Þjóðviljinn - 19.06.1991, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Qupperneq 4
enduigerð 1874 voru munir þessir fluttir á Þjóðminjasafnið danska og heim til Færeyja komu þeir ekki aft- ur fyrr en 1989, en þá hafði um langa hríð staðið í stappi að fá þeim skilað. í huga Færeyinga gegnir þessi útskurður svipuðu hlutverki og hand- ritin fyrir okkur. Nú hefur góðum hluta þessara muna verið komið fyrir í Fomminnisavninu í Þórshöfn þar sem þeir eru gestum til sýnis. I Kirkjubæ er einnig að fínna menjar um þriðju kirkjuna, Líkhúsið sem svo er nefht. Af því eru að vísu ekki eftir nema tóttir einar, enda hef- ur sjórinn tekið sinn skerf og brotið mikið land í Kirkjubæ. Kóngsbændur mann fram af manni Líkt og hér henti við siðaskiptin, komumst eignir kirkjunnar í hendur krúnunnar. Aðeins einn biskup sat Kirkjubæ í lútherskum sið áður en biskupstóllinn var tekinn af 1557. Eftir það höfðu kóngsbændur staðarforráð í Kirkjubæ og vitna bæjarhúsin um höfðingjabrag fyrri alda. Þar gefur að líta stokkastofuna sem álitin er vera frá því á miðöldum og reykstofuna sem er úr grárri fom- eskju. Hafa menn getið sér þess til að þar sé að finna elstu byggingu i Evrópu sem reist er úr tré. Undir bæjarhúsunum er stein- hlaðinn kjallari biskupssetursins. Staðarforráð í Kirkjubæ hafa verið í höndum einnar og sömu ætt- arinnar ffá því um 1600, Patursonar ættarinnar, en þar af em kunnastir eldhugamir Joannes Paturson og sonur hans Erlendur sem báðir settu óafmáanlegt mark á færeyska sögu þessarar aldar - báðir óbilandi bar- áttumenn fyrir sjálfstæði þjóðar sinn- ar og þjóðlegri reisn. Fyrir þann sem á annað borð er kominn til Straumeyjar er ekki mikið mál að leggja lykkju á leið sína og bregða sér eins og dag- stund til Kirkjubæjar. Svo mikið er víst að enginn sem þangað kemur er látinn ósnortinn. -rk i i Múrinn og kóngbændagarðurinn með stokkastofunni og reykstofunni. Ólafskirkjan er tign- arleg í öllum sínum einfaldleika þar sem hún situr frammi á sjávar- kambinum. Myndir: Jim Smart. Sérstakur mat> seðill í boði fyrir ferðamenn í sumar Samband veitinga- og gisti- húsa (SVG) hefur í boði sérstakan matseðil í sumar sem á að auð- velda ferðamönnum að geta farið út að borða og haft það huggulegt. Fimmtíu og átta veitingahús víðsvegar að á landinu taka þátt í þessum matseðli sem gildir ffá 1. júní-15. september, og er áheyrsla lögð á staðgóðan mat á góðu verði. Markmið sumarrétta SVG, sem nú hafa verið í gangi í þijú sumur, er að slá á hræðslu ferða- manna við hátt matarverð á íslandi og er í raun trygging fyrir því að þeir geti um land allt borðað á veitingahúsum fyrir tiltekna upp- hæð. Sérstaklega er þetta hagstætt fyrir fjölskyldufólk, þar sem böm- in borða á mjög góðum kjörum. Böm 0-5 ára fá ókeypis og böm 6- 12 ára fá 50% afslátt. Ema Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri SVG, sagði að sum- arréttir væm ætlaðir öllum ferða- mönnum og þeir ættu endilega að notfæra sér þessa þjónustu. ,J>að má segja að íslendingar séu hræddir við að fara inn á veit- ingastaði vegna verðsins. Þeir gera sér ofl ekki grein fyrir því að það er hægt að fá góðar máltíðir á góðu verði víðsvegar um landið,“ sagði Ema. Matur á íslandi er sá dýrasti í veröldinni og til að bæta um betur er á hann settur einn hæsti virðis- aukaskattur sem þekkist. Veitingahúsin innan Sambands veitinga- og gistihúsa leggja því mikla áherslu á að koma til móts við viðskiptavinina og bjóða góð- an mat á hóflegu verði. Það er ffamlag þeirra til að efla ferða- þjónustu á íslandi. Fjölbreytileiki er aðalsmerki Ferðaþjónustu bænda Ferðaþjónusta bænda hefur verið starfrækt í allnokkur ár og eru margir sem nýta sér fjölbreytileikann sem þar er í boði. Undanfarin ár hefur bæjum sem bjóða ferðamönnum þjónustu fjölgað mjög mikið og í ár em bæ- imir 130 sem auglýsa undir merkj- um Ferðaþjónustu bænda. Margir halda að ferðaþjónusta bænda sé aðeins þjónusta við er- lenda ferðamenn, en svo er ekki. „Islendingar em einnig velkomnir til okkar,“ sagði Margrét Jóhanns- dóttir hjá Ferðaþjónustu bænda. „Ég hugsa að íslendingar séu jafn- vel í meirihluta yfir þá sem not- færa sér þessa þjónustu.“ Fjölbreytileiki er aðalsmerki þessarar þjónustukeðju bæði hvað varðar afþreyingu og tegundir gist- inga. Lögð er áheyrsla á einfalda gistingu í góðum herbergjum án nokkurs iburðar (flokkur I), en kröfur viðskiptavina em líka mis- munandi, og til þess að geta gert sem flestum til hæfis bjóðast nú betur búin herbergi með handlaug (flokkur II) og herbergi með sér baði (flokkur III). Allsstaðar er kappkostað að gestum líði sem best og þjónustan hefur á sér persónulegra yfirbragð en víða annarsstaðar. Bændur leggja sig í líma við að sinna hin- um ólíku þörfum viðskiptavina sinna. Sumarbústaðir/hús em líka vin- sæll valkostur. Þau em að sjálf- sögðu eins misjöfh og þau em mörg, en hafa nú verið flokkuð í fjóra flokka A, B, C, og D til að hjálpa viðskiptavinum að finna það sem þeir leita eftir. Að sjá fegurð landsins af hestbaki er alltaf sérstök upplifun AGU REGNFATNAÐUR Vandaður - sterkur - fallegur Settið frá kr. 6.100.- Stakir jakkar og buxur á hagstæðu verði. Einlit græn sett frá kr. 3.890. SPORTl MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 Alls eru 130 bæir um land allt sem bjóða ferðamönnum þjónustu sína. Morgunverður og máltíðir em víða í boði. Einnig eldunaraðstaða fyrir þá sem það kjósa. Máltíðir þarf að panta með fyrirvara. Ýmiskonar afþreying er í boði á ferðaþjónustubæjunum. Veið- skapur er vinsæll á íslandi og margskonar veiðimöguleikar bjóð- ast hjá F.B. Algengust er ódýr veiði fyrir alla fjölskylduna, en einnig er laxveiði í boði svo og sjóstangaveiði. Veiðistangaleiga býðst á nokkr- um bæjum. Fuglaveiðar em líka vinsælar á haustin og vetuma. Margir bæir taka á móti skotveiðimönnum. Hestaferðir em líka víða í boði á ferðaþjónustubæjum. Bæði er um að ræða lengri og styttri ferðir. Að upplifa náttúm og fegurð íslands á hestbaki er ógleymanlegt. Berjatínsla, bátsferðir, jökla- ferðir, réttarferðir, sauðburður og golf em líka spennandi afþreying- armöguleikar sem F.B. býður. A hveiju ári fjölgar einnig þeim bæj- um sem bjóða einkasundlaugar eða heita potta. Margrét sagði að þó svo að henni fyndist Islendingar ferðast mikið núorðið um eigið land, þá mætti það alveg vera meira. „Fólk þarf einnig að byija á þeirri nýjung að skreppa út úr bænum á haustin og vorin. Á Norðurlöndum em vetrarfrí til dæmis mjög algeng.“ Margrét vildi að lokum biðja fólk um að kynna sér þá möguleika sem Ferðaþjónusta bænda hefur í boði á vorin og haustin, þvi þessi þjón- usta er starfrækt allan ársins hring. Veiðiferðir eru mjög vinsælar, og býö- ur F.B. upp á margskonar veiöimögu- leika. ÞJÓÐVILJINN Síða 4

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.