Þjóðviljinn - 14.06.1991, Page 16
Lækurinn okkar
Hrafn Jónsson með pabba sínum og Vatnsberanum.
Börnin á Furuborg komu sér
upp spennandi verkefni, þegar
>au fundu lítinn læk í nágrenninu.
>au ákváðu að kynnast þessum
æk nánar og fóru og heimsóttu
hann í hverri viku og fylgdust með
breytingunum sem hann tók á ein-
um vetri. Á sýningunni birtu þau
nokkur brot úr dagbókinni, sem
þau héldu um ferðir sínar að lækn-
um. Dagbókarbrotin koma hér á
eftir:
30. okt. Fundum læk skammt frá
Furuborg. Hann var frosinn og fullur
af rusli, aðallega plastpokum. Við
ákváðum að fara og hreinsa hann við
fyrsta tækifæri og fylgjast með hon-
um fram á sumar og sjá breytingarn-
ar sem verða á honum og nánasta
umhverfi.
9. nóv. Nú var komið þetta fína
veður, hiti og hláka, og þá ákváðum
við að drífa okkur af stað niður að
læk og athuga hvort við næðum ekki
ruslinu upp úr. Sum börnin voru á
kafi við hreinsunina og skítug upp
fyrir haus meðan önnur horfðu á og
söfnuðu kjarki.
28. nóv. Það var snjór yfir lækn-
um og hann hálffullur af krapa. Tveir
duttu í lækinn. Það var gaman að
fylgjast með háttalagi barnanna. Þau
sem stóðu og horfðu á síðast voru nú
niðursokkin í leik við lækinn.
7. des. Kalt í veðri (-7 gráður) en
blanka logn og sólskin. Lækurinn var
botnfrosinn, við sáum niður á botn -
lágum á maganum og nutum fegurð-
arinnar. Renndum okkur og duttum á
rassinn.
18. jan. Mikill snjór yfir öllu, en
hlýtt í veðri. Lækurinn var ekki fros-
inn, heldur lágu snjór og krapi yfir
honum. Það var mikið stokkið og
stiklað á steinum. Margir komu blaut-
ir í fæturna til baka.
23. apr. Vor í lofti og náttúran að
vakna til lífsins. Andahjón voru við
lækinn og vöktu áhuga barnanna.
Þeim fannst að hreinsunin á læknum
hefði orðið til þess að öndunum leist
vel á að búa við hann.
10. maí Lékum okkur við lækinn.
Tókum með okkur sýni úr honum og
skoðuðum í víðsjánni í Furuborg. Þá
komu í Ijós örsmáar lífverur í vatninu.
Ruslið úr læknum.
Myndir Kristinn
Sæfinnur með sextán skó
sækir vatn og ber inn mó
I tuttugu og fimm ár bar hann vatn
í hús og var ókrýndur konungur
vatnsberastéttarinnar.
Þegar Sæfinnur var ungur maður
þótti hann bera af öðrum ungum
mönnum vegna þess að hann var
bæði fríður og föngulegur, hafði
krafta í kögglum og var auk þess
geðgóður, prúður og vel greindur.
Líka var hann reglusamur og iðinn. (
æsku var Sæfinnur fátækur og ákvað
snemma að temja sér sparnað og
nýtni.
Leið nú tíminn og Sæfinnur kynnt-
ist ungri og fallegri stúlku, þeim leist
vel hvoru á annað og ákváðu að gift-
ast. Sæfinnur vann og sparaði til að
þau gætu eignast heimili. En þá
dundi ógæfan yfir. Kærastan sagðist
ekki vilja giftast honum og yfirgaf
hann. Upp frá því varð Sæfinnur ann-
ar maður, hann settist að í útihúsi og
þar sankaði hann að sér alls konar
dóti og drasli sem hann staflaði upp
með veggjum og tróð í bælið sitt þar
sem hann svaf.
Hann vann fyrir sér með því að
bera vatn og vinna smáverk fyrir fólk.
Alltaf var hann að spara og safna af
wí að hann trúði því að elskan hans
<æmi aftur einn daginn. Aldrei keypti
lann sér neitt; át matarleifar sem
honum voru gefnar eða hann hirti og
gekk í ónýtum fötum sem aðrir höfðu
fleygt.
Vatn á sýningu
Á þriðjudaginn var, var opnuð um-
hverfissýning leikskólabarna í fjórum
leikskólum Borgarspítalans. Leik-
skólarnir heita Birkiborg, Greniborg,
Furuborg og Skógarborg. En sýning-
in þeirra er kölluð: Við og umhverfið.
Börnin á leikskólunum hafa verið
að undirbúa þessa sýningu í heilt
ár.Þau stefndu að því að hafa hana
tilbúna, þegar stóra norræna ráð-
stefnan um umhverfismennt yrði
haldin í Reykjavík. Sú ráðstefna
stendur yfir einmitt núna og hún er
kölluð: Miljö 91. Miljö er útlenska og
þýðir: Umhverfi.
Sýning leikskólabarnanna er í
einu orði sagt frábær. Og norrænu
gestirnir fara margir saman að skoða
hana og dást að henni. Sjálf var kon-
an á Hænsnaprikinu lengi að skoða
hana, því það var svo margt fróölegt,
sem bömin höfðu uppgötvað og full-
orðnir vita kannski ekkert um. Eða
eru búnir að gleyma.
Vatn er lífið
Börnin fjölluðu um sitt hvort efnið.
Einn hópurinn fjallaði um verkið. Ann-
ar Ijallaði um steina. Sá þriðji fjallaöi
um fjöruna. Og sá fjórði fjallaði um
vatnið. Ég ætla að segja ykkur dálítið
frá vinnu barnanna með vatnið.
VATNIÐ er nefnilega undirstaða
alls lífs á jörðinni.
Vissuð þið það?
Þar sem ekki er vatn, þrífst ekki líf.
Við sem erum vön að fá vatnið úr
krana, hvenær sem okkur dettur í
hug að skrúfa frá, erum alveg hætt að
velta því fyrir okkur, hvílíka fyrirhöfn
það myndi kosta að ná í vatn, ef ekki
væri vatnsveita. Vatnveitan safnar
vatni úr ótal lindum og dælir því út í
kranana okkar, og við lítum á það
sem sjálfsagðan hlut. En fyrir daga
vatnsveitunnar urðu fátækir menn og
konur að vinna fyrir sér með því að
bera vatn í hús annarra. Það var
bæði kuldalegt og erfitt starf.
Á sýningunni eru sögur af svoleið-
is fólki, og ég ætla að birta eina þeirra
hér á síðunni.
Strákur á sýningu
Þegar konan á Hænsnaprikinu
var að skoða líkan af Vatnsberanum
á sýningunni, rakst hún á fjögurra ára
strák, sem var að sýna pabba sínum
og mömmu söguna um lækinn.
Strákurinn heitir Hrafn Jónsson og ég
spurði hann, hvort hann vildi segja
mér, hvað hann hefði lært um vatnið.
Hvaðan kemur vatnið, spurði ég:
Hrafn: Úr lækjunum.
Hænsnaprikið: Hvað voruð þið að
gera við lækinn?
Hrafn: Við tókum ruslið úr honum.
Hænsnaprikið: Til hvers voruð þið
að því?
Hrafn: Til þess að vatnið verði
hreint.
Hp: Af hverju þarf vatnið að vera
hreint?
Nú var Hrafn orðinn dálítið feiminn
við þessa ókunnugu og spurulu konu
og hann grúfði sig niður í hálsakot á
pabba sínum.
Hp: Verður maður að hafa hreint
vatn til að drekka?
Hrafn: Já.
Hp: En verður maður líka að hafa
hreint vatn til að baða sig úr?
Hrafn: Nei. Ég vil ekki baða mig úr
læknum.
Nei, Hrafn vildi ekki baða sig úr
köldum læk. Hann baðar sig úr heitu
laugavatni, og hann veit líka hvaðan
það kemur. Það kemur frá Reykjum
og Nesjavöllum. ^
16.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991