Þjóðviljinn - 14.05.1991, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 14.05.1991, Blaðsíða 6
Ertu byrjuð/byrjað- ur á garðverkun- um? agn verkakona: Nei, ég er ekki byrjuð og veit ekki hvort nokkuð verð- ur gert. Það er þó stefnan að gera eitthvað fyrir garð- inn í sumar. Hanne Ragnarsson, húsmóðir í bili: Já, þaö er allt í fullum gangi við að raka saman laufum og hreinsa til. Kjartan Jensson, skrifstofum. hjá Osta- og smjörsölunni: Já, í sumarbústaðnum. Það er byrjað á því að klippa runna og hlúa að. Jón Guðmundsson, kennari: Það fer að líða að því. Það er eftir að þökuleggja. Ann- ars bý ég í stærsta garði landsins, Hallormsstaða- skógi, og það liggur við að náttúran sjái bara um þetta sjálf. Vilhjálmur Baldursson, vélstjóri: Já, við erum búin að hreinsa draslið, klippa runn- ana og raka. Körfu- boltinn aldar' gamall I tilefni þess að í ár eru liðin eitt hundrað ár síðan byijað var að iðka körfubolta sem íþrótt, stendur al- þjóða körfuknattleikssambandið fyrir knattraki um allan heim með endastöð í Aþenu í Grikklandi þann 5. júní næstkomandi. Knattrakið í Evrópu fer þannig ffam að leið númer eitt bytjaði hér á landi, leið númer tvö hefst í Dublin, sú þriðja í Kaupmannahöfn og fjórða leiðin hefst svo á Gíbraltar. Það voru ungir og upprennandi körfú- knattleiksmenn í áttunda flokki IBK og Njarðvík sem hófú knattrakið ffá Lækjartorgi síðastliðinn sunnudag og röktu þeir knöttinn til Njarðvíkur þá um daginn. I gær var svo knötturinn rakinn þaðan og upp i Flug- leiðavél til Oslóar þar sem Norðmenn tóku síðan við boltanum. Það mun hafa verið Bandaríkjamaður sem fyrst hugkvæmdist að koma fyrir körfúhring á vegg sem knetti er kastað ofan í. Síðan þá hefur vegur íþróttar- innar farið vaxdandi og í þvi sambandi nægir að líta til þess sem hefúr verið að gerast i körfúboltanum hér á landi. Ohætt mun vera að fúllyrða að engin önnur íþrótt hefur notið eins mikilla vinsælda, og verið eins spennandi og körfúboltinn var hér á landi í vetur. Ef fer sem horfir þurfa körfúboltamenn ekki að kvíða framtíðinni, nema síður sé. grh Þó ekki sé keppt allajafna I körfubolta á sumrin er ekkert lát á iðkun hans úti við meðal unglinga og annarra yfir sumartimann. Mynd: Kristinn Knattspymufélagið Valur 80 ára Fjölmenni var samankomið á félagssvæði knattspyrnufélagsins Vals síðastliðinn laugardag þegar þess var minnst að áttatíu ár voru liðin frá því félagið var stofnað. En að stofnun þess stóðu eins og kunnugt er drengir innan raða KFUM og var helsti hvatamaður að stofnun félagsins Guðbjörn Guðmundsson prentari með fulltingi séra Friðriks Friðrikssonar. í tilefni dagsins var eitt fyrsta verk Valsmanna að leggja blóm að styttu séra Friðriks, jafnframt því sem efnt var til sérstaks hátíðar- fundar með stjómum deilda félags og fulltrúaráði þess þá um morg- uninn. A fundinum var samþykkt nýtt skipulag fyrir Hlíðarenda, auk þess sem Jóhannes Bergsteinsson var gerður að heiðursfélaga. Um miðjan daginn var svo efnt til minja- og sögusýningar í Vals- heimilinu þar sem jafnframt var boðið upp á afmæliskaffi og veit- ingar. Þá um kvöldið var svo hald- in afmælishátíð á Hótel Sögu þar sem Friðrik Sóphusson fjármála- ráðherra var veislustjóri. Af einstökum atburðum í sögu félagsins eru kaupin á lögbýlinu Hlíðarenda árið 1939 einna merk- ust, en þar var fyrsti völlurinn vígður árið 1947. Valur var fyrst íslandsmeistari í knattspymu árið 1930 og hefur síðan orðið meistari 20 sinnum. Valur er eina knatt- spymufélag landsins sem aldrei hefur fallið úr 1. deild. Frá 1930 hefúr verið stundaður handbolti hjá félaginu og hefur Valur alls 15 sinnum orðið íslandsmeistari og nú siðast í vor. Körfuknattleiksdeild var stofnuð hjá Val 1970 og vann sinn fyrsta Islandsmeistaratitij 1980, en alls þrisvar sinnum. í handknattleik hefur félagið komist lengst á alþjóðlegum vettvangi þegar liðið komst í úrslit i Evrópu- keppninni 1980 gegn þýska liðinu Grosswaldstadt. Þá hefur Valur fengið mesta aðsókn íslenskra liða á einn leik og það var haustið 1968 þegar 18.300 manns komu til sjá liðið keppa gegn portúgalska liðnu Benfica. Athygli vekur að innan félagsins eru aðeins stundaðar þrjár keppnisíþróttir, fótbolti, handbolti og körfúbolti á sama tíma og þeirrar tilhneigingar hefúr gætt hjá öðrum félögum að fjölga við sig íþróttagreinum. Jón Gunnar Zoéga formaður Vals segir að aðal- ástæðan fyrir þessu sé sú að félag- ið vilji hlúa vel að því sem fyrir er í starfsemi félagsins í stað þess að reisa sér hurðarás um öxl. Fyrsti formaður knattspymufé- lagsisn Vals var Loftur Guðmunds- son ljósmyndari, en alls hafa tutt- ugu og átta menn gegnt þessu embætti. -grh Núlifandi heiðursfélagar í knattspyrnufélaginu Val ásamt formanni félagsins. Þeir eru f.v. Sigurður Ólafsson, Jóhannes Bergsteinsson, Úlfar Þórðarson og Jón Gunnar Zoéga formaður Vals. Mynd: Kristinn. DC I Z> s mmm (f> Síða 6 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí1991 i yar I&r. .M tuesDuicr.ti Zii4lL«Vt3Óí.r4 » l i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.