Þjóðviljinn - 07.05.1991, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Qupperneq 11
giSMÁFRÉTTIR Síðustu Háskólatón- leikarnir Síðustu Háskólatónleik- ar þessa starfsárs verða ( Norræna húsinu á morgun kl. 12.30. Guðni Franzson klarinettuleikari mun leika verk eftir skoska höfunda. Jassfólk framtíðar Tónlistarskóli FÍH stend- ur fyrir tónleikum á Púlsin- um, Vitastíg 3, í kvöld kl. 22. Þar koma fram fimm jasshljómsveitir skólans sem starfað hafa í vetur undir leiðsögn Tómasar R. Einarsson, Sigurðar Flosa- sonar, Edwards Frederik- sen og Stefáns Hjörleifs- sonar. Margir efnilegir jass- spilarar koma fram en að- gangur er ókeypis. 15 miljóna króna aðal- vinningur Nýtt happdrættisár hefst hjá DAS á morgun, en þá verður dregið í fyrsta flokki. Aðalvinningur í þeim flokki er 5 miljónir króna, en sam- tals eru vinningar í flokkn- um 29,3 miljónir króna. Að- alvinningur happdrættisárs- ins er DAS-hús metið á 15 miljónir króna. Heildarvinn- ingar í happdrætti DAS nema 288 miljónum króna og fara 60 prósent af miða- verði beint f vinninga. Ágóði af happdrætti DAS fer til uppbyggingar og reksturs Hrafnistuheimilanna í Reykjavík og Hafnarfirði. DAS-húsiö, parhús við Afla- granda 25 I Reykjavík. VlPHOEF Nýi sáttmáli? Hannes Jónsson, Evrópumarkaðshvggjan: Hagsmunir og valkostir Islands, Félagsmálastofnunin, 1990. r. Hannes Jónsson, fyrrum sendiherra, birti 1990 bók þessa um Efnahagsbanda- lag Evrópu og Friverslun- arsvæði Evrópu og um viðræður þeirra um Evrópskt efnahags- svæði (EES). Fáeinir þættir frásagnar hans verða hér stuttlega raktir, stefha EBE í landbúnaðar- og sjávarútvegs- málum, upptaka eins evrópsks sam- markaðar og upphaf EES-viðræðna. j í stofhsamningi Efhahagsbanda- lags Evrópu, Rómarsamningnum, 3. gr., er kveðið á um sameiginlega stefhu aðildarlanda þess í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum, en um Iand- búnað var hún upp tekin þegar 1962, (en um sjávarútveg 1983). Að henni er búvörum aðildarlanda sett verð og kaup þeirra ábyrgst, en sú ábyrgð hefur kostað EBE drjúgan skilding. „A árinu 1973 fóru 80,6% af heildartekjum EBE til landbúnaðarins og á árinu 1989 67%.“ (Bls. 33) Að fiskimiðum aðildarlanda varð gagnkvæmur að- gangur þeirra við upptöku þessarar sameiginlegu landbúnaðarstefhu, jafn- framt því sem framkvæmdastjóm EBE var á lagt að samræma fiskveiðar að- ildarlanda þess og styrkja þær. „AIU var þetta nánar skilgreint í sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni, sem tók gildi 25. janúar 1983... öll að- ildarríkin hafi fullan rétt til að veiða hvar sem er í efhahagslögsögu banda- lagsrikjanna á milli 12 og 200 sjómílna markanna. Bandalagið setur þó afla- kvóta um leyfilegar veiðar hinna ýmsu tegunda og úthlutar þeim til aðildar- ríkjanna. Einnig hafa verið settar regl- ur um möskvastærðir, gerð veiðarfæra og stundum er beitt lokunum á veiði- svæðum í vemdarskyni vegna of- veiði... Á ámnum 1987-1990 nema beinir styrkir til sjávarútvegs banda- lagsins 80,9 miljörðum króna sam- kvæmt gengi í nóvember 1989...“ (Bls. 33-34) Við ýmis lönd hefur EBE samið um gagnkvæmar heimildir til veiða í fiskveiðilögsögu og ívilnanir á mörk- uðum. Og verða þeir samningar dregn- ir í fimm flokka: „1) Gagnkvæmar veiðiheimildir, þ.e. EB veitir veiðiheimildir innan lög- sögu EB-ríkja gegn veiðiheimildum EB-ríkja í lögsögu utanbandalagsríkja. Dæmi um slíka samninga em samning- ar við Norðmenn, Svia og Færeyinga. 2) Veiðiheimildir úr vannýttum stofnum annarra ríkja, en dæmi um slíka samninga er samningur við Bandaríkin. 3) Veiðiheimildir gegn fríverslun með fisk eða viðskiptaívilnunum. I þessu tilviki semur bandalagið um veiðiheimildir innan efnahagslögsögu utanbandalagsríkja gegn styrkjum. 4) Veiðiheimildir innan efnahags- lögsögu utanbandalagsríkja gegn styrkjum, hagstæðum lánum eða tækniaðstoð, en slíka samninga hefur EB gert við allmörg þróunarríki. 5) Kaup á veiðiheimildum í efiia- hagslögsögu ríkja, svo sem veiðiheim- ildum við Grænland, Vestur-Afnku, á Indlandshafi og víðar.“ (Bls. 34) Hve háir eru tollar af EBE á inn- fluttum fiski? „Eins og er, leggur bandalagið 13% toll á flattan þorsk, 12% á annan flattan fisk og 20% á söltuð þorskflök með nokkurri mis- munun eftir kvótum, en á ufsaflök er lagður 16% innflutningstollur. Auk þess er 15% innflutningstollur á flat- fiski og 15% tollur á ýmsum öðrum ferskfiski svo sem löngu, lýsing, stein- bít og skötusel. Meginþorri fiskútflutn- ings okkar til Efnahagsbandalagsríkj- anna er þó fijáls samkvæmt fríverslun- ar samningunum svo sem síðar verður að vikið." (Bls. 34) II Frá upptöku eins evrópsks sam- markaðar milli aðildarlanda EBE er svo sagt: „Leiðtogafundur EB árið 1985 óskaði eftir því, að ftamkvæmda- stjómin gerði áætlun með tírnaákvörð- unum um fúlla framkvæmd 3. greinar Rómarsamningsins. ... Gaf hún strax í júní 1985 út „Hvítbók" með 279 tillög- um um Iaga-, tilskipunar- og reglu- gerðar- breytingar varðandi innri markaðinn til þess að framkvæma 3. grein sáttmálans, þ.á m. afhám allra tæknilegra viðskiptahindrana og breyt- ingu EB úr tollabandalagi í markaðs- bandalag án viðskiptalegra og efha- hagslegra landamæra aðildarríkjanna. Á svæðinu skyldi frá og með árslokum 1992 vera fríverslun með vöru, fjár- magn, þjónustuviðskipti og þar skyldi vera einn vinnumarkaður. Utan um svæðið skyldi eftir sem áður vera toll- múr til vemdar iðnaði, landbúnaði og sjávarútvegi aðildam'kjanna. - Leið- togafúndur bandalagsins samþykkti til- lögur Hvítbókarinnar. (Bls. 43)... Á ár- inu 1986 lagði ffamkvæmdastjom og síðan ráðherraráð EB frarn frumvarp áð einingarlögum EB. Stofnanir bandalagsins samþykktu þau. Einnig hvert einstakt aðildarríki, þar sem um var að ræða breytingar á stofnsamning- um bandalaganna. Tóku einingarlögin gildi l.júlí 1987.“(Bls. 44-45) Frá samningum EBE um fríverslun með tiltekna vömflokka sem og um efnahagslega aðstoð við ýmis ríki er svo sagt: „...EB hefur gert yfir 100 frí- verslunar- efnahags- og tæknisam- vinnu-samninga við EFTA-ríkin. En í gildi em líka tugir samninga við bandalagið, t.d. við 66 ríki í Afríku, á Karíbasvæðinu og við Kyrrahaf (ACP- ríkin). Samkvæmt samningunum eiga ACP-ríkin frjálsan aðgang að markaði EB fyrir flestar framleiðsluvömr sínar. - Einnig hefur EB gert samninga um samvinnu á sviði viðskipta, iðnaðar, tækni og fjármála við MAGHREB-rík- in (Alsír, Marokkó og Túnis), ASE- AN- ríkin (Filippseyjar, Indónesíu, Malasíu, Singapúr og Tæland), ANDEAN-ríkin (Bólivíu, Ekvador, Kólumbíu, Perú og Venesúela), auk ýmissa annarra ríkja svo sem Brasilíu, Bangladesh, Indland, Júgóslavíu, Kýp- ur, Mexíkó, Möltu o.fl.“ (Bls. 46) ni Fríverslunarsvæði Evrópu var formlega stofnað með undirritun Stokkhólmssamningsins 4. janúar 1960. Að því varð Isiand aðili tíu árum siðar, 1970. Á því vom vemdartollar á iðnvamingi afhumdir í áfongum, uns afnumdir vom í árslok 1966. Á því er hins vegar ekki fríverslun með búvörur og með sjávarvömr aðeins að hluta, þ.e. „ffyst flök, ffyst rækja, lagmeti, lýsi, og fiskimjöl,“ en utan hennar em „ísfiskur, saltsíld, saltfiskur og ýmsar tegundir af skelfiski." (Bls. 50) Þess ber þó að geta, að 1. júlí 1990 var loks upp tekin ffíverslun með fisk í EFTA. Allt ffá upphafi stefhdi EFTA að gerð ffíverslunarsamninga við EBE og um þá náðist í meginatriðum sam- komulag 22. júlí 1972. „(Em) þeir formlega þannig, að sjálfstæður samn- ingur - tvíhliða samningur - er milli hvers EFTA- ríkis og Efnahagsbanda- lagsins. Samningamir em í öllum aðal- atriðum eins fyrir öll EFTA- ríkin, en með nokkrum ffávikum. Gera samn- ingamir ráð fyrir haftalausum viðskipt- um á milli EFTA-ríkjanna og Efha- hagsbandalagsríkjanna og afnámi allra vemdartolla af iðnaðarvöm í áföngum, þannig að vemdartollar af iðnaðarvöm séu með öllu afnumdir 1. júlí 1977 hjá öllum EFTA-ríkjunum nema íslandi og Portúgal. Þessi tímamörk vom virt af öllum aðilum. Afleiðingin varð sú, að á miðju ári 1977 vom öll iðnvöruvið- skipti milli ríkja þessara tveggja aðila haftalaus og tollftjáls á grundvelli ffí- verslunarsamninganna, en í ársbytjun 1980 fyrir ísland." (Bls. 52) Staða fiskafurða er síðan nánar til- greind: „íslendingar óskuðu í upphafi samningaviðræðna eftir því, að ffi- verslunin næði til allra sjávarafúrða, en ekki aðeins til þeirra sjávarafúrða, sem féllu undir upphaflega EFTA- samn- ingmn... Okkar hagsmunir vom, að viðurkennt yrði, að á móti tollfríðind- um og fríverslun þeirra með iðnvörur til íslands kæmu samskonar fríðindi okkar hjá þeim á sjávarafurðir. - Þessi réttlætissjónarmið okkar hafa að nokkm, en ekki öllu, fengist viður- kennd... I fríverslunarsamningi okkar við EB, sem tók gildi 1. apríl 1973, em söltuð hrogn, auk þeirra sjávarafurða, sem samið var um við EFTA... í bók- um sex, sem ... tók gildi ... 2. júlí 1976...“ (Bls. 52-53) IV Ráðherrar frá aðildarlöndum EBE og EFTA fúnduðu í Luxemborg 9. apr- íl 1984. í yfirlýsingu í fúndarlok hétu ráðherramir að efla og styrkja samstarf þeirra „með því að koma á einu evr- ópsku efnahagssvæði.“ (Bls. 65) í þá átt miðaði lítt, fýrr en gildi tóku 1987 í aðildaríöndum EBE lög um einn evr- ópskan sammarkað eða jafhvel ekki fýrr en forseti ffamkvæmdastjómar EBE, Jacques Delors, haslaði því völl í ræðu 17. janúar 1989: „... getum við leitað að nýjum og fastmótaðri sam- vinnugrundvelli, þar sem til kæmu sameiginlegar ákvörðunar- og stjómar- stofnanir til að gera starfsemina alla virkari og til að draga ffam pólitískar hliðar samstarfsins á vettvangi efha- hagsmála, félagsmála, fjármála og menningarmála... Sameiginlegt mark- aðssvæði er fyrst og fremst tollabanda- lag... Sameiginlegt markaðssvæði felur einnig í sér samræmingu. Em félagar okkar (ath. EFTA-löndin) tilbúnir til að taka þær sameiginlegu reglur upp í landslög sín, sem fylgja óhindmðum vömflutningum og viðurkenna jafn- ffamt dómstói bandalagsins, sem þegar hefúr sýnt ffam á hæfi og hlutleysi í hvívetna?... En Evrópubandalagið er annað og meira en stórt markaðssvæði. Það er landamæralaust efnahags- og samfélagssvæði, sem stefnir i að verða stjómmálaleg heild, en það felur í sér nánarí samvinnu um utanríkis- og vamarmál." (Bls. 66-67) Á fúndi í Osló 14.-15. mars 1989 tóku forsætisráðherrar EFTA-ríkja þessu boði Delors. I yfirlýsingu sögðu þeir: „Við gemm ráð fyrir því, að samningaviðræður mundu leiða til samkomulags, að svo miklu leyti sem það er mögulegt, um óhefta flutninga á vöm, þjónustu, fjármagni og fólki með það að markmiði að koma á einu sam- ræmdu evrópsku efnahagssvæði." (Bls. 69) Eins og ffam hefur komið, mundu á þeim sviðum, sem Evrópskt efna- hagssvæði næði til, gilda lög, reglu- gerðir og tilskipanir í EBE um þau. „Utanríkisráðherra mun hafa fengið samþykki ríkisstjómarinnar fýrir þvi að eyða 50 miljónum króna til þess að láta þýða þennan lagabálk yfir á ís- lensku... í prentuðu máli mun þessi lagabálkur vera yfir 10.000 blaðsíður i sama broti og Álþingistiðindi. Stefhir utanríkisráðherra að því, að þessi laga- bálkur, sem felur í sér margvíslegt fúll- veldisafsal, verði ekki sérstaklega af- greiddur sem lög frá Alþingi með venjulegum hætti, heldur eigi Alþingi aðeins að afgreiða EES-samninginn, en í honum verði vísað til yfir 10.000 síðna lagabálksins sem fýlgiskjals og tekið fram, að hann hafi samkvæmt fordæmi EB bein réttaráhrif hér á landi svo og í öllum 18 aðildarríkjum EES.“ (Bls. 73) Reykjavík, 25. apríl 1991 Haraldur Jóhannsson Er kvikmyndaframleiðsla smáþjóða vonlaus? Ég leyfi mér að efast stórlega um að íslensk kvikmyndagerð eigi verulega framtíð, fyrir sér. Blátt áfram vegna þess að markaðsað- stæður allar eru henni andsnúnar Ég er ein af þeim sem vildu helst að íslendingar gætu staðið sig í kvikmyndagerð. Því það er ekki nema satt og rétt að kvikmyndin er svo öflugur fjölmiðill að það vantar mikið í menningu þess lands sem engar kvikmyndir býr til. En ég leyfi mér að efast stórlega um að íslensk kvikmyndagerð eigi verulega framtíð fýrir sér. Blátt áfram vegna þess að markaðsað- stæður allar eru henni andsnúnar. Ég á við það fýrst og fremst, að fjölmiðlafarganið allt vinnur þannig, að athyglin beinist alltaf að æ færri bíómyndum. Sem eru auglýstar upp grimmt til dæmis með því hve dýrar þær séu, og hve mikið sé um undur- samleg tæknibrögð í þeim og hve mikið kaup stjömuleikaramir fái. Auk þess sem þær em hannaðar fýr- ir sem stærsta útbreiðslu af kunn- áttumönnum sem klippa burt allt sem erfitt er í skilningi. Og eins og menn vita em svotil allar „metsölu- myndimar" bandarískar, þótt ein og ein slæðist með frá Evrópu. Þetta setur smáþjóðarmönnum afar þröngan kost. Þeir verða að byggja á litlum markaði heimafyrir og eiga mjög takmarkaða möguleika á að ná út fýrir landsteina. (Og þýðir þá ekkert að vitna í íslendingasögur og Halldór Laxness til að sanna hve snjallir við erum. Það skiptir reyndar ekki máli á markaðinum hvort við erum snjallir í kvikmyndagerð eða ekki, það sem ræður úrslitum um það hvort við getum framleitt kvik- myndir er það, að í útlöndum trúir því enginn að eithvað gott geti kom- ið frá Islandi. Eins þótt eitthvað gott komi.) Ég sá í sænsku blaði grein sem lýsir vanda smáþjóðarmanna. Hún var um aðsókn að nýrri sænskri bama- og unglingamynd sem heitir „Neðanjarðarleyndarmál“. Myndin fékk prýðilega dóma og athygli fjöl- miðla. En eftir að myndin hafði ver- ið sýnd í átta vikur (i fimm eintök- um) voru áhorfendur aðeins orðnir 8500. (Sem er svipað og að á is- lenska bamamynd hefðu komið svona þijúhundruð manns.) Á sama tíma var verið að sýna bandarísku myndina „Aleinn heima“ í Svíþjóð. Myndinni hafði verið dreift í 40 eintökum í sænsk kvik- myndahús og hálf miljón manns hafði séð myndina. Engum dettur í hug að hér sé svo gífurlegur munur á „gæðum“. En hér er sá munur á að annarsvegar er erlend stórframleiðsla sem er mjög rækilega auglýst (auglýsinga- kostnaður við amerísku myndina í Svíþjóð nemur um fjórðungi alls framleiðslukostnaðar sænsku mynd- arinnar). Og allt saman, fjölmiðla- Producent: Filminstitutet, SVT, Fllmteknik, Sandrew och Cinetofon. Produktionskostnad: 7,8 miljoner kronor. Distributör: Sandrews. Lanseringskostnader: 300 000 kr. 125 utomhusaffischer, s k stortavlor, i Stockholm och Göteborg. 3 förhandsvisningar. Affischer pá biografer och bibliotek. 5 kopior. 8 500 áskádare. spil og auglýsingaspil, leiðir til þess að athyglin safiiast á æ færri kvik- myndir. Fábreytnin vex og heima- menn eiga ekki séns eins og sagt er. Auðvitað eigum við að reyna okkar besta, ekki síst í gerð mynda IteSSIÖ ílilítlMIMS Producent: 20th Century Fox Produktionskostnad: 120 miljoner kronor. Distributör: SF Lanseringskostnader i Sverige: 2 miljoner kronor. Tusentalet utomhusaffischer, s k stor- tavlor, över hela landet. Förhandsvisningar i 20 stáder. Reklam i TV3. 40 kopior. En halv milion áskádare i Sverige. fýrir sjónvarp. En aðstæður á kvik- myndamarkaðinum sjálfum eru erf- iðar - og ekki batna þær. Vill einhver andmæla þessu? SM. ÞJÓÐVILJfNN Þriðjudagur 7. maí 1991 Síða 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.