Þjóðviljinn - 06.06.1991, Qupperneq 8
Ögmundur Jónasson formaöur BSRB, Eiríkur Jónsson, varaformaöur KÍ og Snær Karlsson, framkvæmdastjórnarmaöur Verkamannasambandsins héldu erindi
um lífskjarajöfnun á fundi Alþýöubandalagsins í Kópavoginum. Mynd: ÞÓM.
Verðbólgus tj óm
skal hún heita!
Það var þungt hljóð í talsmönnum launa-
fólks á fundi sem Alþýðubandalagið
hélt í gær um lífskjarajöfnun. Forystu-
menn launafólks þeir Ógmundur Jón-
asson, formaður BSRB, Snær Karlsson,
framkvæmdastjórnarmaður í Verkamanna-
sambandinu og Eiríkur Jónsson, varafor-
maður Kennarsambandsins héldu erindi á
fundinum.
Kom fram í máli þeirra að tímabundin fóm
launafólks hafi verið einn af þeim homsteinum
sem byggði upp Þjóðarsáttina. í dag átti árang-
urinn að koma í ljós og kaupmáttur að aukast
með viðskiptakjarabata. Verkalýðsleiðtogamir
sögðu að þetta hefði ekki gerst, í staðinn em
það fjármagnseigendur sem með aðgerðum
nýrrar ríkisstjómar hirða afrakstur launafólks-
ins. I svömm þeirra félaga við fyrirspumum
kom fram, að ef ástandið breytist ekki, megi
allt eins búast við hörðum kröfum í haust þegar
samningar losna. Fundurinn í Kópavogi endur-
speglaði þau vonbrigði sem leiðtogar launa-
fólks hafa orðið fyrir nú á síðustu vikum.
Vaxtahækkun stjómarínnar, hækkun bankanna á
vöxtum og svo hækkun á ýmsu vömverði und-
anfarið hefur að sögn verkalýðshreyfingarinnar
veikt trú almennings á vilja ríkisstjómarinnar til
að koma hér á efnahagslegum stöðugleika. Orð
Ögmundar á fundinum segja meira en langt
mál: „Ég er byrjaður að spyija sjálfan mig
hvort „Viðeyjarstjóm" endi uppi með aðra
nafngift, þ.e. „Verðbólgustjóm“.“
Ymislegt bendir (il að samtök launafólks
geti hugsað sér að ganga samcinuð til samninga
í haust. Asmundur Stefánsson forseti ASÍ, lét
að þvi liggja í ræðu sem hann hélt á BSRB-
þingi, að viðræður milli samtaka og félaga
innan verkalýðshreyfmgarinnar væm nauð-
synlegar nú. Þessar hreyfingar verði að taka af-
stöðu til þess hvort þær eigi að ganga samein-
aðar til viðræðna í haust, eða vera hver í sínu
homi. Undir þetta hafa flestar launþegahreyf-
ingar tekið, á Kennarsambandsþinginu sem
lauk nýverið segir m.a. í ályktun um kjaramál:
Verkalýðsfélög eru að búa síg
undir að til aðgerða geti komið
„Við hvetjum til víðtæks samstarfs launafólks í
komandi samningum."
Snær Karlsson tekur undir þetta og segir að
samráð og undirbúningur sé þegar hafinn.
- Við emm að vísu ekki í neinum formleg-
um viðræðum, en útifúndurinn á Lækjartorgi í
síðustu viku, þar sem fulltrúar ASÍ og BSRB
stóðu saman að ályktun og svo hugmyndir
þessara samtaka um mótmæli bendir til að hér
verði settar fram sameiginlegar kröfur í haust,
segir Snær.
Ögmundur hefur aftur á móti ekki tekið
svona djúpt í árinni. A meðan á BSRB-þinginu
stóð og svo á fundinum á þriðjudaginn þar sem
hann ítrekaði að BSRB muni ekki miðstýra að-
ildarfélögunum varðandi væntanlega kjara-
samninga.
- Hvert stéttarfélag innan Bandalagsins
mun ræða málin út af fyrir sig. Það munu þau
væntanlega gera í sumar. Ef niðurstaðan verður
að heildarsamtökin þ.e. BSRB fari í viðræður
við stjómvöld og aðra vinnuveitendur, þá er allt
eins líklegt að við verðum í samráði við aðrar
hreyfingar launafólks, segir Ögmundur.
Samkvæmt kjara- og samningsréttarályktun
Bandalagsins kemur ffam í einum þættinum:
„36. þing BSRB lýsir yfir fullum vilja til að
efla samstöðu samtaka launafólks til að bæta og
jafna lífskjör." Það er því allt eins líklegt að fáir
muni skorast undan sameiginlegum kröfum á
hausti komanda.
Ræðumenn á lífskjarafundinum í Kópavogi
sögðu að ummæli margra um að verkalýðs-
hreyfingin hefði dregið lappimar í kjaramálum
í tíð síðustu ríkisstjómar væri ekki rétt.
- Verkalýðshreyfingin reisti meiri kröfur á
hendur síðustu rikisstjóm en oft hefur verið gert
áður, sagði Snær Karlsson. - Við sýndum fyrri
ríkisstjóm fúlla hörku, en sanngimi. Við mun-
um sýna þessari rikisstjóm fulla hörku og sann-
gimi. En hún verður að sýna sanngimi líka,
sagði Eiríkur.
Vaxtahækkanimar undanfarið hafa reytt
launafólk til reiði. Ögmundur sagði á Iífskjara-
jöfnunarfundinum í Kópavogi að ríkisstjómin
hafi sagst eiga um tvö möguleika að veija. Ann-
ars vegar að hækka skatta og hins vegar að
hækka vexti. Hún hækkaði vextina sem er í
mínum augum ekkert annað en skattahækkanir.
A útifundinum sem haldinn var á Lækjartorgi
sagði Ögmundur:
- Fyrir þá sem ekki vita það þýða vaxta-
hækkanir aukna greiðslubyrði fyrir heimilin.
Og það er kaupmáttarskcrðing. Fólk þarf að
borga meira af eigin lánum, og í hærra verðlagi.
A þessum fundi sagði Ögmundur að pen-
ingamir sem sköpuðust með þessum vaxta-
hækkunum myndu koma einhverstaðar fram. -
A endanum, þegar dæmið er gert upp, þegar öll
kurl eru komin til grafar, þá er það fámenn stétt
fjármagnseigenda sem fær aukinn auð á silfur-
fati.
Þessi hópur fær aukinn gróða, en hann
borgar engan skatt til samfélagsins af vaxtatekj-
um sínum. Þeir eru einu íjármagnseigendumir á
vesturlöndum sem greiða enga skatta af vöxt-
um. A Islandi hafa okrarar sitt á þurru, sagði
Ögmundur.
Afturvirk vaxtahækkun húsnæðislána og
ákvörðun ríkisstjómarinnar að skera burtu bið-
röðina í húsnæðiskerfinu frá 1986 hefur mælst
illa fyrir.
Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður.Fóst-
urfélagsins og einn ræðumanna á Lækjartorgi
sagði;
„í kosningabaráttunni í vor lofaði Jóhanna
Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra,
að allir lánshæfir umsækjendur scm voru í bið-
röð eftir lánum á almenna húsnæðiskerfinu frá
1986 fengju afgreiðslu, hún sagði: „Við munum
hafa þrjú ár til að afgreiða þetta fólk með að-
gerðum okkar, nú heíúr óvissunni verið eytt.“
En hvað gerðist svo? Að loknum kosningum
settist þessi sami ráðherra í sama stólinn og tek-
ur ákvörðun um að loka kerfinu algerlega."
Ögmundur segir að „afturvirkar hækkanir ú
húsnæðislánakerfinu em fullkomlega siðlausar,
þar sem öllum áætlunum heimilanna er koll-
varpað.“ Ögmundur spyr hvort mönnum finnist
virkilega ekki nóg komið. „Það er á engan hátt
Það er fámenn stétt fjár-
magnseigenda sem fær aukinn
auð á silfurfati
blakað við okrurunum. Þeirra er rikið og fjár-
magnið. Ef þetta er réttlæti, þá er ástæða til að
segja: Vont var þeirra ranglæti, en þá fyrst tekur
steininn úr þegar þeir gerast réttlátir. Réttlæti
stjómvalda, réttlæti fjármagnskerfisins, er ekki
réttlæti almennings, - þetta er ekki okkar rétt-
læti,“ segir Ögmundur.
A fundinum í Kópavogi voru þessar vaxta-
hækkanir gerðar að umtalsefni. Valþór Hlöð-
versson blaðamaður og bæjarfúlltrúi úr Kópa-
vogi setti upp dæmi í því sambandi.
- Launamaður sem skuldar fjórar miljónir í
húsnæðislán, raunvextir af þessum lánum þessa
manns sem er að nokkru leyti með langtímalán
og svo skammtímalán, hækka að meðaltali um
þrjú prósent á ári. Þetta þýðir 120 þúsund krón-
ur í árlega vaxtahækkun hjá þessum eina launa-
manni. Einstaklingur með 100 þúsund krónur í
lekjur á mánuði þarf því að fá 10 prósent hækk-
un á sitt kaup, bara til að mæta þessum vaxta-
Það er lfklegt að fá verkalýðs-
félög muni skorast undan
sameiginlegum aðgerðum í
haust
hækkunum, sagði Valþór.
Það má leggja það mat á kjaraumræðumar
síðustu dagana, að ef ríkisstjómin grípi ekki
strax til aðgerða vegna þeirra hækkana sem riða
yfir þjóðina verði samningar í haust mjög erfið-
ir. Launafóik sem tók á sig þungan bagga þ.e.
minnkaðan kaupmátt til að hér kæmi til eftia-
hagslegur stöðugleiki sér nú eftir árangrinum í
hendur þeirra sem eiga fjármagnið.
Eins og Snær lýsti þessu í Kópavoginum: -
Þögn Vinnuveitendasambandsins er merkileg
gagnvart þeim hækkunum sem verið hafa. Það
er þvi allt eins líklegt að í haust segi þeir að
þeir geti ekki samið um neitt. Að fýrirtækin séu
ekki aflögufær um neitt fjármagn til kauphækk-
ana. Málið er að það verður búið að ráðstafa
hagnaðinum, hann hefur farið til fjármagnseig-
endanna, sagði Snær.
Ennfremur em verkalýðsfélög að búa sig
undir að til aðgerða geti komið. A þingi Kenn-
arasambandsins urðu nokkrar umræður um
hvort ekki ætti að lækka greiðslu í kjaradeilu-
sjóð, þar sem um 200 miljónir væm í sjóðnum.
Eftir nokkrar umræður var ákveðið að gera það
ekki, vegna þess ástands sem rikti í þjóðfélag-
inu. Og síðast en ekki síst að vera viðbúin
harðri samningalotu í haust. -sþ
Jafnvægi á
vinnumarkaði
Niðurstöður könnunar
Þjóðhagsstofnunar og Vinnu-
málaskrifstofu félagsmála-
ráðuneytisins á atvinnu-
ástandi og atvinnuhorfum
benda til jafnvægis á vinnu-
markaðnum. Þetta kemur
fram í frétt frá Þjóðhags-
stofnun. Vinnuaflseftirspurn
er að vísu nokkru meiri en
hún hefur verið undanfarin
misseri.
Þó er aukin eftirspum ekki
talin það mikil að merkja megi
alvarlega hættu á þenslu á
vinnumarkaði. Atvinnurekend-
ur vilja, samkvæmt könnun-
inni, íjölga um 470 störf á
landinu öllu í apríl, en það er
um 0,6 prósent af heildarmann-
afla í þeim atvinnugreinum
sem könnunin nær til. Hún nær
til fýrirtækja í öllum atvinnu-
greinum nema landbúnaði,
fiskveiðum og opinberri þjón-
ustu. Þó eru sjúkrahús með i
könnuninni.
Þetta er nokkur breyting frá
síðustu könnun sem var gerð í
janúar, en þá vildu sömu at-
vinnurekendur fækka um 120
störf. Könnunin er gerð þrisvar
á ári, í janúar, april og septem-
ber.
1 apríl í fyrra vildu atvinnu-
rekendur íjölga um 150 störf
eða um 0,2 prósent af mann-
afla. Þær atvinnugreinar sem
nú halda uppi eftirspuminni em
fiskiðnaður, byggingastarfsemi
og rekstur sjúkrahúsa. Þetta
kemur einkum frarn úti á lands-
byggðinni, segir í fréttinni.
Atvinnuleysi fer minnk-
andi, en í apríl vom 1750
skráðir atvinnulausir eða 1,3
prósent af vinnuffamboði mið-
að við 1,9 prósent á sama tíma
í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði árs-
ins hefúr atvinnuleysi verið að
meðaltali 1,7 prósent, en var
2,3 prósent í fyrra. Þó er bent á
í ffétt Þjóðhagsstofnunar að tal-
ið sé að árstíðasveiflur atvinnu-
leysis séu að breytast og því
megi ekki túlka þessar niður-
stöður að fúllu sem fækkun at-
vinnulausra.
Atvinnurekendur vom að
þessu sinni spurðir hve marga
starfsmenn þeir teldu æskilegt
að ráða í sumarafleysingar og
varð niðurstaðan svipuð og í
fyrra eða 12.600 störf. Með
aukinni vinnuaflseftirspum og
minnakandi atvinnuleysi ættu
horfúr skólafólks á sumarvinnu
að vera bjartari nú en undanfar-
in tvö ár, segir í fréttinni.
-gpm
Uppsögnum
starfsmanna
Heilsuhælisins
mótmælt
36. þing Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja mót-
mælir þeim uppsögnum
starfsmanna úr röðum BSRB
sem fram hafa farið á Heilsu-
hæli Náttúrulækningafélags í
Hveragerði, sem og öðrum
uppsögnum sem víða virðast
hafa átt sér stað innan stofn-
ana þar sem félagsmenn sam-
takanna starfa.
I álykun þingsins er það
fordæmt harðlega að starfs-
menn Heilsuhælisins séu gerðir
að leiksoppum í þeirri valda-
baráttu sem staðið hefur yfir að
undanfomu milli lækna hælis-
ins og „stjómar" Náttúmlækn-
ingafélags íslands. Heitir þing-
ið þessum starfsmönnum fúll-
um stuðningi í þeim hremm-
ingum sem þeir hafa lent í af
þessum sökum.
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. júní 1991
Síða 8