Þjóðviljinn - 04.05.1991, Blaðsíða 16
AtUvvvr -| y" •
4. Leikhópurinn
Margrét H-7 í Fossvogsskóla.
Keisarinn grætur.
Sunna 3. EA í Víðistaðaskóla i
Hafnarfirði.
Keisarinn minn.
Inga Valdís Heimisdóttir, Grunn-
skólanum í Grindavík.
Keisarinn, stelpan sem flautaði og
næturgalinn. Svo eru krakkarnir á
leikskólanum að horfa á. Helga
Ingibjörg, leikskólanum Sólvöllum
í Neskaupstað.
Næturgalinn heiðraður
Þið þekkið mörg ævintýrið um
litla gráa fuglinn sem söng svo fal-
lega að keisarinn í Kína táraðist af
hrifningu. Leikhópur úr Þjóðleik-
húsinu hefur í allan vetur ferðast
með leiksýningu, sem er byggð á
Næturgala H. C. Andersens í
flesta grunnskóla landsins. Og
sennilega hafið þið sem þetta les-
ið, þegar séð sýninguna.
En tókuð þið eftir því, að á
sumardaginn fyrsta var hópurinn
heiöraður fyrir sitt ágæta framlag
til barnamenningarinnar í land-
inu? Það var deild (slands í al-
þjóðasamtökum áhugafólks um
barnabókmenntir, IBBY, sem veitti
listafólkinu þessa viðurkenningu.
En sú viðurkenning sem kom
frá ykkur, sem sáuð sýninguna og
senduð leikhúsinu teikningar, hún
er ekki síðri. Þaö er svo gaman að
fá að sjá, hvað ykkur hefur fundist
merkilegast. Hvað ykkur hefur
langað til að teikna á eftir. Og á
Listahátíð æskunnar, sem nú er
nýlokið hér í Reykjavík, hafði
Þjóðleikhúsið sýningu á teikning-
um. Hænsnaprikið birtir nokkrar
þeirra hér á síðunni.
Listahátíð Æskunnar
Það var margt um að vera í vik-
unni sem leið. Listahátíð æskunn-
ar lagði undir sig flest samkomu-
hús og skóla höfuðborgarinnar.
Það var ekki nokkur leið fyrir eina
manneskju að fylgjast með öllum
þeim sýningum og uppákomum
sem í boði voru.
Ég fór samt á myndlistarsýn-
ingar og tónleika. Ég las Ijóðin
ykkar og sá ykkur dansa og
syngja og fremja tónlistar- og
myndlistargjörning og ég verð að
segja það: Mér finnst þið frábær.
Mér finnt þið geta svo ótrúlega
margt. Og mér finnst þið gera það
vel.
Ég veit líka að það er dálítið
mismunandi, hvað þið fáið mikla
uppörvun og hjálp frá kennurum
ykkar og foreldrum. Sumir leið-
beina ykkur af lífi og sál, aðrir gera
að kannski með hangandi hendi.
sumum skólum er oftast eitthvað
skemmtilegt að gerast. [ öðrum er
leiðinlegt. Flestir krakkar þurfa
hvatningu og aðstoð, nokkrir
bjarga sér bara sjálfir.
Á rauðum
gúmmígalla
í Gerðubergi, menningarmið-
stöðinni í Breiðholtinu, var Örn
Ingi leiðbeinandi krakka í lista-
smiðju. Hann var ýmist með þau í
Uppsetning umhverfislistaverks við
Gerðuberg. Mynd: Kristinn
heimatilbúnu skógarrjóðri niðri í
kjallara eða úti að reisa umhverf-
islistaverk. Örn Ingi er eldsál. Það
leyndi sér ekki, þegar ég mætti
honum rennandi blautum í rauð-
um gúmmígalla í rigningunni á
laugardaginn var. Hann var að
stjórna uppsetningu á heljarmikl-
um staur og lét hífa krakkana upp
í körfu til þess að festa ketti á
staurinn. Og ég hugsaði: Mikið
vildi ég að ég ætti rauðan gúmmí-
galla og væri hífð upp í körfu til að
festa ketti á staur. Mikið vildi ég,
að ég kynni enn að leika mér eins
og Örn Ingi og krakkarnir.
Steinunn
Ljóðabók
barnanna
Má ég óska ykkur til hamingju
með Ijóðabókina ykkar, krakkar!
Börn eru skáld. Á því er ekki nokkur
vafi, þegar maður les Ijóðin í Ljóða-
bók barnanna sem kom út á sumar-
daginn fyrsta. Og af því að ASÍ er
útgefandi bókarinnar og 1. maí er
nýgenginn um garð með kröfu-
göngum og lúðrablæstri, þá birtir
Hænsnaprikið meðfylgjandi Ijóð eft-
ir 5 ára skáld.
Vinna í gúanó
þegar ég er orðinn stór,
eins og pabbi
er á lyftara
að lyfta pokum í skip.
Hlynur Snær Guðjónsson, 5 ára.