Þjóðviljinn - 07.05.1991, Síða 8

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Síða 8
ít Þeir sem unniö hafa aö undirbúningi Kópavogsvikunnar, kynna hér þaö sem fram fer ( Kópavoginum næstu viku. Mynd: Kristinn. Sérstök Kópavogsvika á 36 ára afrnæli bæjarins Næstu vikuna gengst Kópavogsbær, atvinnumálanefnd bæjarins og Iðnþróunarfélag Kópavogs fyrir sérstakri Kópavogsviku. Hefst hún formlega í dag og verður há- punktur hennar sérstök sýning í Iþróttahúsinu Digranesi sem hlotið hefur nafnið KÓPUR ‘91. Sýningin verður opnuð á afmælisdegi kaupstaðarins, laugardaginn 11. maí, en þá verður Kópavogsbær 36 ára. Bæjarstjórinn í Kópavogi, Sig- urður Geirdal, setur Kópavogsvik- una í dag kl. 13.00 í bókasafni bæj- arins að Fannborg 3-5. Þar verður um leið opnuð myndlistarsýning og kórar í bænum munu syngja. Klukkan 16. á miðvikudaginn verður kynningarfundur um skipu- lag Kópavogsdalsins í Félagsheim- ili Kópavogs. Kópavogsdalurinn verður aðaluppbyggingarsvæði bæjarins á næstu árum. Þar er gert ráð fyrir stórmarkaði, miklu íþróttasvæði, og grænt svæði verð- ur um hann miðjan svo lækurinn geti fengið að njóta sín til fulln- ustu. Gert er ráð fyrir því í skipu- laginu að Baháíar reisi stórt til- beiðsluhús í sunnanverðum daln- um, en þar eiga Baháíar þriggja hektara landskika. Fimmtudaginn 9. maí, á upps- tigningardag, verður ýmislegt gert fyrir bömin í Kópavoginum, má þar nefna hjólreiðaferð og sigling- ar. A laugardag verður opnuð sýn- ingin KÓPUR ‘91 í íþróttahúsinu Digranesi eins og áður hefur verið sagt. Menntaskólanemar í Kópa- vogi kynna skólann sinn ásamt könnun sem þeir hafa unnið að í vetur um Qölskyldu og neyslumál. Margt athyglisvert kemur fram í þessari könnun, og greinilegt er að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi hafi lagt metnað í verk- ið. Forseti Islands kemur á sýning- una kl. 13.30 á laugardaginn og af- hendir verðlaun sem þar verða veitt. Fóstrur fagna leik' skólanum Á þriðja vorfundj full- trúaráðs Fóstrufélags íslands sem haldinn var 27. apríl sl., fögnuðu fóstrur því að ný leikskólalög hafi verið sam- þykkt, og telja að um sé að ræða timamótalög sem hvergi eigi sér hiiðstæðu. A fúndinum kom fram að með þessu hafi íslensk stjóm- völd skipað sér í fremstu röð meðal þjóða hvað varðar upp- eldi og menntun yngstu bam- anna. Lögin skilgreina ieik- skólann sem sérstakt skólastig fyrir öll böm og þar með hluta af menntakerfi þjóðarinnar. Fóstrur vilja meina að leik- skólinn sé fyrsti skóli bamsins og að lögin undirstriki það menntunarlega hlutverk hans. „Með menntun er átt við upp- eldi, umönnun, þjálfun og kennslu sem á leikskólanum fer ftam gegnum leik. Ennfremur lýsti fundurinn yfir ánægju sinni með þróunarsjóð leik- skóla og rétt leikskólabama til sérstakrar aðstoðar og þjálfún- ar. í lokin benti fundurinn á að forsenda árangursríks leik- skólastarfs sé að fá fleiri fóstr- ur til starfa, og að stjómvöld verði nú að gera stórátak í menntunarmálum fóstra og launakjörum þeirra. -sþ Nýtt uppgjör í sjávar- útvegi Svo kann að fara að árs- reikningar sjávarútvegsfyrir- tækja verði í framtíðinni miðaðir við 1. september ár hvert í stað áramóta eins og nú er. Þetta kom fram hjá Áma Benediktssyni framkvæmda- stjóra á sameiginlegum fundi íslenskra sjávarafurða hf. með dótturfyrirtækjum þess á dög- unum. Ástæður þessara breyt- inga em einkum þær að sam- kvæmt lögum um stjóm fisk- veiða hefst nýtt fiskveiðiár 1. september og því þykir mörg- um skynsamlegt að miða upp- gjör sjávarútvegsfyrirtækja við þann tíma. Jafúframt er minna að gera hjá endurskoðendum á þessum árstíma en alla jafna og því ætti þessi breyting, ef af verður, einnig að koma þeim til góða. -grh Nína hlaut 15. sætið Lagið Nína eftir Eyjólf Kristjánsson lenti í fimmt- ánda sæti af tuttugu og tveimur í söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fór á Ítalíu á laugardag. Það er næstbesti árangur ís- lendinga til þessa. Það vom hinsvegar Sviar sem vom úrskurðaðir sigurveg- arar keppninnar eftir að ljóst var að þeir höfðu fengið jafn mörg stig og Frakkar. Sá úr- skurður byggist á því að Svíar fengu oftar fullt hús stiga en Frakkamir. Samkvæmt því verður næsta keppni haldin í Svíþjóð að ári. -grh -sþ Drýpur smjör af hverjum ugga Forystumenn sjávarútvegsfyrirtækja hafa að undanförnu ekki farið dult með ánægju sína yfir afkomuna á síðasta ári. Víðast hvar hefur hún aldrei verið betri og hagnaður fyrir- tækjanna umtalsverður, þó afkoman milli hinna einstöku vinnslugreina hafi verið mis- jöfn. Hagnaður í frystingu en tap í rækju, svo dæmi sé nefnt. Til að mynda var heildar- hagnaður Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna samkvæmt samstæðuuppgjöri 302 miljónum króna, en var 70 miljónir árið 1989. Hjá sjávarútvegsfyrirtækjum Sambandsins var hagnaðurinn um 270 miljónir króna, rúmar 190 miljónir hjá Granda hf., 185 miljónir hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, 94 miljónir króna hjá Skagstrendingi og svo mætti Iengi telja. Það má því ætla að þessi undirstöðuatvinnugrein landsmanna sé bærilega í stakk búin til að koma til móts við hógværar kröfur fiskvinnslufólks um betri kjör, þegar sest verður að samninga- borðinu í haust. Það getur þó verið sýnd veiði en ekki gefin, í Ijósi yfirlýsinga frá Samtökum fiskvinnslustöðva þess efnis, að góðærið hafi að mestu farið til sjómanna í formi hækkaðs fisk- Á haustdögum 1988 var eiginfjárhlutfall sjávarút- vegsfyrirtækja að engu orðið verðs og því þoli vinnslan engar ffekari kostn- aðarhækkanir miðað við núverandi stöðu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fiskifélagi íslands hef- ur fiskverðshækkun frá meðalverði ársins 1989 til október i fyrra numið 42,4%. Að mati Sam- taka fiskvinnslustöðva má hins vegar gera ráð fyrir því að fiskverð sé um þessar mundir allt að 50% hærra en það var að meðaltali á árinu 1989. Á sama tíma hafa laun í fiskvinnslu að- eins hækkað um 16%. Það er því ekki að ófyrir- synju að fiskvinnslumenn hafi slæma samvisku og viti uppá sig skömmina þegar þeir viður- kenna að hin góðu rekstrarskilyrði sjávarút- vegsins hafa hvorki komið þeim né verkafólki til góða, heldur fyrst og fremst bætt kjör sjó- manna og útgerðar. Það sem meira er: Þeir við- urkenna að þessar launahækkanir til sjómanna umfram hækkanir til annarra launamanna munu hafa þær afieiðingar að verkalýðshreyfmgin muni óhjákvæmilega gera tilkall til meiri hækk- ana í komandi kjarasamningum en ella hefði orðið. Að hinu leytinu er ekkert nema gott um það að segja að kjör sjómanna og útgerðar hafi batnað, en það kann ekki góðri lukku að stýra þegar launamunur á milli starfstétta í fiskiðnaði verður alltaf meiri og meiri. Sérstaklega þegar það er haft í huga að verðmætasköpun í sjávar- útvegi er samspil þeirra sem sjóinn stunda og þeirra sem vinna að framleiðslunni í landi. Það má því búast við því að fiskvinnslufólk muni ekki una því að verða skilið eftir, enn eina ferð- ina, þegar kemur að samningum í haust og krefjast síns hlutar af því góðæri sem það hefur skapað með vinnu sinni. Sé litið á afkomu stærstu sjávarútvegsfyrir- tækjanna kemur í ljós að ytri sem innri aðstæð- ur í þeirra rekstrarumhverfi hefur verið einkar hagstæðar á síðasta ári. Þar skiptir mestu að viðreisn efnahagslífsins sem hófst á haustdög- um 1988, eftir viðskilnað Sjálfstæðisflokksins, hefur skilað þeim árangri sem stefnt var að. Með víðtækum skuldbreytingum sem þáverandi rikisstjóm stóð að, ásamt nauðsynlegri hagræð- ingu innan atvinnugreinarinnar og hófsömum kjarasamningum í ársbyrjun 1990, eru þeir homsteinar sem núverandi staða byggist á. Það vill nefnilega ofl gleymast að þegar vinstri stjómin tók við á haustdögum 1988 var eigin- fjárstaða útfiutningsfyrirtækja nánast að engu orðin vegna fastgengisstefnu Sjálfstæðisfiokks- ins. Ef ekki hefði komið til víðtækrar skuld- breytingar á lánum og öðm, hefðu mörg þeirra ekki átt Ianga lífdaga fyrir höndum. Afieiðingin hefði orðið hrunadans atvinnulífsins með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir byggðir landsins þegar hver burðarásinn á fætur öðmm hefði orðið að leggja upp laupana. Þess í stað var þróuninni snúið við með markvissum aðgerðum sem stuðluðu að lækkun vaxta, stöðugleika í efnahagslífinu, en ekki síst að það tókst að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu. Á aðalfundum sjávarútvegsfyrirtækja hafa forráðamenn þeirra lýst þessum þáttum sem algjömm forsendum fyrir þeim árangri sem náðst hefur. Hvort núverandi stjómvöldum tekst að feta í fótspor fyrri valdhafa hvað þetta varð- ar, skal ósagt látið, en óneitanlega em blikur á lofti þegar eitt fyrsta verk þeirra er að hækka vexti. Að auki hefúr það líka haft umtalsverð áhrif á afkomu síðasta árs að afúrðaverð hækk- aði vemlega á erlendum mörkuðum ásamt hag- stæðari þróun gengismála. Ekki er þó búist við að afurðaverð eigi eftir að hækka mikið meir en orðið er, og því hafa forráðamenn í sjávarútvegi lagt þunga áherslu á það að varðveita verði þann stöðugleika sem náðst hefúr í efnahagsmálunum. Ekki sé við því að búast að hægt verði að mæta innlendum kostnaðarhækkunum með hækkuðu afurða- verði. Þó ekki komi til ffekari hækkana á afúrð- um er fátt eitt sem bendir til þess, að það eigi eftir að lækka. Framboð á sjávarafúrðum er víð- ast hvar minna en eftirspumin og ekki líklegt að þeirri þörf verði fullnægt í bráð vegna ástands fiskistofna. Að hinu leytinu em sjávarútvegs- menn ekki ginnkeyptir fyrir því að reyna að þrýsta verðinu enn hærra, og í því sambandi hræða sporin ffá 1987. Þá reyndist kappið meira en forsjáin með þeim afieiðingum að sjávaraf- urðir urðu hreinlega of dýrar miðað við kaup- ✓ A sama tíma og fiskverð hefur hækkað um 50% hafa laun fiskvinnslufólks hækkað um 16% getu ncytenda og í verðsamanburði við aðrar af- urðir. Þar sem ekki em sjáanlegar neinar gmnd- vallarbreytingar á núverandi skipan í fiskveiði- stjómun má fastlega reikna með því að kvóti haldi áfram að safnast á færri hendur. Áfram verður haldið á þeirri braut að hagræða í rekstri fyrirtækja og sameina þau í stærri rekstrarein- ingar og reynt eftir föngum að fækka fiskiskip- um. Afieiðingamar af þessu verða óhjákvæmi- lega þær að byggð mun þéttast og aðrar heltast úr lestinni. Fiskverð mun taka æ meira mið af marksverði og Iágmarksverð að hætti Verðlags- ráðs sjávarútvegsins mun brátt heyra sögunni til. Það er þvi ekki að ófyrirsynju að Ami Bene- diktsson framkvæmdastjóri hjá Islenskum sjáv- arafurðum hf. brýndi það fyrir sínum mönnum á dögunum að þau fyrirtæki sem yrðu á mistök myndu detta út af landakortinu. Menn yrðu að treysta á sjálfa sig og getu sinna fyrirtækja, en ekki stjómvöld. -grh ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.