Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 6

Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 6
Sovétríkin Jeltsín sigrar líka Sánkti Pétursborg Samkvæmt bráðbrígðatölum úr forsetakosningunum í sambands- lýðveldinu Rússlandi er Ijóst að ekki þarf að kjósa i annað sinn. Borís Jeltsín forseti er öruggur sigurvegari með um 60 prósent at- kvæða. íbúar í Leníngrad kusu einnig um hvort þeir vildu breyta nafni borgarinnar á ný í Sánkti Pétursborg. Það kom ÍTéttaskýrendum og öðrum á óvart að mikill meirihluti íbúa Leningrad vill nafnbreytingu. Um 55 prósent vildu aftur taka upp nafnið St. Pétursborg. Borgin hét því nafni allt til ársins 1924, nema hvað eftir byltinguna 1917 hét hún einungis Pétursborg. Nafhi borgarinnar verður þó ekki sjálfkrafa breytt því til þess þarf samþykki Rússlandsþingsins og hugsanlega þjóðþings Sovétríkj- anna einnig. Kommúnistaflokkur- inn beitti sér mjög gegn nafnbreyt- ingunni og fengu til liðs við sig her- menn sem börðust í borginni í seinni heimsstyijöldinni. Borgin var í herkví Þjóðveija í 900 daga. Þegnar Rússlands kusu einnig Plánetan „X“ ekkitil Hugmyndir manna um að í sólkerfinu sé að finna tíundu plán- etuna er ekki annað en goðsögn sem hefúr orðið til af völdum gall- aðra sjónauka og lélegra rann- sókna, staðhæfa stjömufræðingar við Háskólann í Toronto í Kanada. Stjömufræðingar í gegnum árin hafa leitt að því getum að tíunda plánetan hefðist við einhverstaðar nálægt Neptúnusi og Uranusi. En í 126 ár hafa menn haldið að plánet- an „X“ hafi haft áhrif á Neptúnus og Úranus og benda á óreglu í gangi himintunglanna. Tölvulíkön þeirra í Toronto sýna hinsvegar að ekki er um óreglu að ræða heldur vantaði réttu tækin til að skrá braut plánetanna umhverfis sólu. HANDBRAGÐ MEISTARANS Bakarí Brauðbergs Ávallt nýbökuð brauð -heilnæm og ódýr- Aðrir útsölustaðir: Hagkaup- Skeifunni -Kringlunni Verslunin Vogar, Kópavogi. Brauáberg : Lóuhólar 2-6 sfœi 71539 tlraunberg 4 sírai 77272 róttæka borgarstjóra i tveimur borg- um. Gavríl Popov fékk 65 prósetnt atkvæða í Moskvu og Anatolí Sobs- hak fékk svipað magn atkvæða í Leníngrad. Hvorir tveggju bám sig- urorð af meðlimum Kommúnista- flokksins og em skoðanabræður Jeltsíns. Litið er á úrslit kosninganna sem mikinn sigur fyrir lýðræðisöfl í Sovetríkjunum. Þetta vom fyrstu beinu forsetakosningamar í Sovét- ríkjunum síðan 1917 og fyrstu kosningamar eftir að Mikhaíl Gor- Kosningar ( Rússlandi. Þrátt fyrir andstöðu Kommúnistaflokksins greiddu Ibúar hafnarborgarinnar Lenlngrad þvf atkvæði að borgin fengi aftur sitt fyrra heiti, St. Pétursborg. batsjov forseti Sovétríkjanna afnám einræði kommúnistaflokksins fyrir ári síðan. Kosningamar em stórt skref í átt til lýðræðis í Sovétríkjun- um og em liður í ferli sem hófst þegar Gorbatsjov komst til valda 1985. Jeltsín og Gorbatsjov hafa löngum eldað grátt silfúr saman og hefúr Jeltsín talið Gorbatsjov heldur hægfara í breytingum. Sigurinn styrkir stöðu hans og hugsanlega líka stöðu Gorbatsjov gagnvart harðlínumönnum innan Kommún- istaflokksins. Jeltsín var alltaf talin ömggur um sigur en á síðustu dögum kosn- ingabaráttunnar vann Nikolaj Rhyzkov á en hann var forsætisráð- herra Soveétrikjanna og er meðlim- ur í Kommúnistaflokknum. Jeltsín vann mest í borgunum en Rhyuzkov átti meira fylgi að fagna í dreifbýlinu. gpm. Umdeild áform um björgun flaks sovésks kjarnorkukafbáts Fyrirhuguðum aðgerðum hol- lensks fyrirtækis til að ná upp af hafsbotni sovéska kjarn- orkukafbátnum sem sökk á djúp- sævi í Barentshafi fyrir tveimur árum, hefur verið slegið á frest. Upphaflega var ráðgert að reynt yrði að ná bátnum upp næsta surnar, en þar sem sovésk stjórn- völd hafa ekki handbært nægjan- legt fé til að kosta leiðangurinn, hefur björgunarleiðangrinum verið frestað fram á mitt ár 1993. Sérfræðinga greinir mjög á um hvort æskilegra sé að freista þess að ná kafbátnum upp af sjávarbotni eða hvort afarasælla sé að láta hann vera óhreyfðan þar sem hann liggur djúp suður af Bjamarey á um 1700 metra dýpi. Kafáturinn sökk í apríl 1989 eftir að eldur kom upp í hon- um. Með bátnum fórust ríflega fjör- tíu manns af 69 manna áhöfn. Aður en báturinn sökk tókst áhöfninni að slökkva á kjamakljúf bátsins og gera tundurskcyti með kjama- hleðslum óvirk. Sovésk stjómvöld hafa verið treg til að veita upplýsingar um þá hættu sem af bátnum kann að stafa. Ekkert bendir þó til þess að geisla- mengunar gæti enn frá bátnum, en ýmsir sérfræðingar telja sennilegt að stálhlíf sem liggur um kjama- kljúfinn í bátnum kunni að tærast upp á næstu þremur áram og því sé brýnt að ná kafbátnum upp af hafs- botni hið fyrsta. Að sögn Igor Spassky, sovésks vísindamanns, er óráqðlegt að fresta því að gera út leiðangur til að ná bátnum upp. Hann segir að þar sem báturinn liggi séu gjöfúl fiski- mið og taki geilsavirkni að gæta ffá bátnum gæti það haft ófyrirsjána- legar afleiðingar í for með sér. Ekki era þó allir á eitt sáttir um hvort ráðlegt sé að hrófla við bátn- um þar sem hann liggur. Knut Gussgard, forstjóri geilsavama Noregs varar við öllum tilraunum til bjargar kafbátnum. - Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem við höfum undir höndum ffá sov- éskum stjómvöldum, kysi ég ffekar að báturinn fengi að vera áfram þar sem hann er. Það er ekki útilokað að báturinn liðist í sundur verði við honum hróflað. Ulav T. Stomik, hermálaffæð- ingur norska dagblaðsins Aften- posten, segir að allar tilraunir til bjarga bátnum gætu Ieitt geisla- mengunar á við þá sem hlaust af Tjemóbilslysinu í apríl 1986. Stomik segir að engin dæmi séu til um að skipsflaki hafi verið lyft upp af jafn miklu dýpi og kafbátur- inn er á. - Menn ráða ekki yfir þeirri tækni sem þarf til að þesshátt- ar aðgerð takist, segir Stomik. I svipaðan streng tók Vadmin S. Kapov, hjá Vemadsky-stofnuninni í Moskvu og leiðangursstjóri á sov- éska haffannsóknarskipinu Boris Petrov sem leggur fljótlega í leið- angur í samvinnu við norska vís- indamenn til rannsókna á hafsvæð- inu suður af Bjamarey. I viðtali við Aftenposten í fyrradag segir Kapov að ekki hafi enn orðið vart geisla- virkni ffá kafbátnum. - Verði við honum hreyft er viðbúið að kjama- kljúfúrinn verði fyrir hnjaski og þá er fjandinn laus, segir Kapov. -rk Bflbeltis- laus forsætis- ráðherra Ástralska lögreglan sektaði forsætisráðherra landsins, Bob Hawke, á miðvikudaginn fyrir að hafa verið bílbeltislaus i aftursæt- inu á limmósínu sinni. Símalínur sjónvarpsstöðavar, sem tók viðtal við forsætisráðherrann bílbeltis- lausan, urðu rauðglóandi á eftir. Meira en 1000 manns hringdu til að benda á glæpinn. Hawke sagð- ist leiður yfir þessu og vildi ekki fá öðravísi meðhöndlun en hver ann- ar. Leiðtogi verkamannaflokksins þarf því sennilega að punga út 6.000 krónum í sekt fyrir gleymsk- una. Talsmaður hans segir að Hawke setji alltaf á sig bílbeltið þegar hann sest ffammí sem er hans vani. Fréttamaður sjónvarps- stöðvarinnar og tökumaður vora einnig sektaðir. Það var árið 1971 að samþykkt var í Ástralíu að löggilda bílbelta- notkun og var Ástralía fyrsta land- ið sem það gerði. Á síðasta ári lét- ust 2.332 í umferðaslysum í álf- unni. Þar búa 17 miljónir manna. 6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júní 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.