Þjóðviljinn - 02.07.1991, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Qupperneq 5
FIETTIIR A Umsjón: Dagur Þorleifsson „Á eftir komi sameiginleg stefna í öryggis- og vamarmálum“ Viðtal við Felipe Gonzales, forsætisráðherra Spánar Financial Times birti 9. maí 1991 viðtal við forsætisráðherra Spánar, Felipe Gonzales, sem tekið var á ritstjórnarskrifstofu biaðsins meðan hann var í opinberri heimsókn til Bretlands, en á síðasta degi hennar kvaðst hann telja, að samkomulag þyrfti að verða samtímis, um hinar tvær fyrirhuguðu ráðstefnur rík- isstjórna aðildarlanda EBE, en önnur verður um efnahagslega og peningalega samfellingu þeirra, en hin um pólitíska samfellingu (union) þeirra, þótt sum aðildarlandanna, svo sem Bretland, hafi lít- inn hug á hinni síðarnefndu. Blm.: Hvenœr viljið þér, að rikisstjórnaráðstefnurnar verði haldnar og hvað viljið þér hafa efst á dagskrá þeirra? Gonzales: Að samþykktum tímamörkum ber okkur að hafa lokið undirbúningi að gerðum rík- isstjómaráðstefnanna í árslok (1991) og ætlast er til að þjóðþing- in hafi staðfest þær fyrir árslok (1992). Þótt mál hinnar eínahags- legu og peningalegu séu flóknari en hinnar pólitísku, þá held ég, að betur horfi um árangur á henni. En til álita kemur ekki, að ég tel, að til annarrar ráðstefnunnar verði boð- að, en ekki hinnar. A móti því yrðu allmörg aðildarlönd. Sakir þessa geta ráðstefnumar dregist litið eitt á langinn. Blm.: Spánn vœntir aukinna framlaga til miður vel stœðra að- ildarlanda, en hve mikillar aukn- ingar? Gonzales: Upphæðin er ekki til umfjöllunar sem stendur, og erfítt Tartarar segjast eiga Krím ing 240 fulltrúa Krímtart- ara, haldið í Símferopol á Krím, lýsti því yfír fyrir helgina með öllum þorra at- kvæða að skaginn væri ættland þeirra og heyrði þeim til öllu öðru fólki fremur. Kaus þingið, sem nefnt er kurultai upp á mið- aldamongólsku, ennfremur stjórnarnefnd, sem á að fara með umboð allra Krímtartara, hvar sem þeir eru í Sovétríkjun- um. „Krím er föðurland þjóðar Krimtartara og þar hafa þeir einir rétt til sjálfsákvörðunar,“ segir í yfirlýsingu þingsins. Þar segir einnig að Krimtartarar eigi að ráða auðlindum skagans og sumar- leyfastöðum þar, sem mikið eru sóttir. Sá þekktasti af slíkum stöð- um er Jalta, sem einnig er þekkt af ráðstefnu Churchills, Roosevelts og Stalíns þar í heimsstyijöldinni síðari. Krímtartarar tala tyrkneskt mál og eru múslímar, en rekja ættir sinar til Mongóla Djengisar stórk- ans. Stalín lét herleiða þá af skag- anum, vegna gruns um stuðning við Þjóðveija, og segja þeir að um 90.000 af þeim hafi látið lífið í þeim fiumingum. Sovéska stjómin viðurkenndi 1987 að herleiðingin hefði verið ólögleg, en hefur verið hikandi við að greiða fyrir að þeir herleiddu og afkomendur þeirra snem aflur til Krím. Núverandi íbúar skagans, um tvær og hálf miljón talsins, eru flestir Rússar og Úkraínumenn og em þeir yfir- leitt ekki hrifnir af því að fá tartar- ana þangað aftur. Um 150.000 þeirra hafa þó fiust til skagans síð- ustu fjögur árin, en um 350.000 aðrir em enn á víð og dreif annars- staðar í Sovétrikjunum. er að fella fjárhagsáætlanir inn í samkomulagsgerð (um efnahags- lega og peningalega samfellingu). Litið er nú á nokícur kennileiti á leiðinni til uppbyggingar þess, sem við nefnum Sameinuð Evrópa (European Union). - Hvað efna- hagslegri og peningalegri samfell- ingu viðvikur, þá teljum við þörf á, að pólitískur samruni gangi um leið fram. Þá kemur að misjöfnuði þeim, sem er aðildarlanda á milli um ffamlög með tilliti til tekna þeirra. Spánn leggur lítið eitt meira ffam en hann fær til baka. Meðal- tekjur á mann á Spáni em þó um 80 prósent af meðaltekjum í Evr- ópsku samfélögunum. Auðsætt er þannig, að sum aðildarlanda fá meira til baka en þau leggja ffam, jafhvel þótt hærri en meðaltekjur hafi en Spánn, en því munu upp- bætur á útfluttar búvörur aðallega valda. Blm.: I ár eru fjármál Evr- ópsku samfélaganna í hnút vegna þess að kostnaður af sameiginlegu landbúnaðarstefnunni hefur farið úr böndum. Gonzales: Tiltölulega er staða þeirra mála miklu betri nú en 1987. Satt að segja vildum við gjaman fá umræður um fjárlögin í ár, en þær verða raunar ekki upp teknar fyrr en 1992. Ég minnist þess, að á erfiðum fundi um fjárlög mörg ár ffam í tímann og hallann á þeim, sneri italski forsætisráðherr- ann, Andreotti, sér að Jacques Del- ors, sem gramdist, að við höfðum ekki leyst vandann, og sagði „Del- ors, þér ætlist þó ekki til, að við greiðum syndagjöld okkar í eitt skipti fyrir öll?“ Blm.: Teljið þér, að sá pólitíski samruni (aðildarlanda), sem ræddur verður á ríkisstjómaráð- stefhunni, skuli taka til landvama? Gonzales: Hjá því verður ekki komist. Úr því að æskt er sameig- inlegrar stefnu í utanrikismálum, er erfitt að hugsa sér annað, en á eftir komi (sameiginleg) stefha í öryggis- og vamarmálum. Evr- ópsku samfélögin geta ekki ein- skorðað stefnu sína í utanríkismál- um við verslun og peningaleg sam- skipti við viðskiptaaðila sína. Persaflóakreppan er dæmigerð um það, sem hlýst af sameiginlegri stefnu í utanríkismálum án sam- eiginlegrar stefhu í vamarmálum. Þegar friður var saminn, átti Evr- ópa ekki hlut að máli, en Banda- ríkin og Ráðstjómarríkin gátu sest að samningaborðinu. En Israel og önnur lönd í heimshlutanum eiga 70 prósent viðskipta sinna við að- ildarlönd Evrópsku samfélaganna. Blm.: Hvað segið þér um skipt- an Atlantshafsbandalagsins i framtiðinni? Gonzales: Ég held, að besti fari á, að við henni verði ekki hróflað í bráð. A komandi ámm verður ekki sú staða mála, sem fyrr á ámm var á milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins. Nú er um það að ræða að halda Atlantshafs- bandalaginu í horfi og að taka upp sameiginlega stefnu (Evrópsku) samfélaganna í utanrikis- og ör- yggismálum, - Douglas Hurd (ut- anríkisráðherra Bretlands) hefur lagt til þessara mála: Til reynslu látum við aðeins til okkar taka deilur utan vettvangs Atlantshafs- bandalagsins. En erfitt væri að segja sem svo: Að þessu eða hinu lýtur sameiginleg stefna okkar í ut- anríkis- og öryggismálum, en á heimshluta (zone) okkar hefjumst við ekki að. Blm.: Teljið þér, að á rikis- stjómaráðstefnunum verði staða ráðherraráðsins styrkt gagnvart framkvœmdastjóminni og Evrópu- þinginu? Gonzales: Annað helsta vanda- málið á pólitísku ráðstefnunni verður að gera ekki upp á milli stofnana (Evrópsku) samfélag- anna. Þær vom uppbyggðar að ákvörðunum, sem ríkisstjómir að- ildarlanda tóku sín á milli. Þær em uppsprottnar af samráði þeirra. Hér á ég við mikils háttar ákvarðanir. Af daglegum ákvörðunum hefur framkvæmdastjómin vanda. Rikis- stjómimar hafa hom í síðu Evr- ópuþingsins. Afráðið var, ef til vill ótímanlega, að setja upp þá stofn- un, kjöma í beinum kosningum, og þingið æskir nú réttar til stjómar- taka á framkvæmdastjóminni. Þinginu þurfum við að láta eftir nokkur ítök. Láta mætti því eftir að staðfesta útnefningu framkvæmda- stjómarmanna. Og það mun deila völdum með ráðherraráðinu. Blm.: Ur þvi að Spánn hefur notið góðs af aðild að Evrópsku samfélögunum, hvers vegna mein- ar hann löndum i Austur-Evrópu aðildar? Gonzales: Þetta er óverðskuld- að. Frá 1975 til 1985 átti Spánn í mjög örðugri efnahagslegri kreppu. Við nutum uppörvunar, en ekki eins einasta peseta í aðstoð. - Við ættum ekki að loka augum fyr- ir hlutunum. Ég held ekki, að (Lech) Walesa átti sig á, að Vestur- Évrópa muni ekki greiða reikning- inn vegna 40 ára kommúnisma (í Póllandi) ffemur en áður vegna 40 ára Franquisma (á Spáni). Enginn telur sér , skylt að greiða þann reikning. Ég veit ekki til, að halla- laus opinber geiri sé í nokkm landi í Vestur-Evrópu, hversu vel sem það er stætt. Þess vegna hlýtur fé þetta að koma ffá einkageiranum, og einkageirinn leggur ekki út í þá fjárfestingu, fyrr en betur sést, hvað ofan á-verður í Austur-Evr- ópu. - Við eina útförina í Moskvu hitti ég frú Thatcher að máli í kjallara breska sendiráðsins. í sjör ár höföum við haft inngöngu í Evr- ópsku samfélögin á orði. Þar eð okkur gafst ekki tírni, til ítarlegra viðræðna, minnti ég hana á sögu af fötluðum manni í pílagrímsför í hjólastól, sem út af vegi veltur, svo að hann meiðist, en bað þá til Fa- timu meyjar: „Lát ekkert verra henda mig. Ég vil vera eins og ég var áður. Lát mig ekki missa hend- ur mínar eins og áður fótleggi.“ Frú Thatcher varð ekki svarafátt. Innganga í Evrópsku samfélögin væri tvíþætt, að hún sagði. I fyrsta lagi yrði að gangast undir alls kon- ar hluti til að komast inn, en inn komin yrðum við að reyna að fella burt alla þá hluti, sem upphaflega var undir gengist. Blm. : Þér biðjið Bretland að hugsa ráð sitt varðandi Gibraltar. Getið þér kveðið nánar að orði? Gonzales: Sameiginleg afnot af flugvellinum í Gibraltar liggja beint við. A því svæði þörfnumst við flugvallar. Fjarri virðist réttu lagi að gera nýjan flugvöll 20 km ffá starfræktum flugvelli, meðan við vinnum að uppbyggingu Evr- ópsku samfélaganna. Eg fæ ekki séð, hvers vegna undirritaður samningur á milli Bretlands og Spánar skuli ekki koma til fram- kvæmda. Um þetta þarf ekki að velta vöngum, heldur að hafast að. - Ef hugað er að, í hvaða átt vindar sögunnar blása, dylst ekki, að breytingar eru i aðsigi. Hér erum við í fáránlegri sjálfheldu. Við föll- umst á sameiginleg afhot af flug- velli í Heathrow eða Barajas, en ekki af flugvelli í Gibraltar. Bret- landi er Gibraltar sem árleg ferð til tannlæknis, en Spáni er Gibraltar sem steinvala i skó árlangt. H.J. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Ólöf Ólafsdóttir Grundargerði 21 Reykjavík sem lést þriðjudaginn 25. júní, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15:00. Sigurjón Auðunsson Ólafur Hjörtur Sigurjónsson Kristín Hafsteinsdóttir Jórunn Sigurjónsdóttir Vilberg Sigurjónsson Sigrún Andrésdóttir Hólmfríður Sigurjónsdóttir Nils Axelsson Guðrún Sigríður Sigurjónsdóttir og barnabörn Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.