Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 11.06.1991, Blaðsíða 1
107. tölublað Þriðjudagur 11. júní 1991 56.árgangur Verkfallsréttinum fómað Gengið hefur verið frá samningi milli forsvarsmanna Atlantal hf. og fuiitrúa þeirra verkalýðsfélaga sem koma til með að vinna við fyrirhugað álver á Keilis- nesi. í samningsdrögunum sem Þjóðviljinn hefur undir höndum, kemur fram að verkalýðsfélögin gefi frá sér allan verkfallsrétt fyrstu fímm árin eftir að fullur rekstur hefst í álverinu. Einnig segir að Atlantal hf. muni sjálft hafa forystu í öllum samningaviðræðum um kjarasamninga við verka- lýðsfélögin, þannig að Vinnuveitendasambandið muni ekki koma ná- lægt samningsgerð við starfsfólk álversins. Fyrsti kjarasamningurinn fellur úr gildi fimm árum efiir að fullur rekstur hefst í álverinu. „Sam- kvæmt reglu um skyldu til að halda vinnufrið skuldbinda samtök verkalýðsfélaganna sig til að gripa hvorki til verkfalla né annarra að- gerða sem gætu raskað starfsemi álversins á ofangreindu tímabili og fyrirtækið skuldbindur sig til að grípa ekki til verkbanns,“ segir í fimmtu grein samkomulagsins. í sjöundu grein samkomulags- ins segir að rekstur og stjóm starfs- liðs sé eingöngu í höndum fyrir- tækisins, „þ.m.t. áætlanagerð, yfir- stjóm og stjóm rekstursins í álver- inu, tímasetning verkefha og skip- un starfsliðs til slíkra verkefna, gerð ffamleiðslustaðla, verk sem falin verða undirverktökum, ákvörðun og gerð nýrrar eða end- urbættrar framleiðsluaðferðar, skipulagning yfirvinnu, gerð og framkvæmd reglna um hegðun og réttur til að halda uppi aga,“ segir m.av í greininni. I samningsdrögum Atlantsal við verkaíýðsfélögin fimm, en þau em: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Iðnsveina- félag Suðumesja, Rafiðnaðarfélag Suðumesja, Félag rafeindavirkja, Verslunarmannafélag Suðumesja og Félag matreiðslumanna, segir orðrétt: „Fyrirtækið lýsir því yfir að það muni sjálft hafa forystu í öllum samningaviðræðum um kjarasamninga við samtök verka- lýðsfélaganna. Þórarinn V. Þórarinsson, ffam- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bandsins, segir að ef verkalýðsfé- lögin hafi áskilið þessum erlendu fyrirtækjum aðra og þægilegri kosti en íslenskum fyrirtækjum í VSI standi til boða, ef það gangi ekki í Vinnuveitendasambandið, sé búið að setja samskipti okkar og þessara verkalýðsfélaga í allt ann- Miljö 91 hefst á morgun Ráðstefna um umhverfismennt sem ríkisstjórn íslands heldur að tilstuðlan norrænu ráðherranefndarinnar, Miljö 91, verður sett á morgun í Háskólabíói. Þátttakend- ur eru um 1000 talsins og koma af öllum Norðurlöndun- um. Fyrirlesarar eru 140, þar af 20 erlendir. Ráðstefnan stendur til 14. júní. Samstarfsnefnd 4 ráðuneyta hefur yfirumsjón með ráðstefnunni sem fer ffam í húsnæði Háskóla Is- lands og í Haga- og Melaskóla. Þátttakendur skipta sér niður í 12 hópa sem hver um sig situr á tveggja daga námskeiði um af- markað svið umhverfismála. Ráð- stefnan er haldin fyrir fóstrur og kennara á öllum skólastigum. I kvöld verður móttaka i boði borarstjóra í Sundlaugunum í Laugardal. Þar verða bomar fram veitingar og þeir sem vilja geta fengið sér sundsprett. Sýning í Melaskóla og Haga- skóla í tengslum við ráðstefnuna verður opin almenningi og að henni standa samtals 70 aðilar af öllum Norðurlöndum. Þá verður efnt til „kvikmyndahátíðar", þ.e. í Norræna húsinu verða sýnd norræn myndbönd um umhverfismál. Miljö 91 er síðasta ráðstefha í röð fimm slíkra sem haldnar hafa verið í höfúðborgum Norðurland- anna annað hvert ár síðan 1983. -vd. að samhengi. - Það hlýtur að kalla á löngu tímabæra breytingu á samningum okkar við þessi verka- lýðsfélög. Mér finnst það óeðlilegt að verkalýðsfélögin setji svona skilyrði, á sama tíma og við erum með samning sem veitir félags- mönnum þessara félaga forgangs- rétt til vinnu hjá fyrirtækjum innan VSI. Það er ffáleitt að þeir samn- ingar muni þá halda, þar yrði þá líklega einhver breyting á, segir Þórarinn. Karl Steinar Guðnason vildi ekkert tjá sig um þetta samkomu- lag þegar Þjóðviljinn hafði sam- band við hann í gær. Alþýðu' bandalagið vill samvinnu \ Fundurinn var ánægjulegur enda ríkti þar mikil samstaða. Til marks um það var ályktun sem samþykkt var á fundinum afgreidd einróma, segir Ólafur Ragnar þegar Þjóðviljinn spurði hann hvernig Miðstjórnarfund- ur Alþýðubandalagsins hefði gengið fyrir sig, en hann var haldinn á Selfossi sl. laugardag. - I ályktun fundarins kemur ffam sá skýri vilji Alþýðubanda- lagsins að leita eftir víðtækri sam- vinnu með öllum jafnaðarsinnum, félagshyggjufólki og vinstri mönn- um sem vilja mynda sterka sam- stöðu gegn hægri stjóminni. Flokkurinn opnar með jákvæð- um hætti á fjölbreytta samvinnu, við alla þá sem vilja taka saman höndum gegn hægri hyggjunni. A næstu mánuðum munum við efna til heimsókna í öll byggðalög landsins og ræða þar við hópa og einstaklinga í röðum félagshyggju- fólks og jafnaðarmanna. Markmið okkar verður að byggja upp þá breiðfylkingu, sem ekki bara ætlar sér að vera and- stöðuafl gegn hægri stjóminni, heldur líka það nýja þjóðmálaafl sem býr sig undir að taka hér við landstjóminni, þegar ríkisstjómin gefst upp. Við ætlum okkur að vinna með jákvæðum hætti í samvinnu við fjölmarga í þjóðfélaginu, við alla þá sem vilja heilshugar taka þátt í þessu verkefni, og þá á ekki að skipta máli hvar í flokki þeir em, segir Ólafur Alyktun miðstjómarfundarins er birt i heild sinni á blaðsíðu sjö. -sþ Bolunum"

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.