Þjóðviljinn - 29.06.1991, Qupperneq 7
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra er á beininu
Við höfum
engu fómað,
en allt
að vinna
Samningur EFTA-ríkjanna og Evrópubandalagsins hefur verið
mikið í kastljósi fjölmiðia að undanfornu, enda ekki að undra
þar sem hér er um að ræða yfirgripsmesta og jafnframt afdrifa-
ríkasta miiliríkjasamning sem ísland hefur átt aðild að. Ekki eru all-
ir þó á eitt sáttir um þau samningsdrög sem fyrir virðast liggja eftir
fund ráðherra samningsaðila í Lúxemburg á dögunum. Stórsigur
fyrír íslendinga segir forsætisráðherra, en aðrir telja of miklu fórn-
að með því að hleypa flota EB-landanna inn fyrír íslenska fískveiði-
lögsðgu.
Það er því ekki að ófyrirsynju að Jón Baldvin Hannibalsson, ut-
anríkisráðherra, er á beininu í dag og svarar fyrir ávinninga í mál-
inu og meintar misgjörðir íslenskra ráðamanna.
Er ekki nær sanni að kalla það
samkomulag sem tókst i Lúxem-
burg á dögunum Pyrrosarsigur
fremur en stórsigur þegar þess er
gætt að við neyddumst til að gefa
eftir og veita EB-flotanum tak-
markaðan aðgang að fiskimiðum
okkar?
- Nei, þetta var ekki Pyrrosar-
sigur og þetta var engin eftirgjöf
frá yfirlýstri stefnu. Spumingin er
sú hvort við Lúxemburgarsam-
komulagið verður staðið. Verði
það ekki, þá má segja að við höf-
um orðið fyrir áfalli.
Það sem gerðist í Lúxemburg
var þetta: Eftir að hvorki hafði
gengið né rekið í samningaviðræð-
unum á annað ár hvað sjávarút-
vegsmálin varðar, sögðu talsmenn
EB loksins að með tillögu Norð-
manna lægi samningshugmynd um
pólitíska lausn málsins á borðinu.
Þær gætu verið samkomulags-
grundvöllur þótt þær kölluðu á sér-
fræðilega skoðun.
EFTA hefúr alla tíð krafist toll-
fijáls aðgangs að mörkuðum EB
fyrir sjávarafúrðir og synjað al-
gjörlega körfúm, EB um einhliða
veiðiheimildir. Á móti hefur EB
krafist veiðiheimilda gegn tolla-
lækkunum eða afriámi tolla. Á
þessu hafði engin breyting orðið í
hálft annað ár.
Ef samningsniðurstaðan verður
sú sem þama var á borðum, þá má
kalla það sigur út frá íslensku sjón-
armiði. Þar með hefði EB fallið frá
grundvallarstefnu sinni í fiskveiði-
málunum sem er krafan um veiði-
heimildir gegn aðgangi að mörk-
uðum.
Gangi þetta samningstilboð
eftir náum við samningsmarkmið-
um okkar. Þau hafa alla tíð verið
tollftjáls aðgangur, engar einhliða
veiðíheimildir. Það er rétt hjá for-
sætisráðherra, haldi þetta sam-
komulag þá er það sigur sem bæði
íslendingar, Norðmenn og sjávar-
útvegsþjóðir sem eiga í samskipt-
um við EB mega vel við una.
Þú nefhdir spuminguna um
skipti á veiðiheimildum. Það mál
er hundgamalt. Það á rót sína að
rekja til ákvæðis í fríverslunar-
samningi Islendinga allt frá árinu
1972. Sá samningur varð virkur að
loknum sigri í þorskastríðinu 1977.
Þar er kveðið á um að samningsað-
ilar muni halda viðræðum áfram,
og bakvið það var sú hugsun að
við gerðum með okkur samstarfs-
samning um sjávarútvegsmál.
Allar ríkisstjómir á íslandi frá
1976 hafa gert atrennur að því að
ná svona samningi. Seinast var það
1981 í tíð ríkisstjómar Gunnars
Thoroddsens. Þá lágu fyrir samn-
ingsdrög sem slitnaði upp úr á
seinustu stundu. í tíð síðustu ríkis-
stjómar var enn reynt að höggva á
þennan hnút í samskiptum okkar
við EB með því að Halldór Ás-
grímsson fór í formlega vinnu-
heimsókn til sjávarútvegsdeildar
bandalagsins. Þar lýsti hann því
yfir að íslensk stjómvöld höfnuðu
algjörlega kröfú EB um einhliða
veiðiheimildir. Hann tilkynnti
þeim hins vegar að við værum til-
búnir til þess að ræða gagnkvæmar
veiðiheimildir og markaðsaðgang.
Svör EB-manna vom engin við
þessu.
Þegar þessu var svo fylgt eflir
vom svör embættismanna banda-
lagsins þau að þeir teldu þýðingar-
laust að ræða nánar við Islendinga
um tvíhliða samning um veiði-
heimildir nema því aðeins að við
samþykktum fyrirfram kröfú þeirra
um veiðiheimildir.
Þannig að þegar EB lætur loks-
ins undan síga í þessu máli
skömmu fyrir Lúxemburgarfúnd-
inn, með þvi að óska eftir tvíhliða
viðræðum við fjögur strandríki
EFTA, þá em það þeir en ekki við
sem vom að breyta um stefnu.
Hin hliðin á þessu máli er sú
að íslendingar hafa á annan áratug
verið að reyna að ná samningum
við Grænlendinga varðandi nýt-
ingu á sameiginlegum fiskistofn-
um. Við höfúm slíkan samning um
loðnuna og við höfúm reynt að fá
slíka samninga um rækju, þorsk og
karfa.
Það sem gerðist í Lúxemburg
er einfaldlega það að gegn því að
fá jafúgildar veiðiheimildir á loðnu
fynr ísland í grænlenskri landhelgi
bjóðum við EB sem svarar 2600
tonna þorskígildum, eða 3000
tonnum í karfaígildum af vannýtt-
um tegundum sem yrðu að tveimur
þriðju hlutum langhali og einum
þriðja karfi. Þetta samsvarar afla
tveggja góðra vertíðarbáta. Við lát-
um ekkert af hendi annað en það
sem við fáum í staðinn.
Eru þetta ekki harla rýr býti
þegar þess er gætt að EB hefur á
undanjomum árum ekki getað nýtt
þann loðnukvóta sem það hefur
innan grœnlenskrar lögsögu?
- Nei, þetta eru aldeilis ágæt
býti út ffá okkar eigin hagsmun-
um.
Ef þetta dygði til að bjarga
andliti EB og í staðinn næðum við
ffam öllum okkar megin markmið-
um í sjávarútvegsmálum, þá er
leitun að hagstæðari samningi sem
við höfúm gert.
Jón Baldvin Hannibalsson, utanrfkisráöherra, segir mikiö til aö vinna fyrir Islendinga að samningar um sameiginlegt
efnahagssvæði takist. Mynd: Þorfinnur.
En hver er vinningsvon okkar í
reynd afþessum samningum?
- Það að sleppa við tolla er
engan veginn stærsta málið þótt
það muni um 20 miljörðum á ára-
tug fyrir sjávarútveginn, heldur hitt
að við verðum þá búnir að brjóta á
bak aftur tollamúr EB, sem er mið-
aður við það að hvetja til innflutn-
ings á hráefni, gera veiðiþjóðimar
að hráefnisútflytjendum og tryggja
niðurgreiddri og ríkisstyrktri fisk-
vinnslu EB hráefni með þeim
hætti.
Tollffelsi fyrir unnar fiskafúrð-
ir gerbreytir allri starfsaðstöðu ís-
lensks sjávarútvegs og fiskvinnslu
og skapar okkur í fyrsta sinn að-
stöðu til að byggja hér upp tækni-
væddan og þróaðan matvælaiðnað.
Ef menn vilja endilega staldra
við þetta með veiðiheimildimar og
segja þetta er samt sem áður opnun
á landhelginni, þá em tvö fordæmi
fyrir því að við höfúm hleypt er-
lendum fiskiskipum inn i íslenska
lögsögu, einhliða og án þess að fá
nokkuð í staðinn. Þar á ég við
veiðiheimildir Færeyinga og
Belga.
Það sem við semjum nú um í
gagnkvæmum veiðiheimildum við
EB er að mati sjávarútvegsins
sjálfs eitthvað sem við höfúm ver-
ið að sækjast eftir á annan áratug.
Magnið er afar lítið. Við höfum
ekkert „prinsipp“ brotið og við
höfúm engu fómað til.
Hins vegar telja sjávarútvegs-
þjóðir EB að bandalagið hafi sam-
ið af sér og kollvarpað sjálfum
homsteini fiskveiðistefnunnar, og
á því strandar nú i samningavið-
ræðunum.
Það hefur verið eftir þér haft
að Evrópubandalagsþjóðirnar
verði sjálfar að höggva á þann
Gordíonshnút sem upp er kominn i
samningaviðræðum EFTA og EB.
Er ekki allt eins hugsanlegt að
samningamenn EB hugsi sem svo,
að fýrst Islendingar hafi gefið eftir,
hvort ekki sé þá hœgt að knýja þá
til frekari eftirgjafar?
- Mitt mat er það að þeir hafa
gert það upp við sig i eitt skipti
fyrir öll eftir að hafa hlustað á ræð-
ur okkar hundrað sinnum yfir
samningaboðið að það sé vonlaust
mál að koma tauti við þessa Is-
lendinga. Enda hafa þeir ekki rætt
við okkur eitt einasta orð um aukn-
ar veiðiheimildir. Þeir hafa einbeitt
sér að Norðmönnum þar sem þeir
hafa haldið að þeir vildu allt til
vinna til að ná samningi, jafnvel
opna fiskveiðilögsöguna með ein-
hliða veiðiheimildum.
Þú ert þá ekki á því, að þá
snurðu sem hlaupin er á þráðinn
megi skýra með því fomkveðna að
mikið vilji meira?
- Að sjálfsögðu er nú svo að
menn munu reyna allt ffam á sein-
ustu stund að fá eitthvað meira í
sinn hlut. Þeir mega vita það, og
þeir vita það hvað varðar íslend-
inga að við höfum sagt okkar sein-
asta orð.
Einn af þeim fyrirvömm í
samningaviðræðum sem Islending-
ar hafa gert lýtur að ffjálsum fjár-
magnsflutningum og hlutabréfa-
kaupum útlendinga í íslenskum at-
vinnufyrirtækj um.
Spánverjar og jafnvel fleiri
hafa að því er virst hefur sýnt tals-
verðan áhuga á að kaupa sig inn i
íslensk sjávarútvegsfyrirtœki. Er
tryggt að frá þessum fyrirvara
verði ekki hvikað?
- Já, frá honum verður ekki
hvikað. Bæði íslendingar og Norð-
menn gerðu sín tilboð með skilyrð-
um. Gegn heimild til hlutafjár-
kaupa og fijálsum fjármagnsfiutn-
ingum viljum við fá tollfijálsan
markaðsaðgang og við emm með
skriflega fyrirvara að því er varðar
fjárfestingarheimild í veiðum og
ffumvinnslu. Rök okkar em þessi:
Upphaflega gerði EFTA kröfú til
þess að fá fríverslun með fisk al-
veg eins og við komum á innan
EFTA. í þvi felst ekki bara toll-
ftjáls aðgangur að markaði, heldur
einnig samræmdar samkeppnis-
reglur, s.s. afnám á ríkisstyrkjum
og niðurgreiðslum. Þessu hafnaði
samninganefnd EB í nóvember
1990, með þeim rökum að hún
hefði ekki samningsumboð til þess
að falla ffá forsendum hinnar sam-
eiginlegu fiskveiðistefúu, sem er
styrkjastefna en ekki fríverslunar-
stefúa. Þar með hafa þeir sjálfir
hafúað samræmdum samkeppnis-
reglum.
Ur því að ekki eru samræmdar
samkeppnisreglur, þá fylgir enginn
fjárfestingarréttur. Þeir hafa því
sjálfir grafið undan öllum kröfum
og rökum fyrir rétti til ljárfestinga
á þessu sviði.
Víkjum að öðru. Er ekki sýnt
að útgjöld ríkissjóðs koma til með
að aukast í kjölfar þátttöku Islands
í Evrópska ejhahagssvœðinu og
skýtur það ekki skökku við á sama
tima og rikisstjómin boðar aðhald
og niðurskurð í útgjöldum þess op-
inbera?
- Takist þessir samningar þá
sparar íslenskur þjóðarbúskapur
sér umtalsverðar fjárhæðir í toll-
greiðslum. Annað er nokkuð ljóst
að sjávarútvegurinn getur nýtt sér
þetta tækifæri til þess að stórauka
vinnsluvirði íslenskrar fiskvinnslu,
flytja atvinnuna heim og auka
verðmæti afla. Af þessum sökum
er þetta þjóðhagslega mjög hag-
kvæmt fyrir þjóðarbúskapinn.
Þetta er nú ekki allt og sumt.
Tiltölulega snemma á ferli síðustu
ríkisstjómar vom ýmsar opinberar
stofúanir fengnar til að meta hvaða
ávinningar fælust í samningum við
EB út frá þeim forsendum sem ég
hef hér talað um. Það verður að
segjast eins og er að engin þeirra
skýrslna sem við fengum var eins
jákvæð og skýrsla fjármálaráðu-
neytisins. Þar er talað um að áhrif
þessa muni stuðla mjög að lækkun
ríkisútgjalda. Eg vísa bara beint í
þá skýrslu hver rök ráðuneytisins
em. Meðal annars er þar vísað í
opnun fjánnagnsmarkaðarins sem
mun binda endi á þetta gamla og
löngu úrsérgengna rikisábyrgðar-
kerfi. Orðrétt segir í skýrslunni:
„Áhrifin koma bæði ffarn í aukn-
um tekjum vegna meiri umsvifa í
efúahagslífinu og spamaði í ríkis-
útgjöldum. Þessi áhrif gætu mælst
á bilinu 4-6 milljarðar króna, þegar
upp er staðið, eða sem svarar til 1-
1 1/2 af landsframleiðslu." Því
næst er því lýst hvemig aðlögunin
að innri markaðinum er jákvæð í
heild fyrir íslenskt atvinnulíf,
hvemig aðlögun skattkerfisins
muni bæta samkeppnisstöðu ís-
lensks atvinnulífs og að ríkisút-
gjöld munu lækka. Jafúffamt segir
fyrrverandi fjármálaráðherra, Ólaf-
ur Ragnar Grímsson: „Þar að auki
mun aðild að evrópska efúahags-
svæðinu leiða til agaðri hagstjóm-
ar og stuðla að auknum kröfiim um
skynsamlega hagstjóm í ríkisfjár-
málum. Allt mun þetta að lokum
stuðla að bættu jafnvægi í ríkisfjár-
málum.“ Eg rengi ekki þessi orð
Ólafs Ragnars.
Skýtur það ekki skökku við að
á sama tima og islensk stjómvöld
draga á eftir sér lappimar með að
styðja við islenskt atvinnulif, eins
og varðandi vanda rækjuvinnsl-
unnar, þá skuldbindi rikissjóður
sig til að styrkja atvinnulíf í Suður-
Evrópu með þátttöku i sk. þróun-
ar- eða byggðasjóði EB?
- Fyrst um þann hluta spum-
ingarinnar sem lýtur að því að
styrkja íslenskt atvinnulíf. Við eig-
um að hverfa ffá þeim aðferðum
að ríkið hlaupi undir bagga með
einkaaðilum í atvinnurekstri þegar
á bjátar. Atvinnulífið á að vera
samkeppnisfært og á að geta staðið
á eigin fótum. Vissulega er það rétt
í vissum tilfellum að rikissjóður
hlaupi undir bagga, eins og gerðist
í tíð síðustu ríkisstjómar þegar
hmn blasti við í sjávarútvegi víðs
vegar úti um land.
Af því að þú nefúir rækjuna
Framhald á bls. 8
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 29. júní 1991