Þjóðviljinn - 06.06.1991, Qupperneq 7
Akureyringar
eru útverðir
menningar
Listamiðstððin i Grófargili
á Akureyri er að verða
að veruleika. Samningar
um Listamiðstöðina voru
undirritaðir í fyrradag. Að sögn
Sigríðar Stefánsdóttur, forseta
bæjarstjórnar Akureyrar er um
að ræða þrjár byggingar í Gró-
fargili. Þetta eru gömul verk-
smiðjuhús þar sem atvinna hef-
ur að mestu leyti verið lögð nið-
ur en þau verða afhent í áföng-
um. Ástæðan fyrir því að þessi
hús eru á lausu er sú að nútíma-
tækni gerir nýjar kröfur til
verksmiðjuhúsnæðis og Kaupfé-
lagið er að flytja nánast alla sína
starfsemi úr gilinu.
Myndlistarskólinn var reyndar
kominn i hús þama í gilinu áður en
skriður komst á þessar hugmyndir.
Það hús var ekki með í kaupunum.
I dag verður skipuð nefnd til að
fjalla um nánari skipulagningu.
Það hefúr komið í ljós að mik:
ill hugur er í mönnum útaf þessu. I
Smjörlíkisgerðinni og Flóra vill
fólk bæði kaupa og leigja. Þar era
á ferðinni arkitektar og myndlistar-
menn, það er áhugi á að stofha
verkstæði fyrir handverk, kafFistof-
ur o.s.frv.
I Mjólkursamsölunni, þar sem
brauðgerðin er enn á efstu hæð, á
að innrétta myndlistarsali. Þar hef-
ur bærinn áhuga á að ná samstarfi
við ýmsa aðila t.d. Listasafn Ríkis-
ins.
Ketilhúsið á að verða tónlistar-
hús en gæti jafnframt notast til ráð-
stefnuhalds.
Ágreinings hefur orðið vart
vegna þess að á 125 ára afmæli
bæjarins var samþykkt að byggja
við Amtsbókasafnið og búa til
listamiðstöð þar. Það er enginn
vafi á því að viðbygging við Amts-
bókasafnið verður að koma en
Natalie Zadrodnova sérfraeðingur frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins I
Mapadan I Síberlu og Nicolay Michailoc forstjóri. Mynd: Kristinn.
Islensk líflömb
til Síberíu
Nicolay Michailov forstjóri
Rannsóknastofnunar landbúnaðar-
ins í Magadan í Síberíu segir að
áhugi sé fyrir því að kaupa 10-12
íslensk líflömb í því skyni að
koma upp sauðfjárrækt þar eystra.
Til greina kemur að gera þetta í ár,
en allavega á næsta ári.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi hjá Upplýsingaþjónustu
landbúnaðarins í gær, en Micha-
ilov og Natalie Zadrodnova sér-
ffæðingur frá sömu stofnun, hafa á
undanfömum dögum verið að
kynna sér íslenskan landbúnað og
rannsóknir honum tengdar. Þau era
héma í boði Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins, en Siberíubúar
hafa sérstakan áhuga á íslenskum
landbúnaði sem fyrirmynd að fyr-
irhugaðri einkavæðingu landbún-
aðar hjá sér. í því sambandi hafa
þau sérstaklega kynnt sér íslensk
íjölskyldubú og ennffemur starf-
semi Búnaðarfélagsins, Stéttar-
sambands bænda og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. Einnig
hafa þau heimsótt um 15 bónda-
býli og tekið þátt í almennum bú-
störfum.
Michailov segir að nýhafin
einkavæðing í landbúnaði gangi
seint fyrir sig vegna skriffinns-
kunnar, en þar mun vera gnótt af
ónotuðu jarðnæði. 1 Magadan er
stunduð nautgriparækt, svína- og
fuglarækt, en engin sauðfjárrækt.
Auk þess er þar stunduð yl- og
kartöflurækt.
Þorsteinn Tómasson forstjóri
RALA segir að upphaf samskipta
íslendinga við Síberíubúa megi
rekja til ráðstefnu sem haldin var í
Leníngrad fyrir nokkram áram. Þar
myndaðist gagnkvæmur áhugi á
frekari samskiptum milli þeirra og
íslendinga og annarra þjóða á
Norðurhjara, enda gróðurfar og
náttúra mjög svipuð. Magadan er
þó 10-12 sinnum stærra en Island
að flatarmáli. Þar byrjaði landbún-
aður að þróast á millistriðsáranum,
í kjölfar mikilla búferlaflutninga
þangað ffá öðram svæðum Sovét-
ríkjanna þegar námugröflur eflir
gulli og öðram góðmálmum hófst
þar af miklum krafli.
Michailov segir að umhverfis-
áhrif námugraflarins í Magadan
hafi meðal annars hafl þau áhrif að
100 þúsund hektarar lands væri
ónýtt af þeim sökum. Því væri
mikill áhugi á uppgræðslu lands
þar eystra og hafa þeir meðal ann-
ars fengið lúpínur frá Gunnarholti
til land græðslu, sem hefúr gefist
vel. -grh
Nú hillir undir að Akureyringar eignist slna eigin lista- og menningarmiðstöð I sk. Listagili, I fyrrum húsnæði KEA.
Mynd háge.
hana verður að nota fýrir safnið.
Hugmyndir um Listamiðstöð verða
hins vegar framkvæmdar í Gró-
fargili.Kjami þessa máls er kann-
ski sá, sagði Sigríður, að fjölmargir
hafa sýnt Listamiðstöðinni í Gró-
fargili áhuga og vilja leggja fé í
þær framkvæmdir sem þar era á
döfinni. Þetta gefur okkur kost á
hröðum og myndarlegum fram-
kvæmdum.
1 fyrmefhdri grein Helga Guð-
mundssonar, ritstjóra Þjóðviljans,
er vikið að því hvaða hag Akureyr-
ingar gætu haft af þessu. Þar segir
meðal annars: Gilið er miðsvæðis
og það mun á nokkram áram
breytast úr drungalegu iðnaðar-
hverfi í áhugaverða og lifandi lista-
miðstöð sem fífgar upp á miðbæ-
inn og styrkir verslun og þjónustu
þar og í bænum í heild. Helgi segir
m.a. að lista- og menningarlíf á
Akureyri muni stórefiast við þetta
og Akureyri verða ákjósanlegur
vettvangur fyrir innlenda og er-
lenda listviðburði. Helgi minnir
einnig á að það er markverður ár-
angur í umhverfismálum þegar
óhijálegt iðnaðarhverfi breytist í
aðlaðandi athafnasvæði.
-kj
yaröstaöa um vegamál
Iályktun 20. Landsþings Fé-
lags íslenskra bifreiðaeig-
enda um vegamál er þess
krafist að markaðir tekju-
stofnar til vegamála renni þang-
að að fullu. Jafnframt skorar
þingið á alþingismenn að þeir
standi vðrð um það fjármagn
sem áætlað er tii vegamála í
kjördæmum þeirra og stuðla að
sem bestri nýtingu þess.
Alls sóttu 30 fulltrúar þingið,
sem haldið_var í Reykjavík í síð-
ustu viku. I umræðum um stefnu-
mótun félagsins var meðal annars
Qallað um vegamál, umferðarör-
yggi, tryggingar og umhverfismál.
Þingfúlltrúum var tíðrætt um þá ár-
áttu stjómvalda að seilast æ oftar í
vasa bifreiðaeigenda til að kosta
samneysluna. Á sama tíma og tekj-
ur ríkissjóðs af bifreiðum stórauk-
ast er dregið úr útgjöldum til vega-
mála. En eins og kunnugt er hefúr
ríkisstjómin ákveðið að skera
framlög til vegamála niður um 350
miljónir króna í ár.
Að mati þingsins hefur Vega-
gerðin, frá árinu 1986 ekki fengið
aðrar fjárveitingar en þær sem tak-
markast við markaðar tekjur af
umferðinni og þó stundum vera-
Iega skertar. I ályktun þingsins
kemur fram að ekki hefur verið
staðið við þá samþykkt Alþingis að
veija 2,4% af þjóðarframleiðslu til
vegamála. Þess í stað hefur raun-
talan síðastliðin fimm ár jaðrað við
það að vera helmingur þessa fyrir-
heitis og var lægst 1,6% árið 1987.
I ályktun þingsins um umferð-
aröryggi er lögð áhersla á að slysa-
skráning Umferðarráðs verði efid
og sömuleiðis nýstofnuð rannsókn-
amefnd umferðarslysa. Ennfremur
að reglur um ökunám og ökupróf
verði endurskoðaðar sem fyrst og
kröfúr í þeim efhum verði auknar
og samræmdar um land allt. Jafn-
framt bendir þingið á að bens-
íneyðsla við akstur á bundnu slit-
lagi sé um 17% minni en þegar ek-
ið er á malarvegum.
-grh
Fyrsta norræna ráðstefnan
um mannréttindi á Islandi
Norræn ráðstefna um
mannréttindi verður
sett í dag á Hótel Eddu
Laugarvatni. Fjallað
verður um réttindi
smáþjóða, flóttamannarétt og
tengsl umhverfisréttar og mann-
réttinda. Sérstaklega verður
fjallað um mannréttindi á ís-
landi. Ráðstefnan stendur til 10.
júní.
Ráðstefnur sem þessar hafa
verið haldnar reglulega á hinum
Norðurlöndunum, en þetta er sú
fyrsta hér á landi. Ráðstefnan er
kjörinn vettvangur fyrir Islendinga
að kynnast því hvað er að gerast í
umræðunni um mannréttindi í ná-
grannalöndum okkar. Ráðstefnuna
sækir meðal annarra Jan Marten-
sen yfirmaður mannréttindastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna. Jakob
Þ. Möller og Guðmundur Alfreðs-
son starfa við þá stofnun og verða
þeir einnig á Laugavatni. Formenn
mannréttindastofnana hinna Norð-
urlandanna koma einnig sem og
þrír fúlltrúar Eystrasaltsríkjanna.
Þekktir fyrirlesarar og fræði-
menn á sviði mannréttinda munu
halda fyrirlestra, en ráðgert er að
eftir að fyrirlesarar hafa kynnt við-
fangsefni sín verði almenn umræða
og fyrirspumir. Enska verður það
tungumál sem notað verður á ráð-
stefnunni. Ráðstefnan er öllum op-
in og kostar ekkert. Hægt er að
sækja einstaka fyrirlestra. En þeir
sem óska gistingar eða matar á
Hótel Eddu þurfa að tilkynna það
til ráðstefnudeildar Ferðaskrifstofú
Islands. -gpm
Tllmæli um uppbyggingu Útnesvegar
Atta hundruð íbúar
Breiðuvíkurhrepps,
Neshrepps utan Ennis,
Ólafsvíkurbæjar og
útar, auk lækna í Ólafs-
víkurlæknahéraði, hafa ritað
nöfn sín á undirskriftalista þar
sem skorað er á þingmenn Vest-
urlands og Vegagerð ríkisins, _að
beita sér fyrir uppbyggingu Ut-
nesvegar frá Gufuskálum að
vegamótum Fróðárheiðar með
vetrarumferð í huga.
Ástæðan fyrir þvi að ráðist var
í söfnun undirskriftalista er sú að
íbúum á svæðinu hefur fundist _að
framkvæmdir og uppbygging Ut-
nesvegar hafi dregist ótrúlega
lengi. Að mati íbúanna er ástand
Útnesvegar þannig að veralegt við-
hald á veginum er nauðsynlegt nú
þegar. Sérstaklega styrking vegar-
ins á Gufuskálamóðum og frá
Görðum að Hólahólum, ennfremur
lagfæring á snjóastöðum á nokkr-
um vegarköflum.
Þá leggja íbúamir áherslu á að
Vegagerðin annist snjómokstur
tvisvar í viku frá vegamótum Fróð-
árheiðar um Breiðuvík að Gufu-
skálum. Að mati læknanna í Olafs-
víkurlæknishéraði er mjög brýnt að
samgöngur innan héraðsins séu
sem bestar, þannig að fólk úr sunn-
anverðu héraðinu geti komist til
Ólafsvíkur á heilsugæslustöðina á
dagtíma þegar þörf er.
Einnig þurfa læknar að geta
farið frá Olafsvík til annarra svæða
innan héraðsins, auk þess sem
flugvöllurinn á Rifi þjónar sjúkra-
flugi fyrir allt svæðið.
-grh
SíöSá'r
ÞÍÓÐVI^lPiWftWililitÚdagur' 6'. íúní 1991