Þjóðviljinn - 11.06.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 11.06.1991, Síða 16
Verðbólgan rýkur Framfærsluvísitalan hækkaði um 1,4 prósent í síðasta mán- uði og um helming hækkunarinnar má rekja til vaxtahækk- anna undanfarið. Formenn aðildafélaga BSRB hafa sent frá sér harðorða ályktun þar sem fullri ábyrgð er líst á hendur þeim sem hafa hrundið af stað verðhækkunarskriðunni. í ályktuninni segir að þessi hækkun nú jafngildi tæplega 18 prósent verðbólgu á ársgrundvelli. Olafur Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins segir að með aðgerðum ríkisstjómarinn- ar í vaxtamálum verði þess skammt að bíða að sama öngþveit- ið riki hér í efnahagsmálum og var á árynum ‘86 til ‘88. I fréttatilkynningu sem Kaup- lagsnefnd hefur sent ffá sér kemur fram að framfærsluvísitalan hefur hækkað frá maí til júni um 1,4 pró- sent. Af þessar hækkun stafa 0,6 prósent vegna fjármagnskostnaðar íbúðarhúsnæðis. Verð á bensíni hefur hækkaði 1. júní sl. um 5,4 rósent og olli það 0,2 prósent ækkun á vísitölunni. Aðrar hækk- anir m.a. á áfengi og tóbaki hækka vísitöluna um 0,6 prósent. Síðast- liðna tólf mánuði hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 6,5 prósent, en ef litið er á hækkunina sl. mánuð jafngildir það 17,7 pró- sent.verðbolgu á ársgmndvelli. I ályktun BSRB er minnt á að ein af mikilvægustu forsenduna fyrir þeim kjarasamningum sem kenndir hafa verið við Þjóðarsátt hafi verið lækkun vaxta. Einnig segir í ályktuninni að nú sé vegið að þeim stöðugleika sem aðilar vinnumarkaðarins höfðu komið á með kjarsamningum sínum. „BSRB varaði stjómvöld og ráða- menn í fjármagnskerfmu við af- leiðingum af þeim vaxtahækkun- um sem framkvæmdar voru og benti á að þær gengju gegn for- sendum kjarasamninga og hleyptu af stað verðbólgu á kostnað launa- fólks,“ segir orðrétt í ályktuninni. Formennimir segja að mat BSRB á afleiðingum þessara vaxtahækkana hafi reynst rétt, og að helmingur þessara hækkana sé hægt að rekja beint til undanfar- inna vaxtahækkanna. „Samtök launafólks hljóta að meta framhald samninga i ljósi þess hvemig samningsaðilar kjósa að standa að núgildandi kjarasamningum. BSRB lýsir fúllri ábyrgð á hendur þeim sem nú hafa hmndið af stað þeirri verðhækkunarskriðu sem ekki,er séð fyrir endann á.“ Ólafúr Ragnar Grímsson for- maður Alþýðubandalagsins sagði í samtali við Þjóðviljann að þetta væru vond tíðindi. - Við vöruðum við því að aðgerðir hægri stjómar- innar myndu með víxlverkunum í vaxtamálum setja verðbólguhjólið af stað á nýjan leik. Þessi oftrú hægri stjómarinnar og Seðlabank- ans á vaxtatækinu, leiddi á ámnum 1986 til 1988, til verðbólguskrúfú og öngþveitis í efnahagsmálum. Nákvæmlega það sama er að gerast nú. Rikisstjóm okkar bjó hér til stöðugleika og jafnvægi. Verðbólg- an var 4-5 prósent á arsgrundvelli á fýrstu mánuðum þessa árs. Nú er hún á ný komin í tveggja stafa tölu. Jón Baldvin sagðist ekki ætla að sitja í rikisstjóm sem setti verð- bólguna af stað á nýjan leik. Hve- nær ætlar hann að fara úr þessari? -sþ Olafsvíkingar róa lífróður Það var lagið! John Clayton á æfingu með Sinfóníuhljómsveit Islands. Mynd: Kristinn. Sinfónían sveiflast S slenskir jassgeggjarar þurfa ekki að ðrvænta þó að Rú- rek- jasshátíðinni sé lokið því að hingað til landsins er korninn góður gestur. Kontrabassaleikarinn, tónskáldið og útsetjarinn John Clayton er hér í boði Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og stjórnar flutningi á ís- lenskum jassverkum næsta fimmtudagskvöld. John.Clayton á glæsilegan feril að baki. Hann hefur starlað sem hljóðfæraleikari með Ijölda heims- þekktra tónlistarmanna. Nægir í því sambandi að nefna Count Basie Orchestra, Milt Jackson, Monty Al- exander og Carmen McRae. Hann stýrir eigin jassstórsveit, Clayton- Hamilton jass Orchestra, sem til- nefnd hefur verið til Grammy verð- launa og auk þess að útsetja fyrir hana hefur hann útsett fyrir fjölda annarra listamanna, þar á meðal Whitney Houston. Jonn einskorðar sig ekki við jasstónlist. Hann er einnig þekktur sem einleikari og hljómsveitarleikari í sigildri tónlist. 1 dag, þriðjudaginn II. júní, munu John Clayton og Tónlistar- skóli F.Í.H. gangast fyrir námskeiði að Rauðagerði 27 í Reykjavík. Námskeiðinu er skipt í tvo hluta. Sá íyrri hefst klukkan 16.00 og stendur til klukkan 18.00. Hann er einkum ætlaður raf- og kontrabassaleikur- um en hljóðfæraleikarar sem leika á önnur hljóðfæri eru vclkomnir enda fjallar John um tónlist í víðu sam- hengi sem allir ættu að geta nýtt sér. Seinni hluti námskeiðsins er frá kl. 20.00- 22.00 og þá mun John Clay- ton stjóma æfingu Stórsveitar Tón- listarskóla F.l.H. og er öllum sem vilja boðið að fylgjast með æfing- unni. Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast tónlist frá sjónarhóli þessa hæfileikaríka tónlistarmanns og þess vegna eru allir hvattir til að mæta. Þáttökugjald er 1500.- kr. Þjóðviljamaður vék sér að John Clayton og spurði hvað hann ætlaði að gera á þessum námskeiðum. John Clayton er hógvær og elskulegur maður, en eins og margir vita þá er því ofí þannig varið með þá sem mikið geta. Hann svaraði því til að áður fyrr hefði hann löngum haft þá stefnu á svona námskeiðum að hella yfir fólk niðurstöðum sínum um það hvemig meðhöndla beri tónlist, en hann sagðist hafa gefist upp á því. Það er aldrei að vita hveijir mæta, sagði John. Langur fyrirlestur sem hcntar ekki þeim áheyrendum sem ég fæ hljómar eins og hvert annað blaður. Það fyrsta sem ég geri nú orðið er að reyna að átta mig á því við hvcrja ég er að tala og hvað þeir vilja að gert sé. Með því móti næst miklu betri árangur. Aðspurður sagðist John Clayton ekki vera kominn hingað til þess að breyta Sinfóníuhljómsveit Islands i „Big band“. Hann sagðist líta á það sem aðalatriði að tónlistarmennimir væm sáttir við það sem þeir væm að gera. Auðvitað er þetta mismunandi eftir hljóðfæmm, sagði John. Hann bætti því við að fyrstu áhrifin af Sin- fóníuhljómsveit Islands væm mjög óð. Þetta tónlístarfólk er opið og olinmótt. Eg hef lent í því að vinna með tónlistarfólki sem virðist stöð- ugt vera að líta á klukkuna og bíða eftir að sleppa. Það bólar ekki á því hér. Þau hlusta vandlega og gera allt fyrir mig sem ég bið þau um. Það er hægt að grínast við þau og þau spila eins og englar. Er hægt að biðja um fleira? Samtalið við John Clayton varð nokkm lengra en nánar verður sagt frá því á menningarsíðu á morgun. Blaðamaður Þjóðviljans staldraði við á æfingu hjá John Clayton og sinfóníuhljómsveitinni og þykist geta staðhæft að tónleikamir á fimmtudaginn verði vemlega magn- aðir. -kj Mikil fundahöld hafa verið í Olafsvík um helgina og í gær þar sem heima- menn leita allra leiða til að tryggja að áfram- haldandi vinnsla verði rekin í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur. Vegna óvissunnar um framtíð- ina byrjuðu fyrrum starfsmenn þess að skrá sig á atvinnuleys- isskrá strax í gær á skrifstofu verkalýðsfélagsins Jökuls. I gærkvöldi var fýrirhugaður fundur með þeim útgerðaraðilum sem lagt hafa upp hjá Hraðfrysti- húsinu, ásamt fulltrúm bæjarins og verkalýðsfélaginu Jökli, til kanna gmndvöll fyrir því að þessir aðilar leigi það af þrotabú- mu. Ennfremur mun félagsmála- ráðherra taka málefni fýrirtæks- ins upp á ríkisstjómarfundi í dag. Hejðar Friðriksson bæjarfull- trúi í Ólafsvík segir að það verði allt reynt til að koma rekstri af stað á nýjan leik í Hraðfrystihús- inu og full samstaða sé um það innan bæjarstjómar Ólafsvíkur. Hjá fýrirtækinu hafa unnið að staðaldri 80 - 100 manns, sem hefur verið langstærsti atvinnu- rekandinn í bænum. Auk bolfisk- vinnslu hefur verið unnin rækja í Hraðfrystihúsinu, sem Kaupfélag Héraðsbúa á Reyð- arfírði og Þór hf. á Eskifírði eru fyrstu fiskvinnslufyijrtæk- in sem hafa keypt afla af skipi sem hafði ætlað sér að sigla með aflann til sölu í Grimsby í Englandi. 1 Fyrir milligöngu Fiskmiðlun- ar Austurlanas á Egilsstöðum gerðu fýrirtækin tilboð í , 170 tonna afla Gullvers NS 12 frá Seyðisfirði þar sem meðalveifðið fyrir hvert kíló var 103 krónur. Afli Gullvers samanstóð af 140 tonnum af þorski, 16 tonnum af ýsu, 8 tonnum af kola, og 6 tonn- um af steinbít og ufsa. Til saman- burðar má geta þess að verð á t)orski á fiskmörkuðum innan- ands hefur verið um 88 krónur lýrir kílóið og um 130 krónur í Englandi. Jafnframt hefur Dvergasteinn hf. á Seyðisfirði samið við Fisk- iðjuna hf. í Vestmannaeyjum að togarinn Klakkur VE landi afla er það eina í bænum sem það get- ur. Heiðar segir að dæmi séu um það að flein en ein fýrirvinna mnan sömu Ijölskyldu hafi unnið hjá Hraðffystihúsinu, auk fjöl- margra einstaklinga og því sé hér ekki aðeins um að ræða vanda eins fyrirtæksins heldur ljöl- margra íjölskyldna og í raun alls bæjarins. Kristján Guðmundsson for- maður verkalýðsfélagsins Jökuls segir að Ólafsvíkingar hafi fýrst í gær verið að uppgötva hvað hafi í raun og veru gerst á föstudaginn þegar starfsmönnum var tilkynnt að engin vinna yrði á mánudag- inn. Fólkið hafi í fýrstunni eklci áttað sig almennilega á hinum kalda raunveruleika að Lands- bankinn hafi stöðvað alla fýrir- greiðslu til þess og gjaldþrot væri yfirvofandi. Talið er að skuldir Hraðfrysti- hússins séu hátt í fjögur hundruð miljónir króna og helmingyr þess sé skuld við Landsbanka Islands og Byggðastofnun. Einnig skuld- ar fýrirtækið um þij^tíu miljónir króna til bæjarsjóðs Ólafsvíkur. Auk þessara hremminga eru dökkar blikur á lofti varðandi ffamtíð togarans Más sem hefúr fir að raða um þrjú þúsund orskígildistonnum. -grh sínum þar í næstu viku. Togarinn mun fa kvóta frá Dvergasteini sem samsvarar þeim afla sem hann mun landa par, en slík við- skipti hafa færst mjög í vöxt. Þannig lengir útgerðin úthald fiskiskipsins og fiskvinnslan fær afla til vinnslu í stað þess að búa við tímabundinn hráemiskort. Eins og kunnugt er ákvað stjóm Aflamiðlunar í mars síð- astliðnum að útgerðarmenn þeirra skipa sem heimild hafa til sölu erlendis, ættu að upplýsa Aflamiðlun um afla og samsetn- ingu hans áður en veiðum yrði hætt fýrir siglingu. Frá þeim tíma hafa ellefu skip siglt erlendis án þess að innlend fiskvinnslufýrir- tæki hafi gert tilboð í afla þeirra fýrr ,en nú. A sínum tíma var hráeffiis- miðlun sem þessi ein aðalfor- sendan fyrir þátttöku Verka- mannasambands Islands í stjóm Aflamiðlunar. -grh Mótmælastaða við Reykjaborg í Laugardal Þrenn samtök hyggjast efna til mótmælastöðu framan við bæinn Reykjaborg í Laugardal í fyrramálið kl. 8.00. Þeir sem að mótmælunum standa eru samtökin „Græn, fram- tíð“, Dýravemdunarfélag Islands og Laugardalshreyfingin. „Mót- mælunum er beint gegn umhverf- ismálastefnu Reykjavíkurborgar. Tilefnið nú er fyrst og fremst of- beldisaðgerðir við Stefni bónda á Reykjaborg og um leið mótmælum við fyrirhuguðum skemmtigarði sem mun hafa mjög slæm áhrif á Húsdýragarðinn," segir Einar Val- ur Ingimundárson, einn talsmanna Grænnar framtíðar. -vd. Afla miðlað innanlands

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.