Þjóðviljinn - 02.07.1991, Page 11

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Page 11
Fréttir Við megum ekki láta þvinga okkur til samninga Sigmundur Guðbjarnason rektor Háskóla íslands líkti Evrópu- bandalaginu við miðstýringuna í Austur-Evrópu, í ræðu sinni á Háskólahátíðinni sl. laugardag. Rektor kom víða við í ræðu sinni en seinni hluti ræðunnar, sem fjallaði um þróunina í Evrópu og afstöðu íslands gagnvart henni birtist hér á eftir: Stjómarhættir hér á landi viröast þróast á þá lund aö valdiö safnast sffellt á færri hendur. Mynd: Jim Smart Kæru kandídatar. I dag fognrnn við með ykkur og fjölskyldum ykkar þegar þið takið prófskírteini úr hendi deildar- forseta. Þið hafið sannað fyrir sjálfum ykkur að þið gátuð leyst vandann, unnið verkið og sigrast á prófraununum. Ykkar bíða önnur viðfangsefni og aðrar prófraunir í skóla lífsins sem getur verið sinu harðari en Háskólinn. Á námsferli sínum, kæri kandídat, hefur þú lært að læra og verður það þér notadrýgsta nestið út lífsbaráttuna því símennt- un verður hluti af lífsstil þínum hvort heldur þú skiptir sjaldan eða oft um starf. Líttu á hvert starf sem áfanga á lífsferli þínum, sinntu starfmu af trúmennsku og metnaði því sæmd þín krefst þess að þú leggir þig allan fram. Þú munt á ffamaferli þínum takast á við stærri verkefni og inn- an tíðar eru í forystuhlutverki í fyr- irtækinu eða stofnuninni. Á ffama- braut þinni skaltu taka þá stjóm- endur þér til fyrirmyndar sem stjóma sem minnst með fyrirmæl- um en ffekar með hvatningu, með ráðum og dáð er þeir styrkja sjálfs- traust starfsmanna sinna og metn- að. Háskólinn hefur gefíð þér gott veganesti þegar þú heldur út í hið stærra samfélag. Háskólanámið á ekki aðeins að veita þér þekkingu og þjálfun í ffæðigreininni heldur jafhffamt að efla metnað þinn og atorkusemi. Þú leitar í Háskólan- um eftir þekkingu og skilningi, eft- ir þjálfun og hæfni til að takast á við viðfangsefni sem fullnægi at- hafnaþörf þinni og sköpunargleði. Þessi athafhaþörf einstaklingsins og sköpunargleði fær útrás með ýmsum hætti, ekki aðeins í listum og vísindum heldur í margvísleg- um störfum, einnig við að byggja upp eða bæta fyrirtæki þitt. Það er væntanlega sama tilfinningin, sama fullnægingin, hvort heldur sköpunarverkið er á lérefti lista- mannsins eða reikningsyfirliti fyr- irtækisins, þegar vel hefur til tek- ist. Ágætu kandídatar, ég minntist áðan á mikilvægi lýðræðislegra vinnubragða í háskólastarfinu og hvemig slíkt leiðir til betri lausna. Við erum stolt af því að búa við lýðræðislega stjómarhætti en oft virðist traust maima á lýðræðinu mjög takmarkað. Stjómarhættir hér á landi virðast þróast á þá lund að valdið safhast sífellt á færri hendur. Þessi vantrú á lýðræðinu, og á hæfni fólksins til að meta hvað er þeim sjálfum fyrir bestu, kom t.d. vel ffam i vor í umræðum fyrir Alþingiskosningar. Þetta van- traust á dómgreind fólksins og hæfhi til að ná sáttum og sann- gjömum málamiðlunum kom hvað skýrast fram þegar rætt var um fiskveiðistefnuna og landsbyggð- ina, um byggðakvóta og ráðstöfun á honum ef til kæmi. Lýðræðisleg- ir stjómarhættir kalla á lýðræðisleg vinnubrögð og raunvemlega hlut- deild fólksins í ákvörðunum er varða það sjálft, sjálfstæði þess og ffamtíð. Fyrir nokkrum vikum var ég í Leníngrad á fundi samtaka háskóla í Evrópu. Athygli vakti að þessi fynum fagra borg er í mikilli nið- umíðslu, nema hvað söfhum og öðrum merkum menningarbygg- ingum er vel við haldið. Borgar- stjóri Leningrad ræddi mjög opin- skátt um ástandið í Sovétrikjunum og harmaði að ekki skyldi hafa verið á það bent fyrir einni öld að hugmyndaffæðin væri röng og að það er einstaklingurinn og hvemig hann fær að njóta sin og hæfileika sinna sem skiptir mestu máli. Það er athyglisvert að hugmyndaffæði Sovetríkjanna lifði aðeins þijár kynslóðir. Fyrsta kynslóðin var kynslóð hugsjónamanna sem trúði á þessa nýju leið til betri lífskjara. Önnur kynslóðin sætti sig við draum feðra sinna en sú þriðja hafhaði þeirri martröð sem draum- urinn varð að lokum. Miðstýringin í Austur-Evrópu drap allt ffamtak og ffumkvæði einstaklinganna og í kjölfarið kom doði, afskiptaleysi og loks ósátt við ríkjandi ástand. Þegar Austur-Evrópa er loks að kasta af sér Qötrum miðstýringar er í Vestur-Evrópu myndað annað ríkjabandalag sem byggir upp nýj- an draum miðstýringar og valda- samþjöppunar í Brflssel. Enn sem fyrr á hið fyrirheitna ríkjabandalag að bæta Hfskjör fjöldans en að visu undir merki einstaklingsffamtaks- ins. Evrópubandalagið myndar annars vegar stóran og ffeistandi markað, en hins vegar einkennist það af vaxandi miðstýringu, stór- felldum niðurgreiðslum og víð- tæku styrkjakerfi. Þessir starfs- hættir virðast furðu líkir þeim sem hömluðu gegn ffamforum í austri og margir telja nú að hafi skapað mestan vanda í íslensku efhahags- lífi. Þróunin i Vestur- Evrópu stefnir vissulega í nýja heims- mynd, þar sem auðlindir og at- vinnulíf færast í auknum mæli í fang ljölþjóðafyrirtækja. í bók sinni Meginstraumar 2000 segir John Naisbitt einmitt að forystu- menn þjóða, forsetar og þingmenn, Fertug ffáskihn kona óskar eft- ir að eignast pennavini á íslandi. Áhugamál: tónlist, íslensk tunga, ferðalög, leikhús, dýr og ljós- myndun. Skrifar á ensku. Heimil- isfang hennar er: Mrs. Valerie Moffett 6 Dulwich Close, Seaford, East Sussex England -Bn 25.3ph. 24 ára karlmaður óskar eftir pennavini á svipuðum aldri. Áhugamál: Island, Svíþjóð, Þýska- land, ferðalög, Evrópusöngva- hinir lýðræðislega kjömu fulltrúar fólksins, skipti stöðugt minna máli. Það verða forstjórar stórfyrirtækj- anna sem verða stöðugt áhrifa- meiri. Við íslendingar þurfum, eins og aðrar þjóðir, að leita bestu við- skiptakjara á hveijum tíma og ekki síst meðal nágrannaþjóða. Enn virðist óljóst hvort eða hvemig tekst að semja við EB. Við megum ekki láta þvinga okkur til samninga sem veita aðeins stundarhag en háska þegar til lengra tíma er litið. Ekki megum við heldur láta ótta við einangmn villa okkur sýn því íslendingar hvorki vilja né geta einangrað sig í sífellt alþjóðlegri heimi. íslendingar em á ýmsum svið- um enn alþjóðlegri en nágranna- þjóðimar. Um þriðjungur íslenskra háskólastúdenta stundar á hveijum tíma nám erlendis í 3 - 5 ár eða jafnvel lengur á meðan þjóðir Vest- ur-Evrópu vilja ná því markmiði að tíundi hver stúdent dvelji minnst eitt misseri erlendis á námsferli sínum. Stór hluti vís- indamanna okkar hefur verið í samstarfi við erlenda starfsbræður keppnin, tónlist, sápuóperur, dýr. Heimilisfang hans er: Hans-Jörgen Carter 17, Winchester Way, WiIIing- ton. Eastbourne East Sussex England Bn 22 OJP. 22 ára Spánveiji vill_ skrifast á við stúlkur ffá Islandi. Áhugamál: tónlist, tungumál. Skrifar á ensku. Heimilisfang hans er: Jósé Luis Per Higes Jeronimo Vicens 18-5D 50002 Zaragosa Spain. og gagnkvæm skipti á háskóla- kennurum og stúdentum fara vax- andi. íslendingar munu hvorki ein- angrast hér eða innan takmarkaðra markaðssvæða, þeir munu áffam leita tækifæra um allan heim. Nú er vissulega hafin öld al- þjóðahyggju sem boðar aukin við- skipti og önnur samskipti, en einn- ig aukna samkennd og aukið um- burðarlyndi gagnvart sérstöðu og sérkennum þjóða. Háskólar hafa lagt sérstaka rækt við alþjóðleg samskipti því vísindin virða engin landamæri. Háskólar eru í senn al- þjóðlegar vísindastofhanir og þjóð- legar menningarstofhanir. Það er engin tilviljun að það eru háskóla- stúdentar í hveiju landi sem eru yf- irleitt ötulastir í baráttunni fyrir þjóðffelsi og ffamforum. Það er einmitt æskufólkið sem vill bijót- ast undan oki drottnara sinna, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir. Það er unga fólkið sem trúir enn á ffelsi og jafhrétti þegar þeir eldri brosa að þessari bamatrú sinni. Ágætu kandídatar, lýk nú mínu átjánda og síðasta ávarpi til kand- ídata við brautskráningu og hvet 18 ára Algeríubúi vill skrifast á við stúlkur á aldrinum 14-16 ára. Áhugamál: tónlist, ferðalög, íþrótt- ir, dans. Hann vill gjaman fá mynd og hann skrifar á ffönsku eða ensku. Heimilisfang hans er: Movrad Semrovne Ruiben amaz No. 29 Hamma Bougiane 25230 Constantine Algeria. 11 ára gömul stúlka óskar eftir pennavini á aldrinum 8-16 ára. Áhugamál: ffimerki, fótbolti, dans, dýr, teikning. ykkur sem og aðra kandídata á undan ykkur til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Það er ffam- tið ykkar og bama ykkar sem stöð- ugt er verið að sýsla með. Kynnið ykkur þjóðmálin, verið þátttakend- ur og eigið hlutdeild í ákvörðunum um eigin örlög, virðið lýðrasðið og gerið það virkt. Ég vil trúa því að íslenska þjóðin hafi þann styrk og þann metnað að hún glati ekki sjálfsvitund sinni og sjálfstæði. í lok þessarar háskólahátíðar syngj- um viðr öll með Háskólakómum lagið „Island'* og verið minnug þess sem þar segir: „Island er land þitt því aldrei skal gleyma Islandi helgar þú krafta og starf. “ Háskóli íslands er stoltur af ykkur, hann á hlut í ykkur og þið eigið hann, styðjið hann og styrkið því við sem þjóð þörfhumst hans. Fyrir hönd Háskóla íslands óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar heilla og farsældar í framtíðinni og þakka samstarfið á liðnum árum. Guð veri með ykkur. Hún vill skrifa á ensku. Heim- ilisfang hennar er: Lene Haller 9220 Moen Norway. 19 ára stúdent óskar eftir ís- lenskum pennavinum. Hann hefur mikin áhuga á ffimerkjasöfhun. Skrifið á ffönsku, ensku eða þýsku. Hein ilisfang hans er: Gelgon Marc 51 Rue Le Montréere 22700 Perros-Gvirec France. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 2. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.