Þjóðviljinn - 07.05.1991, Page 7

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Page 7
Fméttir Tollfrelsi fyrir fisk og óskert fiskimið skilyrði EES-samninga S ríkisstjórnarfundi sl. sunnudag var samþykkt að fulltrúar Aíslands í EES—samningunum tækju að nýju fullan þátt í samningaviðræðunum um evrópskt efnahagssvæði, en Hannes Hafstein, fastafulltrúi íslands í viðræðunum hætti þátttðku í þeim rétt fyrir stjórnarskiptin í síðustu viku í mótmælaskyni við tregðu EB við að leggja fram viðunandi tilboð um tollfrjáls viðskipti með fískafurðir. I samþykkt ríkisstjómarinnar kemur fram að sú stefna er óbreytt frá fyrri ríkisstjóm, að skipti á toll- fijálsum aðgangi fískaftirða og veiðiheimildum í íslenskri fisk- veiðilögsögu komi ekki til greina, en það heíúr verið hin opinbera krafa EB til þessa. Segir í yfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar að slík skipti myndu skapa óeðlilegt óhag- ræði í samninginn fyrir Island, auk þess sem fiskimiðin væm þegar fullnýtt og íslandi bæri lagaleg skylda til þess samkvæmt alþjóða- lögum að sjá til þess að ekki verði of nærri auðlindum sjávar gengið innan íslenskrar efnahagslögsögu. Ríkisstjómin ítrekar í yfirlýs- ingu sinni að af Islands hálfu geti EES-samningurinn hvorki talist viðunandi né í jafhvægi, nema toll- ar falli niður af íslenskum sjávaraf- urðum til mótvægis við ffekari opnun íslensks markaðar fyrir iðn- vaming, þjónustustarfsemi og viss- ar tegundir suðrænna landbúnaðar- afurða frá öðmm rikjum innan svæðisins. Er jafnframt minnt á að íslenskur sjávarútvegur þurfi nú að keppa á útflutningsmarkaði við sjávarútveg sem nýtur opinberra styrkja. Jón Baldvin Hannibalsson sagði í gær að aukins skilnings gætti nú innan EB á röksemdum Islands í þessu mali. Þannig hefði utanrikisráðherra Italíu meðal ann- ars heitið því í opinberri heimsókn sinni hingað um síðustu helgi, að hafa milligöngu um að skýra okkar málstað gagnvart Spánverjum, sem staðið hafa fastast_ á kröfúnni um veiðiheimildir við ísland. Annað óútkljáð mál í samn- ingnum er stofnun þróunarsjóðs fyrir vanþróuð svæði innan EES. Sagði Jón Baldvin að hugsanlegt fraimlag íslands í slíkan sjóð myndi ákvarðast af þeim kjörum sem við fengjum fyrir sjávarafúrðir okkar innan EB, þar sem gengið yrði út ffá að jafúvægi ríkti á hagræði því sem aðilar hefðu af samningnum. Framhald samningaviðræðn- anna mun ráðast af niðurstöðu ráð- hcrrafúndar EB í Brussel næst- komandi mánudag. -ólg. Fiskvinnslan undrandi á afstöðu Þorsteins Sú afstaða Þorsteins Páls- sonar sjávarútvegsráð- herra að flýta sér hægt í endurskoðun á Verðjöfn- unarsjóði sjávarútvegsins hefur komið flatt upp á marga fískvinnslumenn. Sérstaklega í Ijósi þess að í kosningabarátt- unni lofaði hann að leggja sjóð- inn niður, ef sjálfstæðismenn kæmust til valda. Arthúr Bogason saltfiskverk- andi í Vestmannaeyjum segist vera mjög undrandi á þessum ummæl- um sem höfð hafa verið eftir sjáv- arútvegsráðherra varðandi Verð- jöfnunarsjóðinn. Hann segist ekki vera farinn að trúa því ennþá að Þorsteinn ætli sér ekki að standa við fyrri yfírlýsingar sínar úr nýaf- staðinni kosningabaráttu, þegar hann er orðinn sjávarútvegsráð- herra. Amar Sigurmundsson formað- ur Samtaka fiskvinnslustöðva og fimmti maður á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi segir að afstaða fisk- vinnslumanna til sjóðsins sé skýr og afdráttarlaus. Hann ber að leggja niður og þess í stað eigi fyr- irtækin sjálf að bera ábyrgð á greiðslum í eigin sveiflujöfnunar- sjóði til að eiga til mögru áranna. Hann sagði jafnframt að fisk- vinnslumenn myndu þrýsta á það við ráðherra að sjóðurinn yrði lagður niður. Að undirlagi hagsmunanefndar Sölusambands íslenskra fiskffam- leiðenda, SÍF, var ráðist í söfnun undirskriftalista meðal fískvinnslu- manna, þar sem skorað er á ráð- herra að leggja sjóðinn niður. Söfnunin hefur gengið vel og er ætlunin að afhenda sjávarútvegs- ráðherra listana á morgun, mið- vikudag, þegar aðalfundur SIF verður haldinn. Inngreiðslur í Verðjöfunarsjóð- inn nema samtals um einum mil- jarði króna, en byijað var að greiða í hann í ágúst í fyrra. Þá var fyrst greitt 1% af fob-skilaverði, en 5% um þessar mundir. -grh Næsta verkefni Jóns Kr. Gislasonar fyririiöa er væntanlega aö leiöa fslenska liðið til sigurs í Evrópukeppni smáþjóða sem hefst um miðjan mánuðinn. Mynd: Kristinn. Von- brigði í körfunni íslenska landsliðið í körfu- bolta lenti í fjórða sæti í for- keppni A- riðils í Evrópumeist- aramótinu sem lauk í Laugar- dalshöll á sunnudag og kemst því ekki áfram í úrslita- keppnina. Sigurvegarar riðilsins voru hinsvegar landslið Danmerkur og Portúgals. Finnar urðu í þriðja sæti, en Norðmenn ráku lestina. Vonbrigði íslensku leikmannanna voru að vonum mikil, og ekki bætti það úr skák að ná ekki að knýja ffam sigur gegn Finnum í síðasta leiknum. Miklar væntingar höfðu verið gerðar til íslenska liðsins fyrir mótið og var talið að úrslitaleikur mótsins yrði á milli Finna og íslendinga. Það fór á annan veg, og lágu úrslit þess nán- ast fyrir þegar Portúgalar unnu sannfærandi sigur á Norðmönnum í sínum síðasta leik og tryggðu sér þar með farseðilinn i úrslitakeppn- ina. Stigahæstur keppenda varð Norðmaðurinn T. Bryn sem skor- aði alls 101 stig, en stigahæsti ís- lendingurinn varð G. Bragason, Grindavík, með 56 stig. -grh Vextir bankavíxla lægri en vextir ríkisvíxla Forvextir ríkisvíxla voru hækkaðir í 14,5 prósent í gær og hafa ekki verið hærri síðan í febrúar 1990. Um síðastliðin ára- mót hækkuðu forvextirnir um eitt prósentustig og hafa þvi ekki hækkað í fjóra mánuði. Vextir á bankavíxlum lækkuðu hinsvegar í gær og á fostudag. Þannig lækkaði Verðbréfadeild ís- landsbanka vextina úr 14,75-16,0 prósent vöxtum eftir lengd í 12,75- 14,0 prósent. Landsbréf hf. lækk- uðu sína vexti á bankavíxlum í gær úr 14,5-16,0 prósentum í 15 pró- sent óháð lengd. En bæði banka- og ríkisvíxlar fást frá 45 dögum uppí 120 daga. Þar með eru vextimir hjá Is- landsbanka orðnir lægri á banka- víxlum heldur en á rikisvíxlum. En þar sem rikisvíxlar em tryggari pappír en bankavíxlar væri eðli- legra að vextir ríkisvíxlanna væm lægri en bankavíxlanna. Helsta ástæða vaxtalækkunar bankanna Á Knuritinu sjást hverjir forvextir rfkisvíxla hafa verið sfðastliðin tvö ár. Vextimir voru lægstir I september á sfðasta ári, en eru nú jafnhair og á fyrrihluta sfðasta árs. Hæstir urðu vextimir f júnf fyrir tveimur árum. nú er spá Seðlabanka Islands um að verðbólga verði með lægra móti næstu tvo mánuði, en fari svo hækkandi eftir það. Friðrik Sophusson fjánnálaráð- herra sagði að timasetning á hækk- un ríkisins væri ekki röng vegna þess einfaldalega að ríkið ætti ekki annarra kosta völ. Hann sagði að ekki væri endalaust hægt að hlaða upp skuldum hjá Seðlabanka ís- lands og hækkunin miðaðist við að að ríkið þyrfli að ná til sín fjár- magni. „Við verðum að sýna bönk- unum, og til dæmis lífeyrissjóðun- um, að við ætlum okkur að fjár- magna hallann fremur með inn- lendum spamaði heldur en með yf- irdrætti hjá Seðlabankanum sem í raun er ekkert annað en seðiaprent- un eða erlend lántaka," sagði Frið- rik, en hann telur að jafnvel sé of seint gripið inn i dæmið nú. Pétur Kristinsson fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa sagði að þeir hefðu misst hlutdeild i markaðnum fyrstu mánuði ársins þar sem um áramót hefðu um átta miljarðar króna ver- ið bundnar í ríkisbréfúm, en að það væri nú um fímm miljarðar króna. Þannig hefúr innlausn bréfa verið um 3 miljörðum krónum meiri heldur en salan á þeim. Pétur sagði að ekki hefði verið hægt að keppa við bankana sem hefðu boðið bankavíxla með vexti allt að 17 prósentum. Þá sagði hann að það tæki langan tíma að vinna upp markað- inn, því þeir sem hefðu átt spamað fyrir í ríkisbréfúm væru nú búnir að koma þeim spamaði fyrir ann- arsstaðar. Einnig hefúr lítið selst af spari- skírteinum ríkissjóðs, nema hvað ekki hefúr dregið úr áskriftum, en áskrifendur em nú um 15 þúsund talsins. Stóm kaupendumir hafa haldið að sér höndum þar sem vextir á spariskirteinunum em 6,0-6,6 pró- sent sem er mun minna en til dæm- is 8,4 prósent raunávöxtun hús- bréfa. Fjármálaráðherra sagðist ekki geta sagt til um hvenær vextir á spariskirteinum yrðu hækkaðir, en það er ljóst að allt stefnir í hækkun. Þá er ljóst að almennir vextir bankanna munu hækka einhver tíma í mánuðinum á einum af þrem vaxtadögum þ.e. 10., 20. eða 30. maí. Valur Valsson bankastjóri ís- landsbanka sagði að hækkun væri líkleg, en að ekki væri hægt að segja hve mikil hækkunin yrði annað en að hún yrði í takt við það sem ríkið er að gera. -gpm Síða 7 <1 tjOlrt ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 7. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.