Þjóðviljinn - 02.07.1991, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 02.07.1991, Qupperneq 16
Harður kirkjuslagur í Kópavogi Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs samþykkti á fundi í síðustu viku að breyta aðaiskipulagi þannig að gert er ráð fyrir kirkjubyggingu fyrir Digranessókn á útivistar- svæði við Víghól þrátt fyrir mikla andstöðu íbúa í nágrenni svæðisins. Fjöldi manns mætti á bæjarstjórnarfundinn og var mikill hiti í fólki. Víghóll er friðað svæði og fyrri bæjarstjómir hafa alltaf vísað frá óskum um byggingar í nágrenni þess eða á því. Lóð fyrirhugaðrar kirkju, m.a. klukknaport, mun ná nokkuð inn á ffiðaða svæðið og umferðartenging verður yfir það þvert. Byggingin sjálf verður vestast á íþróttavelli, alveg við hliðina á ffiðaða svæðinu og í um 400-500 metra fjarlægð kirkju seip byggja á fyrir Hjalla- sókn við Alfaheiði. „Við erum ekki á móti kirkju- byggingu í sjálfu sér, enda er sókn- in mjög íjölmenn, en fyrri bæjar- stjóm var búin að gera ráð fyrir mjög góðri lóð fyrir kirkju í Digra- neshlíðum. En presturinn, sr. Þor- bergur Kristjánsson, og sóknar- nefndin vilja ekki sjá þá lóð,“ segir Gylfi Sveinsson, einn af hátt á annað hundrað íbúa sem hafa mót- mælt þessari ákvörðun. „164 íbúar skrifúðu undir athugasemdir við skipulagið í mörgum liðum, en okkur var svarað þannig að við værum bara bijóstumkennanlegir kjánar,“ segir hann. „Þessi ákvörð- un um breytingu á aðalskipulagi á eftir að fara fyrir skipulagsstjóra rikisins og félagsmálaráðherTa. Ef þetta verður samþykkt þar, þá munum við fara fram á verkbann á etta mannvirki. Ef það gengur eldur ekki getum við ekkert ann- að gert en að höfða skaðabótamál á hendur bæjaryfirvöldum í Kópa- vogi.“ Náttúruvemdarráð hefúr gefið grænt ljós á að byggt verði á svæð- mu, enda þótt kirkjubyggingin muni þýða umferð yfir alffiðað svæði. ,JÉg skil satt að segja ekki, að þetta geti samrýmst lögum um náttúruvemd,“ segir Valþór Hlöð- versson oddviti minnihluta bæjar- stjómar. „Þessi ákvörðun er ein af mörgum sem þessi meirihluti hefúr tekið um að taka græn svæði undir byggingar, og klerkurinn og það lið sem er í kringum hann í stjóm safnaðarins hafa haft þetta mál i gegn með hömlulausn ffekju og yfirgangi “ Sóknamefnd Hjallasóknar í Kópavogi var hlynnt því að byggja kirkju í Digraneshlíðum, sem em á sóknarmörkunum, í samstarfi við Digranessókn, þannig að safnaðar- heimilin yrðu aðskilin en kirkja sameiginleg. Séra Þorbergur Krist- jánsson t Digranessókn segir þó að ástæðan fyrir því að samstarf hefi ekki tekist se ekki sök sóknar- nefndar Digraness. Sr. Þorbergur hefúr allt ffá árinu 1977 sótt fast að fá lóðina í nágrenni Víghóls. „Við höfum verið á hrakhólpm með byggingarlóð í mörg ár. I upphafi gerði skipulag ráð fyrir safnaðar- miðstöð f kverkinni á milli Bröttu- brekku og Digranesvegar, en þegar átti að byggja var hún tekin af okk- ur. Síðan hafa okkur verið boðnar tvær lóðir, en staðsetningar þeirra em óaðgengilegar," segir nann. „Þessi lóð á íþróttavellinum er miðsvæðis, og fYrrverandi skipu- lagsstjóri, Zópnanías Pálsson, sagði á sínum tíma að þetta væri ákjósanlegur kirkjustaður sem myndi auka á gildi svæðisins, og Garðar Halldórsson húsameistari tók undir þetta í greinargerð árið 1979 og sagði svæðið tilvalið. Eftir það var svæðið, sem við báðum upphaflega um, ffiðað og þá færð- um við okkur yfir á vallarsvæðið.“ Um mótmæli íbúanna segir hann að þau hafi komið eftir dúk og disk. „Rót þeirra má rekja til þess að ákveðnir aðilar í bæjar- stjóm hafa snúist mjög gegn okkur og bakkað upp gremju þessa fólks,“ segir hann. Prestar Kársnes- og Hjalla- sókna leituðu eftir því við biskup að kirkjustjóm tæki upp viðræður Akvörðun meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs um aö heimila kirkjubyggingu á Iþróttavellinum við Vighól hefur vakið mikla reiði meðal Ibúa I nágrenni svæðisins og hyggjast þeir höföa skaðabótamál á hendur bæjar- yfirvöldum ef framkvæmdir verða hafnar. Mynd: Kristinn. milli allra aðila, en hann ákvað að hafa ekki afskipti af málinu. „Bisk- upi þótti ekki skynsamlegt að koma inn í þessa umræðu,“ sagði Kristján Einar Þorvarðarson prest- ur Hjallasóknar. „Niðurstöður um- ræðna um samstarf við Digranes- sókn á sínum tíma voru þær að af því yrði ekki og við höldum því affam við okkar ffamkvæmdir við Alfaheiði. En ég vil taka ffam að við lokum ekki á samstarf við Digranessókn í ffamtíðinni.“ -vd. Briddsarar á heimsmeistaramót Islenska briddssveitin varð í fjórða sæti á Evrópumótinu og vann sér þar með rétt til átttöku í heimsmeistaramóti. etta er fyrsta alíslenska briddssveitin sem vinnur þetta afrek. Sautjánda júní létu þeir félagar sverfa til stáls og hirtu fimmtíu stig á einu bretti. Einn þeirra sigursælu, Jón Baldursson, sagði að tuttugu og sex þjóðir hefðu sent lið til keppmnnar. Allir kepptu við alla svo að segja má að við höfum spilað tuttugu og fimm landsleiki, sagði Jón. Þetta er fertugasta Evr- ópumótið. Keppnin fer þannig ffam að spilin eru tölvugefm. Tölvumenmmir segja að í raun og vem sé þessi tölvugjcf þannig að þetta sé ekkert annað en fúll- komin handgjöf. Spilin em sett í bakka og kölluð norður, suður, austur og vestur. Leikurinn fer þannig ffam að spilað er á tveim- ur borðum með sömu spilum. Á þðm borðinu hafa t.d. liðsmenn Islands norður og suður, en aust- ur og vestur á hinu, þ.e. spil and- stæðinganna ef miðað er við fyrra borðið. Við byrjuðum hræðilega, sagði Jón, töpuðum 25-3 á móti Bretum. Síðan unnum við Júgó- slava 23-7 í öðmm leik. Það var 16. júní og daginn eftir, 17 júní, unnum við Frakka og unnum svo seinni leikinn líka og fengum í allt 50 stig þann dag. Við létum það náttúrlega berast að við vær- um að halaa uppá þjóðhátíðar- daginn meðan landar okkar drykkju fyrir okkur heima. Eftir fimm umferðir vorum við komnir upp fyrir Bretana. Þeir höföu orð á því að þeim þætti það skrýtið. Þeim fannst sér nafa gengið ágætlega eftir sigur- inn á okkur, en við vomm samt fyrir ofan þá eftir fimm umferðir. Eftir þetta vorum við lengst af í fyrsta til fjórða sæti. Þegar þijár umferðir vom eftir vorum við jafnir Pólverjunum og Hollend- ingamir einu stigi á eftir. Það lá af ýmsum ástæðum nokkuð ljóst fynr að við yrðum að beriast um fjórða sætið við Hollendingana. Þegar við spiluðum við þá vom Leikári Þjóð^ leikhússins lokið Jón Baldursson, fulltrúi I Bókhaldsdeild Flugleiða var I Sigursveitinni. Mynd: Kristinn ekki nema þijár umferðir eftir. Þeir vom mjög taugaveiklaðir og við völtuðum yfir þá, sagði Jón Baldursson. Heimsmeistarakeppnin hefst í Yokohama, 30. september. Bretar unnu mótið með 546,5 stigum, Svíar urðu í öðm sæti með 527 stig, Pólland í þriðja sæti með 504 stig og Islendingar í fjórða sæti með 503 stig. -kj Leikári Þjóðleikhússins lauk sunnudaginn 30. júní með síðustu sýningu á Söngva- seiði. Uppselt var á þá sýningu eins og allar fyrri sýningar verksins. Þrátt fyrir að stora svið leikhússins hafi verið lokað mest allt leikárið, eða þar til í mars, komu alls 84.107 áhorf- endur á 338 sýningar leikhúss- ins, en sýnt var á Litla sviðinu, í Islensku óperunni, Borgarleik- húsinu, í grunnskólum og víðar. Pétur Gautur og Söngvaseiður voru einu sýningarnar sem fóru fram á stóra sviðinu. Verkefni leikhússins urðu tólf á þessu leikári. Flestir áhorfendur sáu Nætur- galann, alls 35.043 á 176 sýning- um. Næstflestir mættu á Söngva- seið, eða 26.291 á 60 sýningar. 9.742 áhorfendur sáu verk Spaug- stofúnnar, Örfá sæti, laus, sem sýnt var 30 sinnum í íslensku óp- erunni. Til viðbótar má geta þess að nemendur Listdansskóla Þjóð- leikhússins komu fram á sjö nem- endasýningum í skólahúsnæðinu að Engjateigi 1 og átta sinnum sýndu þeir í dagskrá með öðrum í tengslum við Listahátíð bama, Alþjóðlega dansdaginn o.fl. Gisk- að er á að áhorfendur í þessi fimmtán skipti hafi verið um 4000. Nú er undirbúningur næsta leikárs í fúllum gangi og er verið að æfa fyrstu verkefnin. Á stóra sviðinu er verið að æfa „Gleði- spilið“, nýtt leikrit Kjartans Ragnarssonar og á Litla sviðinu er verið að æfa nýlegt leikrit ffá Sovétríkjunum: „Kæra Jelena“ eftir Ludmila Razumovskaja. Leikritið „Kæra Jelena“ hefúr vakið mikla og verðskuldaða at- hygli á VesturTöndum að undan- fömu. Auk þess er verið að æfa Næt- urgalann upp á nýtt þar sem sýn- inguniji hefúr verið boðið á Lista- hátíð Árósa í september. -kj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.