Þjóðviljinn - 14.05.1991, Síða 12
iANDBÚNAÐURffc
Búvörusamningurinn mun standa
málaflokk.“ Mynd: Jim Smart.
.Ég held að gróðureyðing sé ekki eingöngu spurning um hvaða ráöuneyti fer meö þennan
Halldór Blöndal er
nýsestur í stól land-
búnaðarráðherra. Á
fyrstu starfsdögum
nýrrar stjórnar
varð ágreiningur milli Halldórs
og Eiðs Guðnasonar umhverfís-
ráðherra um hvort ráðneytið
ætti að hafa verkefni skógræktar
og landgræðslu undir sínum
hatti. Þjóðviljinn heimsótti Hall-
dór í landbúnaðarráðneytið og
spurði hann um þetta og ýmsa
þá málaflokka sem undir ráð-
neytið falla.
Hvert er þitt álit á nýja búvör-
samningnum?
„Eg var búinn að lýsa því yfir
fyrir kosningar og stend við pað
enn, að það sé sjálfsagt að fylgja
honum eftir. Og standa við þau
markmið sem gerð voru í sam-
bandi við niðurskurð á sauðfé til
þess að færa framleiðsluna að
markaðnum hér innanlands. Ég er
núna rétt í þessu að ganga frá
starfsreglum um kaup ríkissjóðs á
fullyrðisrétti sauðíjárframleiðslu
samkvæmt fyrsta hluta aðlögunar-
innar. Það er gert ráð fyrir því að
standa að fuliu og öllu við samn-
inginn eins og frá honum var
gengið.“
Af hverju leggur þú svona
mikla áherslu á að halda skóg-
rœktinni og landgrœðslunni innan
landbúnaðarráðneytisins?
„Það er eingöngu af faglegum
ástæðum. Ég hef talið að það væri
Það er ævinlega svo,
þegar tveir flokkar eru
saman í ríkisstjórn, að
annar ræður ekki öllu
eðlilegt að þessar greinar landbún-
aðarins séu hér áfram.“
Er ekki staðreynd að gróður-
eyðing er eitt mesla umhverfis-
vandamálið á Islandi, og þvi væri
eðlilegt að þessir málaflokkar
heyrðu undir umhverfísráðneytið?
„Ég held að gróðureyðing sé
ckki eingöngu spuming um hvaða
ráðneyti fer með þennan mála-
flokk. Það hefur vcrið mikil til-
hneiging til þess, ekki aðeins hér á
landi hcldur líka erlendis, að land-
vemd og gróðurvemd sé unnin í
sem nánustu samstarfi við bændur.
Ég hef fundið það á því fólki sem
vinnur að þessum málum að það
vill sækja eftir sem nánustu sam-
starfi við bændur og þar ríkir í dag
gagnkvæmur trúnaður og traust.
Til þess að ná fram frumkvæði frá
þeim tel ég heppilegast að þessi
mál séu á þennan veg. Gróðureyð-
ing er af mörgum öðmm ástæðum
heldur en að sauðfé sé hleypt á
landið. Hrossarækt er orðin mikil í
kaupstöðum. Náttúran lætur heldur
ekki að sér hæða; hvort sem við
tölum um flóð, jarðelda, öskufall
eða stórviðri."
Samstarfsflokkur ykkar í ríkis-
stjórn er Alþýðuflokkurinn. Hvem-
ig líst þér á landbúnaðarstefnu
þeirra?
„Við höfum sett okkur í sam-
einingu markmið, Sjálfstæðis-
fiokkurinn og Alþýðufiokkurinn,
sem við viljum vinna að. Þau felast
í því að treysla stöðu bændastéttar-
innar og gera henni kleift að nálg-
ast markaðinn með öðrum og eðli-
legri hætti en verið hefur. Eg hef
ekki ástæðu til að ætla annað en að
okkar samstarf muni ganga vel, af
því við höfum sett okkur ákveðna
áætlun sem er í samræmi við þau
langtímamarkið sem við Sjálfstæð-
ismenn höfum sett okkur.“
Þú ert sem sagt að segja að
stefna ykkar i lanabúnaðarmálum
fari saman?
„Það er nú ævinlega svo, þegar
Almennt séð er ég á
móti verðjöfnunarsjóð-
um
tveir fiokkar eru saman í ríkis-
stjóm, að annar ræður ekki öllu.
Menn verða að semja um eitt og
annað. Sem verður raunar líka að
era þegar menn eru í stórum
okki eins og Sjálfstæðisfiokkn-
um. Það eru ekki allir endilega
sammála um útfærslu eða hversu
hratt eigi að fara að ákveðnum
markmiðum. Það verður því bæði
að semja innan flokksins og svo
við samstarfsflokkinn að sjálf-
sögðu til að leysa þessi mál á sem
farsælastan hátt og að hafa frið um
þau vinnubrögð sem maður vill
viðhafa."
Hefur þú veitt Jóni Baldvin ut-
anríkisráðherra itmboð til að
skrifa uppá samning við erlenda
qðila um landakaup þeirra hér á
Islandi?
„Þessi ríkisstjóm hefur ekkert
boðið fram í þeim efnum. Síðasta
ríkisstjóm hefur boðið allt fram
sem boðið hefur verið í sambandi
við jarðakaup, og mér er ekki
kunnugt um að þar nafi verið settir
neinir sérstakir fyrirvarar. Sam-
kvæmt þeim upplýsingum sem ég
hef var pað ekíu gert. Eins og síð-
asta ríkisstjórn gekk frá þessum
málum, hafa erlendir menn sama
rétt og íslenskir til kaupa á landi
hér.“
Hvernig list þér persómdega á
að leyfa útlenaingum að kaupa
jarðir hér?
„Ég er að láta vinna greinar-
erð hvemig hefur verið staðið pð
essunt málum fram að þessu. Ég
fékk bréf frá formanni Alþýðu-
bandalagsins, sem er nokkuð hvat-
víslegt. Sérstaklega fannst mér
þessi fyrrverandi ráðherra óþolin-
móður að fá svör við því hvemig
hann hafði sjálfur gengið frá mál-
um áður en eg settist í þennan stól.
Ég er að skrifa svarið. Ég hef ekki
haft tíma til að ræða við þá menn
til enda sem hafa verið með þessi
mál, en þau verða tekin upp á
BÆNDUR!
Leysið mykjuvandamálin í eitt skipti fyrir öll
með mykjutaekjum frá Vélboða h.f.
Miðflóttaafls-
dæludreifarar
Snekkjudælu-
dreifarar
í stærðum 4000,
5000 og 6000 lítra
Flotdekk að vali
MjÖg gott verð og
greiðslukjörvið
allra hæfi
Nánari upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800.
Ath. nýtt heimilisfang
Helluhrauni 16-18
u p 220 Hafnarfjörður
nr Sími 91-651800
VELBOÐI
næstu dögum og þá rædd við aðila
vinnumarkaðarins sem komu á bú-
vörusamningnum. En ég ítreka það
að við höfum ekki gefið neitt eftir í
þessu og því miður þá voru engir
fyrirvarar settir um jarðakaup er-
lendra manna í síðustu ríkisstjom.“
Ætlar þú I sambandi við samn-
inga við Evrópska efnahagsbanda-
lagið, að stuðla að þvi qð leyfa
innflutning á grœnmeti til Islands?
„Síðasta ríkisstjórn hafði það
auðvitað ffam að heimila innfiutn-
ing á suðrænu grænmeti og ávöxt-
um. Það er talað um rúmlega 70
vöruflokka og þar af eru 6 til 8
vörufiokkar sem framleiddir eru
hér. Þetta hlýtur að hafa verið sett
fram af EFTA-þjóðunum, af síð-
ustu ríkisstjóm, og við eigum eng-
an kost annan en að standa við
það. Hins vegar er ekki útfært
hvaða almennar takmarkanir verða
á innflutningi á þessum vörum.
Þama er verið að tala um tómata,
agúrkur, afskorin blóm og fleiri
tegundir. Eins og staðan er núna er
hugmyndin sú að banna innfiutn-
ing á þessum vörutegundum þegar
innanlandsframleiðslan fullnægir
markaðnum. Allar þessar vörur
hafa verið fiuttar inn af stjómvöld-
um fram að þessu. Fulltrúar land-
búnaðarráðneytisins í samráði við
utanríkisráðneytið em að fjalla um
framkvæmd þessara mála. En þvi
miður þá lá ekkert ákveðið fyrir
um þetta hjá síðustu ríkisstjórn.
Við höfúm ekki sett fram neitt til-
boð um þetta.“
Hver er staða fiskeldisins i dag
og hvað er til úrbóta I þeim mál-
um?
„Þegar ég kom í ráðneytið
hafði sá matfiskur sem er í eldi
verið í svelti, vegna þess að fyrir-
tækin höfðu ekki fengið eðlilega
fyrirgreiðslu hjá lánastofnunum.
Eg hef beitt mér fyrir því, að nú í
skamman tíma munu þessi fyrir-
tæki njóta slíkra fyrirgreiðslna. Á
sama tíma er ég að láta gera ná-
kvæma újtekt á stöðu fiskeldisins í
landinu. Ég vonast til að hún verði
tilbúin nú á næstu dögum. Eins og
sakir standa þarf fiskeldið að
greiða um 24 prósent af rekstrar-
kostnaði vegna afurðalána. í fyrsta
lagi eðlilega vexti, í öðru lagi gjöld
til ábyrgðardeildar fiskeldisTána og
í þriðja lagi til tryggingarfélaga,
þetta eru 24 prósent sem eingöngu
fara í þennan lið. Þetta er auðvitað
miklu meira en fyrirtækin geta
staðið undir. Við verðum að átta
okkur á því að það eru minnsta
kosti fjórir miljarðar sem liggja í
þessari atvinnugrein og við höfum
orðið töluverða þekkingu og
reynslu í sambandi við fiskeldi,
sem er dýrmætt fyrir okkur og við
verðum að reyna að skapa fyrir-
tækjum sem lífvænlegust eru að-
stöðu svo þau geti haldið áfram.“
Það hafa komið upp hugmynd-
ir um verðjöfnunarsjóð innan loð-
dýrarœktarinnar. Hvernig list þér
á þœr hugmyndir?
„Eins og sakir standa er verðið
á skinnum ekki hærra en svo, að
það eru kannski áhöld um hvort
það sé fyrir fleiru en kostnaðinum.
Slíkan verðjöfhuðarsjóð yrði þá að
fjármagna með opinberu fé, sem
yrði þá auðvitað í bili hreinn ,styrk-
ur til loðdýraræktarinnar. Ég vil
aðeins segja að stefna stjómvalda í
málefnum loðdýraræktar hefur
verið mjög óljós og skyndiákvarð-
anir verið teknar frá degi til dags,
sem hefur verið mjög óheppilegt
fyrir einstaklinga í þessari grein og
fyrir þjóðina í neild. Það er náttúr-
lega nauðsynlegt að átta sig betur á
stöðu þessarar atvinnugreinar og
hvaða möguleika hún hefur. Al-
mennt séð er ég á móti verðjöfnun-
arsjóðum til að eðlileg fyrirtæki
geti gengið. Útflutningsfýrirtæki
eiga að geta lagt til hliðar fjármagn
á góðum árum sem þau geta síðar
notað á mögrum árum.“
I lokin Halldór, hefur tyú
kynnst búverkum af eigin raun?
„Já, ég var níu sumur í Litlu-
Sandvík við Flóa.“
-sþ
v&ðý'm .|V,!4yiWp®*cd4-maí 1991
SíðaJ2