Þjóðviljinn - 07.05.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Qupperneq 5
ElLEMDAE. FEETTIR A Umsjón: Dagur Þorleifsson írak greiði helming olíutekna í skaðabætur Nokkur ágreiningur er um hversu hart skuli ganga að írak með skaðabótagreiðslur eftir hertðku Kúvæts og Persaflóa- stríð. Bandaríkin vilja að Írak greiði allt að helmingi olíu- tekna sinna upp í skaðabæturnar þangað til þær séu að fullu greiddar, en þeir sem vægast vilja fara að írak hafa stungið upp á 10 af hundraði olíuteknanna. Talið er að Kúvæt muni krefj- ast um 45 miljarða dollara í bætur fyrir tjón á olíulindum emírsdæm- isins, sem Irakar kveiktu í, og fjöl- mörgu öðru þarlendis. Saúdi-Arab- ía ætlast að öllum líkindum til að írakar borgi kostnaðinn af því að hreinsa Persaflóa af olíumengun, ísraelar krefjast efalítið bóta fyrir manntjón og eyðileggingu af völd- um Scudflauganna, sem Saddam lét skjóta á þá, enda þótt þeir væru ekki með í stríðinu gegn Irak og tugþúsundir verkamanna, sem misstu atvinnu sína og sparifé af völdum innrásar íraka, eru einnig á lista kröfúhafa. Bandaríkin ætlast einnig til að írak taki þátt í að borga kostnaðinn við aðgerðir til hjálpar kúrdnesk- um flóttamönnum, er flýðu til landamæra Tyrklands og Irans eftir að Iraksher barði niður uppreisn kúrdneskra samtaka fyrir rúmum mánuði. Sumir telja að flóttafólk þetta sé um tvær miljónir talsins. Breska stjómin er sögð vilja sleppa írökum með að borga þetta 25-30 af hundraði olíuteknanna og segir að þeim ætti ekki að vera það nein vorkunn, því að fyrir Persa- flóadeilu hafi þeir eytt álíka miklu í vopn fyrir her sinn. Iraksstjóm hefur fyrir sitt leyti beðið Sameinuðu þjóðimar að sjá til þess að hún fái fimm ára gjald- frest á öllum skaðabótagreiðslum. Kúrdneskir flóttamenn á landamærum Tyrklands og Iraks - Bandaríkjastjóm ætlast til að irakar borgi hluta kostn- aðarins af hjálparstarfinu fyrir þá. Sýnikennsla sem ekki er farið eftir: einn strætisvagn getur flutt sextlu bllstjóra. 400.000.000 bíla í heiminum Nú eru um 400 miljónir bíla í heiminum og búast má við því að þeim fjölgi um helm- ing fyrir árið 2020, bflaiðnaði til ábóta en umhverfl til mikils háska Árið 1960 vom bílar í umferð ekki nema um 100 miljónir en þeim hefúr fjölgað mjög ört og em nú um 400 miljónir sem fyrr segir. Spár segja að búast megi við enn meira annríki við færibönd bíla- smiðjanna á næstu ámm. 150 milj- ónir nýrra bíla muni komast í gagnið frarn til aldamóta og árið 2020 má búast við því að bílar verði orðnir 800 miljónir. Það er einkum í hinum ,,nýju iðnríkjum“ eins og Brasilíu og Suður-Kóreu sem bílanotkun mun aukast hraðast. I annan stað spá því margir, að eftir að Asutur- Evr- ópa hefttr jafnað sig eftir um- skiptaskeið það sem nú gengur yfir þá muni einkabílanotkun þar magnast mjög hratt, enda standa draumar manna um austanverða Evrópu meir til eigin bíls en nokk- ur annars. Það er lika búist við því að bíl- um fjölgi í þeim löndum sem mest eru bílavædd fyrir. Árið 1985 voru 130 miljónir bíla í Bandarikjunum en gert er ráð fyrir um 200 miljón- um árið 2020. Svipuð hneigð er á ferð i Vestur-Evrópu, þar sem að- eins tveir Þjóðverjar, Svíar og Frakkar eru nú um hvem bíl. Ef menn héldu þessum fram- tiðarreikningum áffam gætu þeir fengið það út, að árið 2100 væm íbúar jarðarinnar orðnir 10-12 mil- jarðir og keyrðu á 5-7 miljörðum bila. En hitt er líklegra að löngu áður en það gerðist hefði allt hent- ugt eldsneyti á bíla þrotið. Bílafjölgunin er nú þegar feiknaleg ögmn við umhverfí mannsins og mesta tilræði sem hugast getur við alla skynsamlega viðleitni til að vinna gegn „gróður- húsaáhrifúm" og skapa þá þróun sem stendur undir sér sem allir þykjast nú vilja. Bílamergðin er og feiknalega dýr í mannslífúm. A hveiju ári ferst um hálf miljón manna í umferðinni og fimmtán miljónir slasast og þessar tölur hækka jafnvel enn hraðar en bíla- íjöldinn sjálfur. Ur mörgum áttum koma boð um það, að mannkynið gerði best í þvi að reyna að takmarka sem mest fjölgun bíla og umferð. En í raun haga stjómmálamenn og neytendur sér eins og þeir geti aldrei nógu mikið greitt fyrir umferð bíla, aldrei byggt nógu góða vegi, aldrei nógu viðamiklar brýr, aldrei asfalt- erað nógu mörg bílastæði. áb. byggði á Information. Dómar í „réttarhöldum aldarinnaru Sjö Danir voru um mán- aðamótin í Kaup- mannahöfn dæmdir til fangelsisvistar, allt að tíu árum, fyrir ólöglega vopnaeign, rán, njósnir um danska gyðinga í þágu pal- estínskra samtaka o.fl. Er þar með lokið átta mánaða réttar- höldum yfir mönnum þessum, og hafa dönsk blöð kallað þau „réttarhöld aldarinnar." Sex mannanna hlutu fangelsis- dóma fyrir að ræna pósthús 1988 og fimm voru fúndnir sekir um að hafa rænt bíl með öryggisútbúnaði, er flutti peninga, árið 1985. Einn sjömenninganna var fúnd- inn sekur um að hafa tekið saman lista með nöfnum danskra gyðinga, sem eru framarlega í þjóðfélaginu, til þess að afhenda hann palest- insku samtökunum PFLP. Dómamir em sagðir ósigur fyr- ir lögregluna, sem vildi að menn- imir allir sjö yrðu dæmdir fynr morð á lögreglumanni, sem myrtur var við rán á pósthúsi, fleiri rán og sambönd við hryðjuverkamenn í Austurlöndum nær. En dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki lægju fyrir nægilegar sannanir til frekari sakfellingar. Mennimir sjö vom handteknir 1989 eftir að danska öryggisþjón- ustan hafði fylgst með þeim í nokkur ár. Þykir sumum furðu gegna hve lengi dróst að lögreglan léti til skarar skríða gagnvart hópi þessum. Bangladesh: Síhækkandi dánartala Rauði hálfmáninn í Bangla- desh telur, að um 125.000 manns að minnsta kosti hafi farist í fellibylnum mikla, sem skall á austanverðum strandhéruðum landsins fyrir viku. En farið er að giska á að alls muni dánartalan eftir stór- viðri þetta nema um 200.000 manns. Veður er enn vont á þessum slóðum og hamlar það hjálparað- gerðum, sem og skortur á bátum og flugvélum og að samgöngu- og ijarskiptakerfi er eyðilagt eftir óveðrið. Um tjón á eyjum, þar sem bjó fólk í hundruðþúsunda tali, er t.d. ekki enn vitað nákvæmlega, en það mun hafa orðið gífúrlegt. Talið er að um 10 miljónir manna hafi misst heimili sin í óveðrinu. Kona blöur eftir mat viö flugvöll á einni af eyjunum, sem haröast uröu úti - margar miljónir manna eru heimilislausar og örbjarga. Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför Skúla Þórðarsonar Valsmýri 5 Neskaupstað Ingibjörg Finnsdóttir Þórður Þórðarson Anna Finnsdóttir Þórður, Finnur, Sturla og fjölskyldur. Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. mal 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.