Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 10
Þaðkomnýr
maður út frá
tónleikum Toscanini
Það var kvikur maður í
hugsun og hláturmildur sem
tók á móti blaðamanni Nýs
helgarblaðs á vistheimilinu að
Droplaugarstöðum nú í vik-
unni. Hann vantar tæp tvö ár í
aldarafmælið, en hefur þó svo
óbrigðult minni að minnstu
smáatriði úr litríku lífí standa
honum Ijóslifandi fyrir sjón-
um. Hann hlær mikið og slær
sér á lær þegar mikið iiggur
við, en skilur ekki þá vitleysu,
að við skulum vilja eiga við
hann blaðaviðtal. Hlátur Þórð-
ar verður ekki endursagður í
blaðaviðtali, en stundum er
hann gefinn til kynna með ...
Þórður Kristleifsson er
fæddur að Uppsölum í Hálsa-
sveit 1893, sonur Kristleifs
Þorsteinssonar fræðimanns á
Stóra Kroppi og Andrínu Ein-
arsdóttur, fyrri konu hans.
Hann fór utan til tónlistar- og
söngnáms 27 ára gamall og
dvaldi við nám í Þýskalandi og
á Ítalíu í 7 ár. Eftir það kom
hann heim og kenndi tónlist og
þýsku í um 45 ár, lengst af á
Laugarvatni.
Okkur lék forvitni á að
heyra svolítið frá námsárum
hans á meginlandi Evrópu á 3.
áratug aldarinnar, og það var
engu minnisleysi til að dreifa
hjá Þórði. En fyrst byrjuðum
við á að spyrja um námsferil
hans hér á íslandi í æsku.
— Eg ólst upp að Stóra-
Kroppi, en var lítið í skóla fyrr en
ég fór vestur i Hjarðarholt til séra
Olafs Olafssonar, sem var mikill
heiðursmaður og rak þar öndveg-
isskóla. Eflir þetta vann ég
heimavið og stundaði jarðyrkju-
störf á vegum Búnaðarsambands
Borgarljarðar á vorin. Eg plægði
skurði þrjá strengi niður með
tveim hestum og sléttaði þúfur
og hafði í rauninni sett mér það
markmið að slétta helst allar þúf-
ur í Borgarfirði.
Menntun mín á þessum árum
fólst í heimanámi: ég gleypti í
mig allar mögulegar bækur sem
hægt var að fá til þess að lesa á
kvöldin. Eg las Njálu til dæmis
mörgum sinnum á þessum ár-
um...
En hvernig vaknaði áhugi
þinn á tónlist?
Það má nú kannski segja að
það hafl verið blásið í lúðrana í
Hjarðarholti... Páll sonur prests-
ins var ákaflega gjöfull á sína
list, bæði í því að búa til lög og
láta mann syngja. Hann linnti
ekki látum fyrr en ég dreif mig í
tónlistamám, fyrst hér í Reykja-
vík pg svo erlendis.
Ég var hér í Reykjavík vetur-
inn 1919-20 við tungumálanám
og í píanónámi hjá einum besta
píanóleikara sem þá var í bæn-
um, Kristínu Ólafsdóttur, sem
var stúdent frá MR. Hún var
fúðrandi fimur píanóleikari og
kenndi mér sígilda tónlist, til
dæmis Schubert-lög, Álfakóng-
inn og fleira gott. Seinna giftist
hún til Frakklands.
Þýskuna lærði ég hjá elsku-
legum frænda mínum og vini,
Krismi Bjömssyni frá Hóli í
Lundarreykjadaj, en hann var þá
í námi hjá Jóni Ófeigssyni. Krist-
inn kenndi mér undirstöðuatriðin
í þýsku og hún varð strax þá
ákaflega áleitin við mig sem
tungumál.
Hvenær fórst þú svo utan til
náms?
Það var 1920, ég hef þá verið
27 ára. Ég fór fyrst til Sjálands og
Kaupmannahafnar og þar tóku
dr. Haraldur Sigurðsson sem síð-
ar varð prófessor við dönsku tón-
listarakademíuna og Dóra kona
hans á móti mér. Haraldur var
mér eins og allra besti bróðir og
blés mig upp til námsins. Hann
kom mér til söngkennara, sem
hafði kennt bæði Pétri Jónssyni
og fleiri íslendingum. Og sá
sagði við mig þegar ég kom til
hans: ,Ja, þeir hafa rödd þessir
íslendingar!11....
Haraldur hvatti mig svo til
þess að fara áfram suður til Dres-
denar og ég var þar líklega á
fjórða ár.
Dresden var þá einhver feg-
ursta borg heimsins.
Voru fleiri Islendingar í
Dresden á þeim tima?
Já, það voru náttúrlega Is-
lendingar þar á ferðinni, því þetta
var á þeim tímum þegar markið
var stöðugt að falla og það kost-
aði ekki neitt að lifa fyrir útlend-
inga. Það var sægur af ferða-
mönnum þama og ég varð að
lokum að hálfgerðum íslenskum
konsúl á svæðinu. Ég fór þá í
margar siglingar á gufuknúnum
hjólabátum upp eftir Elbu upp í
Sachsische Schweiz, scm er einn
fegursti hluti Þýskalands. Ég
man eftir ýmsum skemmtilegum
mönnum scm komu með mér í
slíkar siglingar á þeim árum...
Eins og hverjum?
Ja, til dæmis séra Bjama
Jónssyni og konu hans... Það lá
vel á séra Bjama og honum var
létt um málbeinið ... hann gat tal-
að við fleiri en páfann...
Hvað áttu við?
Jú, sagan segir að þegar hann
fór til Rómar hafi hann staðið
með páfanum á svölum Péturs-
kirkjunnar og horfl á manngrú-
ann fyrir neðan. Og þá átti ein-
hver að hafa spurt upp úr eins
manns hljóði: „Hver er þetta sem
stendur þama við hliðina á hon-
um séra Bjama?“...Þannig sagði
Bjami söguna að minnsta kosti...
Varst þú þá i námi við tónlist-
arakademíuna í Dresden?
Já, ég var það um tíma, en
mest hjá einkakennurum. Ég
Rætt við
Þórð
Kristleifsson
tónlistar-
kennara og
þýsku-
kennara,
sem
nýlega varð
98 ára
stundaði píanónám, en þó aðal-
lega söngnám. Ég söng Wagn-
er-aríumar miskunnarlaust, Lo-
hengrin og Graalsönginn og
fleira og fleira...
Hvemig kostaðir þú fátækur
sveitapiltur frá Islandi þetta nám
þitt i Þýskalandi?
Ég held að það sé engin lif-
andis leið að gera grein fyrir því.
En ég var náttúrlega stórríkur
þegar ég fór, miðað við íslenskan
sveitakarl... Ætli ég hafi ekki átt
á milli 20 og 30 kindur og svona
7 hross þegar ég fór, og það tók
sinn tíma að eyða því... Svo var
ástandið þannig í Dresden þegar
ég kom þangað, að maður fékk
allt fyrir bókstaflega ekki neitt.
Ég segi þér alveg satt, að ég hafði
ljómandi herbergi með húsgögn-
um og píanói sem ég leigði sér-
staklega og á aðra höndina var
jámbrautarstöðin og á hina hönd-
ina Tiergarten, fegursti skrúð-
garður og dýragarður borgarinn-
ar, og ég borgaði mest 75 aura
fyrir herbergið á mánuði. Það
trúa þessu víst fáir nú orðið. Á
meðan á verðbólgutímanum stóð
var allt hirt upp úr búðunum og
bönkunum jafn óðum og þeir
stimpluðu yfir peningaseðlana til
að gefa þeim nýtt verðgildi. Mig
minnir að þeir hafi stimplað yfir
tíu miljóna markið og gert það að
biljón. En svo var markið stabil-
iziert - gengið endurskráð og
fest, og þá snarhækkaði allt verð-
lag-
Voru einhverjir aðrir Islend-
ingar með fasta búsetu í Dresden
um þetta leyti?
Já, þeir vom þama Finnur
Jónsson og Tryggvi Magnússon
listmálarar, að ógleymdum Emil
Thoroddsen. Hann kom alltaf til
mín að leika undir sönginn hjá
mér.
Emil var lengi við nám í
Dresden, hann var einstakur
gáfumaður sem gat lært allt betur
en hægt var að ímynda sér.
Þetta hefur verið á þeim tima
þegar Finnur Jónsson fór að
gera sinar fyrstu tilraunir með
abstraktmálverk. Fylgdist þú
eitthvað með því?
Já, já, ég fylgdist með því.
Svo var ég daglegur gestur í lista-
safninu í Dresden og fór þangað
með marga ferðamenn og sýndi
þeim Madonnumyndina eftir
Rafael og fleiri ódauðleg lista-
verk. Mér skilst að hún sé nú
týnd eftir að þetta komst allt í
hendumar á Rússunum.
Ég man eftir því að Finnur
tók þátt í sýningum með ein-
hveijum framámönnum þama og
sýndi meðal annars bestu mynd-
ina sem hann hefur málað, Selló-
leikarann. En hann fékk hana
aldrei til baka og enga greiðslu
heldur. Það hefúr einhver fengið
góðan pening fyrir þá mynd.
Hvað varst þú lengi í Dres-
den?
Eg fer frá Dresden til Milano
1925 með jámbrautarlest. Slíkt
ferðalag tók 3 sólarhringa á þeim
tíma. Það fyrsta sem ég geri þar
er að fara í Scala-óperuna og sjá
Meistarasöngvarana frá Num-
berg eftir Wagner undir hljóm-
sveitarstjóm Arturo Toscanini.
Og ég kom nýr maður út.
Ég get sagt þér að ég hafði
heyrt þessa óperu áður sjö sinn-
um, en ég kom samt út sem nýr
maður. Toscanini var slíkur
undramaður í tónlist, að þó ég
hefði heyrt þessa óperu í flutn-
ingi margra ágætra listamanna,
þá jafnast enginn á við hann, og
það var ekki hægt að ganga frá
Toscanini öðruvísi en sem nýr
maður. Og ég meina þetta í al-
vöru.
Scala-óperan í Mílanó er
merkilegt hús. Svalimar um-
hverfis salinn eru á átta eða níu
hæðum og leiksviðið er griðar-
stórt.
Hljómburðurinn í húsinu er
svo góður að það er bara ennþá
betra að vera uppi á áttundu hæð
en niðri, en ég prófaði hvort-
tveggja. Og þó það sé smávaxin
og fínleg stúlka að syngja á svið-
inu þá berst söngurinn til manns
eins og fiðlutónn. Það er alveg
ótrúlegt. Þessi bygging er að því
leyti til eins og kraftaverk eða
óskmynd, þótt hún láti ekki mik-
ið yfir sér að utanverðu.
Ég man annars eftir einni eft-
irminnilegri sýningu á Lohengrin
eftir Wagner. Þetta var íburðar-
mikil sýning og bassinn var lát-
inn koma inn á sviðið ríðandi á
stórum hesti með sjö aðra til reið-
ar. Það var Toscanini sem stjóm-
aði, og einhvem veginn hafa þeir
ekki verið eins hrifnir af honum
hestamir eins og ég, því þar sem
þeir standa þama beint fýrir
framan stjómandann þá byijar
fremsti klárinn að spræna. Og
svo komu allir hinir á eftir. Og
það er ekkert með það, að sviðið
verður allt flæðandi. Aðalsöng-
konan í þessari sýningu hét Elsa
og var klædd í mikinn brúðarkjól
og átti fúllt í fangi með að vama
þess að slörið og faldurinn dræg-
ist ekki í fóðið á sviðinu. Ég held
að ég hafi aldrei fyrr heyrt hlegið
í Wagner-óperu, en hláturinn
hljóðnaði fljótt og Toscanini hélt
sínu striki.
Hvað var svona stórkostlegt
við Toscanini?
Það er ómögulegt að lýsa því.
Hann var yfimáttúrlegur maður.
Ég get sagt þér að hann byijaði
með því að fara í hljómleikaferð
með ítalskri ópem til S-Ameríku
sem sellóleikari 18 ára gamall.
Þá gerist það að hljómsveitar-
stjórinn veikist á síðustu stundu,
og menn spyrja í vandræðum sín-
um hljóðfæraleikarana hvort þar
sé nokkur sem treysti sér til þess
að taka við stjóminni, en þeir áttu
að leika Aidu eftir Verdi. Þá gef-
ur þessi ungi maður sig fram,
Arturo Toscanini, og stjómar
allri óperunni án þess að líta á
blaðið... Og hann sleppti varla
sprotanum eftir það, átján ára
gamall... Seinna gerðist það fyrir
flutning á einhverri óperunni í
Scala að það kemur til hans ákaf-
lega áhyggjufúllur sellóleikari og
segir við hann að sellóið hans
svari ekki esinu nógu vel. „Esið,“
segir Toscanini, „það kemur ekk-
ert es fyrir í þessu sellóhlut-
verki.“ Hann mundi hveija ein-
ustu nótu fyrir sellóið í allri óper-
unni... Það er annars ekki nokkur
leið að lýsa svona manni. Mér
sámar bara að þeir skuli hættir að
leika upptökur með Toscanini í
útvarpinu. Þeir spila ekkert nema
Karajan. En það jafnast enginn á
við Toscanini. Hann er yfir alla
hafinn...
Hvað varstu lengi i Milano?
Ég var þar í nærri tvö ár. Ég
hitti þama hinn kunna baritón-
söngvara, Matthia Battestini,
sem ég hafði kynnst í Dresden,
og hann kom mér í kynni við
kennara sem hafði meðal annars
komið fram á Metropolitan, og
ég fór fyrst til hans. Það var lif-
andis ósköp góður karl, alveg
eins og bróðir manns. Hann sagði
mér að ég þyrfti að laga röddinna
en að ég hefði í mér réttu mann-
gerðina fyrir óperuleiksviðið...
Þú varst með tenórrödd, var
ekki svo?
Jú, ég rann upp á hæstu tón-
ana, það vantaði ekki...
Varst þú búinn að læra eitt-
hvað í ítölsku þegar þú komst til
Milano?
Nei, ég var algjörlega mál-
laus þegar ég kom til Italíu. En ég
náði því nokkuð fljótt. Ég lá í
10 StÐA _ NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 4. maí 1991