Þjóðviljinn - 11.06.1991, Síða 13
SMAFRETTIR
Ingvetóur Ýr Jónsdótlír
Eínsöngstónleik-
ar í Óperunni
Ingveldur Ýr Jónsdóttir
heldur sina fyrstu einsöngs-
tónleika í (slensku óperunnl i
kvöld kl, 20. Undirieikari er
Kristinn Örn Kristinsson.
Krónan og ECU
„Er timabært að lengja
krónuna ECU“ er yfirskrift
morgunveröarfundar Versiun-
arráösins nk. miövikudags-
rnorgun kl. 8 til 9.30. Fundur-
inn verður i Skálanum á Hót-
el Sögu. Framsögumenn
verða Birgir ísleifur Gunnars-
son seðlabankastjóri. Vil-
hjálmur Égilsson fram-
kvæmdasijóri Verelunarráðs
og Ólafur Davíðsson fram-
kvæmdastjóri Félags ís-
íenskra iðnrekenda. Þátttaka
er opin, en tilkynna þarf fyrir-
fram í sfma til Skrifstofu við-
skiptalífsins.
Norræna
ígræðslufélagið
þingar
Dagana 12. tíl 14. júní
verður 16. þing Norræna
ígræðslufélagsins haldið í
Háskólablól. Á þlnginu veröur
fjallað um hvaðeina er varðar
líffæraígræösiu. Vísindadag-
skrá þingsins er mjög viða-
mikil, fjöimörg innsend erindi
verða flutt ásamt yflrlitserind-
um og sérstök kennsiuseta
verður um ónæmisfræði fíf-
færaígræöslu.
Heyrnar- og tal-
meinagreining á
Vestfjörðum
Móttaka á vegum Heyrn-
ar- og talmeínastöðvar Is-
lands veröur á Vestfjörðum
dagana 27. júní tii 2. júlí. Á
þingeyri 27. júnl, á Flateyri
28. juní, á Bolungarvik 29.
iúnf, á Suðureyri 30. júní og á
Isafirði 1. og 2. júlí. Fram-
kvæmd verður heyrnar- og
talmeinagreining og heyrnar-
tækjum úthlutað. Tekið er á
rnóti viðtalsbeiðnum hjá við-
komandi heilsugæslustöð.
Göngudeild psori-
asissjúklinga
Samtök psoriasis- og ex-
emsjúklinga hafa opnað
göngudeíld í nýju húsnæöi að
Bolholti 6 f Reykjavík. Á
göngudeildinni hafa veríð
settír upp 2 Ijósaskápar með
nýrri gerð af UVB Ijósrörum
sem eiga að vera áhrifameiri
en þær eldrí. Lögð veröur
áhersla á persónulega og
vlnalega þjónustu við húö-
sjúklinga par sem þeír geta
komið og fengið hraða og
góða meðferð eða ef viðkom-
andí hefur tlma tll og þörf á
getur ilengst, fengið upplýs-
ingar, lesið f fréttablöðum
innlendum og erlendum um
leið og hann fær sér kaffi-
sopa. ( móttökunni verður
einníg lögð áhersla á að eiga
til sölu, mýkjandi krem,
sjampó, vltamín og fleira sem
húðsjúklingar nota mikið og
komin er góð reynsla á.
Til að byrja með verður
göngudeildin opin frá kl. 12 til
19 aila virka daga.
Fáein orð um pólitískt veðurfar
Þránd hefúr lengi langað til að
taka uppáhalds umræðuefni sitt
og þjóðarinnar til umfjöllunar í
pistlum sínum. Þetta hefur hingað
til farist fyrir, vegna aðkallandi
vandamála sem ekki hefur verið
komist hjá að fjalla um.
Nú er óskastundin hins vegar
runninn upp. Veðrið skal tekið til
umræðu hvað sem tautar og raul-
ar. Réttast væri náttúrulega að
slást í for með Norðlendingum og
Austfirðingum og bölva hæðinni
sem alltaf er að þvælast yfir
Grænlandi. Því miður er það ekki
hægt því þá mislíkar sunnan- og
vestanmönnum, sem búa við það
einkennilega fyrirbæri hér á norð-
urhjara, að hafa meira dálæti á
norðanáttum en sunnan.
Veðurfarið í landinu er eins og
allir vita afskaplega viðkvæmt
mál og hefur áreiðanlega oft verið
efnt til milliríkjadeilna af minna
tilefni í heiminum. í rauninni er
bara tvennskonar veðurfar til,
annars vegar veðrið sem hið eina
sanna almætti sér okkur fyrir og
við höfum sem betur fer ekkert
yfir að segja. Hins vegar er svo
pólitíska veðurfarið sem þjóðfé-
lagsalmættið ræður mestu um.
Þar fer ríkisstjómin, vond eða góð
eftir atvikum, jafnan i farar-
broddi. Það er hún sem ræður oft-
ast mestu um það hvaðan vindur-
inn blæs. Til að komast hjá að
styggja Sunnlendinga eða Norð-
lendinga, með ótímabærum yfir-
lýsingum um ágæti veðurfarsins
er best að víkja að því pólitíska
logni sem gæti verið að skapast á
undan storminum síðar í sumar
og haust.
Ríkisstjómin er nú ríflega
mánaðargömul og má segja að
hún sé þokkalega komin á kopp-
inn. Ráðherramir em trúir hefð-
um og halda sig í útlöndum eða
laxi eftir því sem tök em á. Pólit-
íkin er aftur á móti eins og rúg-
brauð í dalli, soðnar og bakast
hægt og bítandi, verður loks dreg-
in upp úr hvemum fúllbakað til
að rífast um i fyllingu tímans,
seinna í sumar.
Og hvað skyldi nú vera í
þessu brauði? Þar má meðal ann-
ars finna Evrópskt efnahags-
svæði, álver á Keilisnesi og kjara-
samninga. Skyldi maður ætla að
sjaldan hafi verið lagt betur í pól-
itískan þrumara.
Eins og allir vita er Þrándur
öðrum mönnum snjallari að spá
fyrir um óorðna hluti og því ekki
nema eðlilegt að láta skína i það
sem koma skal. Við fáum kjara-
samninga, kannski með látum,
með haustinu. Við fáum líka Evr-
ópskt efhahagssvæði og álver á
Keilisnesi. Þar að auki mun rikis-
stjómin sitja í fjögur ár og Jón
Sigurðsson verða Seðlabanka-
stjóri á kjörtímabilinu. (Það
myndi Þrándur að minnsta kosti
gera í hans spomm). Út af þessu
öllu verða minni læti en mann
grunar í dag, mest út af því að
flest mun þetta líkt og laumast yf-
ir okkur með hafgolunni. Evrópu-
bandalagið leggur niður skottið
að því er varðar fiskinn, atvinnu-
rekendur og ríkisstjóm leggja nið-
ur skottið fyrir verkalýðshreyf-
ingunni og allir vita hvar skottið á
ríkisstjóminni er þegar kemur að
lokasamningnum um álverið.
Þá er eitt mikilvægt mál
ónefht, sjálft borgarstjóramálið,
ákaflega illleysanlegt mál og get-
ur vissulega valdið þrálátum
stormum þegar líða tekur á sum-
arið. Borgarstjórinn er í fríi til að
geta stjómað landinu og hefúr af
því tilefni komið í ljós að engin
þörf er fyrir mann í embætti borg-
arstjóra. Borgarritarinn getur sem
best stjómað borginni í auka-
vinnu, að minnsta kosti svo lengi
sem Davíð tekur sjálfúr að sér að
renna fyrir fyrsta laxinn í Elliða-
ánum. Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum hefur komið til tals að
treysta borgarfulltrúum til að
stjóma borginni en um þá tillögu
er skiljanlega mikill ágreining-
ur....lýkur hér pistli um pólitískt
veðurfar og spádómum um alvar-
leg mál.
VEÐRtÐ
Kaldi eða stinningskaldi um allt land. Norðan- og austanlands má búast við
súld eða rigningu og skúrum sunnanlands. Hiti 2-10 stig.
KROSSGÁTAN
Lárétt: 1 laupur 4 jörð 6 skaut 7 rumur
9 ögra 12 drang 14 spil 15 blaut 16 fisk-
ar 19 rölti 20 gljúfri 21 stif
Lóðrétt: 2 vafi 3 leikur 4 rúm 5 gutl 7
skakkri 8 háðs 10 döpur 11 hrellir 13
hross 17 bmgöningur 18 beita
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 háls 4 gust 6 ker 7 fipi 9 óþol
12 undir 14 rán 15 eið 16 krakk 19 læti
20 önug 21 smári
Lóðrétt: 2 áli 3 skin 4 grói 5 svo 7 ferill
8 punkts 10 þrekni 11 liðugi 13 dúa 17
rim 18 kör
APÖTCK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna '7. til 13. júni er í Árbæjar
Apóteki og Laugarnesapóteki. -
Fyrmefnda apótekið er opiö um helgar og
annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til
10 á frídögum).
Sfðamefnda apótekið er opið á kvöldin kl.
18 til 22 virka daga og á laugardögumkl. 9-
22 samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavik....................« 1 11 66
Neyðam. ef símkerfi bregs t.b 67 11 66
Kópavogur....................™ 4 12 00
Seltjamarnes.................* 1 84 55
Hafnarfjörður................« 5 11 66
Garðabær.....................« 5 11 66
Akureyri.....................« 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabílar
Reykjavík....................»1 11 00
Kópavogur....................* 1 11 00
Seltjamarnes.................«1 11 00
Hafnarfjörður................b 5 11 00
Garðabær.....................« 5 11 00
Akureyri.....................b 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-ames
og Kópavog er I Heilsuverndar-stöð
Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8,
á laugardögum og helgidögum allan
sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir i
* 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt virka daga frá kl. 8 til
17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni
eða ná ekki til hans. Landspítalinn:
Göngudeildin er opin frá kl. 20 til 21.
Slysadeild Borgarspít-alans er opin allan
sólarhringinn,
696600.
Neyðarvak Tannlæknafélags Islands er
starfrækt um helgar og stórhátíðir.
Símsvari 681041.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-an, v
53722. Næturvakt lækna,
« 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
® 656066, upplýsingar um vaktlækni
« 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstööinni, « 22311, hjá Akureyrar
Apóteki, » 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsimi).
Keflavlk: Dagvakt, upplýsingar I
tt 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
tt 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar: Landspítalinn: Alla daga
kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-spítalinn:
Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl.
15 til 18 og eftir samkomulagi.
Fæðingardeild Land-spítalans: Alla daga
kl. 15 til 16, feðra-tími kl. 19:30 til 20:30.
Fæðingar-heimili Reykjavíkur v/Eiríksgötu:
Al-mennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatimi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunarlækningadeild Landspital-ans,
Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir
samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala:
Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til
19:30. Heilsu-verndarstööin við
Barónsstíg: Heimsóknartími frjáls.
Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 tiM6 og
18:30 til 19. Barnadeild: Heim-sóknir
annarra en foreldra kl. 16 til 17 alla daga.
St. Jósefs-spltali Hafnar-firði: Alla daga kl.
15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn:
Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19.
Sjúkrahús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15
til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavlk: Alla daga kl. 15 til 16
og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir
unglinga, Tjamargötu 35,
® 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og
ráðgjafarslma félags lesbía og homma á
mánudags- og fimmtudags-kvöldum kl. 21
til 23. Símsvari á öðrum tímum. « 91-
28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sálfræði-legum
efnum, » 91-687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema,
er veitt í síma 91-11012 milli kl. 19:30 og
22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá
kl. 8 til 17, « 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúk-linga og
aðstandendur þeirra í Skóg-arhlið 8 á
fimmtudögum kl. 17 til 19.
Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um
alnæmisvandann sem vilja styðja smitaöa
og sjúka og aðstandendur þeirra « 91-
28586 og þar er svarað virka daga. Upp-
lýsingar um eyðni og mótefnamælingar
vegna alnæmis: ” 91-622280, beint sam-
band við lækni/hjúkrunarfræðing á mið-
vikudögum ki. 18 til 19, annars simsvari.
Samtök um kvennaathvarf: ® 91-21205,
húsaskjól og aðstoö við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða oröiö fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur-
götu 3: Opið þriöjudaga kl. 20 til 22,
fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til
22, t 91-21500, símsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö hafa
fyrir sifjaspellum: « 91-21500, símsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
® 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem
orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3, = 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
■b 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt (
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
* 652936.
GENGE)
10. júni 1991 Kaup Sala Tollg
Bandaríkjad... 61. 840 62,000 61, 660
Sterl.pund...103, 381 103,649 103, 527
Kanadadollar.. 53, 809 53,348 52, 503
Dönsk króna... .9, 104 9,127 9, 141
Norsk króna... .8, 963 8, 986 9, 977
Sænsk króna... .9, ,729 9,754 9, 829
Finnskt mark.. 14, ,813 14,852 15, 026
Fran. franki.. 10, 328 10,354 10, 339
Belg. franki.. .1, 699 1,704 1, 697
Sviss.franki.. .40, ,850 40,956 41, 507
Holl. gyllini. .31, ,043 31,123 30, , 970
Þýskt mark.... ,34, ,240 35,062 34, ,870
ítölsk lira... . .0, ,047 0,047 0, ,047
Austurr. sch.. . .4, ,970 4,982 4, 954
Portúg. escudo.0, ,402 0,403 0, ,405
Sp. peseti... . . .0, ,565 0,567 o, -566
Japanskt jen.. , .0, , 438 0,439 0, , 445
írskt pund.... . 93, , 672 93,915 93, ,338
LÁNSKJARAVÍSHALA
Jóni 1979 = 100
1986 1987 1988 1989 1990 1991
jan 1364 1565 1913 2279 2771 2969
fab 1396 1594 1958 2317 2806 3003
mar 1428 1614 1968 2346 2844 3009
apr 1425 1643 1989 2394 2859 3035
mai 1432 1662 2020 2433 2873 3070
jún 1448 1687 2020 2475 2887 3093
júl 1463 1721 2051 2540 2905
ágú 1472 1743 2217 2557 2925
aep 1486 1778 2254 2584 2932
okt 1509 1797 2264 2640 2934
nóv 1517 1841 2272 ^2693 2938
Síða 13
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 11. júní 1991