Þjóðviljinn - 14.05.1991, Síða 1
Heimir Pálsson vökvar listaverkið sem reyndist glaðlifandi. Mynd: Jim Smart.
Glaðlifandi listaverk blómstrar
t
:
Þetta er til marks um það
hvað íslensk bókaútgáfa er
glaðlifandi,“ sagði Heimir
Pálsson framkvæmdastjóri Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda,
um listaverk á skrifstofu fé-
lagsins, sem skyndilega tók upp
á því að blómstra.
Heimir sagði að þessi gripur
hefði verið búinn til í vetur til
þess að nota á bókasýningu í
Norræna húsinu. Gripurinn er úr
ösp sem fauk í óveðrinu í vetur
og var hannaður af auglýsinga-
stofu.
„Þegar gripurinn kom inn í
hitann tók drumburinn svona
rækilega við sér og fór að
blómstra. Öspin reyndist svona
lífseig. Það má því með sanni
segj að þetta sé lifandi listaverk,“
sagði Heimir.
-Sáf
Beðið með
aðgerðir
fram yfir
stefnuræðu
Davíðs
Allt bendir til þess að
ríkisstjórnin verði
ekki búin að koma
sér saman um efna-
hagsaðgerðir þegar
Davíð Oddsson forsætisráðherra
flytur stefnuræðu sína nk.
þriðjudag. Davíð sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær að tillögur
um aðgerðir í ríkisfjármálunum
yrðu ekki til fyrr en uppúr helg-
inni, en hann mun afhenda
stjórnarandstöðunni stefnuræð-
una á föstudag. Samkvæmt
lögum fær stjórnarandstaðan
viku til að kynna sér stefnuræðu
forsætisráðherra en samþykkti
nú nokkru styttri tíma.
Ríkisstjómin kom saman á
aukafundi á laugardaginn til að
ræða nkisljármálin og bar þar á
góma gjaldskrárhækkanir ríkisins
m.a. á áfengi og tóbaki, sölu ríkis-
íyrirtækja og hækkanir á vöxtum
húsnæðiskerfa ríkisins. Strax á
sunnudag boðaði ríkissljómin full-
trúa launafólks á sinn fund og mun
einnig ræða við vinnuveilcndur,
auk þess sem fyrirhugaðar eru við-
ræður embættismanna ráðuneyta
og aðila vinnumarkaðarins í vik-
unni. Litið nýtt kom fram á fundin-
um á sunnudag og samkvæmt
heimildum Þjóðviljans var sem
ríkisstjómin væri að þreifa fyrir sér
um hvar fyrirstaðan yrði mest í
launþegahreyfingunni. Engar hug-
myndir um aðgerðir voru lagðar
fram. I gær sagði fjármálaráðherra
að alls ekki væri víst að tillögur
um aðgerðir yrðu tilbúnar fyrir
stefnuræðuna í byrjun næstu viku.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra aftók ekki í gær að
vextir yrðu hækkaðir í húsnæðis-
kerfinu en sagði að cngar ákvarð-
anir hefðu verið tcknar í því sam-
bandi. „Það er þensla í þjóðfélag-
inu og á lánamarkaðnum og það
kemur allt til skoðunar í þessu
sambandi," sagði Jóhanna. Að-
spurð um hvort vaxlahækkun hefði
ekki geigvænleg áhrif fyrir al-
menning t.d. í húsbréfakerfinu, þar
sem vextir em mjög háir íýrir,
benti Jóhanna á vaxtabótakerfið og
að öllu máli skipti hvemig staðið
yrði að slíkri vaxtahækkun. En hún
endurtók að engin ákvörðun hefði
verið tekin um að hækka þessa
vexti og sagðist ekkert vita um
hvenær sú ákvörðun yrði tekin ef
afyrði.
I vor vom samþykkt lög sem
gera ríkinu kleift að hækka vexti á
lánum Húsnæðisstofnunar ríkisins
eflir 1984 þegar eigcndaskipti eiga
sér stað en ekki hefur heldur verið
tekin ákvörðun um að beita því
ákvæði.
Friðrik Sophusson ijámiálaráð-
herra sagði í gær að ekki yrði tekin
ákvörðun um hækkun á vöxtum
spariskírteina ríkisins fyrr en í
næstu viku en það hefur legið í
loftinu að vextir skírteinanna yrðu
hækkaðir töluvert til að seðja láns-
íjárþörf ríkisins að einhverju
marki.
Þannig er líklegt að vextimir
verði ekki hækkaðir fyrr en að lok-
inni stefnuræðunni í næstu viku.
Ljóst er að vextimir em á hraðri
uppleið eftir að ríkið hækkaði for-
vexti ríkisvíxla um 3,5 prósent fjn-
ir rúmri viku.
Næsti vaxtadagur bankanna er
21. maí og sagði Tryggvi Pálsson,
bankastjóri íslandsbanka, að vextir
verðtryggðra sem óverðtryggðra
lána og reikninga myndu þá að öll-
um líkindum hækka. Hann sagði
að raunvaxtahækkun væri þegar
orðin staðreynd og að bankamir
yrðu að taka afstöðu til þeirrar
staðreyndar. Bankaráð íslands-
banka kemur saman í vikunni og
mun þá verða tekin ákvörðun um
hve mikil hækkun vaxtanna verður.
-gpm
i
i
i