Þjóðviljinn - 14.05.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.05.1991, Blaðsíða 5
Eklendajr má Umsjón: Dagur Þorleifsson Sameinuðu þjóðimar að taka við af Bandaríkjaher Bandaríski herinn í íraska Kúrdistan af- henti í gær Samein- uðu þjóðunum um- sjón með flótta- mannabúðum við Zakho, sem Bandaríkjamenn hafa komið upp fyrir kúrdneska flóttamenn. Virðist þetta benda til þess að Bandaríkjastjórn stefni að því að flytja hersveitir sínar frá Irak hið allra fyrsta. Bandarikin hafa gefið til kynna að þau vilji að S.þ. taki hið fyrsta við umsjón með flóttamannabúð- unum í íraska Kúrdistan. John Shalikashvili, yfirforingi banda- rísku hersveitanna i íraska Kúrdist- an, sagði í gær að ekki stæði til að að hermenn hans færu til Dahuk, sem er í suðaustur ífá Zakho og nokkumveginn miðja vegu milli þeirrar borgar og Mosúl. I Dahuk voru um 380.000 íbúar fyrir íjöldafiótta Kúrda, en nú er borgin næstum tóm. S.þ. sendu að vísu í gær matvæli og aðra hjálp til Da- huk, en íraskir hermenn eru þar og ljóst er að kúrdneskir íbúar borgar- innar vilja ógjaman snúa þangað aftur meðan svo stendur. Þá hefur heyrst að margir Kúrdar telji að það verði breyting til hins verra fyrir þá að hersveitir Bandaríkj- anna og fleiri vesturlandaríkja í íraska Kúrdistan hverfi þaðan og S.þ. taki við, enda hefur ekkert ffam komið um það hvemig fyrir- hugað sé að S.þ. tryggi öryggi Kúrda gegn íraksstjóm. Iraskir hermenn skutu í gær á breska hermenn frá sumarhöll Saddams íraksforseta ekki alllangt ffá Dahuk. Bretar skutu á móti og særðu a.m.k. tvo íraka, að sögn fréttamanns breska útvarpsins. Sjálfir urðu Bretar ekki fyrir tjóni. í gærkvöldi var talin hætta á að til frekari átaka kæmi þar. Kúrdneskir flóttamenn koma til búðanna við Zakho, sem Sam- einuðu þjóðimar munu eftirleiðis hafa umsjón með. En fjölmargir flóttamannanna neita aö snúa heim, meðan ekki hafi verið gerð- ar ráðstafanir til að vernda lands- Tala mannkyns tvöfaldast á næstu 60 árum Hungraðir og vegalausir Bangladeshbúar eftir heimsókn fellibylsins á dögunum - eitt af þvi sem hin gríðarlega fólksfjölgun leiðir af sér er að mörg lönd verða sífellt verr i stakkinn búin til að verjast áföllum frá náttúrunnar hendi. Dómstóll finnur Winnie Mandela seka Dómstóll í Jóhannesar- borg, Suður- Afríku, fann í gær Winnie Mandela, eiginkonu hins þekkta suðurafríska blökkumannaleiðtoga Nelsons Mandela, seka um mannrán og meðseka um líkamsárásir. Lög- fræðingur Winniear segir að dómunum verði áfrýjað. Réttarhöld yfir Winnie Man- dela og fleirum hafa staðið yfir í þijá mánuði. Til þeirra var efht út frá atburðum, sem gerðust, í So- weto fyrir tveimur árum. Ákæru- valdið heldur því fram að þá hafi lifverðir Winniear rænt fjórum blökkumönnum, sem voru apart- búar heimsins af tegundinni homo sapiens eru nú um 5,4 miljarðar talsins og það tók tegundina tug- ef ekki hundruðþúsundir ára að ná þeirri tölu. En nú er slíkur hraði á fjölguninni að talsverðar líkur eru á að mannkynið verði orðið helmingi íjölmennara eftir aðeins um 60 ár. Þetta er a.m.k. álit sérfræðinga á vegum UNFPA, þeirrar stofhunar Sameinuðu þjóðanna sem með þessi vandamál hefur að gera. Er þetta talsvert meiri fjölgun en sér- fræðingar þessir höfðu áður gert ráð fyrir. I skýrslu frá UNFPA, sem ný- búið er að birta fféttamönnum í Lundúnum, segir að til skamms tíma hafi verið talið að mennimir myndu verða orðnir um 10,2 mil- jarðar árið 2085 og yrði þeim þá hætt að fjölga að ráði. En nú segja mannfjöldafræðingamir að þegar um miðja næstu öld kunni þeirri tölu að verða náð og í hundrað ár i viðbót muni mannkyninu halda áffam að fjölga talsvert. Fjölgunin er örust í Affíku, þeirri heimsálfu sem síst hefur við fleira fólk að gera. Þar em íbúar nú um 650 miljónir og verða að líkind- um orðnir um 900 miljónir um aldamótin. Fjölgunin þar nemur um þremur af hundraði á ári og er það hraðasta fjölgun i nokkrum heims- hluta sem vitað er um í sögunni, að heidandstæðingar eins og hún, frá gistiheimili einu þar í borg og flutt þá nauðuga heim til Winniear, þar sem þeim hafi verið misþyrmt. Einn fjórmenninga þessara, 14 ára drengur, fannst skömmu síðar myrtur. Foringi lifvarðanna var í fyrra dæmdur til dauða fyrir morð- ið. sögn Nafis Sadik ffá Pakistan, sem er framkvæmdastjóri UNFPA. I skýrslunni fírá stofnuninni seg- ir að íbúar í Nígeríu, fjölmennasta Affíkimkinu, séu nú 108 miljónir en sú tala muni tvöfaldast á næstu 20 árum. UNFPA heldur því eigi að síður ffam, að þegar hafi náðst mikill ár- angur í því að hægja á mannfjölgun í sumum heimshlutum. íbúum Suð- ur-Asíu muni að vísu fjölga úr 1,2 miljörðum í 1,5 miljarða til ársins 2000, en í Asíu sem heild nemi fjölgunin nú aðeins 1,8 af hundraði á ári. Er það þakkað ráðstöfunum stjómvalda í Kína og sumum ríkj- um Suðaustur- Asíu til að fækka fæðingum. Einnig heldur UNFPA því ffam að notkun getnaðarvama hafi stórlega aukist í þróunarlönd- um; á sjöunda áratugnum hafi að- eins 10 af hundraði hjóna í þeim löndum notað getnaðarvamir, en nú sé sú tala komin upp í 51 af hundr- aði. UNFPA telur brýna nauðsyn bera til að draga hvergi úr barátt- unni fyrir útbreiðslu getnaðarvama og áróðri með það fyrir augun að fækka fæðingum. Er gefið í skyn að í því sambandi sé ekki síst nauð- synlegt að vekja með karlmönnum aukna ábyrgðartilfinningu fyrir því að halda fjölskyldunni í hóflegri stærð. Sadik sagði í gær að fyrr á tíð hefðu stjómir margra þriðjaheims- Winnie og Nelson Mandela - sann- færöur um sakleysi konu sinnar. M.S. Stegmann, dómarinn sem dæmdi í málinu, sagði að Winnie ríkja bmgðist illa við allri viðleitni til að draga úr mannfjölgun og kall- að allt svoleiðis „vélabrögð heims- valdasinna." Nú sé öldin orðin önn- ur í þeim efnum, en þó er gefið í skyn að sérstaklega í Affíku eimi eftir af gamla viðhorfínu. I skýrslunni er látið að því liggja að ef mönnunum fjölgi næstu áratugina svo mjög sem nú horfi, stofni sú fjölgun í hættu öllum ffamforum með mannkyninu eða jafnvel mannkyninu sjálfii. I þriðja heiminum sjást þess þegar ærin merki að heilbrigðis- og skólakerfi eigi fullt í fangi með að standast álagið, sem fjölgunin hefur í fbr með sér. Fjölgunin eykur einnig óð- um álagið á umhverfið, þannig að þvi er stórfelld hætta búin, hún kemur af stað fjöldaflutningum milli landa og heimshluta og gerir að verkum að mörg ríki og heilir heimshlutar eiga með hveiju ári sem líður erfiðara með að fæða sig. Árin 1983-85 fluttu þróunarlönd inn árlega að meðaltali um 69 milj- ónir smálesta af kommat, sam- kvæmt skýrslu UNFPA, en um aldamótin er búist við að sá inn- flutningur verði orðinn um 112 miljónir smálesta á ári. Sadik segir að niðurstöður rann- sókna, sem gerðar hafi verið upp á síðkastið, sýni að mannfallið af völdum eyðninnar muni ekki draga úr fólksfjölgun svo teljandi sé. og vinnukona hennar, Xoliswa Fal- ati að nafni, hefðu lagt á ráðin um að ræna fiórmenningunum, en Winnie hefði hinsvegar ekki sjálf tekið þátt í mannránunum og mis- þyrmingunum. Auk hennar hlutu dóma Falati og bílstjóri Winniear. Nelson Mandela, sem enn var í fangelsi er atburðir þeir sem hér um ræðir áttu sér stað, sat í réttar- salnum er dómamir voru upp kveðnir og sá enginn honum bregða. Vinir hans sögðu að hann hefði lengi verið sannfærður um að kona hans væri saklaus af öllum ákæmm og réttarhöldin væm of- sóknir hvítra valdahafa landsins á hendur henni og fjölskyldu hennar. Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maf 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.