Þjóðviljinn - 14.06.1991, Qupperneq 5
FÖSTUDAGSFRÉTTIR
Allt tal um fisk við EB
er algjört feigðarflan
Eyjólfur Konráð Jónsson, al-
þingismaður og formaður
utanríkismálanefndar Alþingis,
segir það koma flatt upp á sig ef
það er rétt sem nýverið var haft
eftir Jóni Baldvin Hannibals-
syni, utanríkisráðherra í DV að
„gagnkvæmar veiðiheimildir
milli íslendinga og Evrópu-
bandalagsins séu alls ekki úti-
lokaðar". -Hafí blaðið haft rétt
eftir ráðherranum er hér um
brot að ræða á þeirri stefnu sem
við höfum haft I þessum málum
í ein 30 ár. Um veiðiheimildir
verður ekki samið án þess að
málið hafí áður komið fyrir ut-
anríkismálanefnd, sagði Eyjólf-
ur Konráð.
- Halldór Ásgrímsson, þáver-
andi sjávarútvegsráðherra hreyfði
þessari hugmynd reyndar fyrir
þremur árum þegar hann var að
þvælast umboðslaus milli aðilda-
ríkja Evrópubandalagsins og
bjóða veiðiheimildir. Utanríkis-
ráðherra hefiir því, ef rétt er eftir
honum haft, vakið upp gamlan
draug.
Eyjólfur Konráð sagðist ávallt
hafa verið þeirrar skoðunar að
nær útilokað væri að ætla að
semja við EB á vettvangi EFTA
nema veiðiheimildir innan ís-
lenskrar fiskveiðilögsögu kæmu
til.
— Eg ásamt Ragnhildi Helga-
dóttur og Kristínu Einarsdóttur,
Kvennalista, lagði fram þings-
ályktunartillögu á Aþingi í nóv-
ember 1989 þess efnis að teknar
yrðu upp tvíhliða viðræður við
Evrópubandalagið til þess að
tryggja okkur tollfijálsan aðgang
með fisk og sjávarafurðir inn á
markað bandalagsins.
- Viðræður sem ég og aðrir
þingmenn höfum átt við embætt-
ismenn EB, s.s. Henning Kistof-
ersen, varaforseta framkvæmda-
stjómar þess, staðfesta það að
hægt sé að ná ásættanlegum
samningum við bandalagið án
þess að hleypa útlenskum skipum
að nýju inn í landhelgina.
- Henning viðurkenndi það í
viðræðum við okkur að ójafnvægi
væri í samskiptum okkar við Evr-
ópubandalagið. Við hefðum opn-
að innanlandsmarkaðinn fyrir
iðnvamingi frá bandalagsríkjun-
um án þess að fá á móti fríverslun
með fisk og fiskafúrðir og slík
ójafnræði þyrfti að leiðrétta.
Hann tjáði okkur jafnframt að
það væri glapræði að nefna fisk
og fiskveiðiheimildir við Evrópu-
bandalagið í þeim viðræðum sem
við erum aðilar að í gegnum
EFTA, þvi í þeim viðræðum er
við að etja þá stjómardeild banda-
lagsins sem fer með sjávarútvegs-
mál og er undir stjóm Marins,
þess spænska. Öðm máli gegndi í
tvíhliða viðræðum, en þá væri
rætt við stjómardeild sem fer með
málefni utanríkisviðskipta.
Henning tók það einnig skýrt
fram við okkur að það væri ekkert
í reglum EB sem segði að fisk-
veiðiréttindi þyrftu að koma í stað
annarra ívilnana, sagði Eyjólfúr
Konráð.
-rk
Verðhmn á
grásleppu-
veiöileyfum
Arthúr Bogason formaður
Landssambands smábátaeigenda
segir að í bjartsýniskasti trillu-
karla í vor, þegar útlit var fyrir
góða grásleppuvertíð, hafi veiði-
Ieyfi verið seld á 1 - 1,5 miljón
króna. En þar sem vertíðin hefur
brugðist víðast hvar eru þau nú
seld á útsöluverði eða innan við
hundrað þúsund krónur.
Nýverið framlengdi sjávarút-
vegsráðuneytið grásleppuvertíðina
um tvær vikur en aðeins er búið að
veiða uppi sjö þúsund tunnur af um
sextán sem samið hefúr verið um
sölu á. Á síðustu vertíð nam aflinn
um 6.500 tunnum. Vegna aflaleysis
hafa vel flestir grásleppukarlar fyr-
ir norðan og norðaustan hætt veið-
wi'* '
’ íit. «AKA
L.VI1H.ILM'RK
ti«ÉnN«!
[rikkaI
MENNT
ER
viArnjR
g£ lafur G. Einarsson mennta-
U málaráðherra var sakaður
um fljótfærnislegar og óskyn-
samlegar ákvarðanir í málefn-
um Lánasjóðs íslenskra Náms-
manna á útifundi sem náms-
mannahreyfingarnar stóðu fyr-
ir á Lækjartorgi í gær. Nem-
endur lögðu áherslu á jöfnunar-
hlutverk Lánasjóðsins og sögðu
að með nýjustu aðgerðum ríkis-
stjórnarinnar væri þessi grund-
vallarhugmynd sjóðsins í
hættu.
Á þriðja þúsund manns mættu
á fúndinn til að mótmæla þeirri
skerðingu á námslánum sem sam-
þykkt hefúr verið í stjóm LIN. Á
útifúndinum töluðu fyrir hönd
nemenda, Amór Sigfússon, lána-
sjóðsfúlltrúi Sambands íslenskra
námsmanna erlendis, Huldís
Franksdóttir, nemandi í Þroska-
þjálfaskóla Islands og Pétur Ósk-
arsson, væntanlegur lánasjóðs-
Morgunblaðið
Björn Vignir
ritstjórnar-
fulltrúi
fúlltrúi Stúdentaráðs. í ræðu sinni
sagði Amór að nú væri vegið
gróflega að grundvallar tilgangi
laga um Lánasjóðinn sem er að
tryggja öllum jafúrétti til náms
óháð efnahag og að teknu tilliti til
félagslegra aðstæðna. Amór benti
á að hámark skólagjalda þýði
skerta möguleika íslendinga til að
öðlast þá menntun sem æskilegust
sé. Hann sagði í því sambandi að
þetta hámark dygði ekki fyrir
þriggja ára doktorsnámi i Bret-
landi og betri skóla í Bandaríkj-
unum og fleiri löndum. í lok ræðu
sinnar hvatti Amór námsmenn til
að hringja í menntamálaráðherra
eða næstráðendur í menntamála-
ráðneytinu og mótmæla þessum
skerðingum.
Huldís Franksdóttir, rakti þær
tekjubreytingar sem skerðingin
hefiir í för með sér. - Eftir breyt-
ingamar á lánareglunum renna
lán frekar til þeirra sem úr meira
hafa að moða. Þeir sem höfðu of
miklar tekjur á síðasta námsári og
fengu ekki lán eiga rétt á því nú
eftir breytingamar, sagði Huldís.
Pétur Óskarsson sagði að þrátt
fyrir margar góðar tillögur náms-
manna um spamað hafi ekkert
verið hlustað á þær af ráðamönn-
um. - En á okkur hefúr ekki verið
hlustað og auðvitað svíður okkur
námsmönnum það sárt að vera
I blíðskaparveöri mættu á þríðja þúsund manns á mótmælafund námsmanna sem haldinn var á Lækjartorgi I
gær. Mynd: Kristinn.
stétt án samningsréttar. Við höf-
um ekki það vopn að fara í verk-
fall séu kjör okkar skert. Við emm
háð duttlungum misviturra stjóm-
málamanna, sagði Pétur.
Pétur lagði áherslu á, sem hin-
ir ræðumennimir, að skerðingin
væri atlaga að raunhæfú jafnrétti
til náms. - Við trúum því að
menntun eigi ekki að vera forrétt-
indi hinna ríku. Hér em því geysi-
legir hagsmunir í húfi ekki bara
fyrir okkur sem emm í námi í dag
heldur líka allan almenning. Lág-
launafólk, fólk með meðaltekjur
og þar yfir. Fólk sem gæti aldrei
fjarmagnað nám bama sinna án
aðstoðar lánasjóðsins. Barátta
okkar er því barátta alls launa-
fólks í þessu landi og nú þurfúm
við á stuðningi að halda, sagði
Pétur.
-sþ
Námsmenn
mótmæla á Lækjartorgi
um.
Til marks um bjartsýnina um
góða vertíð fengu 520 trillur grá-
sleppuveiðileyfi í vor en talið er að
aðeins 400 hafi nýtt sér það. Til
samanburðar má geta þess að á sið-
ustu vertíð stunduðu aðeins 210
trillur veiðar.
-grh
Skerðing lífeyris brot á réttindum
Björn Vignir Sigurpálsson
hefur verið ráðinn ritstjórnar-
fulltrúi Morgunblaðsins. Fyrir
eru þrír fulltrúar ritstjóra við
Morgunbiaðið, en Björn Vignir
er eini ritstjórnarfulltrúinn.
Bjöm Vignir starfaði sem
blaðamaður við Morgunblaðið á ár-
unum 1964 til 1979, en þá tók hann
þátt í stofnun Helgarpóstsins og var
ritstjóri hans ásamt Ama Þórarins-
syni. 1982 til 1984 starfaði hann
hjá Ismynd en réðst afíur á Morg-
unblaðið í ársbyijun 1985 og tók að
sér umsjón viðskiptablaðs Mogg-
ans. í fyrra tók hann að sér umsjón
sunnudagsblaðsins ásamt við-
skiptablaðinu. Hann heldur áfram
umsjón þessara tveggja blaða auk
þess að gegna starfi ritstjómarfúll-
trúa.
Bjöm Vignir er 45 ára að aldri.
-rk
að hefur lengi verið sótt að
Lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna og komið fram
ýmsar hugmyndir og jafnvel
frumvarp sem fæli það í sér ef
samþykkt yrði að lífeyriskerfi
opinberra starfsmanna yrði
lagt í rúst. Ætli ríkisstjórnin sér
að skerða umsamin lífeyrisrétt-
indi opinberra starfsmanna
verður því ekki tekið með þegj-
andi þökkinni, sagði Páll Hall-
dórsson, formaður Bandalags
háskólamenntaðra ríkisstarfs-
manna í samtali við Þjóðviljann
vegna umfjöllunar um málefni
Lífeyrissjóðs opinberra starfs-
manna.
I Þjóðviljanum í gær var haft
eftir Friðrik Sophussyni, fjár-
málaráðherra, að búast mætti við
að ríkisstjómin vildi taka málefni
sjóðsins til endurskoðunar í ljósi
þess mismunar sem væri á lífeyr-
isréttindum opinberra starfs-
manna og annarra sem og vegna
slæmrar fjárhagsstöðu sjóðsins.
Páll sagði að lífeyrisréttindi
opinberra starfsmanna væm hluti
af þeirra kjömm. - Það að ætla sér
að skerða þessi réttindi er jafn al-
varlegt mál og að skerða kaup-
gjaldið sjálft, sagði Páll. Hann
minnti á að kjör opinberra starfs-
manna væm samansett m.a. af líf-
eyrisréttindum. Þegar þetta kerfi
var tekið upp dugðu dagvinnu-
laun til framfærslu.
- Eftir því sem fram hefúr lið-
ið hefúr þetta dagvinnuviðmið
leitt til verri og verri útkomu fyrir
okkar eftirlaunafólk þar sem dag-
vinnulaun hafa farið lækkandi að
raungildi. Það má því með réttu
segja að sjóðurinn hafi sjálfkrafa
fymað í tímanna rás, sagði Páll.
- Ég hef alltaf viljað líta á líf-
eyrisgreiðslumar sem eftirá
greidd laun. Hvemig ríkið fjár-
magnar þau framlög sem það hef-
ur skuldbundið sig til að leggja i
sjóðinn er mál sem ríkisvaldið
verður sjálft að leysa.
- Verði það úr að ríkisstjómin
ætli sér að ganga að sjóðnum er
það ekki f fyrsta sinn. Á síðustu
tveimur ámm hefur ríkisvaldið
ekki greitt þau framlög til sjóðs-
ins sem því þó ber samkvæmt lög-
um og það hefur ekki orðið til
þess að bæta fjárhagsstöðu Líf-
eyrissjóðs opinberra starfsmanna,
sagði Páll Halldórsson, formaður
BHMR. -rk
Föstudagur 14. júní 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 5