Þjóðviljinn - 14.05.1991, Síða 4
EHLENBAB. ISf FKETHIR
Hlutskipti bama
í landi sólar og sömbu
borgum Brasilíu, landi sólar
og sömbu, er talið að allt að 7
miljón yfirgefin börn og ung-
iingar lifi betlilífi á götum
úti. Þetta eru börn og ung-
lingar sem eiga enga foreldra
eða fyrirvinnu, ekkert fast heimili
og njóta engrar félagslegrar að-
stoðar. Lífsbarátta þeirra byggist
á betli, smáhnupli og ránum: þau
eiga ekki annarra úrkosta völ.
Þeir sem einkum fá að gjalda
fyrir þennan vanda yfirgefmna bama
eru ferðamenn, smákaupmenn, hót-
eleigendur og velmegandi villueig-
endur af millistétt og borgarastétt.
Nú hafa hverfasamtök í betri
borgarhverfum, samtök hóteleigenda
og samtök smákaupmanna víða í
borgum Brasilíu bundist samtökum
um að leysa þennan vanda. Lausnin
er fólgin í því að ráða sérstakar
vopnaðar sveitir, sem eiga að tryggja
frið velmegandi fólks um eignir sín-
ar, hvort sem er á hótelum, bað-
ströndum, í smáverslunum eða í
heilum hverfum betri borgara.
Smáhnupl á hóteli eða á vöru-
markaði varðar dauðarefsingu sem
jafnan er framfylgt með þeim hætti
að viðkomandi bam hverfiir að næt-
urlagi og er annað hvort huslað með
leynd í einum af mörgum kirkju-
görðum sem myndast hafa utan
borgarmarkanna eða skilinn eftir í
blóði sínu á staðnum. Ef enginn ger-
ir tilkall til liksins á það rétt á ein-
faldri útfor á kostnað sveitarfélags-
ins. Fréttamaður ítalska tímaritsins
l’Espresso, sem hefur kynnt sér mál-
ið, segir að við slík tilfelli megi
stundum sjá syrgjendur sem fylgist
með athöfninni úr fjarlægð. Þar séu
þá komnir foreldrar eða ættingjar,
sem veigri sér við að láta vita af sér,
þar sem þeir þyrftu þá að greiða fyrir
útforina.
Samkvæmt heimildum umrædds
fréttamanns hafa 274 böm undir 16
ára aldri verið myrt af sérstökum
dauðasveitum betriborgara á fyrstu
þrem mánuðum þessa árs, en tölur
þessar miðast þó einungis við 8 af
þeim 27 rikjum sem mynda sam-
bandsríkið Brasilíu.
„Einkavarðsveitir betri borgara
og lögregla Brasilíu drepa að
minnsta kosti þijú böm á hveijum
sólarhring," segir Gilberto Dimen-
stein, höftindur bókar um fjöldamorð
á bömum í Brasilíu. „Og fólk lætur
sér fátt um fmnast,“ bætir hann við,
„því það telur að þetta sé eina leiðin
til þess að halda niðri sívaxandi öldu
glæpa og ofbeldis í stórborgunum."
„Hreinsunarstarf ‘ þessara dauða-
sveita er ekki borgað dým verði.
Samkvæmt umræddum höfundi fá
dauðasveitimar greiddar ffá 800 og
upp í 3500 dollara fyrir að halda
ákveðnu svæði eða hverfi „hreinu".
Hver dauðasveit er yfirleitt skipuð
10-15 mönnum, oft lögregluþjónum
sem sinna þessu starfi í aukavinnu
og skipta með sér laununum.
1 Espirito Santo, skammt fyrir
norðan Rio, er ein slík sveit starf-
andi, sem felldi 24 ungmenni á þrem
mánuðum. Talsmaður hópsins sagði
í.viðtali við tímaritið „Folha de S.
Paulo“ að af þessum 24 fómarlömb-
um hefði þeim verið bent á tvö
þeirra, hin 22 hefðu þeir fundið eftir
eigin fyrirgrennslan.
Morðingjamir þurfa ekki að ótt-
ast brasilíönsk dómsyfirvöld, eins og
sést af þessum viðtölum. I fyrsta lagi
vegna þess að þeir em yfirleitt fyrr-
yerandi eða starfandi lögreglumenn.
I öðm lagi vegna þess að þótt ein-
hver hugrakkur lögfræðingur færi að
blanda sér í málið, þá er vafasamt að
hann gæti fengið nokkur vimi til að
opna sig um málið. Aðeins í Rio
hafa 13 manns sem vitnuðu gegn
dauðasveitunum verið drepnir á síð-
ustu 4 árum.
Engu minni áhætta er talin fólgin
í því að reyna að hjálpa þeim böm-
um sem dauðasveitimar em að leita
uppi,
1 Rio em starfandi „Samtökin
fyrir böm á götunni", og hefur for-
svarsmaður þeirra meðal annars gert
lista yfir böm sem hafa verið drepin
í einu úthverfi borgarinnar, þar sem
ofbeldi er hvað mest. A listanum em
einnig nöfn morðingjanna og þeirra
sem hafa borgað þeim.
Forsvarsmaður samtakanna seg-
ist vita að hann hafi verið á dauða-
lista sveitanna tvö síðastliðin ár.
„Þeir hafa ekki drepið mig ennþá,“
Lögregluaögerð ( úthverfi Rio de Janeiro.
segir hann, „vegna þess að ég hef
borið fram ásakanir á of marga og
látið uppi of mörg nöfn sem þá
kæmust í sviðsljósið."
Starf hans hefur þó borið nokk-
um árangur: í mars síðastliðnum
tókst honum að fá fangelsaða tvo
betri borgara, sem höfðu sent einka-
sveitir sínar til að útrýma bömum;
annar var embættismaður í dóms-
kerfinu, hinn var forseti samtaka
smákaupmanna.
Á meðan heldur lífsbarátta 7
miljóna forsjárlausra bama áfram þar
sem hver dagur er undir því kominn
að moli hijóti af borðum hinna betur
settu. Með góðu eða illu.
-ólg.
Lágmarkstekjur í
Evrópubandalaginu
Framkvæmdaráð Evrópu-
bandalagsins hvatti nýlega öll
aðildarríki þess til að lögbinda í
almannatryggingakerfi sín
ákvæði um lágmarkstekjur fyrir
aldrað fólk og atvinnulaust. Af
nærgætni við mörg ríkjanna var
þó farið heldur vægt í sakirnar í
áskoruninni og hún felur aðeins í
sér meðmæli, er ekki bindandi.
Að sögn talsmanns ráðsins eru
lágmarkstekjur ekki tryggðar með
lögum í fjórum JEB-ríkjum og eru
þau Grikkland, ítalia, Portúgal og
Spánn. En aðeins þijú EB-ríkjanna
12 tryggja þegnum sínum með lög-
um það háar lágmarkstekjur að
samsvari því sem framkvæmdaráð-
ið leggur til. Þau eru Danmörk,
Holland og Þýskaland.
Vinningstölur laugardaginn
11. maí '91
VINNINGAR FJÖLDI I VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 l 0 2.573.704
O Z. 4af5^tgá 2 223.348
3. 4 af 5 115 6.700
4. 3af 5 I 3.382 531
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.586.742 kr.
I Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út
á Lottó sölustöðum.
Kristrún M. Heiðberg skrifar
Ógnvaldurinn Saddam
að er hreint ótrúlegt að
Saddam Hussein virðist
ætla að halda völdum í Irak
eftir allt það ónæði sem
hann hefur valdið um heim allan.
Hann kom að vissu leyti vel útúr
þessu stríði því margir arabar líta
nú á hann sem hetjuna sem þorði
að standa andspænis risaveldinu
Bandaríkjunum.
En hvað þýddi þetta Persaflóa-
stríð fyrir framtíðarsamskipti Banda-
ríkjanna og jraks? Eiga Bandaríkin
kannski scinna eftir að styðja á ný
þessa einræðisstjóm, stjórn sem
þekkt er sem ein af illræmdustu
stjómum í heiminum í dag?
Til að gefa betri mynd af ástand-
inu er ekki úr vegi að líta nánar á
hver Saddam Hussein er, hvemig
hann komst til valda og hver sam-
skipti hans við Bandaríkin hafa verið
síðastliðinn áratug.
Bathflokkurinn sem nú er við
völd í írak komst til valda 1968.
Saddam Hussein var þá annar í
fremstu röð flokksins.
Saddam, sem kominn er af fá-
tækri bændafjölskyldu, nam lögfræði
við háskóla í Baghdad. Hann fékk
snemma áhuga á hugmyndum Ba-
athflokksins, og eitt af hans fyrstu
verkum innan flokksins var að vinna
við pyndingar og yfirheyrslur á
óvinum flokksins.
Þetta voru hinar verstu pynding-
ar og hafa þeir sem komust lífs af,
sagt hræðilegar sögur af þeim. Raf-
magn var mikið notað til að knýja
fram ,játningar“, einnig aflimanir og
andlegar pyndingar. Ein af hræðileg-
ustu aðferðunum var að misþyrma
ungbömum til að fá foreldrana til að
,játa“.
Saddam var ekki lengi að koma
sér áfram í flokknum. Hann bókstaf-
lega tók alltaf meiri völd í sínar
hendur með því að taka af lífi alla þá
í flokknum sem voru á móti honum.
Árið 1979 var hann orðinn forseti
landsins. Hann byijaði stjómartíð
sína með því að taka af lífi alla
helstu keppinauta sína. Þessi stjóm
hans _var byijun á nýju tímabili í
sögu íraks, tímabili hræðslu og kúg-
unar. Fólk hvarf sporlaust og enginn
þorði að spyija spuminga.
Saddam neyddi fólk til að dá og
tilbiðja sig og þeir sem ekki hlýddu,
voru teknir af lífi. Þeir voru álitnir
ógn við flokkinn og ailar ógnanir
varð að fjarlægja. Saddam hafði
njósnara á sínum snæmm alls staðar
í þjóðfélaginu og hann treysti eng-
um. Hann var umkringdur lífvörðum
allan sólarhringinn og var ávallt
hræddur um líf sitt. Það hefur verið
sagt að hans helsta skemmtun sé að
horfa á vídeóupptökur af aftökum
sem þann hafði fyrirskipað.
Árið 1979 tók Ayatollah Kho-
meini við völdum í íran og kom á
klerkastjóm sem breiddi út íslamska
bókstafstrú. Khomeini, sem var shi-
ite, ógnaði nágrannaríkjunum sem
voru hrædd um að hann myndi
breiða út völd sín. Saddam, sem er
sunni, hafði sérstaka ástæðu til að
óttast Khomeini því um 60% þjóðar-
innar í írak tilheyrir Shiite.
Hann ákvað því að berjast gegn
Khomeini og var það byrjunin á átta
ára stríði milli Iraks og írans. Sadd-
am hafði sagt um Khomeini að það
borgaði sig aldrei að blanda trúmál-
um saman við stjómmál, nokkuð
sem Saddam gerði sjálfur í nýa-
floknu Persaflóastríði.
Bandaríkin, sem Khomeini hafði
fordæmt og kallað hið illa afl,
ákváðu að styðja Saddam í þessu
stríði við jran. Þama höfðu Banda-
rikin og írak eignast sameiginlegan
óvin.
Bandaríkin sendu vopn til Iraks,
og ekki leið á löngu þar til Saddam
hafði undir höndum háþróað vopna-
búr. Það er kaldhæðnislegt að hugsa
til þes að árið 1991, í Persaflóastríð-
inu, voru Bandaríkjamenn að falla
fyrir sínum eigin vopnum. Svona em
hlutir fljótir að breytast í heimi
stjómmála.
Sumir veltu því fyrir sér, á með-
an á Persaflóastríðinu stóð, hvers
vegna Bush „losaði" sig ekki bara
við Saddam Hussein. Hvers vegna
ekki bara að senda CIA til að ganga
frá honum og þar með væri málið
leyst? (í nýlegu viðtali við fyrrver-
andi Bandaríkjaforseta, Richard Nix-
on, sagðist hann myndi nota þá að-
ferð ef hann væri enn við völd.)
En þessi aðferð, sem er náttúr-
lega mjög siðferðislega röng, hefði
aðeins hafl alvarlegar afleiðingar í
för með sér. Palestínumenn, sérstak-
lega í Jórdaaníu þar sem stuðningur
við Saddam er hvað mestur, hefðu
litið á Saddam sem hetju sem dó fyr-
ir málstað Palestínu-Áraba. Þannig
hefðu Bandaríkin auðveldlega getað
flækst inní þá viðkvæmu deilu sem
ríkt hefur á milli araba og Ísraels-
manna síðan 1948 með stofnun ísra-
elsríkis í Palestínu. Þó svo Banda-
rikjamenn séu nú þegar inni í þeirri
deilu með stuðningi sínum við ísrael,
þá var það ekki efst á óskalista þeirra
að flækjast dýpra inn í þau mál.
Bandaríkjamenn eru nú að reyna
að vinna að einhverskonar sam-
komulagi í deilu araba og ísraels-
manna og verður ffamtíðin að leiða í
ljós hvað verður úr. Hver veit nema
samkomulag náist í þetta sinn. Fram-
tíðin verður einnig að leiða í ljós
hvemig samband á eftir að rikja milli
Bandaríkjanna og íraks. Kannski
eiga Bandaríkin eftir að byggja ann-
að vopnabúr fyrir ógnvaldinn Sadd-
am Hussein. í heimi stjómmála getur
allt gerst.
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991
Síða 4