Þjóðviljinn - 07.05.1991, Side 6

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Side 6
Það vildi ég óska að yrði enginn af þeim sem talað hefur verið um. Ég vildi fá einhvem allt annan og þá úr öðrum fiokki. Ævar Oddur Ævarsson sjómaður af guðs náð: Eg veit það ekki en ég vona að það verði kona og ekki Sjálfstæðismaður. Ingvi Þór Kormáksson hljómlistamaður og bóka- safnsfræðingur: Það hef ég ekki hugmynd um en hann veröur úr röð- um Sjálfstæöismanna og þess vegna líst mér ekkert á hann. Áslaug Hafliðadóttir lyfjafræðingur: Það veit ég ekki. Þorbjörg Jónsdóttir nemi: Katrín Fjeldsted. _____ Fréttir Sól úr sorta Hörmungar stríöa eru alltaf miklar. Hér eru þrfr afganir að bföa eftir gervifótum til aö geta lifað sem eðlilegustu Iffi. Alþjóðadagur Rauða krossins og Rauða hálfmánans er 8. maí. Hér á Iandi hófust Rauða kross dagar 4. maí og mun þeim Ijúka 12. maí, með mikilli landssöfnun þar sem fé verður safnað fyrir stríðshrjáða. Rauði kross Islands stendur fyrir margs konar uppákomum þessa daga. Tilefnið er alþjóðadag- ur Rauða krossins og Rauða hálf- mánans 8. maí. Rauða kross hreyf- ingamar munu standa fyrir átaki út um allan heim þessa fjóra daga sem nefnist „Sól úr sorta“. A fundi með fjölmiðlum skýrðu aðstandendur Rauða kross Islands ffá því, að tilefni þessa átaks væri að ‘ frá lokum síðari heimsstyrjaldar hafa verið háðar yfir eitt hundrað styrjaldir sem hver um sig hefúr kostað meira en þúsund mannslíf. Samanlagt hafa þessi stríð kostað yfir tugmiljónir manna lífið. Yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra eru óbreyttir borgarar sem enga sök áttu á átökunum og gátu engin áhrif hafit á gang þeirra, hafa aldrei klæðst einkennisbún- ingi eða borið vopn. I síðari heims- styijöldinni vom 33 prósent þeirra sem féllu hermenn, 67 prósent óbreyttir borgarar. Þessar ógnvæn- legu staðreyndir vom kveikjan að því að Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fóm af stað með alheimsátak til hjálpar stríðshijáðum undir yfir- skriftinni „Light the Darkness“. Hér á landi hefur þetta átak hlotið nafnjð Sól úr sorta. Atak Rauða kross Islands er í meginatriðum fjórþætt. Laugar- daginn 4. maí var opnuð ljós- myndasýningin „Böm og stríð“ í Kringlunni. Þar em sýndar 105 ljósmyndir sem teknar hafa verið á þessari öld. Myndimar tengjast all- ar stríði og stríðsátökum. Þessi sýning hefur undanfarin misseri verið á Rauðakrosssafninu í Genf í Sviss, en er nú komin hingað. Hinn 8. maí, á alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmán- ans, gengst Ungliðahreyfing Rauða kross íslands íyrir fjölskylduhlaupi og samkomu í miðborg Reykjavík- ur. Hlaupið hefst kl. 19.00 um kvöldið í Vonarstræti og að því loknu, eða kl.20.00 hefjast útitón- leikar þar sem flestar helstu popp- og rokkhljómsveitir landsins koma fram. Að tónleikunum loknum kl.23.00, mynda tónleikagestir keðju i kringum tjömina og bera lifandi ljós - LÝSA UPP MYRKRIÐ. Lokahnykkur átaksins verður svo 12. maí með landssöfnun sem Rauði kross íslands stendur fyrir. Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu ganga í hvert hús á Iandinu og safna fé til hjálpar stríðshijáð- um. Akveðið heftir verið að helm- ingi fjárins sem safnast verði varið til aðstoðar kúrdískum flóttamönn- um í írak, íran og Tyrklandi og hinum helmingnum til að byggja gervilimasmiðju í Kabúl í Afgan- istan þar sem þúsundir óbreyttra borgara hafa misst útlimi í stríðinu sem þar geisar, meðal annars af völdum þeirra 30 miljón jarð- sprengja sem áætlað er að hafi ver- ið faldar þar í jörðu. Þennan sama dag verður í Sjónvarpinu bein út- sending ffá tónleikum í London þar sem margar frægustu popp- og rokkhljómsveitir heims koma ffam til hjálpar stríðshijáðum kúrdum. -sþ EB öllum opið Forseti Ítalíu, Francesco Cossiga, var hér í opinberri heimsókn um helgina. Fram kom hjá honum stuðningur við kröfur lslendinga varðandi sjáv- arútvegsmál í samningum um evrópskt efnahagssvæði. Þá sagðist forsetinn gjarnan vilja sjá Island meðal Evrópubanda- lagsþjóðanna og sagði EB opið ölium sem vildu sækja um aðild. Cossiga var sæmdur heiðurs- doktorsnafnbót af lagadeild Há- skóla íslands á laugardag, daginn sem hann kom, en hann fór aftur síðdegis á sunnudag. Fram kom í förinni að ákveðið hefur verið að opna sendiráð Italíu hér á landi en ísland er eina land Evrópu þar sem ítalir hafa ekki sendiráð. Cossiga gróðursetti tré hér á landi, heimsótti Þingvelli, Ama- stofnun og fleiri staði. Héðan hélt forsetinn til Bandaríkjanna í aðra opinbera heimsókn. -gpm Forseti Italíu, Francesco Cossiga, og forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, gróöursetja tré i Vinaskógi viö Kárastaöi í opinberri heimsókn ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí1991 Síða 6

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.