Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 7
Sviss
Kvennaverkfall og Barbiebrennur
Sviss er þekkt fyrir allt ann-
að en verkfoll, réttara sagt:
Sviss er þekkt fyrir að þar eru
næstum aldrei verkfoll. En
Sviss er Uka þekkt sem landið
þar sem konur fá síðastar allra
kvenna sjálfsögð réttindi -
grundvallarréttindi - einsog
kosningarétt. Það er ekki nema
20 ár síðan konum var leyft að
kjósa í Sviss og það eru ekki
nema nokkrar vikur síðan karl-
arnir í einni kantónunni neydd-
ust til að leyfa konum að kjósa á
sveitarstjórnarstiginu og hafa
þar áhrif.
Verkfall í dag
í dag ætla konur í Sviss i verk-
fall til að minnast þessa og þess
að rétt tíu ár eru liðin síðan lög
um jafnrétti tóku gildi í landinu.
Konum í Sviss finnst þó margt
vanta uppá að lögin séu eitthvað
annað og meira en bara bókstafur-
inn. Þar sem verkfoll eru ekki tíð
munu þó flestar konumar aðeins
lengja kaffitímann sinn eða við-
hafa áróður á vinnustað í verkfalls
stað.
Það hefur ekki verið allsheij-
arverkfall í Sviss síðan 1918.
Kvennaverkfallið á að vera
skemmtilegt og ánægjulegt, segja
þær sem skipuleggja það en þær
hafa einmitt verið gagnrýndar fyr-
ir að verkfallið stefni í að verða
alltof „huggulegt“. Þær sem
gagnrýna telja að konumar séu
alls ekki nógu ákveðnar í kröfu-
gerð sinni.
Barbiebrennur
Konur i öllum hémðum Sviss
munu þó i dag taka þátt í mót-
mælagöngum og umræðum um
stöðu kvenna. Þá ætla skólastúlk-
ur að brenna Barbiedúkkumar
sínar til að mótmæla því hvemig
Barbieímyndin stuðlar að því að
gera allar konur að steríótýpum.
Þá hefur jafuvel heyrst að sumar
konur ætli í kynlífsverkfall þenn-
an dag.
Það em ekki nema sex ár síð-
an lögum var breytt í Sviss þann-
Það eru ekki nema 20 ár síðan konur í Sviss fengu kosningarétt.
Nú boða þær verkfall kvenna til áréttingar kröfum um raunverulegt jafnrétti
ig að konur em nú jafntréttháar
sem höfuð fjölskyldunnar og karl-
ar en áður höfðu þær ekkert um
það að segja hvar fjölskyldan bjó
eða í hvaða skóla bömin gengu.
Margar konur em enn bundnar
við heimilin sökum þess að i há-
deginu er öllumn skólum í Sviss
lokað og það þarf að ná í bömin,
gefa þeim að borða og koma þeim
aftur i skólana.
Litið er um að karlar sinni
þessu. Enda launastefnan í Sviss
svipuð og hér á landi. Það em ein-
mitt launamálin sem em einna
verst sett hvað varðar jafnrétti
karla og kvenna í Sviss. Að jafn-
aði fá konur í Sviss 41 prósent
lægri laun en karlar.
Veröa aö bíða
í 300 daga
Annað dæmi um stöðuna:
Ekkjur og ffáskildar konur verða
að biða í 300 daga áður en þær
geta gifst aftur. Karlmenn þurfa
að sjálfsögðu ekki að biða í einn
einasta dag.
Karlamir ætla að bregðast við
verkfallinu hver á sinn hátt. Sum
fyrirtæki hafa hreinlega gefið
konum frí, einsog eitt hótelið en
þar ætla hótelstjórinn og hinir
karlamir í toppstöðunum að búa
um rúmin, þrífa klósettin og allt
annað sem konur að jafnaði sinna
á hótelinu. Aðrir vinnuveitendur
hyggjast bjóða konum uppá
kokkteil í hádeginu til að blíðka
þær.
Samkvæmt skoðanakönnun
ætla 17 prósent kvenna í Sviss að
taka þátt í verkfallinu. Sem er
kannski ekki mikið sé tekið mið
af kvennaffídeginu hér á landi 24.
október 1974. En, skipuleggjend-
umir segja að umræðu hafi verið
komið af stað um þessi mál. Það
er að renna upp fyrir flestum að
hin tíu ára gömlu jafnréttislög
hafa ekki leyst allan vandann,
segja þær. Samkvæmt skoðana-
könnurinni telja 60 prósent
kvenna og 68 prósent karla að
jafnrétti karla og kvenna hafi ekki
verið náð í Sviss.
Konur í Sviss taka sér frí ( dag og leggja áherslu á kröfur um raunverulegt jafnrétti,
Fullkomnun
endur-
vinnslunnar
G. Pétur
Matthíasson
skrifar
islenska jámblendifélagið hl.
Hollenskt lífefnafyrirtæki
hefur fundið upp aðferð til að
endurvinna skít þannig að nýta
megi hann sem eggjahvítuefni.
Rannsóknir sýna að hægt er að
gerja svínaskít með sérstakri
bakteríu sem breytir ammoníak-
inu í skítnum í amínósýruna ly-
sín sem er nauðsynleg til vaxtar.
Lysínið má síðan bæta út í fóðrið
til að auka eggjahvítumagn í því.
Fulltrúar hollenska fyrirtækisins
töldu að um aldamót gæti lysín
ffá dýraskit komið i staðinn fyrir
10 prósent af þeim eggjahvítu-
efhum sem eru nú sett í fóður. En
Hollendingar flytja mikið inn af
sojamjöli og öðru grænmeti í því
skyni. í Hollandi er litið á þetta
sem meiriháttar uppgötvun enda
á matvælaiðnaðurinn þar í landi í
vandræðum með um 80 miljónir
tonna af skit sem fellur til árlega.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
Lausar
kennarastöður
Kennara vantar í þessum greinum:
Hjúkrunargreinum, 1/1 staða.
Rafeindavirkjun, 1/1 staða.
Raungreinum, 1/1 staða.
Þýsku, 1/1 staða.
Umsóknarfrestur ertil 15. júní nk. Undirritaður
veitir nánari upplýsingar.
Efnafræðingur
íslenska járnblendifélagið hf. óskar eftir að ráða
efnafræðing til starfa. Efnafræðingnum er ætlað að
vinna að rannsóknum á hráefnum til járnblendifram-
leiðslu, sérstaklega kolum og koksi. Verkefnið er til
þriggja ára og unnið undir stjórn starfsmanna járn-
blendifélagsins, en er fjármagnað af erlendum sam-
starfsaðilum félagsins. Rannsóknimar verða gerðar
í samvinnu við erlendar rannsóknastofnanir og verð-
ur því hluti vinnunnar erlendis, einkum vestanhafs.
Umsækjendur verða að hafa lokið framhalds-
námi í efnafræði og hafa reynslu af rannsóknastörf-
um. Gott vald til vinnu á ensku og kunnátta í norður-
landamáli er nauðsynlegt.
Frekari upplýsingar veita dr. Þorsteinn Hannes-
son eða dr. Jón Hálfdanarson, íslenska járnblendi-
félaginu, síma 93-20200. Umsóknir berist íslenska
járnblendifélaginu hf., 301 Akranesi, fyrir 15. júlí
1991.