Þjóðviljinn - 14.06.1991, Síða 18
Mega þjóðir vera sjálfstæðar
eða mega þær það ekki?
í fyrri viku sátu utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins á
fundi í Kaupmannahöfn. Utanríkisráðherra Dana bar þar fram
tillögu um stuðning Natóríkja við sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts-
landa. Hugmyndin var sú, að Natóríki settu þau skilyrði fyrir
efnahagsaðstoð að vestan að Sovétstjórnin „tæki upp undan-
bragðalausar viðræður við Eistland, Lettland og Litháen um sjálf-
stæðismál þeirra“.
Þessi tillaga, sem íslendingar
studdu, fékk ekki byr. Henni var
hafnað. Fréttir sögðu, að ástæðan
væri einkum sú, að Natóráðherrar
vildu ekki veikja stöðu Gorbat-
sjovs heima fyrir eins og á stæði,
ef tillagan næði fram að ganga
mætti túlka það sem íhlutun um
innanríkismál Sovétríkjanna og
það kynni ekki góðri lukku að
stýra. Gæti m.a. orðið vatn á
myllu íhaldsafla.
Tvískinnungur
Vafalaust er þetta rétt skýring,
svo langt sem hún nær. En í raun-
inni er hér um stærra mál að ræða.
Nefhilega það, að enda þótt þjóð-
ir heims hafi skrifað upp á ágætar
meginreglur eins og „rétt þjóða til
sjálfsákvörðunar“, þá renna mjög
tvær grímur á menn þegar nýir
aðilar rísa upp og gera tilkall til
að þessi mannréttindi séu virt.
Hvort sem það eru Litháar og
Grúsíumenn sem vilja segja skilið
við Sovétríkin, aðskilnaðarsinnar
í Quebec sem vilja ganga úr Kan-
ada, Kúrdar sem vilja amk. sjálf-
stjóm innan íraks og Tyrklands
eða Eritreumenn sem hafa í þrjá-
tiu ár barist fyrir því að losna úr
Eþíópíu.
Að sönnu em menn einatt
fullir með tvískinnung í þessum
málum. Það hefur til dæmis verið
mikill siður að telja „aðskilnaðar-
hreyfingar" af hinu illa þegar þær
raska ró ríkja sem maður „heldur
með“. Hvaða mgl er þetta í Bösk-
um sem vilja losna undan Spáni!
Hvaða rómantísk þjóðcmisí-
haldssemi er það, að leysa sam-
búðarmál í Evrópu með því að
halda fram þjóðríkinu! Þetta og
annað eins hafa menn oft heyrt.
En svo er komið að einhveiju ríki
sem menn hafa amk. til skamms
tíma haft illan bifur á eins og Sov-
étríkin. Og þá hafa menn verið
hinir áköfustu í viðurkenningu á
sjálfsákvörðunarrétti þjóða. Um
að gera að leysa Sovétríkin upp
og leyfa einstökum þjóðum að
njóta sín.
Óttinn við
breytingar
En afstaða utanríkisráðherra
flestra Natóríkja til Eystrasalts-
mála, hún er einmitt þeirrar ættar,
að menn vilja ekki vera tvískiptir
í þessum málum, heldur láta
stjómast af ótta við allar breyting-
ar á landamærum. Hvort heldur
væri í Sovétríkjunum, Júgóslavíu
eða annarsstaðar. Menn segja sem
svo: Sjálfsákvörðunarréttur þjóða
er svosem góður og gildur, en það
má helst ekki beita honum í al-
vöru. Ekki ganga lengra en að
tryggja sjálfsstjóm á tilteknum
sviðum, menningarlegt frelsi og
annað þessháttar. Ef menn ganga
hinsvegar svo Iangt að fara að
leysa upp ríki sem til eru, þá
hleypa menn þeim anda úr flösku
sem þeir munu upp frá því ekki
ráða við. Anda allskonar keðju-
verkana: vegna þess að i ríkjum
sem margar þjóðir byggja er það
sjaldgæft að tiltekin þjóð búi ein á
sínu landi, það er búið að hræra í
pottinum, í hverju nýju þjóðríki
mundu myndast nýir þjóðemism-
innihlutar með sín vandamál og
kröfur. A þeim ófriði (óttast
menn) verður enginn endir.
Dæmi úr Sovét
Dæmi um þetta em mörg, t.d.
í Sovétríkjunum. Abhasir og Os-
setar og Grúsíu og Gagaúsar í
Moldavíu, þeir óttast algjört sjálf-
stæði lýðveldanna vegna þess, að
þeir þjóðemissinnar sem fara þar
með völd em sist á þeim buxum
að viðurkenna sérþarfir þessara
smáþjóða sem í löndum þeirra
búa. Eystrasaltslöndin eiga um
margt sérstöðu, enda er það svo,
að margir munu fúsir að styðja
við bakið á sjálfstæðiskröfumn
þeirra. Ef að hægt væri að tak-
marka þá kröfúgerð í Sovétríkj-
unum við þessi lönd þijú.
Landamæri
Afríku
Enn erfiðari gerast málin um
leið og horft er til Afríku. Eins og
menn vita em landamæri í þeirri
álfú dregin af allskonar tilviljun-
um og uppákomum í stjómar-
skrifstofum í París og London
meðan nýlenduveldin vom og
hétu. Landamærin fara ekki eftir
búsetu þjóða, skipta sumum þjóð-
um i tvennt, sameina aðrar sem
fátt eiga sameiginlegt og svo
framvegis. Ófriður í Afríku á
liðnum ámm er fýrst og fremst
tengdur afleiðingum þessarar
landafræði, en ekki átökum aust-
urs og vesturs, þótt þau hafi kom-
ið inn í myndina. Og þótt Afríku-
ríki geti um fátt komið sér saman
innbyrðis, þá hafa þau jafnan
reynt að virða eina meginreglu.
En hún er sú, að þau landamæri
skuli í gildi áfram sem til em orð-
in, hve heimskuleg sem þau ann-
ars em.
Vandi
Eritreumanna
Þetta kemur nú mjög greini-
lega í ljós við fall stjómar Meng-
istu í Addis Ababa. Eritreumenn
hafa, sem fyrr segir, í þijátíu ár
barist fyrir sjálfstæði sínu undan
Eþíópiu. Fyrst gegn keisara sem
var hallur undir Vesturveldin, síð-
an gegn herforingjastjóm sem var
höll undir Sovétrríkin. Og nú er
þjóðfrelsisfylking Eritreu meðal
sigurvegaranna, sem hafa tekið
höfúðborg ríkisins. Og vill helst
af öllu vitanlega, að nú komi til
framkvæmdar hugsjónin um
sjálfstæði Eritreu. Og það er eng-
inn vafi á því að Eritreumenn
vilja þetta sjálfir og gætu staðfest
það í atkvæðagreiðslu. Og vitnað
í leiðinni til hins göfúga réttar
þjóða til sjálfsákvörðunar. En það
er jafn víst, að aðrir munu gera
allt sem þeir geta til að koma í
veg fýrir sjálfstæði Eritreu. Bæði
aðrir Eþíópar, Bandaríkjamenn
sem ráku smiðshöggið á samn-
inga um uppgjöf stjómar Meng-
istus, og svo öll önnur Afrikuríki.
Ekki úr vegi að hafa þetta bak
við eyrað. Ekki endilega til að
taka undir þessi sjónarmið. Öðm
nær: við Islendingar emm eigin-
lega skuldbundnir til að taka al-
varlega undir rétt þjóða til sjálfs-
ákvörðunar. Hitt verða menn að
vita, að „realpólitík'* tímans er
mjög andstæð þessum frelsisrétti,
þar er við mjög ramman reip að
draga.
HELGARPISTILL
18.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. júní 1991