Þjóðviljinn - 19.06.1991, Side 8

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Side 8
PínulítiS um PanS Fyrsta boðorðið í París er að þykjast kunna frönsku, eða að minnsta kosti þykjast ætla að reyna að tala bana. Því við fyrsta „ungh“ (ath: mikið nefhljóð og tungan alveg aftur í kok) verða fransmennirnir allir af vilja gerðir til að hjálpa þér að finna orðin sem þú ætlaðir að nota. Þú færð að vísu yfir þig tungufoss á frönsku, sem erfitt er að fóta sig í, en hann er. skárri en ískalda blikið sem þeir senda þér ef fyrstu ávarpsorð þín eru „Dú jú spík ínglis?" Það er alltaf hægt að læða enskunni inn síðar í samtalinu. Þetta varð að minnsta kosti reynsla mín þegar ég þrammaði inn í Metró og ætlaði að fá þar upplýsing- ar um komu- og brottfarartíma lest- anna sem og upplýsingar um far- gjöld, afsláttarkort og fleira - allt á ensku. Miðasalinn sendi ískalt augnaráð gegnum skítuga rúðuna og ég tók þann kost að setjast á næsta bekk og líta betur í lestakortið mitt. Eg átti líka eftir að komast að því að það var lykillinn að París, þessari heillandi borg sem sameinar í eina heild litla vinalega bæinn og heims- borgina. Eftir að hafa athugað lestakortið, riijað upp menntaskólafrönskuna og safnað kjarki, fór ég, brosti mínu blíðasta og bað um „dís billei". Og viti menn! Hann brosti á móti og vélin spýtti út úr sér 10 miðum. Eg kom mér fyrir t lestinni, fylgdist grannt með stoppistöðvunum og bar þær saman við kortið til að fullvissa mig um að ég væri að fara í rétta átt. Þegar ég sté út og kom upp á yfir- borðið, dró ég upp Parísarkortið. Þama stóð ég á götuhomi, rýndi í kortið, leit í knngum mig og aftur á kortið og enn í kringum mig. Allt í einu kom ég auga á vingjamlegan götusópara, sem stóð álengdar og hafði auðsjáanlega fylgst með mér dágóða stund. Eg brosti og hann brosti á móti. Ég setti upp spuming- armerkið og sagði: „St. Michel?“ Hann benti upp götuna og ég lagði af stað. Boulevard St. Michel er gata sem liggur meðffam Latínuhverfinu og niður að Signu. Þegar þangað er komið blasir Frúarkirkjan (Notre Dame) við. Þó það væri freistandi að hverfa inn í Latínuhverfið og þræða þar mjóar götumar með iðandi mannlífi, ákvað ég að líta á kirkjuna. aFyrir framan þessa stórkostlegu byggingu var aragrúi fólks. Bæði vom þar hópar af ffönskum skólabömum og óbreyttir túristar sem allir fylltust sömu aðdáun og ég. Ég lét mig berast með straumnum inn og reikaði um stund í þessari kirkju allra kirkna. Hún er mjög kaþólsk og dýrðlingamir standa þama í röðum. Annars er næsta ómögulegt að lýsa með orðum stemmningunni þama inni. Menn verða einfaldlega að upplifa hana sjálfir. Næst var ferðinni heitið í Eiffel- tuminn, einkennistákn Parisar. Ég skellti mér aftur í Metró og allt gekk að óskum. Eiffel-tuminn hefur einn ótvíræðan kost í augum ferðamanns- ins. Hann sést alls staðar að, syo maður þarf lítið að nota kortið. Ég stóð um stund og horfði upp eftir tuminum (ath: maður getur fengið illilega í bakið, ef horft er svona hátt Iengi). Átti ég að þora upp? Já, það dugði ekki annað úr því maður var kominn á staðinn. Þegar ég var kom- in í lyftuna lá við að mér snerist hug- ur og sjálfsagt hefði ég gengið út, ef ekki hefði verið svona langt niður. Þessi lyfta er nefnilega ólík öðmm „útsýnistumalyftum" því þú sérð mjög vel út og finnur greinilega hvemig hún fikrar sig hægt og bít- andi á toppinn. Ég fékk væg ein- kenni af lömunarveiki og hélt þétt- ingsfast um handriðið. Eitt heilræði: Ekki líta niður. Bara að njóta útsýnisins, sem er vægast sagt stórfeng- legt, og njóta þess að vera svona „hátt uppi“. Mér fannst það óneit- anlega nokkuð notaleg tilfinning að finna Móður jörð undir fót- um mér á ný. í Paris em kaffihús hvert sem lit- ið er, og í gleði minni yfir að hafa fast land undir fótum vatt ég mér inn á eitt slíkt. „Kaffólei" kunna nú allir að segja, en ég átti f meiri vandræð- um með meðlætið. Matseðlar em yf- irleitt á ffönsku (auðvitað) og það þarf smá þjálfun (eða fransk/ísl. orðabók) til að ráða fram úr þeim. Loks kom ég auga á kunnuglegt orð, - crossiant - , ég pantaði það. Því er skemmst frá að segja að ég yfirgaf kaffihúsið södd og sæl stuttu seinna. — - Ég var skipu- lagðari þegar ég fór næst af stað um Par- isarborg, enda búin að liggja yfir kortinu og búa mér til ferða- áætlun. Ég byrjaði á að taka Metró upp að Sigurboganum. Nú orðið tók ég Metró eins og að drekka vatn! Sigurboginn er enn einn staðurinn sem ekki má missa af í París. Og hann er sannarlega ferð- arinnar virði. Frá honum ganga 12 breiðstræti og eitt þeirra er Champs- Élysées. Niður það spásseraði ég. Þar mættu manni áreiðanlega öll lit- brigði mannlífsins. Allt frá öldmðum frúm með hring á hverjum fingri til blindra betlara, og frá glæsilegum sýningarstúlkum til skemmtilegra límkassaleikara. Á Champs-Élysées standa verslanimar og kaffihúsin hlið við hlið, og þar er skemmtilegt að rölta um. Reyndar má alveg finna ódýrari verslanir (t.d. í Latínuhverf- inu), en það er alltaf gaman að skoða og láta sig dreyma. Að draumómm loknum hélt ég áfram niður Champs- Élysées, en ákvað svo að athuga hvað færi ffarn í strætunum til hliðar við þessa stóm götu, því oftar en ekki er það þar sem fjörið er. Og allt í einu var ég komin í óskaplega fínt hverfi, þar sem hótelin með einkenn- isklæddu dyraverðina, rauðu dregl- ana og límósínumar vom. Slíkur var stíllinn að ég hálfþartinn bjóst við að mæta Kalla og Díönu eða jafnvel Stefaníu frá Mónakó. Ég leit í kring- um mig til að fá nánari staðarákvörð- un. Á götuskilti stóð: Fauborg St. Honoré. „Aha,“ hugsaði ég, „eitt- hvað hef ég heyrt um þessa götu.“ Já, alveg rétt, forsetahöllin var þama á næstu grösum. En hér vom Iíka al- veg geggjaðar tískuvöruverslanir með allskyns spennandi vaming. Hér mátti t.d. fá góða gönguskó fyrir 70.000 íslenskar krónur. Einnig létt- an sumaijakka fyrir 95.000 krónur. Hér vom líka virkilega smart ball- kjólar á bilinu 1107130 þúsund. Svo kom ég auga á KJÓLINN! Þessi var ferlega fínn. Stuttur kjóll með pall- íettutoppi - litlar 500.000,-. Ég svitnaði og ákvað að þetta hverfi hentaði ekki pyngjunni minni. Ég hafði hugsað mér að kíkja ffarnan í Monu Lisu, sem á heima á Götullf Parfsarborgar er mjög lifandi og alltaf eitthvað um að vera. Þar er hægt að sjá allt milli himins og jaröar. Eiffelturninn í París er óþarft aö kynna. Hann er aðalsmerki Parlsarborgar og sæmir þv( hlutverki vel. Louvre-safninu. Svo ég setti stefn- una í áttina að því. Louvre- safnið er einmitt staðurinn til að heimsækja, ef þú vilt fá þig fullsadda af söfnum fyrir lífstíð. Fróðir menn segja mér að það taki 14 daga að skoða það allt þ.e.a.s. ef þú skoðar 24 tíma á sólar- hring og skoðar hvert verk í 5 sek- úndur. Það var vegna þeirra upplýs- inga að ég sfrunsaði inn og beinustu leið til Mónu. Á leiðinni þurfti ég reyndar að fara gegnum nolckra sali sem vom hreint út sagt stórglæsileg- ir. Enda vom þetta hýbýli kónga og keisara fyrr á tímum. I einum salnum kom ég auga á hóp af Japönum. Þeir stóðu þama u.þ.b. 30 saman með myndavélamar sínar og horfðu allir í sömu átt. Þá var hún þama, inní sér- smíðuðum kassa, alveg aðskilin frá öðmm listaverkum safhsins. „Skrýt- ið,“ hugsaði ég, „hún er alveg eins og eftirprentunin á ganginum hjá tengdó". Eftir að hafa skoðað nægju mína og minnug þess að það tekur 14 daga að skoða allt safnið, hélt ég út aftur og í átt að Signu. Reyndar stendur Louvre-safnið svo til á bökk- tun hennar, en ég hafði ákveðið að ganga meðfram Signu niður í Lat- ínuhverfið. Það er nú ekki Signa sjálf sem hrifur mann, heldur byggingamar meðfram henni og brýmar yfir hana sem em hreinustu listaverk. Svo þrátt fyrir gmgguga ána er göngu- ferðin skemmtileg. Þegar ég kom á áfangastað var ég orðin ansi fótfuin, enda gangan orðin löng. Því lét ég þreytuna líða úr mér á einum af fjöl- mörgum veitingastöðum Latínu- hverfisins, með góðum frönskum mat og rauðvíni. Eg komst að þeirri niðurstöðu að maður þarf góðan tíma til að skoða og njóta Parísar. Þrir dagar em helst til skammur tími, en ég verð áreiðanlega lengur næst! Anna Pálína Árnad. ÞJÓÐVILJINN Síða 8

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.