Þjóðviljinn - 06.06.1991, Page 4

Þjóðviljinn - 06.06.1991, Page 4
EHLENDAK 1E§ FIRETTER Harðar árásir Israela ísraelar hafa síðan á þriðju- dag gert þijár loflárásir á bæki- stöðvar palestínskra skæruliða í Suður-Líbanon og eru þetta hörðustu árásir þeirra á líbanskt land frá því í júní 1982, er Isra- elar hertóku suðurhluta lands- ins. A.m.k. 13 palestínskir skæruliðar fórust í þeirri fyrstu þessara árása og 38 manns særðust. Þrír palestínskir skæruliðar fórust í annarri árás í gærmorgun. Árásimar hafa þarlendis vakið ótta um að ný innrás ísraela sé yfirvofandi. Fréttaskýrendur og her- málasérffæðingar i Beirút telja að ísraelar geri árásir þessar sökum þess að þeir álíti að við- leitni Bandaríkjanna til að koma í kring friðarráðstefhu ar- aba og ísraels muni ekki bera árangur og að Israelsstjóm sé kvíðin út af nýgerðum samn- ingi stjóma Sýrlands og Líban- ons, sem tryggir ítök fyrr- nefnda rikisins i hinu. Apartheidstólpi fellur Þing Suður-Afríku felldi í gær úr gildi lög ffá ámnum 1913 og 1936 um rétt til lands og kynþáttaðskilnað í búsetu. Vom lög þessi talin meðal helstu stoða apartheidkerfisins, enda þótt þau séu mörgum ár- um eldri en það. Samkvæmt lögum þessum vom 87% suðurafrisks lands talin tilheyra hvítum lands- mönnum og þeldökkir menn máttu ekki búa innan um hvíta. I fmmvarpinu um niðurfell- ingu laganna, sem samþykkt var í gær og tekur gildi um næstu mánaðamót, eru þó greinar sem mun vera ætlað að koma í veg fyrir mikið að- streymi þeldökkra í útborgir hvitra. Rússneskir aðalsmenn bíða eftir sínum keisara A þeim umbrotatímum sem nú ganga yfir Sovétríkin hafa upp risið ótal fiokkar manna og sumir vilja end- urreisa keisaradæmi í Rússlandi. Allmargir þeirra eru fáránlegir þjóðrembumenn og gyðingahatarar, en meðal þeirra er og að finna mun sakleysislegra fólk eins og forsprakka „Rússneska aðalsmannasambandsins“. Rússneska aðalsmannasam- bandið, sem í eru um 500 manns, kemur saman í mánuði hveijum í Arkitektahúsínu í Moskvu. Þar spjalla afkomendur frægra ætta saman, dansa, hlusta á kirkjukór. Og gefa sig á vald minningunum: að sögn formanns samtakanna, Andrejs Golitsins, er eit megin- hlutverk þeirra að viðhalda minn- ingum um fortíð sem reynt var að þurrka sem rækilegast út á 74 ára sovéttíma.En slík uppriljun er ekki einfalt verkefhi,því nú er langt um liðið siðan aðallinn var og hét. Og svo er annað: hvað er það sem menn vilja muna? Hverj- um þykir sinn fugl fagur: þær leifar fomra aðalsfjölskyldna sem sitja nú saman á angurværum kvöldvökum í Moskvu, þær halda því gjama fram að þeirra forfeður hafi haldið uppi menningu og góðum siðum í Rússlandi. Aðrir gætu svo sagt sem svo: þakka skyldi þeim þótt þeir kynnu frönsku og sæktu Ieikhús - þetta fólk hafði ekki mikið annað að gera. Nær væri að rifja það upp, að einmitt aðallinn var þungur baggi á rússnesku samfélagi, tók mikið til sín og hélt helstu emb- ættum eins og limir hans vom „fæddir til“ og komu þar með i veg fyrir að „aðall andans“ eða „aðall dugnaðarins" fengi að njóta sín. Meðlimir aðalsmannabanda- lagsins láta sig dreyma um að sá dagur komi að Rússland eignist keisara á nýjan leik. Keisaraelhi þeirra heitir Vladimír Kírillovítsj Romanov. Hann er fæddur í Finn- landi og býr í París og hefúr aldrei til Sovétríkjanna komið. Faðir hans var Kirill Vladimíro- vítsj Romanov stórfursti, sonar- sonur Alexanders annars. Kírill var fjórði í röð ríkisarfa þegar fjölskylda hans flúði Rússland skömmu eftir byltingu. En þegar keisarafjölskyldan var svo tekin af lífi skammt frá Ekaterínbúrg færðist stórfúrstinn ofar á lista vonbiðla krúnunnar. Og sonur hans, fyrmefhdur Vladimír, er af flestum keisarasinnum viður- kenndur hinn rétti arftaki „húfh Vladimírs monomakhs“. Valdimír Romanov situr með nokkurri viðhöfh í Frakklandi og Rússar sem heimsækja hann ávarpa hann sem hátign sæmir. Frakkar taka þennan leik svo al- y. : SÉ «*ré 1 :: <AgKS> .< - í w Andrej Golkitsin, for- maður Rússneska aðalsmannasam- bandsins, ! íbúð sinni ( Moskvu, umkringdur myndum af keisurum og frægum ættingj- varlega að þeir sjá biðkeisaranum fyrir lífverði. Og hann tekur bið- ina mjög alvarlega, ekki vantar það. 1 blaðaviðtali (sem birtist reyndar í „Moskvufréttum") kemst hann svo að orði: „Svo lengi sem ég man eftir mér hefi ég verið þess albúinn að rækja þá skyldu sem Guð og ör- lögin hafa falið mér. Saga Rúss- lands er fúll með óvæntar uppá- komur. Keisaradómur gæti verið gagnlegur föðurlandi okkar. Keis- arinn yrði sá sem stæði ofar öllum flokkum og hópum og væri mál- um til hans skotið svo að hann mætti hjálpa þeim við að komast að samkomulagi. Keisaradómur gæti virkað gegn upplausn ríkis- ins - upplausn sem hefði mikla ógæfú í for með sér. Því þetta heimsríki var skapað með starfi margra kynslóða.“ Fyrmefndur Golitsin, sem er af frægri fúrstaætt, hann tekur mjög undir þessi viðhorf í nýlegu viðtali við Washington Post. „Enn í dag, segir hann, er keisaradæmi það stjómarform sem best á við Rússa. Það er enn of snemmt að tala um endurreisn keisaradæmis í Rússlandi, en við getum ekki úti- lokað það með öllu eins og við hefðum vafalaust gert fyrir sex eða sjö árum.“ Blaðamaðurinn bætir því við, að ekki séu þeir margir sem deili þessum draumi um keisara með Golitsin. Flestum Rússum finnist hugmyndin fáránleg. Og hún hef- ur líka orðið fyrir hnjaski vegna þess hve margir trítilóðir rúss- neskir þjóðrembumenn, sem hat- ast við gyðingá og allt sem „út- lent“ er, hafa lagst í keisaradýrkun í leiðinni. ÁB tók saman FOSTURBORNIN Umhverfisverkefni U ngmennafélaganna Þriggja. ára verkefni 4500 félagsmanna í 250 ungmennafélögum um allt land Mætum öll á vettvang 8.-9. júní! r Ungmennafélag Islands Umsáturs' ástand í Alsír, kosningum frestað Chadli Benjedid, forseti Alsírs, lýsti í gær yfir umsátursástandi í landinu öllu, setti ríkis- stjórnina af og frestaði þing- kosningum, sem áttu að fara fram 27. þ.m., um óákveðinn tíma. Þessar tiltektir forsetans eru svar við aðgerðum helstu andstæð- inga hans, sem em bókstafstrúaðir múslímar. Flokkur þeirra, Islamska frelsunarfylkingin (venjulega köll- uð FIS, sem er skammstöfun heitis hennar á frönsku), lýsti yfir alls- herjarverkfalli 25. maí til að fylgja á eflir kröfum um breytingar á kosningareglum og forsetakosn- ingar. Þátttakan í verkfallinu varð lítil, og boðuðu bókstafstrúaðir þá til útifúnda í borgum. Illindi sam- fara þeim fúndum færðust jafht og þétt í aukana og náðu þau hámarki á þriðjudag er lögregla tvístraði manngrúa í Algeirsborg, höfuð- borg landsins, með skotvopnum, táragasi og vatnskanónum. Nokkrir menn vom þá drepnir, óvíst hve margir. Til óeirða hefur komið í fleiri borgum. Svo er að heyra að sljákkað hafi í FIS við þessar ráðstafanir Chadlis, þar eð í gær var hafl eftir mönnum í þeim flokki að hann hefði mælst til þess af sínu fólki að það léti af kröfúfundahaldi. Fyrir- hugaðar þingkosningar verða þær fyrstu fijálsu í sögu alsírska lýð- veldisins, ef þær verða haldnar. Hollendingar frá Kúrdistan Byrjað er að fiytja frá íraska Kúrdistan her- menn þá, er Holland sendi þangað í lið vest- urlandaríkja, sem er þar Kúrd- um til verndar. Alls sendu Hollendingar þangað um 600 menn í landhemum og um 400 landgönguliða. Að sögn hol- lenska vamarmálaráðuneytisins verða allir landhermennimir komnir heim innan tíu daga og landgönguliðamir verða fluttir frá írak skömmu síðar.AlIs vom um 21.000 hermenn frá ýmsum vestur- landaríkjum sendir til íraska Kúrd- istans til að gera kúrdneskum flóttamönnum, er flúið höfðu til tyrknesku landamæranna, fært að snúa heim eða til flóttamannabúða, sem vesturlandahermennimir komu upp! Colin Powell, yfirhers- höfðingi Bandaríkjanna, sagði í s.l. viku að allt það lið yrði senn kvatt á brott frá írak. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júní 1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.