Þjóðviljinn - 19.06.1991, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.06.1991, Síða 10
Hótel Sauðárkróki - Sími 95-36717 Bjóðum meðal annars upp á: * 71 rúmgott herbergi í fögru umhverfi Sauðárgils. * Eina svítu, tilvalið fyrir brúðkaupsafmælið eða aðra rómantíska atburði. * Allar veitingar í vistlegum matsal. * Síðast en ekki síst, mjög girnilega sérrétti sem hlotið hafa mikiðlof þeirra sem reynt hafa. * Hvernig væri að sækja Drangey heim í sumarleyfínu og líta inn hjá okkur í leiðinni? * Frá hringveginum í Varmahlíð er aðeins 15 ^ mín. akstur til Sauðárkróks. FLATEY Tjaldstæðið Krákuvör er opið frá 15. júní til 15. september. Bjóðum upp á ágætis snyrtiaðstöðu og eitt besta tjaldstæði landsins. Sækjum farangur frá hópum að ferjunni. Útsýnisferðir á vegum Tryggva Gunnarssonar, símar 93-81216 eða 985-30000. Komið og kynnist einstakri náttúru Breiðafjarðar. Tjaldstæðið Krákuvör, Flatey sími 93-81451. SÍMI 96-44170 MÝVATN 660 REYKJAHLfÐ ICELAND Gisting, veitingar, bílaleiga, hjólaleiga, farmiðasala í ótal skoðunarferðir og útsýnisflug Verið velkomin! Aætlun Hrfseyjar- | ferjunnar Sævars Hrísey - Árskógssandur - alla daga. Frá Hrísey: Frá Árskógssandi: kl. 9.00 11.00 13.00 15.00 17.00 19.00 21.00 23.00 Áætlun Sævars er á Árskógssand sem er við leið 82. 35 km. norðan Akureyrar. Sigling tekur 15 mínútur. Verið velkomin. Farsímanúmer Sævars er 985-22211. Upplýsingar um áætlun í síma 96-61797. kl. 9.30 11.30 13.30 15.30 17.30 19.30 21.30 23.30 Veiðimenn við Blöndu Sigurður Pálsson segir frá ferð sinni um Blönduós Ágætur maður sagði í vor við höfund þessarar greinar að hann gæti ekki skilið fólk sem væri óánægt með að Blönduós fengi nokkr- ar milljónir í bætur vegna loðnubrests. Fáir staðir hefðu þó búið við lengri og samfelldari loðnubrest. Þetta er auðvitað hverju orði sann- ara, en þarf ekki um að deila iengur ef marka má fréttir af ráðstöf- unum ríkistjórnar landsins. Þessu greinarkorni var heldur ekki ætl- að að fjalla um slíkt. Meiningin var að benda veg- farendum á að það er ómaksins vert að staldra við og skoða þenn- an stað sem allt i einu er bara þama þegar maður átti ekki von á neinu strax. Þið kannist við þetta þegar þið komið eftir veginum að sunnan. Plássið hefur byggst beggja megin við Blöndu og verulegt óhagræði hlýtur að vera að þessum myndarlega bæjarlæk. Engan heyrði þó greinarhöfundur kvarta undan því núna í vor þegar hann dvaldi þama um skeið. Blanda er nefniiega staðar- prýði, hvort sem hún rennur tær á milli skara yftr veturinn eða byltist kolmórauð og færir allt í kaf sem hún getur á sumrin. Þjóðleiðin lá áður fyrr í gegn- um plássið, kom eftir sjávarbökk- unum að vestan og sveigði fyrir kirkjugarðinn. Síðan niður brekk- una rétt hjá gömlu kirkjunni og meðfram hótelinu og alveg fram að Blöndu. Þar var þverbeygt upp með ánni, upp að brúnni. Þetta var auðvitað óþolandi til lengdar fyrir íbúa þorpsins, auk þess seinlegt fýrir fólk sem er að flýta sér. Vegurinn var því lagður ofar og eins beint í gegn og hægt var. Þetta var óhjákvæmilegt, en ferðafólk sem er veikt fýrir fegurð- inni fær ekki tækifærið sem það þarfnast til að dást að staðnum nema víkja út af beinu brautinni. Þá er rétt að aka niður með ánni að vestan og koma sér á brekkubrún- ina hjá kirkjugarðinum. Þar má stansa, stíga út og líta í kringum sig. Fáir munu sjá eftir því. Fara síðan eins og ég lýsti áðan, niður brekkuna og alveg að ánni. Þar ættu menn að stansa affur og stíga út. Ósinn á Blöndu er reglulegt til- efni til skoðunar. Takið eftir hvem- ig jökulvatnið litar sjóinn og berst út með landinu. Það leitar reyndar líka ögn inn með, en aldrei langt. Meginstraumur sjávarins er í aust- ur fyrir Norðurlandi. Aldrei vestur- fall, aðeins austurfall og liggjandi. Þama rétt innan við ósinn er því hægt að sjá skemmtileg átök milli vatnsins úr Blöndu og sjávarins. Þá er að halda upp með ánni upp að brúnni. Þar um þurfa íbúar staðarins alltaf að fara þegar þeir þurfa milli bæjarhlutanna. Þeirra vegna hefði þurft að brúa ána rétt innan við ósinn. Þá yrði þægilegra lífið í plássinu. Þetta er a.m.k. það sem gestsaugað sér í fljótu bragði. Leiðin Iá áðan framhjá hótel- inu gamla. Þar er hægt að fá góðan viðurgeming þó eldö sé lengur hægt að fá grautinn ffæga sem Stefán Jónsson sagði frá í útvarp- inu um árið. Það var einkenni þessa ávaxtagrautar að hann var svo seigur að það mátti draga hann allan upp úr sér á síðustu skeið- inni. Síðan eru margir áratugir og allri grautargerð hefur hrakað í landinu. Við vorum fyrir grautarþáttinn komin upp að brú og skulum fara yfir. Framundan upp á hólnum til vinstri er nýja kirkjan. Þangað er rétt að fara og ganga kringum það merkilega hús. Sé einhver að vinna í húsinu er sjálfsagt að leita inn- göngu. Eg ætla ekki að lýsa því sem íyrir augu ber, en takið samt eflir þvi hversu húsið er miklu stærra að innan en utan. Þetta hús teiknaði Maggi Jóns- son arkitekt. Væntanlega verður tfágangi þess lokið á næsta ári og þá geta íbúar staðarins fagnað þeim merkilega áfanga að eiga kirkju sem stendur mál þó jafnað sé við fræg hús úti í löndum eins og t.d. Klettakirkjuna í Helsinki og Kaleva kirkjuna í Tampere. Blönduóskirkjan er bara minni í sniðum, en sem byggingarlist þolir hún þennan samjöfnuð vel. Þegar þið komið út aftur skul- ÞJÓÐVILJINN Síöa 10

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.