríel frá Leipzig. Nánari upplýs- ingar í síma 94-7672 eða 91- 656617. Arsafmæli ✓ Sigrúnar Astrósar Á morgun er heilt ár liðið frá því að leikritið um hana Sigrúnu Ástrós var frumsýnt á litla sviði Borgarleikhússins. Það er Margrét Helga Jóhannsdóttir sem fer með eina hlutverkið í sýningunni og hefur fengið mikið hrós gagnrýn- enda fyrir túlkun sína á hinni bráð- skemmtilegu konu sem fer að at- huga sinn gang í lífinu og hjóna- bandinu. Pels saknað Hún Eyrún Jónsdóttir bað okk- ur að birta eftirfarandi bréf: „Á kosninganóttina fór ég á skemmti- staðinn Berlín við Austurstræti. Þar hvarf pelsinn minn úr fata- henginu og hefur enn ekki komið fram. Pelsinn er auðþekkjanlegur; hann er dökkbrúnn, stuttur og víð- ur og nokkuð þungur þar sem hann er úr ekta skinni. Framundan erm- unum er breiður skinnkantur sem farinn er að eyðast á jöðrunum og sömu sögu er að segja um jaðrana þar sem hann lokast að framan. Hann var keyptur 1956 í Banda- ríkjunum og er því líklega sá eini sinnar tegundar á Islandi. Hafi einhver tekið pelsinn í misgripum eða orðið var við hann, vil ég biðja viðkomandi að hafa samband við mig í síma 620688 eða snúa sér til dyravarðanna á Berlín. Eg vona að hann sé í hönd- um heiðarlegrar manneskju þvi ég sakna hans sárt. Eyrún Jónsdóttir" Tango á Borginni Annað kvöld munu heitar ástríður og ólgandi blóð ráða ríkj- um á Hótel Borg. Þá mun borgin í samstarfi við Kramhúsið gangast íyrir Tangó kvöldi. Húsið opnar fyrir matargesti kl. 20 og fá matargestir frítt á tang- óballið sem hefst kl. 22. Hljóm- sveit Reynis Jónssonar leikur fyrir dansi og David Hohner, einn af fremstu dönsurum i argentínskum tango mun ásamt leikkonunni íris Disser frá Argentínu sýna argent- ínskan tangó. N ey tendasamtökin kanna banka- og tryggingamál Sólrún Halldórsdóttir við- skiptafræðingur hefúr verið ráðin til Neytendasamtakanna og mun sinna þar ýmsum verkefnum, með- al annars á sviði banka- og trygg- ingamála. Sólrún er 26 ára gömul og út- skrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Handelhögskolen í Kaup- mannahöíh sl. vor. Sólrún Halldórsdóttir. Nemakeppni í matreiðslu og framreiðslu Um helgina verður haldin í fyrsta sinn á Islandi norræn nema- keppni í matreiðslu og ffamreiðslu. Islenskir nemar hafa fimm sinnum tekið þátt í keppninni og jafnan gengið vel og í fýrra vann íslenska liðið í framreiðslu fyrstu verðlaun. Keppnin fer fram í Hótel- og veit- ingaskóla íslands. VjaERPtfl/ Gerpla tvítug íþróttafélagið Gerpla í Kópa- vogi verður 20 ára í dag, 25. apríl. I tilefni þess verður afmælishóf og fimleikasýning í iþróttahúsi Gerplu að Skemmuvegi 6 sem hefst kl. 13.30. Meðal annars verður afhent vegleg gjöf ffá Kópavogsbæ. Ljósmyndir af uppákomum Edda Hákonardóttir opnar sýn- ingu á verkum sínum i gallerí B12, Baldursgötu 12 (Nönnugötumegin) á morgun, föstudaginn 26. apríl kl. 20. Sýningin ber yfirskriftina S og á henni eru þrjár syrpur af ljós- myndum af uppákomum (perfor- mance) Eddu auk myndbands- verka. Edda á langa sögu sem per- form-listamaður þar sem hún notar líkamann sem tjáningarmeðal í huglægum og hlutlægum skilningi. Sýningin stendur til 10. mai og er opin virka daga frá kl. 12 til 16 og um helgar frá kl. 14 til 18. Ættarmótið enn endurtekið Vegna mikillar eftirspumar hefúr verið ákveðið að bæta við tveimur aukasýningum á Ættar- mótinu eftir Böðvar Guðmundsson hjá Leikfélagi Akureyrar. Nú hafa 8.364 áhorfendur séð Ættarmótið á 37 sýningum og er það næstmesta aðsókn sem leiksýning hefur feng- ið í Samkomuhúsinu á Akureyri, en ennþá eiga söngleikimir My Fa- ir Lady og Piaf sýningarmetið hjá Leikfélagi Akureyrar ef sýningar á Piaf í Reykjavík eru teknar með. Um páska var bætt við þremur aukasýningum á Ættarmótið, en færri komust að en vildu. Nú hefur verið ákveðið að hafa tvær auka- sýningar einsog áður sagði, mið- vikudaginn 8. maí og fostudaginn 10. maí. Hátíð harmoníkunnar Hátíð harmoníkunnar verður haldin í Tónabæ við Skaflahlíð sunnudaginn 28. apríl kl. 15 til 18. Stórhljómsveit Harmoníkufélags Reykjavíkur leikur nokkur lög undir stjóm Karls Jónatanssonar, einleikarar eru þau Einar Bjöms- son, Jóna Einarsdóttir og Sveinn Rúnar Björnsson. Heiðursgestir hátíðarinnar verða Eyþór Guð- mundsson, Grétar Geirsson, Grettir Bjömsson, Hörður Kristinsson og Reynir Jónasson. Þeir Grétar og Eyþór leika dúett en aðrir heiðurs- gestir einleik. I kafilhléi koma fram böm og unglingar með hljóð- færaleik og söng. Allir eru vel- komnir meðan húsrými leyfir. Kaffiveitingar á staðnum. Rikey Ingimundardóttir opnar í dag myndlistarsýningu í Eden í Hveragerði. Þetta er 17. einkasýn- ing Ríkeyjar. Á sýningunni em nýjar brenndar myndir, lágmyndir úr postulíni, málverk og fleira. Sýningin stendur til 6. maí. REYKJAVÍK GARÐABÆR HAFNARFJÖRÐUR - '' SORPA £ Móttöku- og flokkunai Gufunesi KÓPAVOGUR 'AHREPP KJALARNESHREPPUR MOSFELLSBÆR WREYKJAVIK O SELTJARNARNES K0PAV0GUR BESSASTAÐAHREPPUR MGARÐABÆR iL HAFNARFJORÐUR gl ámastöðvar Gámastöövar gegna mikilvægu hlutverki í nýrri meðhöndlun úrgangs. Þærtaka á móti rusli endurgjaldslaust. í Gufunesi veröur hins vegar tekiö á móti stærri förmum frá atvinnurekstri samkvæmt gjaldskrá. Stöövarnar veröa allar komnar í notkun í lok júlí á átta stööum alls: 1 /Mosfellsbæ, nærri hesthúsabyggð 2 Viö Gylfaflöt 3 Á Ártúnshöföa, viö Sævarhöföa 4 í Seljahverfi, sunnan Breiöholtsbrautar 5 Viö Ánanaust, nálægt gatnamótum Grandagarös og Mýrarvegar 6 Á Sléttuvegi, vestan Borgarspítala 7 í Fífuhvammslandi í Kópavogi 8 í Molduhrauni, á mótum Garðabæjar og Hafnarfjarðar Nýtt sumar b& m ú í sumar mörkum viö þáttaskil í umhverfismálum. íbúar allra sveitarfélaganna á höfuöborgarsvæöinu sameinast í stórátaki til bættrar meðhöndlunar úrgangs og nýrra viðhorfa. Opnir sorphaugar heyra nú sögunni til en fullkomin móttöku- og flokkunarstöö úrgangs sniöin aö íslenskum aöstæöum - SORPA tekur til starfa. ið berum ábyrgð á úrgangi sem við framleiðum íbúar höfuöborgarsvæöisins framleiða 125 þúsund tonn af úrgangi á ári - um 860 kg á hvern. Þessu gífurlega magni ber okkur aö koma fyrir þannig aö ekki skaði lífríkið - framtíöin er [ húfi. Úrgangurinn er af misjafnri gerö og fær nú aðgreinda meöhöndlun: • Hluti úrgangsins verður endurnýttur • Spilliefni veröa meðhöndluð þannig aö þau mengi ekki lífríkið • Húsasorp veröur pressað í aöeins 10% af upphaf- legu rúmmáli, vírbundiö og urðað Leiöbeiningarrit hafa veriö send á vinnustaöi og heimili. Þaö er áríöandi aö allir lesi þau vel og fylgist meö auglýsingum um einstök atriöi. Þeir sem ekki hafa fengiö leiöbeiningarnar eöa óska frekari upplýsinga hafi samband viö skrifstofu SORPU. / umhverfisvernd ynntu þér hlutverk þitt 1 Úrgangur verður nú flokkaöur bæði í heima- húsum og á vinnustöðum og meðhöndlaður á viðeigandi hátt. Mikilvægt er aö allir kynni sér strax: • Flokkun úrgangs og meöferö • Sérstaka meðferð umhverfisspillandi efna • Möguleika til endurnýtingar » Ruslagámaþjónustu etta fer ekki í sorptunnuna eða holræsakerfið Endurnytinaarefni: Timbur - fer á gámastöðvar eöa beint til SORPU Garöaúrgangur - nýttur í heimagarði eða afhentur á gámastöö Prentpappír - afhentur krossbundinn á gámastöö Drykkjarumbúöir - skilaö eins og áöur Málmar - fara til endurnýtingaraðila Spilliefni: Þaö er lífsnauðsyn aö allir skilji aö spilliefni eyöi- leggja lífríkið og mega þess vegna alls ekki fara út í holræsakerfið eða í sorptunnuna. Þeim ber undantekningarlaust aö skila á rétta staði, gámastöö eöa í efnamóttöku SORPU. Algeng spilliefni eru t.d. rafhlöður, lyf, eitursýrur, málning, lökk og leysiefni, olíuúrgangur, frostlögur, hreinsiefni o.m.fl. Önnur efni sem alls ekki mega fara meö heimilissorpi eru t.d. múrbrot, steinefni, vírar og tæki. SORPA Uröunarstaöur Álfsnesi ELTJARNARNES RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs. Gufunesi, 112 Reykjavík, simi 676677 SORPA - er eitt mesta umhverfisátak á íslandi. Petta geysistóra og mikilvæga verkefni kostar fé, vinnu og skilning - nýjan skilning á þeirri ábyrgö okkar allra aö skila hreinu landi ■ betra landi til næstu kynslóöa. Sumardagurinn fyrsti I dag er sumardagurinn fyrsti og þá eru ýmsar skemmtanir í gangi fyrir unga og geta aldnir ekki síð- ur haft gaman af þeim. Haf narfj örður Ponsumót verður í íþrótta- húsinu við Strandgötu og hefst það kl. 10.30. Keppendur frá Hafnarfirði, Keflavík, Reykja- vík og Garðabæ. Víðavangshlaup Hafnar- fjarðar verður haldið í hjarta bæjarins. Hlaupið verður frá Ráðhúsi bæjarins á Strandgötu og hefst það kl. 13. Veittir eru bikarar í hlaupi kvenna 30 ára og eldri og í hlaupi karla 40 ára og eldri og er vonast til að eldra fólk fjölmenni í hlaupið. Auk þess er keppt í yngri flokkum - sá yngsti er fyrir 5 ára og yngri og eru veittir far- andbikarar í öllum flokkum sem Hafnarfjarðarkaupstaður hefúr gefið. Brúðuleikhús verður í Vit- anum og verður ævintýraleik- þátturinn Bangsi sýndur. Tvær sýningar verða ætlaðar böm- um 3-7 ára, kl. 14 og kl. 16. Aðgangseyrir kr. 200 á bam en ókeypis fyrir fullorðna. Miðasala frá kl. 12 í Vitanum. Faxaflóamótið í knatt- spymu - þar mætast erkifénd- umir FH og Haukar á Hval- eyrarholtsvelli. Kl. 10.30 keppa lið í fjórða flokki og á Kaplakrika kl. 8.30 sjötti flokkur og kl. 10 fimmti flokkur. Kl. 13.30 keppa lið úr öðrum flokki. Baltasar opnar sýningu á 30 olíumálverkum í Hafúar- borg kl. 14. Skátafélagið Hraunbúar verða með skrúðgöngu frá Skátaheimilinu kl. 10 og leik- ur Lúðrasveit tónlistarskólans í Hafnarfirði undir. Gengið verður að Hafnarfjarðarkirkju þar sem séra Gunnþór Ingason þjónar fyrir altari. Garðabær I Garðabæ verður mikið um að vera og mun Skátafé- lagið Vífill sjá um hátíðardag- skrá sem hefst með fánaathöfn við Garðakirkju laust fyrir kl. 11 og því næst verður skáta- messa í kirkjunni þar sem Gunnar Eyjólfsson skátahöfð- ingi flytur hugvekju. Kl. 14 hefst skrúðganga frá gatna- mótum Hofstaðabrautar og Karlabrautar og verður gengið út að skátaheimilinu. Lúðra- sveitin Svanur leikur undir. Fánaathöfn verður við skáta- heimilið og skemmtidagskrá. Um kvöldið verður skáta- og fjölskylduskemmtunin Sumar- hátíð ‘91 í félagsmiðstöðinni Garðalundi við Vífilsstaðaveg og hefst hún kl. 20. Aðgangs- eyrir 500 kr. Ferðafélagið Ferðafélagið verður með ferð á Esju að sunnan kl. 10.30. Verð 1000 kr. Kl. 13 verður farið í Almannadal og Úlfarsfell, heiða og fjallganga í léttari kantinum. Verð kr. 800 en fritt fyrir böm í fylgd fúll- orðinna. Garðyrkj uskóli ríkisins Garðyrkjuskóli ríkisins verður með opið hús á Reykj- um í Ölfúsi og hafa nemendur veg og vanda af undirbúningi og annast móttöku gesta sem hefst kl. 10 og stendur til kl. 18. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. april 1991 Síða 10 Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. aprfl 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.