Þjóðviljinn - 06.06.1991, Blaðsíða 1
104. tölublað Fimmtudagur 6. júní 1991 56. árgangur
Fiskeldið
er nú leitt
á högg'
stokkinn
aukafundi ríkisstjórnarinnar í fyrrakvöld var ákveðið að
verja samtals 300 miljónum króna til aðstoðar fiskeldi.
Jafnframt verður farið þess á leit við þá sjóði og lánastofn-
anir sem lánað hafa fiskeldisfyrirtækjum að þau frysti við-
komandi fjárfestingarlán á meðan athugun fer fram.
Sérstakur starfshópur mun síð-
an ákveða hvemig þessu fé verður
skipt á milli íyrirtækja. Þó er ljóst
að upphæðin er ekki nema brot af
þörfmni og því næsta víst að mörg
fyrirtæki fá ekki neitt. Það má því
búast við fjölda gjaldþrota í at-
vinnugreininni í ár, að öllu
óbreyttu.Halldór Blöndal landbún-
aðarráðherra lagði fram á fundin-
um skýrslu sem Talnakönnun tók
saman fyrir ráðuneytið um stöðu
atvinnugreinarinnar og horfur.
Ráðherra segir að þessi skýrsla sé
langt í frá að vera ánægjuleg af-
lestrar og segir að fiskeldið standi
mun verr að vígi en látið hefúr ver-
ið í veðri vaka. Ráðherrann segir
að með þessum aðgerðum sé verið
að halda áfram þeirri tilraun, að
gera fiskeldið að gjaldeyrisskap-
andi atvinnugrein.
Ekki vildi ráðherrann tjá sig
um það hvað heildarskuldir fisk-
eldisins væru miklar þar sem ekki
væru komin öll kurl til grafar í
þeim efnum. Hann sagði þó að
með þessum 300 miljónum ætti að
vera tryggt að halda rekstri nokk-
urra fyrirtækja áffam.
Július B. Kristinsson fyrrver-
andi formaður Landssambands
fiskeldis- og hafbeitarstöðva sagði
að aðalvandamál fyrirtækjanna
væri hroðaleg Iausafjárstaða sem
skipti hundruðum miljóna króna.
Strax í fyrra hefðu menn séð hvert
stefndi og í október hefðu menn
rætt vandann við stjómvöld. Júlíus
sagði að þó staðan væri slæm í
greininni væri afkoman milli hinna
einstöku fyrirtækja afar mismun-
andi. Hann sagði að menn biðu efl-
ir því að vita með hvaða skilyrðum
Hæsti-
réttur
dæmir í
Hafskips-
máli
Hæstiréttur felldi í gær dóm
yfir fjórmenningunum sem sak-
felldir voru í undirrétti í sk.
Hafskipsmáli. Þrír þeirra fengu
þyngri refsingu en þeir voru
dæmdir til í undirrétti, en einn
hlaut sömu refsingu.
Björgúlfur Guðmundsson
hlaut tólf mánaða skilorðsbundinn
fangelsisdóm, Ragnar Kjartansson
hlaut fimm mánaða dóm en var
sýknaður í undirrétti, Páll Bragi
Kristjónsson hlaut tveggja mánaða
skilorðsbundinn dóm og Helgi
Magnússon var dæmdur í 500.000
króna sekt. Dómamir eru skilorðs-
bundnir til tveggja ára. -rk
„Styttur bæjarins sem enginn
rtennir aö horfa á...“ segir ein-
hversstaðar. Það á allavega ekki
viö um þessar ungu snótir sem
gáfu sér tíma til aö dást að fagur-
lega limuðum Adónesi Alberts
Thorvaidsens í Hallargarðinum f
gær í miðum klíðum við að dytta
að styttum bæjarins.
Mynd: Þorfmnur.
viðkomandi lán yrðu veitt og til
hvaða fyrirtækja.
Starfsmaður hjá Bakkalaxi í
Ölfushreppi sagði í gær að það
virtist allt stefna í gjaldþrot hjá
mörgum einstaklingum og fjöl-
skyldum sem hefðu lagt allt sitt í
rekstur sinna fiskeldisfyrirtækja.
Hann sagði að umræðan um vanda
fiskeldisins snerist sífellt um það
sem lýtur að hinu opinbera, en
mun minna að þeim hremmingum
sem viðkomandi einstaklingar
verða fyrir þegar sígur á ógæfu-
hliðina í rekstri fyrirtækjanna.
Talið er að fjárfestingar í fisk-
eldi nemi hátt í 10 miljörðum
króna. í upphafi þessa árs voru á
skrá hjá Veiðimálastofnun alls 92
fískeldis- og hafbeitarstöðvar og
hafði þeim þá fækkað um 13 frá
árinu 1990. Fjöldi ársstarfa i fisk-
eldi voru þá 240 og hafði þeim
fækkað um 81 frá 1989.
Framleiðsluverðmæti fiskeldis
í fyrra nam tæpum tveimur mil-
jörðum króna. -grh
Efast um að það sé glóra í vaxtahækkunum
Víst hef ég ákveðnar efasemdir um að það sé einhver glóra í
þessum vaxtahækkunum ríkisstjórnarinnar, sagði Hrafn-
kell A. Jónsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og for-
maður Verkamannafélagsins Árvakurs á Eskifirði við
Þjóðviljann í gær.
Stjóm og trúnaðarmannaráð
Arvakurs sendi ffá sér ályktun þar
sem lýst er þungum áhyggjum
vegna vaxtahækkana og sagt að
þær raski verulega efnahagslegum
forsendum fjölda heimila í land-
inu. Þá er þess krafist að ríkis-
stjómin geri ráðstafanir til þess að
vextir lækki.
„Ég hef efasemdir um að þessi
vaxtahækkun rikisins skili sér, þvi
það var ljóst að aðrir myndu einnig
hækka vexti í kjölfarið og nú hefur
rikið hækkað vexti sína enn meira.
Ákveðin hringekja er því komin af
stað,“ sagði Hrafnkell.
„Það hefði þurft að skoða það
betur hvort hægt væri að mæta
fjárþörf ríkissjóðs með niðurskurði
og erlendum lántökum,“ sagði
hann ennfremur.
I ályktuninni er sagt að það sé
skylda lífeyrissjóðanna að hækka
ekki vexti, auk þess sem sjóðimir
eigi að hefja kaup á húsbréfum
með það markmið að affoll bréf-
anna lækki. Hrafnkell sagði að líf-
eyrissjóðimir ættu að kaupa hús-
bréf með 17 prósent affollum, því
að með 10 prósent verðbólgu em
sjóðunum tryggðir 7 prósent raun-
vextir með bréfunum.
„Þá tel ég óafsakanlegt að ætla
að leysa vandamál þeirra sem era i
greiðsluerfiðleikum með húsbréf-
um. Ég hreinlega skil ekki hvert
Jóhanna Sigurðardóttir er að fara
með því.“
I ályktuninni segir að það sé
skylda stjómvalda að ganga á und-
an með aðhaldsaðgerðum og að
boðaðar hækkanir á opinberri
þjónustu gangi þvert gegn mark-
miðum þjóðarsáttar.
„Ef framhald á að vera á hóf-
samri kröfúgerð verkalýðshreyf-
ingarinnar og kjarasamningum í
anda þjóðarsáttar þá verða stjóm-
völd að draga þessar hækkanir til
baka eða bæta þær á annan hátt
með lækkun skatta," segir orðrétt í
ályktuninni.
-Sáf
Hrafnkell A. Jónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par
ánægður með vaxtahækkanir stjórnvalda.