Þjóðviljinn - 07.05.1991, Side 15

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Side 15
Sjórinn er grænn Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra ávarpaði aðalfund Is- lenskra sjávarafurða á föstudag. Þar sagði hann m.a. frá því þeg- ar hann tók við lyklavöldunum í sjávarútvegsráðuneytinu fyrr i vikunni. Hann sagðist hafa rekið augun í að grænn litur var yfir- gnæfandi í ráðuneytinu og hafði hann orð á þvi við Halldór Ás- grímsson. Halldór svaraði þá að bragði: Já, sjórinn er grænn. Þorsteinn sagðist þá hafa sagt að sig minnti að sjórinn væri stundum blár. Fingraför krata Eftirfarandi vísa varð til skömmu eftir að Viðreisnarstjórnin tók við 1959, réttara sagt eftir að höf- undur vísunnar hafði fengið sína fyrstu útborgun eftir stjórnar- skiptin, en Viðreisn byrjaði á því að lækka launin. Ekki á loforð er hún spör, íhaldshlaðin kaunum. Kratastjórnarfingraför finn ég á mínum launum. (Kristján Eyfjörð Guðmundsson) Hillupósturinn Skömmu eftir kosningar barst inn á ritstjórn vísnabók í fjölrit- uðu formi mefkt Hillupósturinn 18. apríl 1991. Ritstjóri var sagður óþekktur. I kverinu er fjöldi kviðlinga um kosningarnar og stjórnarmyndunina. Höfundur segist hafa haft sam- band við Davið Oddsson á beinni línu DV með þessari vísu: Attu við því eitthvert svar til andstæðinga þinna að stefnu sem að samþykkt var sé nú hvergi að finna? Svaraði Davíð því til að sú stefna væri alls ekki týnd. Halldór Blöndal varð útstrikunar- kóngur kosninganna: Margirþola sorg og sút, samt afþráa tóra. Hvenær strika þeir alveg út aumingjann hann Dóra. Og svo fóru stjórnarmyndunar- viðræður í gang: Tæpt skal spáð I tapað spil, tel þó lítinn gróða. Farin burt og Fjandans til félagshyggjan góða. „Enginn veit hvað undir annars stakki býr" er gamall íslenskur málsháttur, en nútímakratar munu þó a.m.k. sumir vilja hafa málsháttinn svona: „Enginn veit hvað undir annars hatti býr.“ Og að lokum var Viðeyjarskotta mynduð þriðjudaginn 30. apríl. Sumarveðrið ágætt er, árdagsmorgunn fagur. Samt erþetta, sýnist mér, svartur þriðjudagur. Handsalið lítils virði Það hefur vakið athygli hversu óstinnt Karl Steinar Guðnason tók það upp að fá ekki félags- málaráðuneytið. Ástæðan mun vera sú að Jón Baldvin Hanni- balsson hafði handsalað Karli Steinari ráðherrastólinn og þar sem Karl Steinar taldj handsajið einhvers virði tilkynnti hann ijöl- skyldu sinni og nánustu sam- starfsmönnum á Reykjanesi að hann væri á leiðinni í ráðuneyt- ið. Svo setti Jóhanna Jóni Bald- vini stólinn fyrir dyrnar og þar með varð handsalið einskis virði og því fór sem fór... RÚSÍNAN Eitt lítið kröfuspjald Það var eitthvað verið að tala um það á dögunum, að það hefðu verið fá kröfuspjöld í göngunni hér í Reykjavík fyrsta maí. Fleira fólk en menn áttu von á, en mun færri kröfuspjöld. Kannski vita allir svo vel nú orðið hvað þeir vilja að þeir þurfa ekki kröfuspjöld. Hver veit. En hvað sem því líður: Þessi erindreki yngstu kynslóðar í göngunni, sem myndin sýnir, hann hélt samt á kröfuspjaldi sem bar hærra en mörg önnur. Enda situr hann í góðum og öruggum sessi, eins og hver maður getur séð. A spjaldinu stendur: Eg vil mömmu heim á daginn. Við skiljum þessa kröfu auðvitað mætavel áður en við forum að hugsa um hana; hvaða lítið bam er ekki á sama máli? En ef við nú setjum þetta spjald í breitt pólitískt, félagslegt og kvennasögulegt samhengi, hvað eigum við að segja um það? Einhvemtíma hefði því verið haldið fram að hér færi lævís ihalds- og karlaáróður. Það auma og karlrembda lið vildi náttúrlega geyma konumar heima svo þær fengju ekki félagsskap og eigin tekjur og þroska, heldur himdu yflr bleyjum og skúringum. Og hefðu nú brugðið á það lúalega ráð að beita fyrir sig litlu bami sem í sakleysi sínu vildi mömmu heim. En svo er á hitt að líta að allt er á hverfanda hveli og þar með mögu- leikamir á því að túlka þetta kröfuspjald sem lítið bam heldur á þann fyrsta maí. Þetta spjald getur allt eins verið framsækin krafa í anda nýbylgju í kvennahreyfingu. Bylgju sem segir, að ekki hafi konur erindi sem erfiði út á karlstýrða vinnustaði með allri þeirra samkeppni og puði og áreitni og öðm böli. Konur eigi fyrst og fremst að vera mæður og slá vörð um kómna, þar sem móðir og bam búa saman í orðlausri alsælu. Þar sem þeim líður vel eins og í Paradís áður en höggormurinn, það er að segja karlfjandinn, braust þar inn að tmfla sæluna og heimta einstefnutíma og rökvísi og tungumál og margt annað vont. \ Það era reyndar til miklu fleiri möguleikar á því að túlka spjaldið, síst skulum við neita því. Vesgú næsti... Ef satt skal segja, hefði ég ekki úthald til að sinna börnunum og heimilinu ef ég hefði ekki aðstöðu til að hvíla mig á hvorutvegaja í vinnunni!- Ég vil fá sódavatn I drykkinn minn! Geimfarabúningurinn þinn skal ekki Þetta er A 9« I Þú ert sá eini sem ég þekki meö góða hliö sem hættir til að vera óþekk. Hann gat aðeins verið fullkomleaa aóður sem Imyndun. Sem manneskju langaði hann til berja mig í spað. Sem betur fór breyttist hann í draug á réttu andartaki.í Nú verðurðu auðvitað að gera heima verkefnin þín sjálfur. Veistu hvað, nú þegar rnín góða hlið er ekki lengur af holdi og blóði finnst mér mun auðveldara að hunsa þau. Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.