Þjóðviljinn - 06.06.1991, Síða 5

Þjóðviljinn - 06.06.1991, Síða 5
FEETTIR Umsjón: Dagur Þorleifsson Danir: Nató þrýsti á Gorbatsjov í málefnum Eystrasaltslanda UfTe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði fréttamönnum í gær að danska stjórnin væri í þann veginn að Ieggja til við bandamenn sína í Nató að þeir veittu Sovétríkjunum ekki aðstoð nema að því til- skildu að þau tækju undanbragðalaust upp viðræður við Eist- land, Lettland og Litháen um sjálfstæðiskröfur þeirra. Tveggja daga ráðstefna utan- ríkisráðherra Natórikja hefst í Kaupmannahöfn í dag og hyggst Ellemann-Jensen leggja þessa til- Iögu þar fram. Stjóm Noregs, sem einnig er i Litháar á útifundi krefjast sjálfstæðis - danska stjórnin vill að Sovétmenn fái ekki efnahagsaöstoð að vestan nema þeir taki upp undanbragða- lausar viðræður við Eystrasaltslýö- veldin um sjálfstæðismál þeirra. Nató, hefur sagt að hún ætli að færa aukin umsvif sovéska hersins í Litháen í tal við Gorbatsjov Sov- étrikjaforseta, sem i gær flutti í Osló ræðu t tilefni þess að honum vora veitt friðarverðlaun Nóbels s.l. ár. Þá gat hann ekki komið til að veita verðlaununum viðtöku, vegna anna heima fyrir. Talið er að umrædd tillaga Dana muni ekki koma ýkja vel við sum önnur Natóriki, sem vilja styðja við bakið á Gorbatsjov og fara vægilega að honum í sem flestu, þar eð margir gera ráð fyrir að olnbogarými hans í innanlands- málum sé ekki mikið, vegna vand- ræða mikilla í efnahags- og þjóð- emamálum. Sovéskir ráðamenn sækjast ákaft eftir efnahagsaðstoð firá vesturlandaríkjum og hugsan- legt er að Gorbatsjov verði boðið á leiðtogaráðstefnu „hinna sjö stóra“, - þ.e. sjö mestu iðnaðarríkja heims - í Lundúnum í næsta mán- uði. Þau ríki era Bandaríkin, Kan- ada, Japan, Bretland, Frakkland, Þýskaland og Italía. „Við viljum að stjómin í Moskvu ábyrgist að hún hefji und- anbragðalausar viðræður við Eystrasaltslýðveldin um sjálfstæð- ismál þeirra. Það sé skilyrði íyrir því að Sovétríkin fái efnahagshjálp að vestan,“ sagði Ellemann-Jensen. Hann bætti því við að ögranir Sov- étmanna í lýðveldunum þremur upp á síðkastið vektu óhug. Páfi: Likir fóstureyðingum við fiöldamorð nasista Jóhannes Páll páfi annar, sem nú er í heimsókn í foðurlandi sínu Póllandi, hefur í ræðum sínum þar verið óvenju harð- orður í gagnrýni sinni gegn fóstureyðingum, en þær leyfir kaþólska kirkjan ekki. Á ræðu, sem páfi flutti í Radom í fyrradag var helst svo að skilja að hann legði fóstureyðingar að líku við fjöldamorð nasista. 400.000 örbjarga flóttamenn Um 400.000 suðursúdanskir flóttamenn, sem leitað höfðu hælis innan eþíópsku landa- mæranna undan stjómarher Sú- dans, hafa nú hrakist til baka yfir landamærin og hafast flestir við á mýrlendi á yfirráðasvæði suðursúdanskra uppreisnar- manna. Flóttafólk þetta, sem var í búðum suðvestan til í Eþíópíu, lagði á flótta þaðan er það varð fýrir árásum liðsmanna OLF, flokks sem berst fyrir sjálfstjóm eða sjálfstæði til handa Oromó- um, fjölmennustu þjóð Eþíópíu. „Eg hef séð ærið af hörm- ungum ... en þetta er sennilega það versta sem ég hef séð á Afríkuhomi síðustu ár,“ segir starfsmaður Sameinuðu þjóð- anna á þessum slóðum um það hvemig ástatt sé fýrir flóttafólki þessu. Að hans sögn er þessi mikli manníjöldi matarlaus og hefúr lengi soltið, þar eð stríðið í Eþíópíu rauf birgðafluminga til búðanna þar sem flóttafólkið hafðist við. Skora hjálparstarfs- menn S.þ. á þessum slóðum á ríki og stofnanir að bregðast skjótt við til bjargar fólkinu. 38 hafa farist við Unzen Talið er nú að gosið úr Unz- en, eldfjalli á japönsku eynni Kyushu, hafi orðið 38 mönnum að bana. Er þetta þá orðið mannskæðasta eldgosið þar- lendis síðan 1926 er 144 menn létu lífið af völdum eldgoss á Hokkaídó, nyrstu Japanseynni. Talin er hætta á nýjum gos- hryðjum úr Unzen á hverri stundu. 5000 drukknuðu í flóðum Mikil flóð urðu fýrir helgina í Jowzjan, héraði í norðurhluta Afganistans, og segja talsmenn þarlendra uppreisnarmanna að um 5000 manns hafi farist. Óvenjumikil snjóalög vora í fjöllum Afganistans eftir vetur- inn og munu leysingar í s.l. viku hafa valdið flóðunum. Flóðin skullu yfir að nóttu til er flest fólk var í rúmum sínum. Í ræðu þessari minntist páfí á fjöldamorð nasista á gyðingum, sí- gaunum o.fl., kjamasprengjuárásir Bandaríkjamanna á Japan 1945 og þær tugmiljónir manna sem létu lífið af völdum heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Stór svæði Evrópu, sagði páfi, hafa á þessari öld orðið graf- reitur fólks sem drepið var sak- laust. „Þessi grafreitur fómarlamba grimmdar mannsins á öldinni okk- ar hefúr nú verið stækkaður og við hann bætt öðram feiknastóram grafreit, þar sem hvíla þeir ófæddu, varnarleysingjar hverra andlit þeirra eigin mæður hafa ekki einu sinni séð. Hvaða stofnun mann- anna, hvaða þing hefúr rétt til þess að löggilda dráp á saklausum og vamarlausum mannveram?“ sagði Jóhannes Páll og leyndi sér ekki að honum var mikið niðri fyrir. Ljóst er af fréttum frá í gær að mörgum hnykkti við ræðu þessa. Þannig sagði Sztandar Mlodych, vinstrisinnað æskulýðsblað pólskt, að óhæfa væri að leggja að líku fjöldamorðingja og andstæðinga kenninga kaþólsku kirkjunnar í ákveðnu máli. Væri slíkt móðgun við miljónir manna. Haft er fyrir satt að þetta sé í fyrsta sinn, sem núverandi páfi hafi verið gagn- rýndur undanbragðalaust í blaði i föðurlandi sínu, þar sem hann er flestum ef ekki öllum mönnum meira metinn. Heinz Galinski, leiðtogi sam- taka gyðinga í Þýskalandi, harmaði í gær ummæli páfa. „Þeir sem nas- istastjómin myrti verðskulduðu ekki að minningu þeirra væri mis- boðið til þess að koma á framfæri einhveijum tilfallandi pólitiskum markmiðum," sagði Galinski. Hann sagði einnig að sérstaklega bæri að harma að slíkur í hæsta máta óviðeigandi samanburður kæmi frá æðsta leiðtoga kaþólsku kirkjunnar, „sem enn hefur ekki horfst í augu við ábyrgð sína á því að hleypidómar gegn gyðingum vora magnaðir upp öld eftir öld. Þar er ein af rótum nasistastjómar- innar.“ Fóstureyðingar era um þessar mundir eitt helstu deilumála í Pól- landi. Síðan á valdatíð kommúnista er þar í gildi mjög fijálsleg fóstur- eyðingalöggjöf, en kaþólsk kirkja Pólveija, stórveldi með þeirri þjóð, vill að í staðinn komi algert bann við fóstureyðingum og verði þeim sem það bann brjóti refsað með allt að tveggja ára fangelsisvist. Jozef Glemp kardínáli, æðsti klerkur pólsku kirkjunnar, hefur ráðist gegn fóstureyðingum með svipuðu orðalagi og páfi, sagði þannig íýrir skömmu að fóstureyðingar væru að „breyta Póllandi í einskonar út- rýmingarbúðir“. Glemp kvað hafa sagt þetta í reiði er pólska þingið hafði stöðv- að frumvarp um bann við fóstur- eyðingum. Niðurstöður skoðana- kannana benda til þess að mikill meirihluti Pólverja vilji að fóstur- eyðingar verði leyfilegar áfram, a.m.k. undir vissum kringumstæð- um. Talið er að þarlendis séu fram- kvæmdar allt að 600.000 fóstur- eyðingar á ári. Jóhannes Páll annar - kirkju hans væri nær að gera upp við sína eigin fortið, segir leiðtogi þýskra gyðinga. Siða 5 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.