Þjóðviljinn - 14.06.1991, Síða 12
Ethan og Joel Coen sópuðu til sín verölaunum I Cannes fyr-
ir hina kostulegu Barton Fink. Framtíöarmenn, þessir bræð-
ur.
Bandaríkjamönnum líkar æ
betur við evrópskar kvik-
myndahátíðir hin síðari ár.
Ástæða: Þeir vinna til æ fleiri
verðlauna, og nú fyrir
skömmu vann bandarísk kvik-
mynd þriðja árið í röð Gull-
pálmann á kvilgnyndahátíð-
inni í Cannes. Árið 1989 var
það „Sex, Lies and Video-
tape“, í íyrra „Wild at Heart“
og nú unnu Coen-bræðumir
^essi eftirsóttu verðlaun með
linni óborganlegu kvikmynd
sinni „Barton Fink“. Myndin
er auk þess sú fyrsta frá upp-
hafí kvikmyndahátíðarinnar
sem fær einnig verðlaun fyrir
leikstjóm og leik. Eitthvað
undarlegt á seyði...
John Turturro (besti leikarinn I Cannes) og nafni hans Goodman eiga
vel saman sem skáldið Barton Fink og tryggingasölumaöurinn ( næsta
hótelherbergi.
Af Barton Fink
og fleiri stór-
stjörnum í Cannes
r
Þorfínnur Omarsson skrifar
Þcgar Roman Polanski, formaður dómnefndar, upplýsti hver
hlyti Gullpálmann fyrir bestu kvikmynd hátíðarinnar, urðu allir
viðstaddir furðu lostnir, þar á meðal undirritaður. í Cannes er
nefnilega hefð fyrir því að veita sem flestum verkum verðlaun og
sigurmyndin fær yfirleitt aðeins Gullpálmann, hversu góðir sem
einstakir þættir myndarinnar kunna að vera. Fyrr um kvðldið 20.
maí síðastliðinn hafði kvikmyndin „Barton Fink“ þegar hlotið
verðlaun fyrir leikstjórn þeirra Coen-bræðra, auk verðlauna til
John 'furturro sem besta leikara hátíðarinnar. Það var því nánast
útilokað að myndin gæti unnið Gullpálmann, en í þetta skipti var
breytt útaf venjunni.
Barton Fink
„Barton Fink“ var eina góða
kvikmyndin á hátíðinni og þess
vegna létum við hana hafa öll þessi
verðlaun," sagði Polanski mér eftir
verðlaunaafhendinguna og get ég
alveg tekið undir hans orð. Hann
gat þess einnig áður en hann til-
kynnti úrslitin að dómnefndin hefði
aðeins náð samstöðu um sjálfan
Gullpálmann, en ágreiningur hefði
verið um öll önnur verðlaun.
En hver er eiginlega þessi Bar-
ton Fink?
Skapgerðarleikarinn stórkost-
legi, John Turturro, leikur nefndan
Fink, sem er í upphafi kvikmyndar
leikritarskáld á Broadway. Eftir óg-
urlegan sökksess í leikritagerð er
maðurinn keyptur umsvifalaust til
kvikmyndavers í Hollywood og á
hann að skrifa kvikmyndahandrit á
handahlaupum fyrir einhverja stór-
stjömuna þar í bæ. Fink gengur
nokkuð illa að fóta sig á þessum
framandi slóðum, en hér er samt
engin klisja á ferð þegar Coen-
bræður handleika efniviðinn. Fink
er holað niður á einhverju undar-
legasta hóteli kvikmyndanna og
brátt kynnist hann risavöxnum ná-
granna sínum, sem er John Good-
man holdi klæddur. Þeir félagamir
eiga sínar ágætu stundir saman, en
brátt fara undarlegir hlutir að ger-
ast...
Joel og Ethan Coen em ein-
stakir kvikmyndagerðarmenn. Þeir
hafa nú gert fjórar kvikmyndir og
ávallt vinna þeir saman á jafnréttis-
grundvelli á bakvið myndavélam-
ar. Joel hefur að vísu verið kallaður
leikstjóri og Ethan framleiðandi, en
þeirsegjast í raun vinna sömu verk-
efnin allt frá handriti til klippingar.
Þeir fengu strax mikla athygli árið
1985 fyrir sína fyrstu kvikmynd,
„Blood Simple", og enn ffekar með
„Raising Arizona" tveimur ámm
síðar. í fyrra kom síðan „Miller’s
Crossing“, sem hefúr einhverra
hluta vegna ekki verið sýnd á Is-
landi, en hún er að mínu mati hlið-
arspor sem verður að teljast þeirra
slakasta verk.
Hvað um það, „Barton Fink“
heitir Gullpálmi þeirra og er hún
jafnvel fyndnasta mynd þeirra til
þessa. Aðalleikaramir em engir ný-
græðingar í myndum Coen-bræðra
- Goodman var í „Raising Arizona"
og Turturro í „Miller’s Crossing".
Vegna sérstöðu sinnar í Bandaríkj-
unum, þarsem þeir em „óháðir”,
vilja Evrópubúar gjaman eigna sér
Coen-bræður, líkt og gert er með
Jim Jarmusch og jafnvel Spike Lee.
Bræðumir hafa einstakt auga fyrir
öllu sjónrænu og er einhver undar-
legur andi í myndum þeirra. „Mill-
er’s Crossing” hófst tam. aðeins á
mynd af einum hatti! Þeir eiga oft
erfitt mcð að útskýra til hlítar þess-
ar tilfinningar sínar og finnst í
rauninni óþarft að gera það. A
blaðamannafundi eftir sýningu
myndarinnar spurði eitt gáfumenn-
ið hvort þeir vísuðu viljandi í Kast-
alann eftir Kafka. Bræðumir bám
saman bækur sínar og komust að
því, að hvomgur hafði svo mikið
sem lesið bókina!
Goösögnin
Cannes
Kvikmyndahátíðin í Cannes er
heimsins stærsta hátíð á þessu sviði
og var nú haldin í 44. skipti. Engin
kvikmyndahátíð hefur jafn skraut-
lega sögu á bakvið sig, og þarsem
hún fer ffam á eftirlætis stað þotu-
liðsins streyma þangað kvik-
myndastjömur og áhrifafólk á sviði
kvikmynda. Ströndin - la Croisette
- er einkar glæsileg, með lúxushót-
elin í röðum og uppákomur em
margar á meðan á hátíðinni stend-
ur. Hátíðin er ávallt haldin í maí, en
að þessu sinni var óvenju svalt í
veðri og rigndi nokkra daga þama á
Rivíemnni.
Gestir á kvikmyndahátíðinni
skipta tugum þúsunda og er hvert
einasta hótel fúllbókað í nágrenn-
inu. Á dýmstu hótelum kosta
ódýrstu herbergin um 30 þúsund
krónur nóttin, en það kemur ekki í
veg fyrir eftirspumina. Fjölmiðlar
em sólgnir i viðburð sem þennan
og lætur nærri að um tvö þúsund
blaðamenn sæki hátíðina og geri
henni skil. Stór hluti þátttakenda á
hátíðinni kemur vegna kvikmynda-
markaðarins, sem er ásamt þeim
bandaríska sá stærsti í heimi. Svo
blandar almenningur sér vitaskuld í
hópinn og vonast til að beija goð
sín augum.
Cannes hefúr ávallt dregið til
sín ógurlegan fjölda kvikmynda-
stjama. Auk þeirra sem eiga verk á
hátíðinni skjóta allir sem vilja láta
til sín taka upp kollinum. Hingað
kom Grace Kelly árið 1954 og
kynntist þannig Rainer Mónak-
ófúrsta og enn í dag virðast menn
koma nánast aðeins til að sýna sig
og sjá aðra. Sá sem ekki fer til Can-
nes er eitthvað utanveltu í kvik-
myndabransanum.
Á kvikmyndahátíðinni i Can-
nes vekur lang mesta athygli svo-
kölluð „Sélection ofTicielle", en þar
vom 24 verk að þessu sinni, þar af
20 í keppninni um Gullpálmann.
Sjálfur fékk ég aðgang að öllum
kvikmyndum á hátíðinni og jafn-
framt að blaðamannafúndum sem
haldnir vom um hveija mynd, en
þangað koma undantekningarlaust
leikstjórar, leikarar og aðrir að-
standendur. En áður en við skoðum
hvað kvikmyndahátíðin hafði uppá
að bjóða í ár, skuldum við líta á
dómnefndina sem telur tíu manns.
Formaður dómnefndar að
þessu sinni var semsagt „Islands-
vinurinn” Roman Polanski.
Skömmu fyrir hátíðina lýsti hann
því yfir að Gullpálmann hlyti að-
eins kvikmynd með gott skemmt-
anagildi. Ekki vom allir sáttir við
þessa yfirlýsingu, því Frakkamir
vom jú með nokkuð alvarleg verk í
pokahominu. Sjálfúr hafði Pol-
anski tekið þátt í keppninni með
Leigjandanum árið 1976, en þá
sigraði „Taxi Driver" ffá Martin
Scorsese, og til stóð að Polanski
yrði í dómnefndinni árið 1968 - ár-
ið sem hátíðinni var aflýst vegna
stúdentaóeirðanna.
Aðrir dómnefndarmeðlimir em
flestum vel kunnir. Leikkonan
Whoopi Goldberg kom frá Banda-
ríkjunum, leikstjórinn Alan Parker
frá Englandi, kvikmyndatökusnill-
ingurinn Vittorio Storaro frá Italíu
og þama var einnig griska tón-
skáldið Vangelis („Chariots of
Fire“). Fulltrúar Frakka vom leik-
stjórinn Jean-Paul Rappeneau, sem
heillaði fleiri en Frakkana sjálfa
með „Cyrano de Bergerac", og
framleiðandinn Margaret Men-
egoz, sem ma. hefur framleitt
myndir Rohmers og Wajda. I dóm-
nefnd vom einnig sovéska leikkon-
an Natalia Negoda, sem háttaði sig
sem Vera litla á sínum tíma, leik-
stjórinn og blaðamaðurinn Férid
Boughedir frá Túnis og þýski
blaðamaðurinn Hans Dieter Seidel.
Nokkuð undarleg blanda í þessari
dómnefnd og vissulega má gera at-
hugasemdir við hana. Lítum á
hvaða verkefni dómnefndin glímdi
við í ár.
Kandídatar
Undarlegur misskilningur
veldur því að margir bera saman
verðlaun í Cannes og Óskarsverð-
launin vestra. Þessi verðlaun eiga
fátt sameiginlegt, því Cannes er
kvikmyndahátíð, sem gerir upp á
milli fárra verka, en verðlaunar alls
ekki bestu myndir ársins. í ár vom
Gullpálmakandídatar í ratminni
ekki sérlega margir. Bandaríkin
áttu flest verk í keppninni og nutu
þau mikillar athygli sem von er.
Hátíðin opnaði með bandarísku
myndinni „Homicide”, sem leik-
ritaskáldið David Mamet skrifaði
og leikstýrði. Viðtökur vom ekken
sérstakar, rétt einsog hjá „A Rage
in Harlem" eftir Bill Duke með
Forest Whitaker, Danny Glover og
Gregory Hines.
Önnur svertingjamynd,
,Jungle Fever", fékk hinsvegar
mikla umfjöllun, enda var þar á
ferð undrabamið Spike Lee, sem
fordæmt hafði Cannes árið 1989
fyrir að veita mynd sinni, „Do the
Right Thing“, engin verðlaun.
Hann segist enn vilja drepa Wim
Wenders, sem þá var i forsvari
dómnefndar, en að þessu sinni var
Spike enn á ný kominn með kvik-
mynd um kynþáttahatur i New
York. Sagan segir ffá svörtum
manni sem tekur til við ítalska
konu með tilheyrandi afleiðingum,
en eiturlyfjamál koma einnig tals-
vert við sögu. Wesley Snipes
(„Mo’ Better Blues“) og Annabella
Sciorra leika parið, en Anthony
Quinn og John Turturro fara með
minni hlutverk ásamt Spike Lee
sjálfúm. Myndin grípur áhorfand-
ann strax og titlamir renna í gegn á
einkar ffumlegan hátt undir tónlist
Stevie Wonders. Einkar athyglis-
vert, en dómnefhdin í ár veitti
myndinni aðeins málamyndaverð-
laun, þe. Samuel L. Jackson fyrir
aukahlutverk.
„Jungle Fever“ var sýnd þegar
nokkuð var liðið á hátíðina, en dag-
inn eftir var „Guilty by Suspicion”
á dagskrá, sem er ffumraun Irwins
Winklers í leikstjórasætinu eftir 30
farsæl ár sem ffamleiðandi (td.
Rocky og flestar myndir Scorsese).
I myndinni leikur Robert De Niro
kvikmyndaleikstjóra í Hollywood,
sem lendir á „svarta lista“ McCart-
hys á sjötta áratugnum og er ekki
lengur velkominn til starfa í
draumasmiðjunni. Eitt örfárra til-
fella sem Hollywood tekur á þessu
skammarlega tímabili, en útkoman
varð því miður ekkert merkileg og
myndin fellur jafnvel í skuggann á
„The Front“ frá 1976. Ahugi á
myndinni var þó mjög mikill, enda
engir aukvisar á ferð. De Niro haföi
aðeins verið tvisvar áður í keppn-
inni í Cannes og unnu myndir hans
Gullpálmann í bæði skiptin - „Taxi
Driver” ‘76 og „Mission" ‘86. An-
nette Bening, sem fer hratt upp
stjömuhimininn um þessar mundir,
leikur eiginkonu De Niros í þessari
nýju mynd og Martin Scorsese fer
þar með aukahlutverk fyrir „vini
sína“.
Frakkar áttu fjögur verk í
keppninni að þessu sinni. Mest eft-
irvænting var eftir kvikmynd
Madonna átti hug og hjörtu almennings og fjölmiðla I Cannes. Hér er
hún ásamt leikstjóranum Alek Keshishan, sem stjórnaði heimildamynd
hennar.
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. júní 1991