Þjóðviljinn - 07.05.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 07.05.1991, Síða 16
Kostnaður við sýningarskál- ann í Sevilla hefur tvöfaldast Boltinn er hjá forsætisráðherra núna, sagði Helgi Pétursson starfsmaður undirbúningsnefndar um þátttöku Islendinga í heimssýningunni í SeviIIa á Spáni, sem hefst í apríl á næsta ári. Einsog kunnugt er ákváðu íslendingar að taka ekki þátt í sýningunni vegna kostnaðar við að reisa sýningarskálann, sem hannaður er af Guðmundi Jónssyni arkitekt. Kostnað- aráætlun hljóðaði upp á 100 miljónir króna fyrir ári, en samkvæmt heimildum Þjóðviljans mun sú tala hafa um það bil tvöfaldast þegar nefndarmenn fóru ofan í saumana á dæminu. Eftir að norski skipakóngurinn Kloster bauðst til að leggja 100 miliónir íslenskra króna í púkkið endurskoðaði Steingrímur Her- mannsson, þáverandi forsætisráð- herra, afstöðu ríkisstjómarinnar og gekk rikissjóður í ábyrgð fyrir 150 miljónum króna, en Kloster hafði skilyrt boð sitt því. Steingrímur stofnaði síðan nefnd til þess að undirbúa og kanna kostnað við þátttöku Islend- inga. Nefndin skilaði fyrstu niður- stöðum sínum á, fostudag til Dav- íðs Oddssonar. I nefndarálitinu er lagt til að Islendingar taki þátt í sýningunni, því þegar sé búið að hætta við að hætta og því erfitt að hringla meira með það. Nefndin bendir á tvær leiðir. I fyrsta lagi að skáli Guðmundar verði reistur einsog upphaflega var gert ráð fyrir. Ljóst er þó að hann mun kosta mun meira en upphaf- lega var ráðgert og munar þar mest um að ýmis fastur kostnaður á byggingarstaðnum, lóðargjald, lagnir o.fl var ekki tekið ínn í kostnaðaráætlunina. „Upphaflega áætlunin var bara beinn kostnaður af byggingunni og það er ljóst að endanlegur kostnað- ur verður mun hærri,“ sagði Helgi Pétursson, en vildi ekki greina nánar frá því hver hann yrði. Þjóð- viljinn hefúr heimildir fyrir því að sú kostnaðarhækkun sé nærri hundrað miljónum króna. Þá er eft- ir allur annar kostnaður, við rekstur skálans, starfsfólk á staðnum, heimsóknir íslenskra listamanna o.s.frv. Ekki er þó búist við að rik- issjóður beri allan þennan kostnað, því reynt verður að fá styrktaraðila til að taka þátt í dæminu. Hin leiðin sem nefndin bendir á, er að reistur verði ódýrari skáli á sýningarstaðnum. Ekki er þó vitað hvort norski skipakóngurmn mun styrkja það, því óljóst er hvort hann með framlagi sínu er að styrkja byggingu hússins eða hug- myndina um skálann sem miðstöð umhverfisvemdar á heimssýning- unni. En hvenær er búist við svari ffá forsætisráðherra? „Svarið verður helst að koma f dag,“ sagði Helgi í gær. „Við emm að fálla á tíma. Þetta verður víst unnið með þessu venjulega ís- lenska lagi. Allt á síðustu stundu.“ -Sáf Dagsbrún og Iðja vara við vaxtahækkunum Síðustu daga hafa ýmis verkalýðsfélög sent frá sér ályktanir um kjara- mál. Þau leggja áherslu á kjarabætur til þeirra sem Iægst hafa launin, vara við vaxtahækkunum og vilja að skattkerfisbreytingar þær sem allir stjórnmálaflokkar lofuðu í kosningabaráttunni verði efndar. Stjórn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar sendi frá sér ályktun sem samþykkt var á stjómarfundi félagsins 3. maí sl. Þar segir t.d. að stjómin lýsi yfir furðu sinni á um- mælum forstjóra Landsvirkjunar um fyrirhugaða hækkun á raf- magnsverði. Einnig kemur eflirfar- andi ffam í ályktuninni: „Jaffiframt lýsir fúndurinn furðu sinni á þeim ummælum forsætisráðherra og ýmissa helstu,framámanna í pen- mgamálum á íslandi þar sem þeir boða almennar vaxtahækkanir. Vaxtahækkanir fara beint út í verð- lag og koma fram í hækkuðp vöm- verði," segir í ályktuninni. I álykt- uninni kemur og ffam: „Dagsbrún vill minna á, að þessir sömu menn hafa verið að boða stöðugleika í þjóðfélaginu, en í hinu orðinu eru þeir að boða verðhækkanir. Hvert fyrirtækið af öðru hefur verið að birta reikninga sína og arð sem þeir munu greiða af miklum hagnaði fyrirtækjanna. A sama tíma dynja verðhækkunarhótanir yfir ffá valdsmönnum þjóðarinnar. Linni ekki slikum hótunum valds- manna er komið að Dagsbrún að tilkynna hækkanir á kauptöxtum sínu,m.“ I lok ályktunarinnar segir að Dagsbrún og önnur verkalýðsfélög hafi staðið við það samkomulag sem gert var til að viðhalda stöð- ugleika í þjóðfélaginu. Stjórn Dagsbrúnar endar ályktun sína með þessum orðum: „Eigi nú að dynja verðhækkanir yfir almenning hafa þeir svikið gert samkomulag við verkalýðsfélögin og verða sjálfir að taka afleiðingum þeirra gjörða sinna.“ Aðalfundur Iðju félags verk- smiðjufólks sem haldinn var 28. april sl. leggur áherslu á að í kom- andi samningum verði á raunhæfan hátt samið um kjarabætur til þeirra sem lægst hafa launin. Þetta vill Iðjufólk að verði gert með breyt- ingum á skattkerfinu. I þessu sam- bandi segja Iðjumenn: „Breyta þarf staðgreiðsluskattkerfinu í þá veru að þeir sem há laun hafa borgi hærri prósentu af sínum launum til sameiginlegra þarfa. Auk þess sem að skattleysismörk verði færð upp. Virðisaukaskatt verður að lækka á öllum nauðsynjum þannig að hann verði ekki hærri en 10 prósent.“ Iðja segir í ályktun sinni að síðustu kjarasamningar hafi stuðl- að að auknu jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar. Tekist hafi að ná verðbólgunni niður, en Iðju- menn vilja gera betur, þeir segja: „Gera verður þá kröfu til stjóm- valda að nú þegar verði tekið á vaxtaokri og bankar og fjármagns- markaðir verði knúðir til að koma á hóflegu vaxtastigi. Taka skal upp skatt á óhóflegar Ijármagnstekjur,“ segir i ályktuninni. Iðjufólk bendir á að framundan séu kjarasamningar og að í þeím samningum verði að semja um kaupmáttartap síðustu ára. Aðal- fundur lðju skorar á öll samtök launafólks að sameinast um þá kröfu. -sþ Ný brú yfir Dýrafjörð Sunnudagurinn 5. maí verður sjálfsagt lengi í minnum hafður hjá Dýr- firðingum. Hver sem vett- lingi gat valdið mætti til jna því að tuttugu ára bar- áttumáli þeirra um að fjörðurinn yrði brúaður var komið í höfn. Bygging nýju brúarinnar verður til þess, að öll samskipti milli fólks í Mýrarhreppi og á Þing- eyri ætti að verða snöggtum auð- veldari. Verktakafyrirtækin, Suðurverk hf. og Klæðning hf, hófu fram- kvæmdir við brúna snemma síðasta vor og eru þau nú búin að brúa íjörðinn. En þó svo fjörðurinn sé nú brúaður eru mörg handtökin eft- ir, þannig að umferð um brúna verður,ekki leyfð fyrr en næsta haust. Áætlað er að verkið fullfrá- gengið muni kosta um 300 miljónir króna. Að sögn Bergþóru Annasdóttur oddvita Þingeyrarhrepps, mun þessi brú skipta Dýrfirðinga af- skaplega miklu máli. - Þetta styttir Jeiðina fyrir okkur Þingeyringa til Isafjarðar um 13 km., en það er ekki bara þessi vegalengd sem kemur okkur best, heldur er vegur- inn sem hefur verið farinn hingað til mjög hættulegur, sérstaklega að Sföustu hlössunum sturtaö f nýju leiöina yfir Dýrafjörðinn. Mynd: Davfð. vetri til, sagði Bergþóra. Vcgurinn sem um ræðir er mjög snjóþungur, en einnig erþar yfir skriður að fara er nefnast Ofærur, þannig að hin nýja brú sem Dýrfirðingar koma senn til með að nota mun bæta ör- yggi þeirra til muna. Bergþóra sagði að með tilkomu nýrrar brúar væri nú möguleiki að samnýta heilsugæslu á Þingeyri og Flateyri. - Auk þess verður þetta mikill munur fyrir bömin okkar sem eru í skóla á Núpi. Hingað til hafa þau verið þar alfarið í heimavistarskóla og komið heim kannski örsjaldan á vetri. Nú sjáum við fram á að þau eti komið heim til sín jafnvel um veija helgi, sagði Bergþóra Ann- asdóttir. -sþ * I Islands frá því (fyn-a, krýnir arftaka lynd: E.ÓI. Reykjavíkurmær þótti regurst fljóða Svava Haraldsdóttir, 18 ára Reykjavíkurmær og feg- urðardrottning höfuð- borgarinnar, var aðfara- nótt sunnpdags krýnd feg- urðardrottning Islands. Sigrún Eva Kristinssdóttir frá Innri-Njarðvík og fegurðardrottn- ing Suðumesja varð í öðm sæti, en í því þriðja hafnaði Sólveig Krist- jánsdóttir, sem búsett er í Hafnar- firði. Stúlkumar átján sem um titlana kepptu völdu fegurðardrottningu Austurlands, Selmu Unnsteinsdótt- ur, vinsælustu stúlkuna. Besta ljós- myndafyrirsæta keppninnar var valin Telma Birgisdottir af Suður- nesjunum. BE \ AÐALFUNDUR RAUÐA KR0SS ISLANDS1991 Aðalfundur Rauða kross íslands verður haldinn í Hafnarfirði 7.-8. júní n.k. Fundurinn verður settur í Hafnarborg, Strandgötu 34 kl.,20.00 föstudaginn 7. júní. Dagskrá samkvæmt 16. gr. laga RKÍ. Stjðrn Rauða kross íslands. ■ , ■ (

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.