Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 12
Islenska piltalandsliðiö sem varð Norðurlandameistari ( körfuknattleik (fyrsta skipti. Þjálfari þess er Jón Sigurðsson. Myndir: Kristinn Guðmundur Bragason ( kröppum dansi undir körfuhringnum (viðureign- hnni við danska landsliðið. Karfan vinnur á Hefann", gæti Magnús Matthfasson verið að hrópa ( slagnum um bolt- ann við einn danskan leikmann eftir að Axel Nikulásson hefur misst af boltanum og til hliðar við hann bíöur Guðni Guðnason eftir því sem verða vill. Það kemur trúlega fæstum á óvart að áhugi landsmanna á körfuknattleik fer vaxandi og ef grannt er skoðað má orðið sjá körfuhringi ansi víða þar sem ungir sem aldnir spreyta sig í íþróttinni. Nýlokið er æsispenn- andi úrslitakeppni um íslands- meistaratitilinn þar sem Njarðvík- ingar unnu sigur á Keflvíkingum og fyrir skömmu varð íslenska piltalandsliðið Norðurlandameist- ari í körfuknattleik í fyrsta skipti. Allt þetta og fómfúst uppbygg- ingarstarf hinna fjölmörgu áhuga- manna um land allt er nú farið að bera þann ávöxt að áhugi á körfu- bolta hefur sjaldan eða aldrei ver- ið meiri. Um þessar mundir stendur yf- ir í Laugardalshöllinni keppni í öðrum riðli forkeppni 28. Evr- ópumeistaramótsins í körfuknatt- leik. Þelta er í annað sinn sem slík keppni fcr fram hér á landi en árið 1986 fór fram hérlendis forkeppni að 25. Evrópumeistaramótinu. Auk íslcndinga taka þátt í mótinu landslið Portúgala, Dana, Norðmanna og Finna. Heima- menn hafa þegar lokið tveimur leikjum sinum; unnu fyrsta leik sinn gegn Dönum en töpuðu illa fyrir Portúgölum í fyrrakvöld. Þcir áttu frí í gærkvöldi en leika í dag gegn Norðmönnum og á morgun gegn Finnum. Tvo efstu liðin komast síðan áfram í úrslita- keppnina. Það ríður því á að áhorfendur Ijölmenni í Höllina og hvetji sína menn til sigurs í báðum þessum leikjum. Þó róðurinn hafi verið erfiður í leiknum gcgn Portúgölum cr það mál manna að landslið íslcndinga hafi sjaldan eða aldrei verið betra en um þessar mundir. 1 liðinu er valinn maður í hverju rúmi þó deila megi endalaust um val Torfa Magnússonar þjálfara á einstök- um mönnutn. Til að mynda eiga íslándsmeistarar Njarðvíkur að- eins einn mann í liðinu, Teit Or- lygsson sem hefur verið iðnaðstur íslensku leikmannanna að koma boltanum ofan í körfuna. Þá eru þrír úr iiði Kefiavíkur þeir Jón Kr. Gíslason fyrirliði, Falur Harðar- son og Guðjón Skúlason; þrír frá KR þeir Páll Kolbeinsson, Guðni Guðnason og Axel Nikulásson. Aðrir leikmenn eru Guðmundur Bragason frá Grindavík, Jón Am- ar Ingvarsson Haukum, Valur Ingimundarson og Pétur Guð- mundsson frá Tindastól og Magn- ús Matthíasson úr Val. Eins og áður segir leikur ís- land gegn Norðmönnum í dag en íslenska landsliðið hefur unnið 14 af 25 leikjum sínum gegn þeim, þar af tíu af ellefú fyrstu leikjun- um en aðeins tvo af síðustu tíu leikjum. Frægastan má þar telja 75-72 sigurinn í C - keppninni þegar Pálmar Sigurðsson úr Haukum skoraði sigurkörfuna á síðustu sekúndum leiksins og kom þar með íslcnska landsliðinu áfram í B - keppnina. A morgun, sunnudag verður svo leikið við Finna. í 18 leikjum gegn þeim höfum við aðeins unn- ið einu sinni þegar liðin öttu kappi í Kefiavík í mars 1981 með 97-95. Sama ár og í sama mánuði tapaði íslenska landsliðið gegn Finnum með aðeins eins stigs mun 90-91 og þá var keppt í Borgamesi. Að þessum leikjum undanskildum hefúr íslenska landsliðið oftast nær tapað stórt fyrir Finnum. Síðast þegar þessi lið áttust við í Grindavík í apríl- mánuði 1989 sigmðu Finnar með 71 stigi gegn 63. -grh AGlA2«StÐA^ÞJÓÐVlUINN Latl&áfddgbr4JhiöT199V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.