Þjóðviljinn - 02.07.1991, Page 6
Frétttr
Torben Lind,
stýrimaður:
Nei. Mér leiðist frekar í
bíó.
Elfa Guðnadóttir,
sjúkraliðanemi:
Já. Ég fór síðast á mynd-
ina Ralph konungur og
hún var svona allt í lagi.
Ég vil frekar fara á góðar
myndir.
Lára Gunnarsdóttir,
húsmóðir
Nei, ég held að það sé
heilt ár síðan ég fór síð-
ast í bíó.
Eria Ingvarsdóttir,
9 ára:
Einstaka sinnum.
Ásmundur Ríkharðs-
son,
ráðgjafi:
Nei, ég fer ekki oft. Ég
bý á Egilsstöðum og þar
er ekkert bíóhús.
Nokkrir af þeim frábæru gæðingum sem kepptu á Fjórðungsmóti Sunnlenskra hestamanna.
Kynbótahrossin
hápunktur mótsins
Fjórðungsmóti sunnlenskra
hestamanna á Rangárvöii-
um lauk í blíðskaparveðri á
sunnudag. Um fjögur þúsund
manns sóttu mótið og þótti það í
aUa staði vel heppnað.
Hápunktur mótsins var að
flestra mati sýning kynbótahrossa,
einkum þó hryssumar. Flipa firá
Nýjabæ fékk hæstu einkunn 8.27. í
öðru sæti var Venus firá Skarði
með 8,26 og í þriðja sæti Sprengja
frá Ytra Vakkholti með 8,21.
Af stóðhestum fékk Toppur ffá
Eyjólfsstöðum hæstu einkunn
8,44. í gæðingakeppninni féllu 16
verðlaun til hestamannafélagsins
Fáks, 8 til Harðar, 5 til Geysis, 2
til Sleipnis og ein til Smára. í A-
flokki sigraði Gýmir sem Trausti
Þ. Guðmundsson sat. í B-flokki
sigraði Pjakkur ffá Herði í _Mos-
fellsbæ en knapi var Ragnar Ólafs-
son.
Sigfus B. Sigfusson tíu ára, ffá
Vestra Geldingaholti í Gnúpveija-
hreppi sigraði i bamaflokki á
Skenk.
Maríanna Gunnarsdóttir var
eini þátttakandinn sem fékk yfir 9 í
gæðingakeppninni, en hún sat Kol-
skegg í unglingaflokki og sigmðu
þau með 9,03,.
Ragnar Ólafsson og Pjakkur
sigmðu töltkeppnina.
Kappreiðar em alltaf vinsælar
á svona mótum. Hólmi ffá Kvía-
bekk sigraði í 150 metra skeiði,
Leistur frá Keldudal í 250 metra
skeiði. Háfeti sigraði í 350 metra
stökki Lótus ffá Götu sigraði í 800
metra stökki og Daði ffá Syðra
Skörðugili í 300 metra brokki.
Ahorfendur fylgdust spenntir með þvf sem fram för á vellinum.
Mjög gott veður var flesta var veðrið einsog best verður á
mótsdagana, örlitla rigningu gerði kosið. Öll aðstaða á mótsstað var
reyndar á laugardeginum en annars til fyrirmyndar. -Sáf
Sigurbjörn Bárðarson og Kraki á fljúgandi tölti, en þeir urðu I öðru sæti I tölt-
keppninni.
Ragnar Ólafsson á Pjakk eftir verölaunaafhendinguna. Myndir G.T.K.
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991
Síða 6