Þjóðviljinn - 14.05.1991, Blaðsíða 9
Fleira er matur en feitt ket
Garðyrkjubændur eru vel þekkt stétt hjá landsmönnum, enda af-
urðir þeirra daglega á borðum flestra heimila. Miklar breyt-
ingar hafa átt sér stað í þessari grein á siðustu árum, bæði
hvaþ varðar gæði og íjölbreytni. Þjóðviljinn ræddi við Magn-
ús Ágústsson og Garðar Ámason sem eru garðyrkjuráðnautar
Búnaðarfélags íslands, um þennan búskap og hveijir framtíðarmöguleik-
ar hans em hér á landi.
Þeir vom fyrst spurðir hvaða
svæði væm best fallin til ræktun-
ar á blómum og matjurtum.
Magnús svaraði því til, að
^arðyrkja væri stunduð að mestu
a svæði, sem nær 100 km út frá
höfuðborgarsvæðinu. - Ástæðan
er tvíþætt, annars vegar þarf að
vera jarðhiti til upphitunar á
gróðurhúsum og hins vegar em
góðar samgöngur við höfuðborg-
arsvæðið mikilvægt atriði, salan
á grænmeti og blómum fer að
mestu leyti fram þar. Annars er
hægt að stunda þennan búskap á
flestum stöðum á landinu ef
þessir tveir þættir em til staðar,
sagði Magnús.
Ef þeir bændur sem hafa ver-
ið með hefðbundinn búskap em
að leita sér að aukabúgrein virð-
fjölbreytni eru alltaf að verða
meiri og meiri, sagði Magnús. -
Við getum svo aðstoðað við út-
vegun á plöntum og gefið góð
ráð um hvemig þær em ræktaðar,
sagði Magnús.
Garðar sagði að eitt dæmið
um nýbreytni væri að á einum
stað væri byrjað að rækta ýmsar
kryddplöntur.
- Þetta er einn aðili, en mark-
aður er svo þröngur á þessu sviði
að það er spuming um hvort ein-
hver viðbot sé möguleg, sagði
Garðar. - Þessi aðili selur krydd-
plöntur í pottum, þ.e. ferskar, og
eru það aðallega veitingahús og
hótel sem skipta við hann. Auð-
vitað ætti almenningur að kaupa
krydd á þennan hátt. Þetta er
miklu betri vara en það sem fæst
Garðyrkiuráðnautar Búnaðarfélags (slands, frá vinstri: Magnús Ágústsson og
Garðar Árnason. Mynd: Jim Smart.
Ef garðyrkjubændur fengju svipaða
fyrirgreiðslu og álver, væri hægt að skapa
mikinn gjaldeyri með blómasölu
ist garðyrkja ekki henta mjög
vel. Að vísu er hægt að vera með
rófnarækt og gulrætur í einhverj-
um mæli, en garðyrkjubúskapur
eins og hann er stundaður hér-
lendis 1 dag hentar illa. - Auðvit-
að geta bændur ræktað bæði
grænmeti og blóm, en uppskem-
tíminn skarast á við mesta anna-
tímann í hefðbundnum búskap
svo það yrði erfitt fyrir bónda að
vera með eitt til tvö gróðurhús
sem aukabúgrein, sagði Garðar. -
Auk þess þarf að leggja í tölu-
verðar fjárfestingar og ef þær
eiga að borga sig þarf viðkom-
andi að vera i þessu nær ein-
göngu, sagði Garðar.
- Það er ekki hægt að mæla á
móti því að bændur geta ræktað
blóm í smáum stíl, sagði Magn-
ús. - Það yrði allavega fallegt
fýrir augað.
Þegar Þjóðviljinn grennslað-
ist fýrir um hvort almennir bænd-
ur gætu ekki farið út í einhverja
nýbreytni, var ekki mikið, á þvi
að græða. Það er eins og íslend-
ingar séu búnir að hasla sér völl á
sem flestum sviðum í garðyrkj-
unni. Magnús sagði að helst væri
hægt að finna nýjar tegundir í
blómaræktinni.
- Menn leita t.d. til okkar í
Búnaðarfélaginu, eftir nýjum
tegundum til ræktunar, það er nú
þannig í dag að kröfur um aukna
tilbúið úr staukum, en til þess að
það verði, þarf að koma til breyt-
tng á neysluháttum fólks, sagði
Garðap
- Ur því við emm að tala um
nýbreytnma, sagði Magnús, verð-
ur að minnast á lífræna ræktun.
Hún er að ryðja sér til rúms að
einhverju leyti. Heilsuhælið í
Hveragerði og Sólheimar í
Grímsnesi eru hvað þekktastir
fyrir þesskonar ræktun, sagði
hann. Lífræn ræktun byggir á að
nota ekki tilbúinn áburð, þeir
sem eru í þessari ræktun leggja
mikið upp úr að nota það sem
náttúran gefúr þeim. Þessi vara er
dýrari en venjuleg framleiðsla og
fólk verður að sætta sig við
breytt útlit. Það er óumflýjanlegt
að í vömnni verði for eftir maðk
og fleiri kvikindi.
Þegar talið berst að lífrænni
ræktun þá rifjast það upp fyrir
blaðamanni að í fréttum undan-
farið hefur verið rætt um inn-
flutning garðyrkjubænda á hinum
ýmsu skorkvikindum.
- Þetta em svokallaðar lífræn-
ar varnir, sagði Garðar. - Þeir
sem em í ræktun t.d. á tómötum
og gúrkum geta valið hvort þeir
losa sig við sníkjudýr með eitri
eða þá á þennan hátt, þ.e. með
lífrænni vöm. Hún felst í því að
öðmm skordýmm er sleppt laus-
um í gróðurhúsin, þar sem þau
Agúrkur er ein grænmetistegundin sem ræktuð er I gróöurhúsum hérlendis.
eyða sníkjudýrum sem fara illa
með jurtimar. Ránmaurar er ein
tegundin, þeir lifa á Spunamaur
sem fer illa með plöntur. Rán-
maurinn hleypur þa uppi og þeg-
ar Spunamaumum hefur verið út-
rýmt, éta þeir
hvem annan. Þeir
útrýma þannig ■—...........—-
sjálfum sér í lok-
in, sagði Garðar.
Magnús sagði
að þessi innflutn-
ingur gengi vel í
dag. - Hér áður
fyrr var þetta mikill slagur við
kerfið, að fá að flytja inn svona
skordýr. En þetta skapar enga
hættu, þau dýr sem við flytjum
inn geta ekki lifað nema i húsun-
um sjálfum. Ef þau sleppa út úr
þeim, drepast þau strax, sagði
Magnús.
Markaðsmál er sá hluti sem
skiptir höfuðmáli fýrir garðyrkju-
bændur. Markaðurinn hér innan-
lands er ekki stór, þannig að ef
aukning á að verða í ræktun þarf
að koma til útflutnings. Magnús
sagði ac) vel væri mögulegt fýrir
okkur Islendinga að flytja út
blóm. - Gæðin hérlendis t.d. í ró-
sum eru mikil. Við getum fram-
leitt rósir allan ársins hring. Við
erum með heitt vatn til hitunar,
og nýlega hefur verið samið við
rafveitumar um kaup á afgangs-
raforku fýrir lýsingu i gróðurhús-
um, sagði Magnús. - Þetta þýðir
að samkeppnisstaða okkar gagn-
vart erlendum mörkuðum hefur
lagast, þó svo við getum ekki
Ef markaðurinn verður opnaður allt í
einu, þýðir það hreina slátrun á bændum
keppt við ríkisstyrkta framleiðslu
sem er víðast í nágrannalöndum
okkar, sagði Magnús. - Það hefur
verið send tilraunasending á ró-
sum til Bandaríkjanna, og kom
hún mjög vel út. Fyrir blómin
fékkst gott verð, en það er einn
galli á gjöf Njarðar. Ef við ætlum
að flytja út blóm á erlenda mark-
aði, er ekki nóg að vera með
gæðavöru. Við verðum að geta
annað eftirspum og til þess parf
gifurlej>t magn af blómum. Ef
garðyrkjubændur fengju svipaða
fyrirgreiðslu hjá því opinbera og
álver, væri hægt að skapa mikinn
gjaldeyri með blómasölu, sagði
Magnús.
A síðustu dögum hefur verið
mikið rætt um samninga við Evr-
ópskt efnhagssvæði (EES); kom-
ið hafa upp hugmyndir hjá ráða-
mönnum þjóðarinnar að leyfa
innflutning á ýmsum landbúnað-
arvörum í skiptum fýrir tollffelsi
á fisk inn í Evrópu. - Garðyrkju-
bændur eru mjög heitir vegna
umræðna um
þessi mál, sagði
.. Magnús. - Það er
langt síðan
bændur fóru að
vara stjórnvöld
við afleiðingum
= sliks innflutn-
ings. Ef við cig-
um að keppa við erlenda fram-
leiðslu verður það að vera á jafn-
réttisgmndvelli. Garðyrkjubænd-
ur erlendis fá opinbera styrki til
uppbyggingar og oft eru vörur
þeirra mðurgreiddar af viðkom-
andi ríkissjóðum. Hér er þessu
ekki til að dreifa, sagði Magnús.
Verð á innlendu grænmeti hefúr
farið lækkandi á undanförnum
árum og garðyrkjubændur leggja
mikið á sig til að hafa verðið sem
lægst. Það verður forvitnilegt að
fýlgjast með því hvað stjómvöld
telja okkur margra fiska virði,
sagði Magnús.
- Ef markaðurinn verður opn-
aður allt í einu, þýðir það hreina
slátrun á bændum, sagði Garðar.
-sþ
Síöa 9
ÞJÓÐVILJINN þriðjudagur 14. maí 1991
i (->; r isrn JUCKtt.'iðnel HMiUiVGÓW
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 14. maí 1991